Tíminn - 26.01.1968, Page 12
12
TÍIYHNN
FÖSTUDAGUR 26. janúar 1968.
■P
islenzkur sjávarútvegur er í brennidepii nú
1
Í967
*
VINNA
í síSasta hefti SAMVINNUNNAR fjalla ellefu sérfróðir menn um
helztu þætti íslenzks sjávarútvegs:
Othar Hansen: Er valt að treysta sjávarafla?
Helgi G. Þórðarson: Togaraútgerð — hraðfrystihús.
Árni Benediktsson: Stjórnlaus þjóðarskúta.
Gísli Konráðsson: Nokkur orð um togaraútgerð.
Baldur Guðmurtdsson: Þróun vélbátaútvegsins undanfarin ár.
Tómas Þorvaldsson: Stutt yfirlit yfir saltfiskmarkaðinn.
Bragi Eiríksson: Vandamál skreiðarútfl. og skreiðarframleiðenda.
Guðmundur Jörundsson: Heilfrystur fiskur.
Dr. Magnús Z. Sigurðsson: Stöðnun — framfarir. Fiskiðnaður og
markaðsmál á krossgötum.
Þóroddur Th. Sigurðsson: Aðgerðarannsóknir í síldariðnaðr
og síldveiðum.
Jón Jónsson: Helztu fiskstofnar á íslandsmiðum og áhrif veið-
anna á þá.
Auk þess eru í heftinu fróðlegar greinar um ýmis efni eftir Gísla J. Ástþórsson, Halldór Sigurðsson,
Magnús Torfa Ólafsson, séra Heimi Steinsson, Bryndísi Steinþórsdóttur, Einar Má Jónsson og Sigurð
A. Magnússon.
SAMVINNAN ER VANDAÐASTA, FJÖLBREYTTASTA OG TILTÖLULEGA ÓDÝRASTA
TÍMARIT ÍSLENDINGA.
Nýir áskrifendur fá síðasta hefti 1967 ókeypis. -— Áskriftarsíminn er 17080.
FLUGHÖFN
Framhald af bls. 7.
erfiði ævistarfsins hverfa eims
og dögg fyrir sólu. En þetita
er ekkert einsdaemi í veraldar-
sögunni, og þeir gera sér grein
fyrir þvi. afS verði tekin ákvörð
un um þessar framkvæmd-
ir geti þeir ekkert að gert.
„En við viljum samt ekki fara“
segja þeir.
Danskur blaðamaður brá
sér fyrir skömmu út í Salt-
hólmann til að kynnast líf-
inu þar og grennslast fyrir um
álit eyjaskeggja á þessum fyr-
fyrirhuguðu framkvæmdum.
Hann ræddi m.a. við 18 ára
gamla stúlku, Marrit Ziemling,
sem fædd eru og uppalin á
eyjunni.
— Mér þykir svo vænt um
Salthólmamn, að ég hef enn
ekki getað hugsað mér að fara
héðan til náms í einhverri
grein, — segir hún.
— Ég hlusta á pop-músík í
útvarpinu. og þegar mig lang-
ar eitthvað, bregð ég mér yfir
til Kastrup á bátnum okkar.
Þar á ég margar vinkonur,
fer með þeim í bíó á böll og
ÚTBOÐ
/
Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi efni vegna
Rafmagnsveitu Reykjavíkur:
1. Koparvír, ýmsar gerðir og stærðir,
alls 50.000 m.
2. Tengiskápar fyrir jarðstrengi.
3. Götuljósabúnaður.
4. Götuljósastaurar.
Útboðsgögn eru afhent í s'krifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18 800
fleira. Þær skilja það mæta vel,
vinkonur mínar, að ég skuli
taka kyrrðina og friðinn hér
heima fram vfir stórborgarlíf-
ið. Mér hefur aldrei leiðzt hér.
Ég hef alltaf við nóg að sýsla
hér heima.
— Er ekki pft glatt á hjalla
hér á eynni? '
— Nei, það fer nú heldur
lítið fyrir skemmtunum og
öðru slíku, eins og skiljanlegt
er. Hér er ekkert ungt fólk
fyrir utan mig. Siðast var sleg-
ið upp balli hér í fyrra. Það
var í skírnarveizlu.
— Hvað finnst þér um vænt-
aelegan flugvölil hér á eynni?
— Mér lízt hræðilega á þær
ráðagerðir.
Lífið í svona litlu samfélagi
hlýtur að vera erfdtt á marga
lund. Ekki er hægt að reka
skóla fyrir 6 börn, sem öll eru
á ólíku aldursskeiði, heldur
verða mæðutmar að annast alla
barnafræðslu. Ekkert rafmagn
er á eynni, engin vatnsveita
heldur. Reginvatnið verður að
duga. Maður skyldi ætla að
fólkið tæki fegin hendi til-
boði um sölu eigna sinna, svo
að það gæti flutzt í menning-
\una, séð börnum sínum fyrir
skólagöngu og veitt sér ýmis-
leg nútímaþæíiindi Svo er þó
ekki. Það kveðst vera harð-
ánægt með aó nota gas og hafa
regnvatn í baðkerum og til að
blanda með viskísjússa.
Það er engin þörf að kvarta.
Okkur Hður dásamlega hér á
Salthóknanum og viljum
hvergi . annars staðar verá. —
segir það. Okkar heitasta ósk
er, að ekkert verði úr þessari
fyrirhuguðu flugvallargerð hér
á eynni.
Úrvals finnskar rafhlöður
Stál og plast fyrir Transistortæki,
segulbönd, leikföng, tannbursta —
og vasaljós.
Heildsölubirgðir jafnan fyrir-
liggjandi.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F.
Skólavörðustíg 3 — sími 17975—76.
LAXVEIÐI - SILUNGSVEIÐI
Til leigu er lax- og silungsveiði í Svínadalsvötnum
og hluta Laxár í Borgarfirði (ofan við Eyrarfoss).
Upplýsingar gefa Guðmundur Brynjólfsson, odd-
viti, Hrafnabjörgum; Jóhannes Jónsson, bóndi,
Geitabergi, og séra Jón Einarsson, Saurbæ.
Skulu tilboð sendast til þeirra fyrir 20. febr.
næstkomandi. Sími um Akranes.
TILKYNNING
frá leigubifreiðastöðvunum í Reykjavík.
Vegna hins sviplega fráfalls Gunnars Tryggvason-
ar, leigubifreiðastjóra, verða allar leigubifreiða-
stöðvarnar í Reykjavík lokaðar, meðan, jarðar-
förin fer fram kl. 13—15, föstudaginn 26. jan.
Leigubifreiðastöðvarnar í Reykjavík:
HREYFILL — BÆJARLEIÐIR — B.S.R.
STEINDÓR — BORGARBÍLASTÖÐIN