Tíminn - 20.01.1968, Síða 5

Tíminn - 20.01.1968, Síða 5
LAUGARDAGUR 20. janúar 1968. TÍMINN Hnykkt í Halldór nokkurn Benedikt Gíslason frá Hof- teigi sendir Landfara eftirfar- andi gre'-n í tilefni af grein Halidórs iíigurðssonar. sem birtist í Landfara fyrir nokkru. Benedikt skjpifar: „Halldór nokkur Sigurðsson, óþekktur maður af allri þjóð og engar uppiýsingar fást um manninn í fræðibókum, en segist þekk’a húnverska hesta, fer að henda hrosshófum sínum í mig í Land fara-greinaflokki Tímans, nú á geisladag. Hann er búinn að leika þetta áður við Hali- grím Jónasson, rithöfund, sem hafði sýnt honum það, að hann vildi hafa það, sem sannara reynist. Þá urðu Halldóri lausir hóf- arnir, en ég upplýsti hann um það, að það efni, sem kom honum til að nota hófana á Hallgrím, hefði ég upplýst að fullu og birt á prenti. Spurði ég hann í fullu sakleysi, hví hann vildi ekki hafa það, sem sannara reynist og datt ekki í hug, að væna Haildór um það, að slíkt reyndist honum ofvaxið. Hér vai-ð reyndin önn ur. Út af meinlausri, velmeintri stuttn orðsendingu verða nú Halidóri allir hófar lausir og brigílyrðin ganga á mér um mína fjölþættu ritmennsku og önmur fræðistörf." „Það var að ég hafði hárið“ Og Benedikt heldur áfrarn. „Og svo er þessi maður á háu hrossi yfirlætis, að fyrst Sig- urður Nordal svarar mér ekki um rökstudd málefni, þá fari hann ekki að brjóta svo göf- uga hefð. Samt lætur Halldór í það skína, að einhvern tíma hefði það nú verið, að hann hefði treyst sér til að brjóta þagnarlögmál Sigurðar, en nú verður hainn að segja eins og kerlingin við Krist: „Það var að ég hafði hárið“. Slíkir grobbíasar þekkjast bezt af kerlingunni, því fyrr og síðar hefur Halldór aldrei verið á svo háum hesti manndóms og mennta, að hann hefði neitt til neinna mála að leggja. En um mig er það að segja. að ég er margoft spurður um margs konar fræðileg efm og nær það allvíða og oft duga úrskurðir mínir einir, enda FYRSTIR með STÆRRA rými KPS 320 lítra DJÚP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurými miðað vió utánmál.ryð- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. Aðalumboö: Einar Farestveit & Co. Vesturgötu 2 Verzlunin Búslóð viS Nóatún. Baldur Jónsson s/f, Hverfisgötu 37. HARÐVIÐAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nybýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — SMpum bremsudælur- LunuiE a bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir HfcMLASTILLING H-F Snðarvog: 14 Sími 30135. ÖKUMENN! Látið stilis í tima. Hjólastillingar (Viótorstillingar i-jósastillingar Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING SWúiagötu 32 Sím; 13-100 þótt stundum sé spurt um það, sem ég held. að enginn mað- ur í úniversitatimu hérna geti svarað. Vísindamenn í öðrmn löndum senda mér stundum ritlinga sína og ég veit ekki betur en einn slíkur hafi ó- vörum, í opnu póstbréfi, lent í vatikaminu og páfinn hafi haft gott gagn af, sem mér er til stórþakka. Vísindamenn halda eðlilega, að ég sé í úni- versitetinu hérna!“ Aðeins fram tekið til varnar Og að lokum segir Bene- dikt: „Víst er þetta ekki mik- ið og aðeins fram tekið ti! varnar, þegar öðrum eins manni er að mæta og Hail- dóri Sigurðssyni, sem sýnir það fyrst, að hann er svo sið- menntur að uppnefna dáinn mann, sem hann veit ekkert um, frekar en annað flest eða allt. Og í öðru lagi, að fyrr hefði hann verið maður til „að taka í hnakkadrambið á þessum herrum“, og á við okkur Hall- grím Jónasson. Hnakkadramb er á hundum, svo hér er nokk- uð af sér að bera. Virðist Halldór láta svo mikið af þess- ari