Tíminn - 22.02.1968, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 22. febrúar 1968.
TÍMINN
Framkvæmdastj óra
hægri umferðarinnar
svarað
Guðmundur Guðmundsson
skrifar: ,,Landfari góður. í
Tímanum 6. þessa mánaðar ger
ir Vaigarð Briem, framkvæmda
stjóri hægri umferðar, nokkr
ar atihugasemdir við grein
mína, sem birtisf í sama blaði
1. þessa mánaðar.
Ég vil nú fyrst þakka V. B.
fyrir heimiboðið. Ég hefði vissu
lega gaman af því að tala við
hann um þetta mikla mál og
heyra hvað hann hefur fram
að færa máli þessu til ágætis.
En hvort tveggja er, að ég bý
aUfjarri hinni stóru Beykja
vík og á óhægt um vik sem
stendur og ég hef litla trú á
jakvæðum árangri af þeim
samræðum. Ég verð því að
láta duga að sinni að þakka
fyrir vinsamlegt boð.
Þó ég hafi litlu að svara vil
ég gera nokkrar athugasemdir
við grein V. B. og leiðrétta
nokkurn misskilning, sem mér
finnst kenna í grein hans.
Ég drap á það í grein minni,
að Alþingi hefði ekki alls kost
ar fengið réttar upplýsingar í
byrjun þessa máls. V.B. vill
meina, að þetta sé ekki rétt.
Hann segir: „Álits leitað hjá
aðilum, sem talið var að hefðu
þar helzt um að segja“. Það
mun hafa veíið leitað álits bíl
stjórafélags í Reykjavík og
svarið var jákvætt. Þetta
fengu þingmenn að sjá og
heyra. En hvernig varð það
til þetta svar? — Ég geri ráð
fyrir, að það hafi verið mein
ingin að fá álit félagsins. Ann
að gat vitanlega ekki komið
til greina. Nú hefur verið
sagt, að þetta hafi aldrei verið
borið undir félagsmenn heldur
hafi stjórn félagsins tekið sér
vald og svarað fyrir félagsins ,
hönd. Engin ástæða er til
að ætla, að þessir stjórnar-
menn hafi verið færari til að
dæma um þetta, en hver og
einn félagsmaður, nema
kannski síður sé. Er þetta
blekking eða hvað? Og þetta
var nú ekki eina tilfellið og
Mklega hafa þau verið mörg.
Þannig var nú undirstaðan lögð
undir þetta mikla mál. Það
er ekki til að státa af.
Nærvera þeirra hefði
engu breytt
Um fundinn stóra er það
að segja, að þar fóru engar um
ræður fram um þetta mál.
Þar var um engan áróður að
ræða hvorki frá hægri né
vinstri. Fundarstjóri bað um
áfit fundapmanna um máUð fyr
irvaralaus't. Það fór ekki á
miili mála, að fundarmenn
höfðu gert málið upp við sig
og myndað sér ákveðnar skoð
anir. Þar var efckert hik. Ekk
ert tvístig. Og það get ég
sagt V.B. með allri virðingu
fyrir málstað hans og hans
manna, að nærvera þeirra hefði
engu þokað til hægri.
Ég gat um það, að slysum
færi fjölgandi í Svíþjóð og \
mörg slys yrðu á þann hátt,
að bílstjóri, sem er með allan
hugann við aksturinn beygir ó-
sjálfrátt — af gömlum vana —
þegar enginn tími er til athug
unar og óhappið skeður. Þess
ar upplýsingar hafði ég úr
fréttabrófi frá Svíþjóð, sem
lesið var í útvarpinu fyrir
ekki alllöngu af íslenzkum
manni, sem þar dvelur.
En daginn eftir, að grein
mín birtist, flutti útvarpið þá
fregn, að mjög hefði dregið
úr umferðarslysum í Svíþjóð
síðan hægri-umferðin hefði
verið tekin upp. Hverju á
svona fréttaflutningur að
þjóna? Það getur tæplega tal-
izt fréttaefni þó eitthvað hefði
dregið úr umferðarslysum í
Svflþjóð fyrst eftir breyting-
una. Bæði er það, að stórlega
var dregið úr ökuhraða og
fjöldi einkabifreiða hefur ekki
verið hreyfður síðan breyting
in var gerð.
Það, sem ég sagði eftir frétta
Úrvals finnskar rafhlöSur
Stál og plast fyrir Transistortæki,
segúlbönd, leikföng, tannbursta —
og vasaljós.
