Tíminn - 28.02.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
49. tbl. —MiSvikudagur 28. febr. 1968. — 52. árg.
Kolmérauð áin beljar milli hesthúsanna í „Kardimommubæ'1 og lands. Yflr 100 hestar eru, nú í húsunum, sem eru umflotin vatni.
Tímamynd GB.
Gífurlegt tjón í vatnavöxtum á Suður- og Vesturlandi
Vegir og brýr í kafi
Lífgunartilraunir gerSar á Sveini Kristjánssyni á bakkanum.
Sveinn var búinn að vera lengi í vatninu og borist langa leið áður
en hægt var að koma honum á land. Maðurinn sem heldur um
höfuð Sveins er Hannes Hafstein, en hann blés lífi í Svein, sem
var rænulaus þegar honum var náð. Eiginkona Sveins horfir á.
Þegar myndin var tekin var mjög tvisýnt um hvort tækist að
Iffga manninn viS. Tímamynd OÓ.
Reykjavík, þriðjudag.
• Gífurlegir vatnavextir hafa herjað á Suðurlandi í dag og einnig á Vesturlandi.
Inni í sjálfri höfuðborginni beljar nú stórfljót til sjávar. Þetta ægifljót er Elliða-
árnar, sem yfirleitt láta ekki á sér bæra og eru stígvélatækar mestan tíma ársins. í
dag voru þær á að líta eins og jökulvatn og stóð straumkamburinn víða hátt yfir bakk-
ana.
• Vatnsmagnið í Elliðaánum og Hólmsá var slíkt, að engar fyrirstöður héldu og allt
fór úr skorðum á vatnasvæði þeirra. Hesthús með einum hundrað hestum einangruð-
ust snemma dags, og var ekki hægt að hreyfa þá, eða komast til þeirra þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Var einn hesteigandinn nærri drukknaður við tilraun til að komast
yfir vatnsflauminn til hestanna, og var hann ekki enn úr allri hættu í nótt, þegar
blaðið fór í prentun.
• Gífurlegt tjón hefur orðið á sumarbústöðum við Elliðavatn og á flóðasvæðun-
um í kringum Hólmsá og Elliðaárnar. Ógjörningur var að komast að hinum um-
flotnu bústöðum í dag og urðu flestir sumarbústaðaeigendur á þessu svæði frá að
hverfa, enda lítið hægt að gera fyrr en vatnið sjatnar.
• Brúnum yfir Elliðaárnar var lokað um tíma í gærkvöldi, vegna þess að þær
gátu alls ekki talizt tryggar yfirferðar. Seinna um kvöldið voru þær opnaðar, en
síðan lokað aftur, enda var malbikið farið að brotna upp við eystri enda brúnna.
Vatnið jókst mjög með kvöldinu og braut yfir brýrnar eftir að dimmdi. Brýrnar eru
því í mikilli hættu, ef ekki fer að draga úr vatnsþunganum. Brýrnar voru opnaðar
að nýju um miðnætti.
• Fjórar aðalvatnsæðarnar til Reykjavíkur voru í yfirvofandi hættu í kvöld. Þrjár
þeirra 13—18 tommu víðar liggja undir brúargólfi efri brúarinnar yfir Elliðaárnar,
en sú fjórða liggur á ská undir farvegi ánna rétt fyrir ofan brúna. Þessi brú var
alveg komin að því að fara í kvöld, en starfsmenn vatnsveitunnar unnu að því að
undirbúa neyðarráðstafanir, ef sambandið við Gvendarbrunna rofnaði.
• Á Suðurlandi og Vesturlandi hafa vegir lokazt. Mikið tjón hefur orðið, þar
sem skörð hafa rofnað í vegi. Þá hafa vegir teppzt vegna skriðufalla og grjót-
hruns. Svo var um Krísuvíkurveg, en þar strandaði rútubíll með þrjátíu manns á
leið til Selfoss, og var sendur hjálparflokkur frá Selfossi til að bjarga fólkinu og bíln-
um upp úr svaðinu.
• Fjögur bæjarhverfi eru nú umflotin vatni og einangruð á Suðurlandi. Er það
raunar engin ný bóla, a.m.k. ekki með Kaldaðarnes. En Laxárnar eru nú mjög
vatnsmiklar og á vatnasvæðinu í Hreppunum eiga ár eftir að ryðja sig.
• Ofan á þetta bætist svo, að spáð var rigningu í nótt, og áframhaldandi lægö
yfir þeim landshlutum, þar sem hamfarirnar hafa verið mestar. Það er því ekki enn
séð fyrir endann á vatnsflóðunum, sem herjuðu á menn og mannvirki í dag.
FRAMHALD Á BLS. 3-4-5-14