Tíminn - 28.02.1968, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 1968.
Júlíus og Gísli Túmassynir
f dag fer fram frá Fríkirkj-i
unni í Reykjavík útför bræðranna
Júlíusar og Gísla Tómassona, sem
fórust í flugslysi á Reykjavíkur-
flugvelli mánudaginn 19. febrúar
s.I. Júlíus var 32 ára að aldri,
flugstjóri hjá Loftleiðum. Gísli
var 22 ára að aldri og hafði
lokið einkaflugmannsprófi, en
hafði í hyggju að halda áfram
námi og gerast atvinnuflug-
maður.
JÚLÍUS TÓMASSON, flugstjóri
fæddur 9.9. 1936, dáinn 19,2. ’68.
Mánudagskvöldið 19. fe'brúar er
ein af áhöfnum Loftleiða var ný-
komin til Luxemtoorgar og önnur
var að búa sig undir flugið út
til íslands, barst sú voðafregn,
ið Júlíus Tómasson flugstjóri
hefði farizt í flugslysi í Reykja-
vík. ásamt bróður sínum Gísla,
þá fyrr um daginn.
Menn setti hljóða og vildu ekki
trúa. Þegar ungir og efnilegir
menn falla svo skyndilega frá er
erfitt að tengja helfregn sem
þessa verul'eikanum. Flugliðarnir
sem sátu hljóðir þessa kvöldstund
úti í Luxemborg áttu margar og
góðar minningar um fallinn fé-
laga og vin. Þegar hugsað er til
liðinna ára líða margar myndir
fram í hugann. Ein er mér eink
um minnisstæð, hún er úr stjórn-
klefa flugvélar, sem er á flugi á
vetrarnóttu milli Grænlands og
Labrador. Skyndilega verður bil-
un í einum hreyflinum og nú
ríður á, að fljótt og rétt sé unnið,
ef frekari erfiðleikar eiga ekki að
skapast. Með hröðum handtökum
og samvinnu áhafnarinnar var
komið í veg fyrir að svo yrði.
Júlíus Tómasson var aðstoðarflug
maður minn i þessari ferð og
sýndi þá sem endranær, að hann
var snarráður. auk þess sem hann
var gætinn og fær flugmaður.
Júlíus gat sér góðan orðstír í
starfi og ávann sér traust og vin-
sældir félaga sinna, hann átti lengi
sæti í starfsráði og trúnaðarmanna
ráði Félags íslenzkra atvinnuflug-
manna, og var á síðasta aðalfundi
kosinn í stjórn félagsins.
Júlíus var fæddur 9. september
1936 í Reykjavík, sonur hjónanna
Karenar Jillíu Júlíusdóttur, sem
Játin er fyrir nokkrum árurn, og
Tómasar Jónssonar bátsmanns.
Júlíus lauk námi við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar árið 1953. Árin
1954—57 vann hann við afgreiðslu
störf hjá Loftleiðum og stundaði
jafnfrámt flugnám við flugskólann
Þyt. Hann hóf störf sem flug-
maður hjá Loftleiðum árið '959,
öðlaðist réttindi flugstjóra vorið
1965 og gegndi því starfi til dauða
dags.
Árið 1960 kvæntist Júlíus eftir-
lifandi konu sinni Þórunni Jóns-
dóttur, börn þeirra eru: Karen
Júlía^ 7 ára, Þórunn Brynja 5 ára
og Ásta Ragnheiður 4 ára. Son,
Runólf Hilmar, átti Júlíus áður
en hann kvæntist.
Mikill harmur er kveðinn að
ungri eiginkonu og börnum, syst-
ur og föður. sem misst hefur
báða syni sína.
Fyrir hönd Félags íslenzkra at-
vinnuflugmanna flyt ég þeim öll
um og öðrum ættingjum og vanda
Um hesta-
hvörfin
Undanfarið hefur mikið ver-
ið rætt um óakilahross, bæði
manna á meðal og í blöðuinum.