siðmennt sinni, að taka í hnakkadramb, að ætla má, að þetta hafi hainn haft fyrir ævistarf, og verið svo við hæfi. að hann hafi lyfzt svo í sál- arfari, að hann fer að tala um hnakkadramb á þjóðkunn i U'jn . ritþöfundum. Aumingja hundanuir í-Húnaþingi. Hef ég nú upplýst stórum mikið um Halldór — næstum allt — sem mín var von og vísa. Upplýsist það um leið, að það er von að Sigurður Nor- dal sé orðfár, þegar slíkir hafa hann fyrir skjöld. Svo óska ég húnvetnskum hestum til hamingju með Halldór og mun ekki af veita, því þegar Hall- dór ríður á þing, getur farið fyrir þeim eins og hesti þeim, sem Álfur úr Dölum reið á þingið, að hann sýnist fol- ald“. Svo mörg eru þau orð Bene- dikts fná Hofteigi, og ef Hali- dór álítur þörf að svara þessu, þá er honum auðvitað heimilt rúm hér í dálkunum. Sjónvarpsþankar úr Rangárvallasýslu Strákur skrifar: — „Ágæti Landfari. Ég þakka þér marg- ar góðar greinar, sem þú hef- ur birt lesendum blaðsins. Ég verð að játa þá staðreynd, að sjónvarpið okkar er, að mér finnst, farið að þreyta býsna marga áhorfendur sína með sumum dagskrárliðumum, þátt um, sem sízt eru til þess falln- ir að auka virðingu manna fyrir því, sem menningartæki. Þá er og vegið, að okkar dýr- mætasta arfi, fslendingasögun um, og þessi fágæti menning- ararfur gerður skoplegur í aug um fólks á þanm hátt, að sýnd- ar eru teiknimyndir með næsta fárán'legum svip og texta. Á ég að trúa því, að fá- tæktin í efnisvali sé svo mik- il, að nauðsynlegt sé að sýna hreina vitleysu sem „Valla vík ing“ Það er sannarlega verið að ráðast á garðimn, þar sem hann er lægstur, það er að segja, þegar hinir yngstu sjón varpsnotendur fá þessa mifhir æskilegu hugmynd um þenn- an dýrgrip íslenzku þjóðarinn ar. Ég tel beinlínir, að nauð- syn beri til að stytta dag- skrf-na — eða öllu ^eldur fækka útsendingardögum um tvo og ber margt til, til dæm- is er sjónvarpið miklu dýrara, ef svo margir útsendingardag- ar eru sem nú, og í öðru lagi verður dagskráin bara þeim mun þynnri, sem útsendingar- dagar eru fleiri. Ég tel, að meinalausu megi fella niður a.m.k.einn af þess- um þáttum, „Dýrlingurinn" „Harðjaxlinn" eða „Maveriek" svo og Steinaldarmennina. Mér finnst enginn menningar- auki að þeim, og fer svo fleir- um. Ekki má þó minnast a sjónvarpið án þess að taka fram, að margir af liðum þess eru alveg ágætir, eiins og t.d. þegar kvikmyndin um Luis Pasteur var sýnd. Slíkar myndir auka mjög á hróður stofnunarinnar og ber að þakka það af alhug. Lakari útsending Þá kemur röðin að útsend- ingunmi. Þegar farið var að senda út frá Langholtsfjalli og Sámstaðamúla, brá svo við, að þeir, sem áður höfðu not- ið Vestmannaeyja-sendisins, fengu þaðan miklu lakari mynd en áður. Húrn er miklu meira á hreyfingu og með aukinni „drífu“ eftir að umræddar stöðvar hófu útsendingar — en ég vona, að á því verði ráðin bót. Hvað eigum við Rangæing- ar að halda um okkar hagi? — Sendistöðvarnar þjóta upp hver á fætur annarri allt í kringum okkur, en engin er sett upp hér í sýslu, þó frá augum leikmanns séu til fyr- ir þær ágætir staðir, þar sem auðvelt er að senda frá yfir stór svæði, t.d. Hvolsfjall eða Skarðsfjall, sem sést víða ið. Myndi það vafalítið bæta skil- yrði sjónvarpsnotenda víðast hvar í sýslunni. Bn það er í þessu máli sem öðru, að oku- ur á að duga að eiga ráð- herra. — Strákur.