Heildsölubirgðir jafnan fyrir-
liggjandi.
RAFTÆKJAVERZLUN (SLANDS H.F.
Skólavörðustíg 3 — sími 17975—76.
T
*■
E Ln.angrunargler
Húseigendur — Byggingameistarar!
Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara. S.iáum um tsetningu og alls konaT
breytingu á gluggum Útvegum tvöfalt gler i laus
fög og siáum um máltöku.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Gerið svo vel og leitið tilboða. Sími 51139 og 52620
bréfinu fyrrnefnda, var, að
slysum fari nú fjölgandi ' og
tilgreindi aðalástæðuna fyrir
þvi. Þetta stendur óhróflað.
Getur V.B. sagt mér hve
mörg umferðarslys hafa komið
á hverjar 1000 bifreiðar, sem
hafa verið í akstri visst tíma-
bil, fyrir og eftir breytinguna.
Það er það, sem s'kiptir máli.“
Þá er oft vetur víða
Og Guðmundur heldur á-
fram: „V.B. segir, að þessi sjóð
ur, sem átti að standa undir
kostnaðinum sé svo til búinn,
svo það verða engin vandræði
með hann, þó hætt yrði við
breytinguna. Já, sjóðurinn er
horfinn áður en nokkuð er
farið að gera, sem gera þarf.
Hvar á svo að taka það, sem
á vantar? — Og til hvers hef
ur sjóðurinn aðallega verið
notaður?
Það er nú ekki nema þrir og
hálfur mánuður, þegar þetta
er skrifað, til lokadags vinstri
umferðar, ef breytt verður.
Oft hefur verið hálfgerður og
jafnvel algerður vetur víða um
land á þeim tíma. Þarna er
mjög óhyggilega að verið, sem
hlýtur að stafa af algerðum ó-
kunnugleika eins og margt
annað í þessu máli.
En hvað lá á að láta breyting
una ganga í gildi þetta
snemma sumars? — Allt ein-
kennist þetta af flaustri og
fyrirhyggjuleysi. „Snobb“-
mennska við framkvæmd stór
móla hefur alltaf haft ólukku'
og slys í för með sér.
Eitt atriði var ekki
minnzt á.
Eitt er það í grein minni,
sem V.B. minnist ekki á. Það
er sú mynd, sem ég dreg oft
af akstri í dimmviðri, þegar
vegkanturinn er eini vegvísir-
inn. Þennan möguleika á nú
að gera að engu. Hvað á að
koma í staðinn? Á að leggja
niður allan akstur yfir heiðar
og fjallvegi nema yfir há-
sumarið? — Þetta er mjög
u mikilvægt atriði,: spm ekki er
hægt áð* ganga framhjá, og
hægrimenn verða tafarlaust að
gefa fulla skýringu á.
Það er engin manndómur
að stofna til þess verknaðar,
sem menn hafa engin tök á,
þegar að raunveruleikanum
kemur. Það er sitt hvað að
sitja á skrifstofu í Reykjavík
eða vera bílstjóri í blinddimmu
upp á Hellisheiði. Ég held, að
bílstjórum undir þeim kring
umstæðum mundi finnast Mt-
ið til hægri-skrifstofuherra
koma og litið til þeirra að
sækja.“
Kostirnir ekki nefndir
á nafn
ög að lokum ségir Guðmund
ur Guðmundsson í grein sinni:
„V.B. meinar að breytingúnni
fylgi margir kostir, en hann
nefnir engan. Hann sparar þá
einkennilega mikið. Skemmti-
ferðafólkið var einu sinni 'éfst
á baugi, en nú er hann búinn
að afneita því og öllu þess at-
hæfi. Og þar með er sagan öll.
Ég lái honUm það ekki. Það
tekur enginn það, sem ekki
er til.
En ég vil ekki að menn séu
að berjast fyrir málefni, sem
þeir geta ekki fært nein rök
að, að séu til bóta. Fýrr eða síð
ar missa þessir menn alla trú
á málstað sínum — og ef til
vill sjálfum sér með og það er
það versta.
AcS bera ofckur saman við
Svía er tilgangslaust. Það er
ekkert sam'eiginlegt með okk
ur og þeim i þéssu máli. Þetta
Svíþjóðartal lýsif vanmætti
hægri-mánna og dándalahætti,
sem Svíar einungis brosa að.
Svíar voru nauðbeygðir að
breyta til. Þeir voru mitt í
hringiðu hægri umferðar. Þeir
áttu engra kosta völ, en okk
ur rekur engin nauð jtil. Þvert
á móti.
