Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 20. janúar 1968. TIMINN 9 Utgefandi: FRAMSOKN ARFLOKKURINN Kramkvawnaastjöri: Krlstján Benertiktsson Ritstjórar- Þórarlnn Þórarinsson (áb) Andrés Krtstjánsson, .lón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar' Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímui Gislason Ritstj.skrifstofui i Eddu húsinu, símai 18300—18305 Skrifsofur- Bankastrætl 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi- 19523 ASrar skrifstofur sími 18300. Áslkriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f. Glögg lýsing Mbl. á „viðreisninni“ Samkvæmt seinustu yfirlýsingum ráðherranna og sérfræðinga þeirra, nægir 25% gengisfelling ekki til að tryggja rekstur útfiutningsatvinnuveganna eftr mesta góðæriskaflann, sem hér hefur komið. Þegar er búið að semja við þá um nýjar uppbætur, sem nema alltaf 400 milljónum króna. Þó er alveg eftir að taka tillit til þess, að launafólk getur ekki til lengdar risið undir kjara- skerðingu gengisfallsins bótalaust. Orsakir þessarar ömurlegu staðreyndar, eru framar öllu þær, að sökum „viðreisnarstefnunnar“ svonefndu var gróði góðærisins ekki notaður til að endurnýja og efla atvinnuvegina- Samkvæmt „viðreisnarstefnunni“ lét ríkisvaldið það að mestu afskiptalaust, hvernig honum var ráðstafað í stað þess að beina honum að markvissri uppbyggingu atvinnuveganna. í forystugrein Mbl. í fyrradag er að finna játningu um einn þátt þessarar öfugþróunar. Þar er rætt um þorsveiðiflotann. Morgunblaðinu farast orð á þessa leið: „Þorskveiðfflotinn, eða a.m.k. minni bátar í honum, hefur dregizt aftur úr á undanförnum árum, þar hefur aldrei orðið eðlileg aukning, fyrst og fremst vegna þess, að öll athygli og nær allt fjármagn hefur beinzt að síldveiðiflotanum, þar sem uppgripin hafa verið mest. Þessi stöðnun þorskveiðiflotans hefur m.a. haft þau áhrif að frystihús víðs vegar um land hafa átt í erfiðleikum með hráefnisöflun og jafnframt hefur verið erfitt að fá mannafla á þorskveiðiflotann, enda hafa tekjur ekki verið jafnmiklar við þorskveiðar sem síldveiðar. Þessi þróun hefur að vissu leyti stuðlað að enn meiri einhæfni í atvinnulífinu". Þannig lýsir sjálft aðalmálgagn „viðreisnarstefnunn- ar“ því, hvernig þorskveiðiflotinn (minni bátarnir) hafi dregist aftur úr á góðærstímanum og frvstihúsin fylgt í kjölfarið. í stað þess að hér hefði átt að eiga sér stað endurnýjun, hefur orðið afturför. Enn ömurlegra hefur þó hlutskipti togaraflotans orðið. Ef fylgt hefði verið hinni leiðinni, eða þeirri stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað. hefði slíkt ekki getað átt sér stað. Þá hefðu fulltrúar ríkisvalds og við- komandi aðila í hverri grein, fylgst vandlega með því, hvað gera þyrfti, og hafist handa um framkvæmdir í tæka tíð. Þá hefðum við nú átt endurnýjaðan þorsk- veiðiflota og frystihús, sem hefðu verið undir það búin að mæta erfiðleikum. En stjórnarflokkarnir höfnuðu slíkum vinnubrögðum. Samkvæmt ,,viðreisnarstefnu“ þeirra bar að láta það sem mest afskiptalaust. hvernig gróði góðærisins væri hagnýttur- Þess vegna stendur þjóðin þannig uppi, þegar erfiðleikar ganga í garð, að gróði góðærisins er horfinn út i veð ir og vind, en margar mikilvægustu atvinnu- greinar hennar, eins og þorskveiðiflotinn og frystihúsin, eru í fyllstu niðurníðslu. Samt bólar ekki á neinum sinnaskiptum hjá ríkis- stjórninni. Hún og flokkar hennar fylgja áfram leiðar- vísi ,,viðreisnarstefnunnar“ af sízt minni áhuga en áður " ...... EKSTRABLADET: Spádómar dönsku flokkanna um úrslit þingkosninganna Gallup birtir ekki könnun sína fyrr en eftir kosningarnar Óðum styttist nú til þingkosninganna í Danmörku. Mikið er spáð um úrslitin og eru spádómar talsvert á reiki, eins og vænta má. Gallupsstofnunin hefur lokið nýrri skoðanakönnun fyrir fáum dögum, en ákveðið að birta hana ekki fyrr en eftir kosningar, svo að ekki verði sagt, að hún sé að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Aðrar stofnanir, sem annast skoðanakann- anir, hafa ákveðið hið sama. Menn geta því ekki stuðzt við skoðanakannanir í spádómum sínum. Ekstrabladet hefur því valið þá leið að snúa sér beint til flokkanna sjálfra með eftirfarandi spurningu: Hvers væntið þér um úrslit kosninganna fyrir a) eigin flokk, b) aðra flokka? Svör flokkanna fara hér á eftir (listabókstafurinn fylgir nafni hvers flokks): A. Jafnaðarmanna- flokkurinn: Tilaun til svars við þessum spurnmgum gœti ekiki byggzt á öðru en hreinni ágizkun. Bregð ist kjósendur rétt við