Tíminn - 28.02.1968, Page 2
2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 1968.
Teljið þér hagkvæmt að afla heyja
sameiginlega með félagsræktun?
Guðmundur Jónasson,
bóndi í Ási í Vatnsdal.
<— Ég tel að bændur, sem hafa
góða aðstöðu til ræktunar og hey
öflunar, ættu fyrst og fremst að
aifla nægjanlegra heyja fyrir sinn
bóstofn á sínum eigin jörðum.
En þar sem þannig hagar til. að
landrými vántar eða skilyrði til
ræktunar eru slæm, tel ég félags-
ræktun, ef gott land er fáanlegt,
athyglisverða leið og jafnvel sjálf
sagða í mörgum tilfellum.
Sveinn Jónsson, bóndi á
Egilsstöðum.
— Ég hef ekki fcrú á að rækt-
un og öflun heys á félagslegum
grundvelli með aðkeyptri vinnu
og öðrum kostnaði geti verið fjár-
hagslega hagkvæm aðferð til hey
öflunar almennt við búrekstur.
Hins vegar getur slík starfsemi
við sérstök skilyrði verið hag-
kvæm og átt rétt á sér fyrir
stærri heildir til öflunar heyforða
til tryggingar.
Ilöfuðreglan verður að vera
heimaöflun riægilegs heyforða
fyrir bvert einstakt bú.
Sigmundur Sigurðsson, bóndi,
Syðra Langholti í Hrunamannahr.
— Svar mitt við þessari spurn
ingu hlýtur að vera breytilegt og
miðast við þá staðhætti, sem
fyrir hendi eru hverju sinni. Um
þetta eigum við engar tilraunir
eða samanburðarrannsóknir, svo
ekkert er hægt að fullyrða.
• Mér þykir Mklegt, að þar sem
hægt er að rækta stóra samfellda
landfiáka eins og sandana í Rang-
árvalla- og Skaftafelissýslum komi
sameiginlegur heyskapur mjög til
greina, enda mun hann hafa verið
reyndur á því svæði með góðum
árangri, að ég bezt veit.
Bændur á dreifðum meðaibýl-
um munu yfirleitt filjótt hafa
gefizt upp á sameiginlegri hey-
öflun. Þetta hefur nokkuð verið
reynt í sambandi við votlheysgerð.
Við þuirheysverkun tel ég þetta
ekki korna til greina við slíkar
aðstæður. Þar sem félagsbúskapur
er að meira eða minna leyti rek-
inn á stórum jörðum, virðist sam-
eiginlegur heyskapur gefa góða
raun og skapar möguleika til að
vélvæða búið betur og fá betri
nýtingu á vélakostinn.
En sorgarsagan er það hvað
okkur íslendingum gengur illa að
una félagsbúskap þrátt fyrir hans
mörgu aUgljósu kosti.
Á Búnaðarþingi 1964 var sam-
þykkt tillaga um að láta nefnd
manna frá Búnaðarfélagi íslands
og Stéttarsamhandi bænda athuga
hvað hægt væri að gera fyrir þá
bændur, se.m reyna vildu nýtt bú
rekstrarskipulag, og þá var sam-
vinnubúskapur sérstaklega hafður
í huga. Út úr þessu hefur þvi
miður ekkert fengizt ennþá, og
því full þörf að hnippa í rétta
aðila.
Gísli Magnússon, bóndi
í Eyhildarliolti, Skagafirði.
— Það ætla ég, að hljóti að
verða meginregla, að hver bóndi
hafi heima hjá sér það mikið hey-
skaparland, að honum sé borgið
með fóðuröflun. í harðbýlum
sveitum, þar sem börgull er á
hæfu landi til ræktunar. getur
félagsræktun á hentugum stöðum
vafalaust reynzt varanlegt bjarg-
ráð, ef þeim, sem þar standa að,
er eigi vant nægilegs félags-
þroska.
Þorsteinn Sigfússon, bóndi,
Sandbrekku, N-Múlasýslu.
— Ég legg þann skilning í þessa
spurningu, að átt sé við, hvort
bændum sé hagkvæmt að rækta
land samieiginlega til heyöflunar,
eða hagkvæmara en hver rækti
sitt land sér. Af þessum skilningi
mótast svar mitt.
Sameiginlega ræktun til hey-
öflunar tel ég ekki öðrum hag-
kvæma en þeim, sem búa við sér-
lega slæm ræktunarskilyrði eða
landþrengsli svo mikil að þeim
Þorsteinn Sigfússon
sé brýn nauðsyn að sækja bey-
skap út fyrir landareign sína.
Geti þeir fengið umráð á ræktun
arlandi í hófliegri fjarlægð er
þeim hagkvæmara að geta fengið
aðra bændur svipað setta í fé-
lag með sér til sameiginlegrar
ræktunar.