Tilefni þess eru óvanaleg van-
höld á hestum, sem hafðir voru
í hagagöngu víðs veg-ar í ná-
grenni Reykjavíkur og lengra
í burtu. Einnig höfðu sumir
bændur ekki aliheimt hross sín
og höfðu sum þeirra tapazt úr
heimahögum, þar sem þau voru
fæd'd og uppalin. — Mikil leit
var gerð að sumum þessara
hrossa, m. a. með flugvélum,
og auglýst eftir þeim í blöðurn
og útvarpi. Þegar ekkert af
þessu bar neinn árangur, geng-
ust þeir, sem mest höfðu leitað
að hestum sínum, fyrir fundar-
haldi til að ræða um tovað hægt
væri að gera til að upplýs'a
þetta óvanalega hestahvarf. Á
þessum fundi mættu flestir
þeirra, sem tapað höfðu hestum
sínum og einnig voru þar blaða
menn, sem gerðu sér góðan mat
úr þeim efniviði, sem þarna
var að fá. Til dæmis eiin fyrir-
sögnin þannig: „14 gæðingum
stolið á síðasta ári?“ og síðan
taldir upp 10 þessara „gœð-
inga“ og getið um eigendur
þeirra. Reyndar voru sumir
gæðingarnir litt tamdir og þar
á meðal veturgömul hryssa og
önnur tvævetur og því ekki
fullséð um gæðmgshæfini
þeirra!
Sögusagnir höfðu gengið um
það, að alls vantaði 20 til 30
hesta á fullar heimtir hér suð-
vestanlands og að sjálfsögðu
ýmsum getum að því leitt, hvað
valda myndi. T. d. gekk sú
saga nokkuð víða, að einn mað:
ur hefði lagt inn í sláturhús
síðastl. haust um 20 hross, en
ekiki hefði verið vitað, að hanm
hefði átt nema 2 eða 3 og hann
myndi eiga þau enn! Sagt var,
að hann hefði aldrei komið
Tíð hvörf hrossa undanfarið hafa vakið athygli.
með nema eirun hest í einu,
svo að þetta liti sakleysislegar
út. Enginm vissi þó hver mað-
urinn var og var þess varla
von, því að við eftirgrennslan
kom í ljós, að þessi saga var
með öllu tilhæfulaus og engin
lfkindi til að um meitt misferli
gæti verið að rœða við inniegg
sláturhrossa á síðastliðnu
hausti. — Fleiri sögur af svip-
uðu tagi murnu hafa komizt á
kreik en engin þeirra þess verð
að getið sé, því þögnin og
gleymskan geyma þær bezt.
Síðan farið var að ræða um
einihverjar sameiginlegar að-
gerðir til að reyinu að upplýsa
þessi „dularfullu“ he&tainvörf
haf'a nokkrir hestanna komið
fram og meðal þeirra þeir þrír,
sem mest leit -hafði verið gerð
að. — Og líkindi eru til að
fleiri muini koma í leitirnar nú
á nœstunni. — Varla er þó við
því að búast að allir þessir 14
hestar komi fram. Ýmislegt get
ur orðið hestum að aldurtila
og eru Skurðirnir þar hættuleg-
astir. Þegar hestar hverfa af
skurðuðu landi er þó vanalega
gengið úr skugga um að þeir
hafi ekki farið í skurði á því
svœði, sem þeir hafa haldið
sig, em slíkar hættur eru víðar
og bættulegastar á ókunnum
slóðum. — En yfirleitt hefur of
mikið verið gert úr þessum
hrossahvörfum, því að í flest-
um tilfellum mu,n vera um
misgrip að ræða vegna athug-
unarleysis og stuindum um sam
verkandi mistök á hinn furðu-
legasta hátt.
Hestamir og
„hægri“-umferðin.
