Alþýðublaðið - 06.09.1989, Qupperneq 6
6
SMÁFRÉTTIR
Ritsafn Guð-
mundar Daní-
elssonar boð-
ið á hagstæðu
verði
í septemberblaöi íslenska
bókaklúbbsins gerir klúbburinn
átak til kynningar á öndvegis-
verkum íslenskra bókmennta. ís-
lenski DÓkaklúbburinn býöur fé-
lögum sínum ellefu binda verk
Guðmundar Daníelssonar á aö-
eins 5.980 kr. Þegar ritsafniö fer
á almennan markaö í haust mun
það kosta 24.800 kr.
Ritsafnið hefur verið ófáanlegt
í fjölda ára. Meðal verka í ritsafn-
inu er að finna margar metsölu-
bækur, þar á meðal Son minn
Sinfjötla, Blindingsleik, Húsið,
Tapað stríð, Musteri óttans,
Landshornamenn og Spítalasög-
ur.
Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur verður áttræður á næsta
ári. Hann situr enn við skriftir, og
um síðustu jól kom út fimmtug-
asta bók hans.
Guðmundur er einn helsti og
þekktasti núlifandi rithöfundur
Islendinga.
(Ljósmynd)
Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur tekur við ritsafni eigin
bóka úr hendi Snorra Egilssonar,
framkvæmdastjóra íslenska
bókaklúbbsins.
Kvennalisti
boðar byggða-
kvóta
Kvennalistakonur lýsa þungum
áhyggjum yfir því ástandi, sem
skapast hefur víða um land
vegna núgildandi stefnu í sjávar-
útvegmálum. í fréttatilkynningu
segir m.a. um sjónarmið
Kvennalista:
„Stjórnvöldum ber siðferðileg
skylda til að liðsinna byggðarlög-
um í tímabundnum þrengingum.
Aðalatriðið er þó, að menn átti
sig á því, að atburöir sem þessir
munu halda áfram að gerast svo
lengi sem fiskveiðikvótinn er
bundinn við skip.
Kvennalistakonur gerðu sér
fyrir löngu grein fyrir hrikalegum
afleiðingum núgildandi fiskveiði-
stefnu. I Ijósi síðustu atburða er
vert að minna á tillögur, sem
Kvennalistinn kynnti opinberlega
þegar haustið 1987. Samkvæmt
þeim yrði fiskveiðikvótinn ekki
lengur bundinn við skip, heldur
yrði a.m.k. 80% af heildaraflan-
um skipt milli byggðarlaga með
hliðsjón af lönduðum afla fyrri
ára."
Nýir kennarar
fá aðstoð leið-
sögukennara
Með reglum um leiðsögukenn-
ara er stuðningur við nýliða í
kennslu aukinn verulega. Sér-
hver nýliði samkvæmt reglunum
skal fyrsta kennsluár sitt fá leið-
sögn sér reyndari kennara, leið-
sögukennara, sem hefur full
kennsluréttindi, segir í frétt frá
menntamálaráðuneytinu.
Leiðsögukennari er ráðgjafi
hins nýja kennara um allt það er
snertir skólastarf í framkvæmd.
Samband ungra
jafnaðarmanna
Opinn stjórnarfundur verður haldinn að Hverfis-
götu 8—10 laugardaginn 9. september kl. 10.
Vegna flokksstjórnarfundar lýkur fundinum kl.
11.00.
Stjórn SUJ
Hann kynnir nýliða kennsluhætti
og námsefni svo sem hann hef-
ur tök á og telur nauðsynlegt,
liðsinnir honum varðandi sam-
starf við foreldra og upplýsir, ef
þörf er á, um gildandi lög, reglur
og námskrá sem fara ber eftir í
starfi grunnskóla.
Hver grunnskóli fær til ráðstöf-
unar í þessu skyni umfram
venjulegan kennslukvóta eina
klukkustund á viku fyrir fyrsta
nýliða sem er kennari, eina
klukkustund á viku fyrir fyrsta
nýliða sem er leiðbeinandi og
hálfa klukkustund á viku fyrir
hvern nýliða úr hvorum hópi til
viðbótar.
Reglurnar ná bæði til nýliða
sem hafa kennsluréttindi og
þeirra sem taka að sér kennslu
en hafa ekki tilskilin réttindi.
Reglur þessar eru samdar í
samráði og samvinnu við Kenn-
arasamband íslands með hlið-
sjón af bókunum með kjara-
samningum sl. vor.