málefna lega, leiða úrslit kosninganna af sér eflingu Jafnaðarmanna- flokksins og veikingu borgara- legu stjórnarandstöðuftokkanna sem mátú meira hugsanlega möguleika á flokkslegum á- vinningi en stuðning við hyggi lega stefnu í efnahagsmálum.. Þess verður að vænta, að æ fleiri kjósendur geri sér Ijóst, að klofningin í verkalýðshreyf- ingunni veikir aðstöðuna og sú veiking verður ekki umflúin með öðru en því að fylkja sér um Jafnaðarmannaflokkinn. D. Vinstri flokkurinn: Efiingar Vinstri flokksins og frjáklyndrar ríkisstjórnar. Raunar gerum við einnig ráð fyrir eflingu Kommúnista- flokks Danmerkur og Réttar- sambandsins, en minnkandi fylgi Jafnaðarmannaflokksins og Sósíaliska flokksins (Aksel Larsen). G. íhaldsflokkurinn: Íhaldsflokkurinn væntir þess að mikill fjöldi kjósenda verði þeirrar skoðunar, að nú verði að skipta um rikisstjórn og efla þá flokka, sem geta stuðl- að að slíkum skiptum. Annars leita svo margar stofnanir og margir hópar manna álits um væntanleg úrslit kosninganna, að tæplega getur talizl þörf á að íhaldsflokkurinn fáist einn ig við slíka spádóma En við gerum okkur góðar vonir um hagstæð úrslit kosnK.ganna yf irleitt og einnig að því er snertir fylgi íhaldsflokksins. F. Sósíaliski flokkur- inn (Aksel Larsen): Við gerum okkur mjög góðar vonir um hagstæð úrslit kosn- inganna fyrir Sósíaliska flokk- inn. Að vísú ber að játa, að sex fulltrúar hafa yfirgefið flokkinn og þetta er óneitan- lega mjög alvarlegt áfall fyrir Krag, forsætisráSherra flokk, sem hefir ekki að baki sér nema 300 þúsund kjósendur og hefir ekki nema tuttugu þingfulltrúum á að skipa. Minn ast skyldu menn þó þess, — án þess að verið sé að gera sam anburð, — að 1 kosningunum árið 1960 hlaut flokkurinn 150 þúsund atkvæði og fékk 11 full trúa, en í kosningunum 1964 höfðu þrír fulltrúar yfirgefið flokkinn, en hann jók atkvæða tölu sína eigi að síður. Okkur hlýtur að teyfast að gera okkur vonir um hlutfallslega jafn hagstæð úrslit að þessu sinni Um útkomu annarra flokka skal aðeins tekið fram, að við væntum pess, að hið nýkjörna þing verði þannig skipað, að borgaralegu flokkarnir verði þar enn i ininnihluta. B. Vinstri Radikalir: Flokkur Vinstri Radikala væntir þess, að kosningamar 23. janúar sýni áframhald þeirrar eflingar flokksins, sem síðustu kosningar leiddu i ljós. En við látum kjósendunum eft ir að ákveða, hve mikil fylgis aukningin verður. Y. Vinstri sósíalistar: Vinstri sósíalistar fá 8—12 þingfulltrúa. Borgaralegu flokk arnir geta tæplega hlotið veru- lega fylgisaukningu, þar sem þeir hafa ekki verið þess um komnir að bera fram nein úr- ræði í stað þeirra, sem reynd hafa verið. L. Liberal Centrum: Liberal Centrum mun á ný reynast hinn óvæ.nti sigurveg- ari Við gerum ráð fyrir að tvöfalda fylgið og fá 7—8 þing fulltrúa, en ekki er óhugsandi, að þeir verði 10 . . Og senni- legt er, að Liberal Centrum fái lykilaðstöðu — ráði úrslitum í þinginu. Radikalir vinna einn- ig mikið á. Fylgi íhaldsmanna verður nokkurn veginn óbreytt. Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstri flokkurinn og vinstri sósíalistaflokkarnir tveir verða að horfa á eftir fylgisaukning unni til Liberal Centrum og Radikala. U. Óháðir: Úrslit kosiiinganna 23. janú- ar eru svo torráðin, að Óháð ir munu taka þann kost að bera ekki fram neins konar spé- dóma. K. Kommúnistaflokk- ur Danmerkur: Við væntum þess, að við hljótum fulltrúa — eins og birtar niðurstöður Gallup-kann ana staðfesta ihér er átt við síðan í nóvember) — og við munum auðvitað reyna að gera atkvæðaaukninsuna sem mesta- Við kærum okkur ekki um að spá um tilfærslur milli annarra stjórnmálaflokka inn- byrðis. En við væntum sem sagt meirihlutafytgis verka- mannaflokkanna, þrátt fyrir hinn ótimabæra heimrekstur þess meirihluta. E. Réttarsambandið: Verði ekki undan því komizt að bera fram getgátur viljum við segja þetta: Réttarsamband- ið — óvinur verðaukaskattsins númer eitt — er öruggara en allir aðrir flokkar um mikla fylgisaukningu og hagstæð úr- slit hvað þingfulltrúa snertir. Jafnaðarmannaflokkurinn verð ur fyrir verulegu fylgistapi og kommúnistaflokkarnir þrír hljóta samanlagt helmingi minna fylgi en áður. Vinstri flokkurinn mun naumast geta haldið sínum hlut, en íhalds- flokkurinn getur gert ráð fyrir smávægilegri aukningu. Radi- kalir munu einnig efalaust auka fylgi sitt. Við gerum hvorki ráð fyrir að fulltrúar Liberal Centrum né '’háðra fyr irfinnist meðal hinna nýkjörnu þingfulltrúa-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.