Alþýðublaðið - 06.09.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 06.09.1989, Side 3
Miðvikudagur 6. sept. 1989 3 e SKOTMARKID Haukur Halldórsson, formaöur Stéttarsambands bœnda: Erfitt að draga úr útgjöldum rikisins eftir Kristján Kristjánsson — Þú rœddir mikið um það í þirmi rœðu á þingi Stéttarsambandsins að nú vœri mikilverðast að lœkka verð á hefðbundinni land- búnaðarframleiðslu til neytenda. Hvaða leiðir sjá- ið þiö til þess? ,,Þær eru ýmsar. i fyrsta lagi teljum við að það sé al- ger tvískinnungur að leggja söluskatt á matvæli og endurgreiða hann svo. Við teljum að hverfa eigi frá því og þegar virðisauka- skatturinn verður tekinn upp eigi hann að verða sem lægstur á innlend matvæli. Við minnum á það að EB er búið að ná samstöðu um það núna að hann skuii hvergi verða hærri en 9% 1992. Og í sumum löndum er hann enginn. Með öðr- um orðum. Við teljum að öllum ráðum eigi að beita til að ná söluskatti og virð- isaukaskatti út úr fram- leiöslukostnaði. Þetta er það fyrsta. í öðru lagi sé hægt að skoða lækkun á kjarnfóðurgjaldi, aðstöðu- gjöld megi lækka í nokkr- um tilfellum. Við erum með uppsöfnunarkerfi í sam- bandi við aðstöðugjöldin og sem dæmi getur sama varan verið komin með að- stöðugjald 7 sinnum þegar hún kemur á borðið hjá neytandanum. Á móti fær innflutt vara kannski einu sinni aðstöðugjald þegar hún kemur út úr búð. Þarna teljum við að megi endur- skoða tekjustofna sveitarfé- laga varðandi aðstöðu- gjöldin þannig að þau komi aðeins einu sinni á vöruna, elllegar að þau verði inn- limuð í virðisaukaskattinn. Þetta er eitt atriði sem þarf út. Svo höfum við reyndar talið að meiri hagræðingu þurfi að ná í vinnsluna og að sjálfsögðu á það sama við gagnvart bóndanum, þar er ýmislegt sem má nýta betur og hagræða." — Það kemur fram í ályktun þingsins að reistar skuli skorður við frekari uppbyggingu eða byggingu verksmiðjubúa. Hvers- vegna? „Verksmiðjubú bjóða hættunni heim, t.d. varð- andi úrgang ýmiss konar menguð efnasambönd sem frá þeim berast. Þannig að það sem þjóðir eru að gera í dag er að setja reglur um stór verksmiðjubú á þann hátt að menn verða að sýna fram á að nægilegt landrými sé til að dreifa úr- ganginum á. Það hefur nefnilega sýnt sig að sá líf- ræni áburður sem frá þess- um búum berst dugar að- eins í litlum mæli á stórt landflæmi. Menn eru farnir í dag að endurskoða ýmis- legt í dag með tilliti til þessa. Sjúkdómahætta er líka mikil og ef sjúkdómar koma upp í stórum búum þá er áfallið yfirleitt gríðar- legt.“ — Þannig að þið setjið þetta fram vegna umhverf- issjónarmiða? „Já, umhverfis- og holl- ustuverndarsjónarmiða." — Þið talið mikið um að ekki megi raska samkeppn- isstöðu búgreina. Ríkis- stjórnir megi hvorki gera ol mikið né oflítið á þeim vett- vangi. Hvernig kemur þetta heim og saman við útsölu á kindakjöti. Er hún ekki slík röskun? „Jú hún getur verið dæmi um það. Þessvegna höfum við alltaf sagt að við erum ákaflega óhressir með það ef niðurgreiðslur á lambakjöt eru 8% eitt árið en kannski 30% næsta ár. Það er voðalega erfitt að stefna á framleiðslu í takt við markaðinn þegar ástandið er svona. Við vilj- um að stjórnvöld séu ekki að kúvenda í reglum, ýmist kjarnfóðurgjald í dag og ekki á morgun eða niður- greiðslur upp og niður. Þetta er ómögulegt rekstr- arumhverfi ef svo má segja." — Attu þá við með öðr- um oröum að betra vœri að hafa eina fasta