Birgðaverslun
fyrir smásölu-
verslun og
þjónustufyrir-
tæki
Nú hefur verið opnuð á ný
verslunin Gripið og Greitt, sem
áður var í eigu Sláturfélags Suð-
urlands. Verslunin er á sama
stað, að Skútuvogi 4, en hefur
stækkað um rúmlega 70%. Þetta
fyrirtæki mun stuðla að lægra
vöruverði í smærri matvöruversl-
unum og skyldum verslunum
auk veitingahúsa, segir í fréttatil-
kynningu.
Nýir eigendur fyrirtækisins,
sem nú nefnist Birgðaverslunin
Gripið og Greitt eru 18 fyrirtæki
innan vébanda Félags íslenskra
Stórkaupmanna. Fyrirmyndin
eru „Cash and Carry" verslanir
sem erlendis hafa verið um langt
skeiö sjálfsagður liður í dreifingu
til smásöluverslana. Rétt til
kaupa í versluninni hafa ein-
göngu aðilar sem munu endur-
selja vöruna enda eru vörurnar
seldar á heildsöluverði.
Að sögn forsvarsmanna er hér
um að ræða umboðssölu en ekki
millilið sem auka mundi kostnað
og hækka vöruverð.
íþróttafélag
fatlaðra í
Reykjavík
15 ára
íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík
er 15 ára á þessu ári. Aðalfundur
þess var haldinn nýlega. Þar
fengu m.a. þeir félagar í Í.F.R.
sem stóðu sig svo vel á Olymp-
íuleikum fatlaðra í Seoul 1988
viðurkenningu, fallega styttu
sem vonandi verður þeim hvatn-
ing til áframhaldandi dáða.
Mikið kapp hefur verið lagt á
að halda æfingum gangandi og
að koma íþróttahúsi félagsins
við Hátún 12 upp. Nú er verið að
steypa upp 2. áfanga hússins,
reiknað er með að þeim áfanga
verði lokið í desember á þessu
ári. Enn vantar mikið fé til þess
að hægt sé að Ijúka bygging-
unni. Er þess vænst að almenn-
ingur og opinberir aðilar sýni
málinu skilning með fjárframlög-
um svo hægt verði að Ijúka við
húsið sem fyrst. Gírónúmer
byggingarsjóðs er 50075-0339.
* Krossgétan
□ 1 2 3 4
5
6 □ 7
F 9
10 □ 11
□ 12
13 - i ii □
Lórótt: 1 hress, 5 umgang, 6 tínir,
7 hvað, 8 kringla, 10 hreyfing, 11
spýja, 12 fall, 13 ýfir.
Lóðrótt: 1 sver, 2 krass, 3 drykk-
ur, 4 bikið, 5 leiftur, 7 blæjur, 9
ástfólgna, 12 titill.
Lausn ó síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 asann, 5 auka, 6 fló, 7
mg, 8 haggar, 10 rr, 11 ána, 12
ætir, 13 kofar.
Lóðrótt: 1 aular, 2 skóg, 3 AA, 4
negrar, 5 afhrak, 7 manir, 9 gáta,
12 æf.
RAÐAUGLÝSINGAR
TÓNLISMRSKÓU
Frá KÓPfNOGS
Tónlistarskóla
Kópavogs
Innritun fer fram í skólanum, Hamraborg 11, 2.
hæö, sem hér segir:
7. og 8. septemberkl. 10.00—13.00 og 15.00—18.30.
9. september kl. 10.00—14.00.
11. september kl. 10.00—13.00 og 15.00—18.30.
Nemendur eru beðnir að !áta stundaskrár fylgja
umsóknum. Nemendurfrá fyrra ári sem hafa hug á
námi eru minntir á að sækja þarf um skólavist ár-
lega.
Fyrsti hluti skólagjalds greiðist við innritun.
Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma.
Skólastjóri
TILRAUNASTÖÐ HÁSKÓLANS í MEINAFRÆÐI
KELDUM
Rannsóknarmaður
óskast!
Líffræðingur eða maður með hliðstæða
menntun óskast strax til rannsóknarstarfa
við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði,
Keldum.
Um er að ræða áhugaverða vinnu við riðu-
rannsóknir.
Nánari upplýsingar veita Sigurður Skarp-
héðinsson eða Sigurður Sigurðarson,
Keldum, sími 8 28 11.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf óskast sendar
fyrrnefndum.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKlSINS
Ljósritunarvél
til sölu
Afkastamikil Ijósritunarvél með sjálfvirkri frumrita-
innsetningu og röðun til sölu.
Rafmagnsveitur ríkisins
Innkaupadeild
Laugavegi 118
105 REYKJAVÍK