“ Þá yrði nú víst eitthvað sagt Svo mörg eru þau orð „Stráks“ úr Rangárvallasýsl- unni og er vissulega athyglis- vert, sem hann segir um út- sendinguna í Rangárvallasýslu. Hins vegar er Landfari anzi hræddur um, að hann myndi kafna í bréfum, ef þessi grein yrði til þess, að Simon Templ- ar, Drake eða Maverick hyrfu af sjónvarpsskerminum, því þeir eiga orðið marga aðdá- endur á íslandi — ekki síð- ur en annars staðar, og ágætis menn a'ltir þrír. Og sennilega yrði líka mikill hvellur, ef sjónvarpsdögum yrði fækkað, sjónvarpið er orðið svo sterk- ur liður í daglegu lífi hvers og eins — að minnsta kosti hér sunnanlands — að fækk- un á sjónvarpsdögum kemur vart til greina. Hins vegar er rétt, að ýmislegt mætti betur fara hjá sjónvarpinu, en það væri líka einkennilegt ef svo væri ekki. Og fyrst Landfari fór að prjóna nokkrar línur við grein „Stráks“, er rétt að geta þess. að þessir d’álkar eru opnir hverjum sem er, og þeim er ekkert óviðkomandi. Ef ein- hverjir vilja til dæmis gera at- hugasemdir, segjum til dæmis við þessa grein hér á undan, er Landfari ávallt reiðubúinn að koma þeim fyrir í þessum dálkum. 5 Á VÍÐAVANGI Klókur í atkvæcð' veiðum Dagur á Akureyri segir m. a. svo um kosningaúrslitin s. 1. vor og spyr: „Hvers vegna vann Alþýðu- flokkurinn á í síðustu kosning- um? Þessa hafa margir spurt um leið og þeir hafa það í huga, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mjög á síðasta vori. Svarið, sem flestum finnst full- nægjandi er þetta: í fyrravet- ur neitaði Alþýðuflokkurinn að lýsa yfir aðild að ríkisstjórn- inni eftir kosningar, en Sjálf- stæðismenn tjáðu sig óðfúsa". Þetta er rétt athugað hjá Degi, og Alþýðuflokkurinn gcrði nieira. Hann predikaði það daginn út og inn fyrir kosningarnar, að hann bæri enga ábyrgð á efnahagsmála- stefnunni, öngþveitinu og „við- reisnar“-gjaldþrotinu. Hann liefði aðeins komið fram „góðu málunum“, umbétum í trygg- ingum og þess háttar. Hann væri raunar ekkert í pólitík og neitaði að gefa skýra yfirlýs- ingu um, að hann ætlaði að stjórna með Sjáifstæðisflokkn- um eftir kosningar. Hann vann því á. En Sjálfstæðisflokkurinn sem talinn var bera megin- ábyrgð á efnahagsmálastefn- unni, tapaði um 6% atkvæða, og formaður flokksins og vara- formaður töpuðu sameiginlega sem svarar 10. hverjum fylgis- manni sínum í höfuðborg lands ins, og er shkt tap forsætisráð- herra alveg einstakt og hefði í flestum öðrum löndum verið talið einboðið, að hann segði af sér og fæli hinum samstarfs- flokknum, sem vann á, forsæt- ið. En þar sannaðist enn í veHii, að Alþýðuflokkurinn vildi ekki nota þennan rétt sinn og þar með ábyrgð á póli- tíkinni í ríkari mæli. Skrauthalar stjórnarinnar Dagur segir einnig um annað mál: „í umræðum um fjárlögin fyrir jólin kom það fram, að skuldir ríkissjóðs við ýmsa hafn arsjóði sveitarfélaga vegna hafn arframkvæmda imdanfarið næmi nú samtals 75 millj. kr. Upp í þetta vildi ríkisstjórnin greiða 10 miUjónir árið 1968. Ef svo yrði áfram haldið og ekki hraðar, tæki það 7—8 ár að greiða upp skuldahalann, og allan þann tíma yrðu sveitar- félögin að standa straum af lánum, sem þau hafa tekið tU að borga það, sem ríkissjóði bar að borga. Þrír alþingismenn, Gísii Guð mundsson, Sigurvin Einarsson og Steingrímur Pálsson, lögðu til að veita 20 millj. kr. í þessu skyni 1968, en miðað við þá til- lögu tæki það 3—4 ár að greiða upp „halann“ og mætti varía Iengur vera. Ekki vildi stjórnin fallast á þessa tiUögu. Hún virð ist una dável „hala“ sínum“. Það má seg.ia um ríkisstjórn- ina eins og Grýlu, að hún hef- ur skuldahnla átján og marga belgi í hverjum. Hún hefur t. d. ærinn skuldahala í byggingu skóla, sjúkrahúsa, félagsheim- Ua og jafnvel vega. en hún un- ir vel hölum sínum eins og Dag ur segir, viU ekkert skerða þá Frafhhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.