Tíminn - 28.02.1968, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 1968.
VEGIR
OG BRÝR
J KAH_
Framhald af bls. 5.
Þarna er tjöm rétt fyrir ofan
veginn og hafði hún vaxið svo í
leysingunum að flóð varð af. Veg
urinn varð fljótlega aftur fær á
þessu svæði.
Lokaðir inni
Síðar í dag hafði vegurinn i
Norðurárdal lokazt á ðörum stað
við Torfholt rétt neðan við bæinn
Hjvamm. Ein bifreið var l'okuð
inni á veginum milli Torfholts og
Bjarnardalsár og mun bílstjórinn,
sem er frá Skagaströnd, hafa hald
ið heim að Dýrastöðum eða
Hreimsstöðum. Fólk það sem
teppt var neðan við Bjarnadalsá
mun hafa haldið í Borgarnes. Og
er blaðið átti tal við Gunnar
Guðmundsson í Fornahvammi í
kvöld bjóst hann við að þeir sem
kæmu að norðan mundu láta stað
ar numið hjá sér í krvöld. Einnig
Rúðuþurrkur
6 v. — 12 v. — 24 v.
Varahlutaverzlun
JÓHANN
ÓLAFSSON & CO.
Brautarholti 2
Sími 1-19-84.
lenti bifreið frá kaupfélaginu á
Blönduósi útaf veginum á ræs'i
skammt frá Hvammi er bifreiða-
stjórinn var að snúa aftur við
norður.
Brú undir vatni
. Laxá flæðir yfir veginn við
brúna rétt við bæinn Stóru-Þúfu
á Snæfellsnesi. Jakaburður er
ekki í ánni, en þykkur ís er á
henni, og má búast við að verði
fært um brúna ef áin sprengir
af sér. Þrátt fyrir flóðið hefur
verið fært um brúna í dag stórum
bílum og jeppum. Aætlunarbíllinn
að sunnan fór hér um í dag all-
miklu á eftir áætlun og komst
alla leið til Stykkishólms en var
helmingi len’gur héðan til Stykkis
hólms en venjuiega.
Skriðuföll
Þá átti Tíminn tal.við Hjörleif
Sigurðsson vegaverkstjóra í Ilrís
dal á Smæfellsnesi. Sagði hann að
tvær ár flytu yfir veginn auk
Laxár. Bláfeldará og Vatnsdalsá
í Staðarsveit, en þó væri fært
þarna um á stórum bílurn. Særni-
lega fært er yfir Fróðárheiði.
Miklar vegáskemmdir hafa orðiS
í Ólafsvíkurenni bæði af völdum
skriðufalla og einnig hefur hrun-
ið úr vegarbrúninni. Þá eru tálm
anir á veginum fyrir Búlandsköfða
af völdum klakahruns. Fært er
milli Grundarfjarðar og Ólafsvík
ur.
Búast má við vaxandi ófærð á
Snæfellsnesi ef heldur áfram að
rigna.
Hafsjór í þorpinu
Ólafsvík: Hér hefur verið óveð
ur eins og víða annars staðar á
landinu í nótt og dag, en nú er
<§nlinenfal
Önnumst allar viðgerðir á
dráttarvélahjólbörðum
Sendum um allt land
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Reykjavík
Sími 31055
_______TÍMINN.__________________
veðrinu heldur að slota og er bú
izt við að bátar fari út í kvöld.
Úrkoman hefur verið geysimikil,
og er lækurinn, sem rennur eftir
gilinu hér í miðju þorpinu eins
og hafsjór yfir að líta. Einhvcr
brögð hafa verið að því að leysing
arvatn rynni inn í hús, en þau
spjöll munu ekki vera ýkja alvar
legs eðlis.
Færð er mjög slæm nú þegar
hér innan þorpsins, og má búast
við að svo sé einnig í nágrenninu
en lítið er vitað um vega skemmd
ir ennþá.
f Dölum hafa orðið töluverðar
skemmdir. Skó g ars tra ndarvegur
er lokaður vegna vatnavaxta í
Hörðudal og Vesturfiandsvegur lá
undir skemmdum í Miðdölum
vegna vatns.
Vatn í kjallara
SJ—Patreksfirði, þriðjudag.
í nótt var hér mikið stórviðri
og rigning, Mikið af snjó hefur
tekið upp og hefur viða runnið úr
vegum, en ekki er vitað um alvar
leg spjöll enn sem komið er.Allir
bátar voru í höfn í nótt og ekki
hafa orðið nein tjón hér í bæn
um, utan runnið hefur leysinga
vatn inn í kjallara á nýju húsi
hér. Annars er komið bezta veð
Ur núna í dag.
Flæddi yfir flugvöll
SE—Þingeyri, þriðjudag.