reglu sem gildir án tillits til þess hvað markaðurinn tekur? „Nei, við segjum náttúr- lega að menn verði alltaf að vera sér meðvitaðir um hvað menn eru að gera. Auðvitað eru þetta bara tæki en það er eins og fleira á íslandi. Sveiflur öfganna á milli koma fram í fleiri greinum. Við teljum auðvit- að að mikil birgðasöfnun í lambakjöti og stórfelldar útsölur skapi síðan ófyrir- sjáanlega erfiðleika í öðr- um kjötgreinum. Það lokar enginn augunum fyrir því. Miklu skynsamlegra væri, eins og í flestum okkar ná- grannalöndum, að menn gætu aðeins spáð í framtíð- ina.“ — Cœtu bœndur aðlag- að verö og framboð að markaði á einhverjum til- teknum tíma eins og staðan er í dag? „Þetta með verðið er mjög mikilvæg spurning og ég vil að sjálfsögðu að við reynum að aðlaga fram- boðið að eftirspurninni. En hún fer auðvitað eftir verð- inu. Síðan ef við tölum um verðsamkeppni við önnur lönd þá er það þannig að ef við myndum njóta hlið- stæðrar fyrirgreiðslu og önnur lönd veita sinni framleiðslu, þá er svar mitt já. En menn skoða þetta aldrei. Það er bara tekin einhver vara á einhverjum stað og hún borin saman við íslenska vöru, án þess að nokkuð sé útskýrð verð- myndun hinnar erlendu vöru." — Þannig að fyrirgreiðsl- an er aðalatriðið? „Já, ég myndi segja að rekstrarumhverfið væri það. Við lifum hér ekki í Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda er í Skotmarki að þessu sinni, að nýafstöðnu þingi samtakanna. Hann ræðir meðal annars hugmyndir bænda um búvörusamn- ing, leiðir til að ná niður vöruverði og segir m.a. að það muni verða erfitt miðað við stefnu i mörgum öðrum löndum, að draga úr kostnaði ríkisins vegna landbúnaðarkerfisins á ís- landi. einangruðum heimi og ef menn eru að bera saman verð þá verða menn líka að bera saman aðstæður. Það er min skoðun að búvara, eins og svo margt annað hér, verði ýmissa hluta vegna frekar dýrari en ann- arsstaðar. Það er margt sem þar kemur til. Ég held hins- vegar að hún eigi að geta verið hollari og heilnæmari að meðaltali heldur en sú vara sem er fyrst og fremst seld á milli landa. Við meg- um aldrei missa sjónar á gæðunum í þessari um- ræðu.“ — Annað, mjög sam- tvinnað þessari umrœðu, eru þau byggðastefnuáhrif sem landbúnaðurinn hefur. Veröa menn ekki að fara að horfast í augu við það að eðlilegra sé að landbúnað- urinn lagi sig aö aðstœðum í landinu en aðstœðurnar að honum? „Ég er sámmála þvi að eðlilegt sé að landbúnaður- inn verði að taka mið af landgæðum á hverjum stað. Ef á hinn bóginn verið er að spyrja að því hvort hagkvæmt sé fyrir þjóðina að leggja landbúnað niður, að öllu leyti eða í einstök- um sveitum þá er ég ekki viss um það. Ég er reyndar viss um að í stöðunni í dag er það ekki hagkvæmt. Menn verða þá að fara í ein- hverja vinnu sem ekki er þjónusta heldur verðmæta- skapandt og það er þess- vegna háð ýmsum lögmál- um. Það borgar sig náttúru- lega ekki að setja menn á atvinnuleysisbætur og t.d. má nefna að á Norðurlandi hefur fækkað um 400 árs- verk í landbúnaði. Þeim var mætt með u.