Þetta hljóta allir greindir
menn og gætnir að viðiykenna,
ef þeir aðeins hugsa málið í
ró og næði. Það keyrir enginn
hægri bíll inn á okkar leiðir til
tjóns og slysa.“
Og þar með lýkur bréfi Guð
mundar Guðmundssonar.
ÚTBOÐ
Tilboð ósikast í að byggja dagheimili og leikskóla
við Sólheima hér í borg.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn
3000.— króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
14. marz, 1968, kl. 11.00 f. h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800
RAFSUÐUT/EKI
handhæg og ódýr. Þyngd
18 kg.
Sjóða vír 2,5 — 3, — 3,25
m.m.
RAFSUÐUÞRÁÐUR, góðar
tegundir og úrval.
RAFSUÐUKAPALL
25, 35, 50 Q m- m.
SMYRILL,
Laugavegi 170, sími 12260.
Á VÍÐAVANGI
Hart á dalnum
Austri, blað Framsóknar-
manna á Austurlandi, ræðir á-
standið i efnahags- og atvinnu
málum og segir svo um reifen-
ingslist ríkisstjómarinnar fyrir
og eftir jól:
„Þegar efnahagsráðunautar
ríkisstjórnarinnar höfðu reiku
að stöðu og þarfir útflutmngs
framleiðslunnar, felldi ríkis-
stjórnin gengi íslenzku kron-
unnar um 25%. Eftir að nokkur
fylgifrumvörp gengisbreytingar
innar höfðu verið afgreidd á A1
þingi héldu þingmenn heim og
jólin gengu í garð.
Bak jólum kom Alþingi sam
am að nýju. Hafði þá svo skip-
azt, að útflutningsframleiðslan
þurfti nokkur hUndruð millj
óna til viðbótar gerðri gengis-
lækkun.“
Boðað til aukafundar 1
Ennfremur segir Austri um
viðhorf bændastéttarinnar á
bak jólum:
„S.téttarsamband bænda boð
aði til aukafuiltrúafundar í síð
astliðinni viku. Gerði fundur
inn ályktanir um vandamál
landbúnaðarins. Nefnd fundar-
manna, ásamt stjórn Stéttarsam
bandsins, ræddi við forsætisráð
lierra um þessi mál.
í álýktun fundarins er lögð
megináherzla á hina gífurlegu
fjárhagserfiðleika bændastétt-
arinnar. Versnandi árferði herð
ir að, yfirnefnd í verðlagsmál-
um lætur lönd og leið lagafyr
irmæli um launakjör bænda og
annarra vinnandi stétta og verð
hækkanir af völdum gengis-
lækkunar leggjast af miklum
þunga á iandbúnaðinn, sem
stóð höUum fæti fyrir.“
Skarður hlutur
búandmanna
Ennfremur segir Austri:
„Ætla má, að ríkisstjómin
leggi lið til þess að bændur nái
að festa kaup á nægUegu magni
kjarnfóðurs í vetur og vor.
Fyrir frumkvæði bændasamtak
anna var í haust veitt aðstoð
á mestu kalsvæðunum. Á
sama hátt hefur nú verið gert
átak tii að greiða fyrir kaupum
á fóðurbæti á mesta íshættu
svæðinu.
Slíkar ráðstafanir eru brýn
nauðsyn en leysa aðeins brot
af vandanum — og aðeins i
svip. Fulikomin óvissa um mál
efni iandbúnaðarins er fram
undan á mjög mörgum sviðum
þrátt fyrir ræktun, vélvæð-
ingu og aðra uppbyggingu. —
Upplýsingar hagstofnana om
tekjur starfsstétta 1966 sýna
ákaflega skarðan hlut bú-
andmanna, hvernig sem á þær
er litið. Verðlagning búvara í
vetur eykur skakkann stórlega.“
Húsbóndaskipti
Loks segir Austri:
• „Orsakir erfiðleikanna í ís-
lenzku atvinnuiífi eru vissu
lega tvíþættir, erfitt árferði og
ráðlaus ríkisstjóm.
Á margan hátt er þjóðin
nú betur búin í baráttunni við
óblíð náttúruöfl en nokkra
sinni fyrr. Os innan tíðar
hljóta sundraðir kraftar að
sameinast. um uppgjör búsins,
gerbreytta búskaparhætti. Það
er eina vonin ef vel á að fara.“
/
i
1