Sameiginleg ræktun er því að
Iframinatd a ois. ta
Teitur Björnsson
Á veikum þræði (The slender
thread).
Leikstjóri: Sidney Pollack,
handrit: Stirling Philli-
gant, kvikmyndari L.
Griggs.
Tónlist: Quincy Jones,
Framl.: Stephen Alexander.
Bandarísk frá árinu 1965.
Það er örsjaldan sem hægt
er að taka undir auglýsingar
kvikmyndahúsanna er þau lofa
myndir sínar, eni það er hægt
núna. Það er sízt ofmælt að
þessi mynd er efnismikil og
athyglisverð.
Inga Dyson (Ann Bancroft)
hringir í neyðarsíma stofnunar
sem vinnur að því að fá fólk
þrúgað af sektartilfinningu og
áhyggjum, til að nota ekki
sjálfsmorð sem síðasta úrræðið.
Alan Newell (Sidney Poiter)
sjálfboðaliði sem svarar í sim-
ann hefur einnig við áhyggjur
að stríða, hann á að taka próif.
morguninn eftir og er vanari
að telja um fyrir fólki áður en
það grípur til örþrifaráða, en
eftir að það hefur tekið ban-
vænan skammt af svefnpillum.
Leggjast nú margir á eitt að
bjarga konunni. og spennan
helzt til síðustu stundar.
Sidney Pollack hefur gott
auga fyrir smámununum sem
gefa myndinni gildi og ef til
vill sker hún sig úr fjölda
annarra vegna vandvirknislegra
vinnubragða og hvergi bregður
fyrir meðalmennsku nema á
ganginum á mótelinu þegar lög
reglumaðurinn hleypur á móti
vagni og lendir ofan á glasa-
bakka.
Einnig er vert að tala um
leikinn, en hann er óaðfinnan-
legur hjá öllum. Mark Dyson
(Telly Savalas) er kannski
helzt til einlitur en hlutverkið
býður ekki upp á aðra túlkun,
Coburn læknir (Steven Hill)
er hófstilltur í leik sínum og
sannfærandi í gleði sinni að
lokum. Um Ann Bancroft þarf
ckki að fjölyrða, þeir sem sáu
hana í The pumkin eater
(Beizkur ávöxtur) í Stjörnu-
bíói í fyrra, hafa ekki gleymt
henni. Þessi fagra kona sem
er af ítölskum ættum og heitir
Anna Maria Italiano er einhver
sérstæðasti persónuleiki sem
komið hefur fram á hvíta tjald
inu seinni árin; og ekki þarf
að óttast að hún staðni í hlut-
verkum taugaveiklaðrar kvenna
eins og oft vill henda i Holly-
wood, því hún hefur leikið Á
öðrum rnyndum þó að þær hafi
ekki koimið hingað enn. 1962
fékk hún verðlaun fyrir leik
í kvikmyndinni um Helen Kell
er og nýlega lék hún í myndinni
Seven women (Sjö konur) þar
sem hún leikur kvenlækni í
bandarískum trúboðsleiðangri
á landaimærum Kína og
Mongólíu. og er það hlutverk
ólíkt hinum fyrri.
Sidney Poiter er frábærlega
góður leikari, við höfum átt
þess kost að sjá hann í „The
defiant ones“ (í hlekkjum),
Porgy og Bess, Sólskin fyrir
alla. og Liljur vallarins. Ný-
lega hefur hann hlotið verð-
laun fyrir afburðaleik í kvik-
myndinni In the heat of the
night (í hita næturinnar), leik
stjóri Norman Jewison, þar
sem hann leikur á móti Rod
Steiger sem lék i „Veðlánar-
anum“ er sýnd var í Laugar-
ásbíói.
Quincy Jones annast tónlist-
ina í þessari mynd og er hún
sérlega góð og mjög sparlega
notuð svo sem sæmir góðri
mynd. Fæstir ganga svo beina
braut um ævina að einhvern-
timann þurfi þeir ekki á hjálp
að halda, þá kemur þessi gamla
spurning: .,á ég að gæta bróð-
ur míns“ og svar myndarinnar
er ótvírætt, já.
Handritið er samið af S.
Pilligant og er alveg laust við
hversdagsleika, en er hvergi út
þvælt. Þegar Newell hefur
hlustað með skilningi og um-
burðarlyndi á Ingu Dyson segir
hún með svo miklum söknuði
í rómnum að það snertir hjarta
manns „hvar varstu í dag,
Á myndinni sést Sidney Poit
er í hlutverki Alan Newel.
Alan“. Og fögnuð hans er hon-
um berast gleðitíðindin. „ég
elska þig Inga og þú átt eftir
að -dvelja með okkur á þessu
Framibald á bls. 13