Tíminn - 28.02.1968, Blaðsíða 3
*i» F\- \».
r, r -'\ ,
r ,7>
MTOVIKUDAGUR 28. febróar 1968.
TÍMtlfN
Þannig er umhorfs vi3 fjölmarga sumarbústaSi ofan vi3 Reykjavík. Þeir eru umflotnir vatnl og á mörgum þelrra nær vatnsbor3i3 allt upp
a3 gluggum. Ekki er heldur fáséö’ aS bílar eru umflotnir og margir á kafi í vatni. Þessi mynd er tekin í Selási viS ána BugSu. Tímam. GE.
U'ninta að bjíörgun Sveins, mifela
VEGIR
OG BRÝR
I KAFI
Elliðaárbrúnum lokað
Umferð ytfir Elliðaárbrýrnar
lokaðist í kvöld um kl. 21 vegna
flóðanna, sem sífellt hafa auk-
izt í allan dag. Elliðaárnar eru
eins og beljandi stórfljót og
hafa flóðin valdið gífurlegum
skemmdum á vegum og eignum
manna. Vegurinn austur fyrir
fjall lokaðist um hiádegisbilið
í dag. Flæddi þá yfir á Sand-
skeiði og Hólmsá flæddi yfir
bakkana við brúna ofan við
Geitiháls. Bærinn Gunnars'hólmi
var umflotinn vatni og fjöldi
sumarbústaða ofan við Elliða-
vatn voru að meira og minna
leyti undir vatni. Óttazt er að
stiflurnar í Elliðaánum bresti
þá og þegar og þá má búast
við að Elliðaárbrúnum skoli
burt, en ofan við stíflurnar er
mikiU jakaburður. f dag var
sprengd rauf í syðri enda neðri
stíflunnar og var vonazt til að
það mundi minnka vatnsálagið
eitthvað.
Stóri borinn í vatni
Strax í morgun voru Elliða-
árnar famar að renna yfir vegi
sem liggja meðfram þeim, og
einnig var vatnsflaumurinn far
inn að grafa undan veginum
við brýrnar. Þegar leið á dag-
inn var vatnið sivo mikið að
yfirfoorðið náði upp að brúar-
gólfunum. Veiðimannasfeáli Raf
veitunnar var umflotinn vatni
og eins stóri foorinn, sem uun-
ið var með þar rétt fyrir ofan,
á eyrinni sem þar er millí ánna.
Bílar í kafi
Eltiðavatnið flæddi ómælt
yfir efri stífluna og Vatnsenda
vegur var á kafla alveg foorf-
inn Hndir straummn. Gamla
brúin, sem þarna er, var kom-
in á fcaf í fevöld og vegurinn
að henni sundurgrafinn. Sumar
bústaðir á þessu svæði eru
margir umflotnir vstni. Neðar
með ánni var hún farin að
grafa undan húsum, sem áður
stóðu nokkurn spöl frá bakk-
anum. Þar voru einnig nokkrir
bílar hálfir á kafi.
100 hestar í vatni
Rúmlega 100 hestar eru lok-
aðir inni í húsum í svokölluð-
um „Kardimommubæ", sem er
við Elliðaámar rétt neðan við
vatnið. Þama hafði fjöldi besta
eigenda byggt yfir gripi sína
og standa húsin nú umflotin
vatni og beljar kolmórauð áin
beggja vegna húsanna. Er stór
hættulegt að reyna að komast
að hestunum, og lá reyndar við
slysi í dag er einn hestaeig-
enda var gri-pinn af straumn-
um er hann var á leið að vitja
hesta sinna og var honum naum
lega bjargað.
Nokkrir þeirra manna, sem
þarna eiga 'hesthús fóru þegar
snemma í morgun til að bjarga
hrossum sínum. f hádegisút-
varpi voru þeir, sem þarna eiga
hesta Iátnir vita að hesthúsin
væru umflotin vatni og ættu
þeir ekki að draga að koma
þeim á þtirrt land. Þá mættu
nokkrir hestaeigendur til við-
bótar og tókst að koma nokkr-
um hestanna í land. Gekk þó
erfiðlega því þeir voru hrædd
ir í straumnum, enda ekki van
ir stórflóðum. Dýpið var víða
sivo mikið að sundriða varð
hestunum yfir. Enn eru yfir
100 hestar úti á flóðasvæðinu
og verður gerð tilraun til að
ná þeirn snemma í fyrrajsaáiið.
Mun-u þá meðlimir úr slysavarn
ardeildinni Ingólfux aðstoða
við fojörgunina .Ekki mun vera
mikið vatn inni í sjálfum hest-
húsunuro og hestunum ekki
hætta búin, nema að enn foækki
mikið i ánum. En foeir eru
hræddir og líður skepn-unum
illa að standa í vatni, og heyra
vatnsbeljandann lemjast á hús
unum. .