í nótt og dag hafa verið hérna
mjög miikilir vatnavextir, en þó
hafa ekki orðið neinar stórfelld
ar skemdir, svo ég viti til, en
vatn hefur þó runnið yfir vegi
allvíða og valdið nokkrum sköð
um, en þó er fært á alla næstu
bæi, en ófært er hins vegar fyrir
Dýrafjörð. Byrjað var að renna
vatn yfir flugvöllinn, en því vatns
rennsli var bægt frá, áður en af
því hlutust nokkrar skemmdir.
Þakplötur á flugi
KRJÚL—Bolungarvík, þriðjudag
Úrkoma var geysileg hér í nótt
og fram eftir degi i dag. Veður
ofsi var mikill og fauk hluti af
húsþaki hér í þorpinu í morgun,
og voru plöturnar fjúkandi um
efri hluba þorpsins. Lenti m. a.
ein þeirra á eldhúsglugga í húsi
einu, en skemmdi hann, en ekki
urðu menn fyrir slysum af þess
um sökum.
Vatnavextir hafa verið gífurleg
ir, og klaki er mikill í jörðu, og
hefur yfirborðsvatn leitað að hús
um. Hefur sums staðar orðið að
dæla vatninu upp úr kyndiklefum
og kjöllurum, en annars staðar
hafa menn reynt að höggva vatn
inu rásir frá húsunum.
Yngri börnum var ráðlagt að
mæta ekki í skóla eftir hádegi í
dag vegna veðurofsans.
Skriðu mokað af vegi
GS—ísafirði, þriðjudag. I nótt
i var hér aftakaúrkoma og hvass-
viðri, og hefur geysimikið leyst
af snjó. Vegir hafa spillzt mikið,
en ekki er vitað um alvarlegar
skemmdir ennþá. í rokinu fauk
þak i heilu lagi af fjósi á Kirkju
bó1i í Skutulsfirði. Snjóskriður
féllu nýlega á Óshlíðarveg og var
mokað af honum í gær.
Allir bátar frá ísafirði voru í
höfn í nótt.
Bíll fýkur
GÓ—Sauðárkróki, þriðjudag. í
dag var stór vöruflutningabifreið
á leið um Vatnsskarð í Skaga-
firði, en fauk út af veginum í
hálku og ofsastormi. Svo lánlega
vildi til að bifreiðin valt ekki en
lenti á hjólunum utan við veginn,
Fljótlega kom veghefill frá Vega
gerð Skagafjarðar á vettvang og
dró bílinn upp á veginn og komst
hann leiðar sinnar. Flutninga-
bifreiðin var á leið frá Reykjavík
með tómar ölflöskur.
Is rak af Pollinum
FB—Reykjavík, þriðjudag. Veður
var ekki sem verst á Norðurlandi
í nótt og dag, og þaðan hafa eng
ar fréttir borizt af skemdum. Á
Akureyri var mikið hvassviðri,
og skóf eftir pollinum. Allur ís
brotnaði upp af honum og rak ís-
inn síðan út fjörðinn. Ekki hafði
frétzt um vegaskemmdir í nánd
við Akureyri, en vegir voru víðast
hvar en undir snjó. Ræsi voru
farin að stíflast vegna leysing
anna, og hætta á, að renna tæki úr
vegum strax og snjóinn hefur
leyst. Fært var frá Akureyri til
Húsavíkur og einnig var Öxna
dalsiheiði fær.
Illstætt í byljum
Á Siglufirði var mjög hvasst í
dag og illstætt í byljunum, en
ek’ki hafði orðið neinn skaði í
veðrinu. Hlýtt var og mikil hláka,
og snjór minnkaði ört. Það stend
ur til að opna veginn fyrir Stráka
á fimmtudag, og í morgun var
eitthvað byrjað að moka í kring
um Haganesvík, og var fært út
að Ketilási. Drangur, sem kemur
venjulega um klukkan 3 frá Akur
eyri til Siglufjarðar, hafði tafizt
á leiðinni út Byjafjörð í dag vegna
veðurofsans, og var neiknað með,
að hann yrði að minnsta kosti
klukkutíma seinna á ferð en
venjulega.
f Austur-Slkaftafellssýislu hefur
verið mikil rigning í dag, og urðu
skemmdir í Nesjum og á Lóns-
heiði. í vestursýslunn'i hafa verið
miklir vatnavextir og gróf undan
ræsi á Mýrdailssandi vestan Haf-
urseyjar og er hann ófær í bili.
34% AFFÖLL
Framhald af bls 16
mörk fyrir 100 krónur íslenzkar,
en það jafngildir um 19 krónum
fyrir markið. Ilins vegar er mark-
ið skráð hér á kr. 14,21. Eru þetta
nær 34% afföll Heldur er gengið
betra í Hamborg, þar sem 5,60
mörk fást fyrir 100 krónurnar.
eða 18 krónur markið. Eru það
um 27% afföll.
í Kaupmannahöfn fá fslendingar
kr. 11,40 danskar fyrir 100 kr.
íslenzkar. Gengi dönsku krónunn
ar er kr. 7,63, en þessi peninga-
skipti jafngilda því hins vegar. að
greiddar séu kr. 8.90 fyrir hverja
danska krónu. Eru afföllin þá
um 17%.