Áður hefur verið að því vik-
ið í þessum pistlum, hver hlut-
ur hestamainna yrði í þeirri
gerbyltingu á umferðarvenjum
sem innleidd verður á kom-
andi vpri. — Vissulega verða
hestarnir þar nokkurt vanda-
mál og ekiki hjá því komizt að
takia það til nokkurrar gaum-
gœfni. — Forsvarsmönnum um-
Framihald á bls. 13
HESTAR OG MÉNN
mönnum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Júdíus féll ungur í valinn og
við hugsum til hans með söknuði,
er hann hefur lagt upp í sína
hinztu ferð, en minningin um góð-
an dreng lifir.
Að leiðarlokum þakka ég þér
Júlíus fyrir samfylgdina.
Skúli Br. Steinþórsson.
f
Kveðja til vinar ....
Á stundu sem þessari er svo
margs að minnast, en manni verð
ur orða fátt.
Okkur langar til að þakka þér
Gísli Tómasson
vináttu þína og þær mörgu bjðrtn
stundir, sem þú hefur gefið oks-
ur. Minningin * um góðan dreng
verður okkur alltaf björt og fögur,
því að þú varst ævinlega glaður
og léttur í lund og í þínum
félagsskap var alltaf gott að
vera.
Nú er stórt skarð höggvið í hóp
náinna vina, — skarð, sem aldrei
verður fyllt. Lífsgleði þín, trygg-
lyndi þitt og traustleiki vekja
okkur þær endurminningar, sem
geymast munu ævilangt.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við þig, kæri vinur og
þökkum þér samfylgdina. Guðs
blessun fylgi þér og minningu
þinni. Óskar og Fróði.
★ Magnús H. Gíslason flutti í efri deild í gær jómfrúræðu sína
á Alþingi. Mælti hann I efri deild fyrir frumvarpi er hann flytur tnn
heykögglavinnslu- og fóðurbirgðastöðvar. Verður meginefni ræðn
Magnúsar birt í Þingsjá blaðsins á sunnudag.
★ Minkurinn var tekin til 2. umræðu í neðri deild í gær. Lanð-
búnaðarnefnd deildarinnar hafði klofnað um máiið eins og vænta
mátti. Lagði nú meirihlutinn til að málinu yrði vísað til ríkisstjómar
innar, en minnihlutinn vill samþykkja frumvarpið um að leyft verði
minnkaeldi hér á landi að nýju.
j ★ Benedikt Gröndal mælti fyrir áliti meirihlutans en Jónas
| Pétursson fyrir áliti minnililutans. Mesta athygli vakti ræða Áshergs
; Sigurðssonar, sem nú á sæti á Alþingj í stað Sigurðar Bjamasonar.
i Var þetta jómfrúræða hans og full af upplýsingum um þróun minka-
| eldis í heiminum undanfarna áratugi. Mælti Ásberg eindregið með
því að minkaeldi yrði leyft að nýju hér á landi og taldi að það
mundi verða til mikils stuðnings fyrir hinar dreifðu hyggðir, frysti
iðnaðinn og landbúnaðinn og færði fyrir því sterk rök.
★ Umræðunni um minkafrumvarpið var lokið en atkvæðagreiðslu
um málið frestað.
★ Einar Ágústsson hefur borið fram fyrirspurn til menntamála-
ráðherra um starfsaðstöðu tannlæknadeildar háskólans. Er fyrir-
Framhald á bls. 15.
Auglýsing
til símnotenda
í Kópavogi
Frá 1. marz 1968 verður innheimta símareikn-
inga fyrir símnotendur í Kópavogi til afgreiðslu
í Póstafgreiðsulnni að Digranesvegi 9, Kópavogí.
Afgreiðsia daglega kl. 9—18, nema laugardaga
kl. 9—12. Þó geta þeir símnotendur, sem þess
óska, greitt símareikninga sína í Innheimtu lands
símans 1 Reykjavík, gegn sérstakri kvittun og
verða fylgiskjölin síðan póstlögð til viðkomandi
símnotenda.
BÆJARSÍMI REYKJAVÍKIIR