Á leið til að kenna
björgun
Hestaeigendurnir, sem kom-
ust til hesta sinna síðari hluta
dags fór-u vifir á stórum og
háhjóluðum bíl. Gáfu þeir
hestunum. en treystust ekki til
að koma þeim yfir strauminn
til baka. í einni ferðiuni fest-
ist bíliinn og flæddi vatnið upp
i bílinn miðja-n. Hœgt var að
ná honum á land með aðstoð
bíls sem er í eigu Slysavarnar-
íélagsins. í þeim bíl voru þeir
Hannes Hafstein fulltrúi og Jón
Alfreðsson, Voru þeir á ferð
austur fyrir fjall í erind-um
Slysavarnarf él a gsins. Ætluðu
þeir að sýna þar notkun björg-
unartækja og kenna björgun
úr dauðadái. Við Hólmsá urðu
þeir að snúa aftur, þar sem
vegurinn þar er ófær. Fóru
þeir á þann stað sem hestamenn
voru að reyna komast til hesta
sinna. Var þá bdllinn fastur
úti í straumnum og voru menn
irnir sem í honum voru dregnir
á línu í land.
Lífgaður við
Um klukfcan 16 var einn
hesteigienda, Siveinn Kristjáns-
son, bíllstjóri, vaðandi 4 leið til
landis, foegar straumurina hreif
hann og færði á kaf. Biarst
Sveinn á annað hundrað metra
áður en tókst að ná honum.
Voru þá um 40 manns á bakk-
anum, og óð einn maninianna í
átt tól Sveins og tókst eftir að
hafa synt ocg vaðið á eftír hon-
um nofekurn sþöl, a@ ná taki á
foomuim og halda honum upp
úr. Annar maður reið á móti
þeim og tókst að koma Sveini á
land. Var haam þá rænulaus
og mjög þrekaður. Strax og
hann kom á land hóf Hannes
Hafstiein liífgunartilrauntir með
blástursaðferð. Var Sveinn þá
orðinn kaldur og stifur. Bráð-
lega fœrðist líf i manninn og
var hann fluttur á Slysaivarð-
stofuna og þaðan á Lamdafcots-
spítala. Sýndu aldiir þeir, sem
dinflsku og snarræði. MeSal
þeirra, sem horfðu á, þegac
hann hvarf í strauminn, var
eigiinkona hans, sem ætlaði að
aðstoða h-ann við að ná í heet-
ama.
Framhald á bls. 4.
VEÐRIÐ
Veðurstofan spáir áfram-
haldandi úrkomu og hvass-
viðri svo að enn má búast
við að flóðin á Suður- og
Vesttirlandi aukist, og er þó
ástandið víðast hvar slæmt
fyrir.
Páll Bergþórsson, vcður-
fræðingur, sagði Tímanum
svo frá í kvöld, að alla síðast
liðna nótt hafi vindur og úr-
koma farið vaxandi allt fram
á morgun. Voru þá um 9
vindstig víðast livar á land-
inu og einstöku vindstraum-
ar voru enn harðari. Var
rokið 12 vindstig á Hvallátr-
um, Hornbjargsvita og á
Tjörnesi í morgun. Sunnan-
átt ríkti um allt land og
voru hlýindin mikil miðað
við ái-stíma. Mestur var hit-
inn á Siglunesi, 12 stig. í
Grímsey, á Raufarhöfn og
Galtarvita var 10 stiga hiti
í dag. í Reykjavik var 8'
stiga liiti og 6 stig á Kirkju-
bæjarklaustri.
Úrkoman síðasta sólar-
hring var mjög mikil á Suð-
ur- og Vesturlandi. Mest
mældist úrkoman á Þing-
völlum eða 87 millimetrar.
Á Hveravöllum 70 mm.
Höfn í Hornafirði 61 mm.
Á Hæli í Hrcppum var úr-
koman 57 mm. í Reykjavík
var 43 mm. úrkoma. Á svæð-
inu frá Akureyri austur um
til Dalatanga kom ekki dropi
úr lofti síðasta sólarhring.
A mesta úrkomusvæðinu
var jörð gaddfreðin og
vegna hitans varð mikil
hláka. Þar sem úrkoman og
hlákan fóru saman, höfðu
árnar ekki við að skila vatns
magninu fram og því víða
mikil flóð. í nótt og á morg-
un er spáð enn meiri úr-
komu og aukast flóðin að
sama skapi. Á morgun má
búast við að veður fari kóln
andi og má þá vera að dragi
úr flóðunum.
Myndin er af brúnni yfir ElliSaárnar skammf neSan viS efstu stýflu. FlaeSir áin yfir brúna og veginn beggja vegna hennar. MeSfram þessari
brú liggja rör Vatnsveitunnar. Ef brúna tekur af er hætta á a3 vatnsrörin brotni. Tímamynd GE.