þ.b. 200 í frumframleiðslu þannig að þeim fækkaði í heild um helming. En geti menn fengið vinnu við frumfram- leiðslu í stað þeirra starfa sem niður falla í landbún- aði er þetta annar hand- leggur." — Þið lýstuð því yfir á þinginu að þið vilduð skipulag á öllum greinum landbúnaðarframleiðslu, bœði í framleiðslu og sölu. Hversvegna? Heldur þetta ekki frekar uppi verði held- ur en að lœkka það hugs- anlega ef samkeppni fengi að ríkja? „Ef menn skoða þetta í okkar nágrannalöndum, meira að segja hjá þeim þjóðum þar sem verðið er hvað lægst, þá er um svona skipulag þar að ræða. Með ákveðinni skipulagningu og aðhaldi getum við feng- ið vöruna á lægstu verði. Ég leyni því ekkert að sú hækkun sem verður á vöruverðinu frá framleið- enda til neytenda er of mik- il að mínu mati. Eftir því sem minna skipulag er á þeim hlutum þurfa virðist varan hækka meira. Þetta sýnir reynslan og það virð- ist þurfa ákveðna skipu- lagningu á þessum lið og það eru eiginlega engir aðrir en bændurnir sem geta sinnt þessu því á þeim brennur hinn gullni meðal- vegur að selja sem mest á sem hagstæðustu verði fyr- ir þá.“ — Ef við víkjum aðeins að umrœðunni um nýjan búvörusamning. Þið eruð stífir á að hann þurfi að gilda til aldamóta? „Nei, nei. Það sem viljum fyrst og fremst fá með bú- vörusamningi er skýr stefnumörkun stjórnvalda einhver ár fram í tímann. Og í raun og veru lögðum við fram í umræðum að frá- gengið magn væri bara eitt ár — þ.e. 1992—93. Síðan færum við fram á það sem við köllum markaðsteng- ingu og áframhaldandi samningur breyttist á grundvelli undangenginna ára. Við höfum nefnt næstu þrjú ár. Um leið og við telj- um eðlilegt að markaðs- tengja með þessum hætti viljum við fá ákveðna stefnu hjá stjórnvöldum í landbúnaðarmálum. Vegna þess að um leið og samningurinn er markaðs- tengdur getur stjórnin haft sölumagnið í hendi sér. Með niðurgreiðslum, með söluskatti, með skatti á að- föngum og fleiru. Þetta á ekki bara við um verðpóli- tíkina heldur líka stefnuna í innflutningsmálum. Það hlýtur því að vera eðlilegt hjá okkur að segja um leið og við samþykkjum mark- aðstengdan samning, stjórnvöld mega ekki raska öllum forsendum frá einum tíma til annars." — Telur þú að það séyfir- höfuð möguleiki að létta af skattgreiðendum einhverj- um af þeim byrðum sem framlag ríkisins til land- búnaðarins hefur óneitan- lega verið á undangengn- um árum? „Ja, það er þessi blessaði samanburður sem kemur aftur. Á meðan nágranna- þjóðir okkar nota hærra hlutfal! en við gerum held ég að það verði voðalega erfitt. Hinsvegar er mikið verið að reyna að vinna að á alþjóðlegum vettvangi að reyna að ná samkomulagi að reyna að draga úr al- mennri niðurgreiðslu á bú- vöru. Ég veit ekki hvernig það muni ganga. Það er stefna svo margra þjóða að allir eigi rétt á tiltölulega ódýrri og góðri matvöru. Það þýðir lítið að státa sig af góðu heilbrigðiskerfi ef við byrjum ekki á því að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir sem m.a. felast í heilbrigðu fæði. Þessu megum við ekki kasta í burtu enda er þetta sú stefna sem uppi er í alþjóð- legu samhengi nú sem stendur. Ef að menn draga verulega úr niðurgreiðsl- um, búvörurnar verða látn- ar kosta það sem kostar að framleiða þær þá verða þær ekki lengur tekjujafn- andi og þá geta menn spurt sig hvort þá eigi frekar að niðurgreiða menntun og heilbrigðisþjónustu. Þetta er það sem mér hefur fund- ist umræðuna hér skorta mest. Við erum t.d. mjög fylgjandi heilbrigðis- og maruieldisstefnu sem heil- brigðisráðherra hefur sett fram og viljum vinna að henni en ekki gegn. En það þýðir líka að við flytjum ekki inn vöru á kostnað innlendrar landbúnaðar- framleiðslu sem ekki falla að þessari stefnu."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.