EINS OG FAXAFLÓI
Framhald at bls. Ltí.
ana, sem eru hérna meðfram
túninu. Og þeir eru háir.
— En ísinn?
— Hann er enn þá ein hella,
og óhreyfður að öðru leyti.
— Og býstu við því svart-
ara?
— Já, mikið er eftir enn,
því að ókomin er jakaskriðan
úr uppánum. Stóra-Laxá er far
in að ryðja sig, og stíflaðist
við Laxárbrú. Og þá kemur hún
niðurúr, og það verður miklil
djöfulgangur, þegar hún kem
ur hingað niðureftir. Og eins
úr Hvítá, Tungufljóti, Brúará j
og öllu þessu vatnasvæði. Og i
svo fer þetta allt eins og í
trekt hér fyrir neðan Selfoss.
Það er ómögulegt að segja,
hvernig þetta verkar hér, en
þetta á eftir að versna. Svo
mikið er víst.
— Er þetta verra en oftast
áður?
— Ég hef aldrei séð hana
hærri en þetta. Þetta er bara
allt einn fjörður hérna, utan
frá Vindheimum og austur fyr
ir Kaldaðarnes. Þetta er eins
og Faxaflói.
— En þú kemst hvergi?
— Nei, ég kemst ekkert
núna. Og kemst örugglega ek’ki
á morgun. En ég kom mjólk
inni frá mér eftir hádegið í
gær. Það var ekki fyrr en eftir
kaffi síðdegis að þetta lokaðist
Þetta hækkaði svo ört.
— En þú tekur þessu létt?
— Já, ég læt bara hverjum
degi nægja sína þjáningu, eins
og í Biblíunni stendur, sagði
Eyþór og hló við.
Auðsholt er á vesturbakka
Ölfusár, svo til andspænis
Kaldaðarnesi. Blaðið náði í dag
tali af Gísla Hanncssyni í Auðs
liolti, og spurði hann um vatna
vextina.
— Ölfusá rennur hér dálítið
upp á milli bæjanna, eins og
hún gerði í haust. Vatnsflaum
ur Öifusár er t. d. það mikill,
að Bakkarholtsáin, sem rennur
hér niður í Ölfusá, kemst ekki
fram, heldur rennur hún þvert
yfir veginn hér fyrir norðan
bæinn.
Gísli sagði, að ekki hefði
vaxið jafn mikið í ánni nú og
og í flóðunum fyrr í vetur. Aft
ur á móti ætti hún eftir að
vaxa mikið, svo ekki væri gott
að spá um, hver þróunin yrði.
— Ég get ekki sagt til um
það, hversu mikið vatnsborðið
heíur hækkað, en áin er farin
að flæða upp á baikkana fyrir
utan bæinn hjá mér. íshellan
liggur svo þungt á vatninu, og
þrýstir því upp.
— fsinn er enn þá ein hella.
Steindór á Egilsstöðum ók t. d.
í dag hingað, og var mikið
vatn ofan á ísnum milli bæj
anna. Aftur á móti mun það
hafa mikil áihrif á isinn, ef
hlákan heldur áfram.
Vöxturinn í Ölfusá á þess
um slóðum kom ekki fram fyrr
en í dag. Aftur á móti kom
vöxtur í fjallalækina, er renna
á þessu svæði niður í Ölfusár,
strax í gær, og flæddu þeir
yfir vegina þá strax.
ÞAKKIR BERAST
Framhald af bls, 16.
ar og þaikklæti til starfs-
fólks sjúkrahússiinis á fsafirði fyrir
aðhilynningu þá, sem það veittd
Harry Eddom, eina miann'inum,
sem komst af.
Einnig ber okkur að þakka skát
um, slysavann'ard'eildum, íslenzk-
um sjómönnum, skíðamöninum og
öllu fólki í nágrennimi fyrir að-
stoðina, sem allir veittu af svo
fúsum vilja.
Unigi smalinn, sem fann Harry
Eddom, og fjiölskiylda hams verð-
skuldar sérstakt þabklæti okkar
fyrir aðhlynninguna, sem honum
var veitt. Einnig erum við mjög
þaikklátir umboðsmanni okkar
Guðmundii Karlssyni fyrir frá-
baera aðstoð.
Öl'lu þesisiu fóllki flytjiuim við inni
legt þakkiæti.
Yðar einlægur.
Charles Hudsoin.
ÖKUMENN!
Látið stilla i tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN
1 & STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100
i
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúS viS andlát og jarSarför
Georgs Sigurðssonar
frá Skjálg
Fyrir hönd aSstandenda.
Börn hins látna.
III !!■ ! !■ TimTTmn---TTTTTnni------------——
AuSsýnda samúS viS fráfall og jarSarför,
Ólafs Kristmundssonar,
Eyrarvegi 1, Selfossi,
þakka ég af alhug.
Fyrir hönd allra aðstandenda,
GuSrún GuSIaugsdóttir.