Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. okt. 1989
3
Kroníka vikunnar
Almennt um stjórnmál
Þegar rætt er um stjórnmál koma til álita
ýmis hugtök, t.d. stjórnarskrá, réttur og
vald, lög og ríki. í lýöræöisríki fer stjórn-
málamaðurinn með tvenns konar vald:
löggjafar- og framkvæmdavald. Stjórnmál
eru í eðli sínu viðleitni til að móta stefnu og
taka ákvarðanir í málefnum sem snerta allt
samfélagið, líf þess og starf. í þeirri við-
leitni er brýnt að menn missi ekki sjónar á
tilgangi samfélagsins og séu vakandi um
hinn siðræna kjarna, sem fyrr er að vikið,
og liggur því til grundvallar. Eins og stjórn-
málin eru nú stunduð eru þau fyrst og
fremst barátta um völd eða hlutdeild í
völdum. Nánast er litið á þau sem sérstakt
starfssvið sem lýtur varla nokkrum sið-
gæðislögmálum. En þau koma okkur öll-
um við og gerðir stjórnmálamanna snerta
okkur daglega og eru um margt enduróm-
ur ríkjandi viðhorfa í samfélaginu.
Stjórnmál og efnahagsmál
Myndin sem stjórnmál okkar birta er ein-
faldlega sú að efnahagsmálin eru upphaf
þeirra og endir; efnahagsmálin eru samnefn-
ari allrar stjórnmálaumræðu á íslandi. Þessi
staðreynd segir ýmislegt um ríkjandi gildis-
mat; menntun og menningu, trú og siðferði
skipa lægri sess í umræðu stjórnmálanna og
um þau er ekki fjallað, nema undir sjónar-
horni efnahagsmála. Þessi einsýni umræð-
unnar er e.t.v. séríslenskt fyrirbrigði sem
* llTlmWfi1 llítiiffiT mt Wí ■HðnK?ör>*
„Ohagkvœmu þjóöarbúi er í ýmsum greinum viöhaldiö
af tilfinningaástæöum. Afleiöingin er sú aö stjórnmála-
menn elta á sér skottid og fólk hvorki trúir þeim né
treystir. Sá farvegur sem stjórnmálin eru fallin í er meö
þeim hœtti aö stjórnmálamenn hafa ekkert ráðrúm til
skapandi starfs. Allir flokkar eru meö tiltölulega ítarleg-
ar stefnuskrár um hvaöeina, en þeir eru eins og skuldum
hlaönir húsbyggjendur sem þurfa alltaf aö snúa sér aö
einhverju ,,brýnna“ og geta af þeim sökum ekki búiö í
haginn fyrir framtíöina. Hugsjónum er ýtt til hliöar.“
und sem ríkir á hverjum tíma komi í þeim
mæli fram hjá stjórnmálamönnum sem hún
kemur fram hjá aimenningi; þeir flytja þau
mál sem eiga sér einhverja framgangsvon á
hverjum tíma og sneiða hjá hinum.
Við erum ekki og verðum ekki menningar-
þjóð nema við sjáum fjármálum okkar borg-
ið á öllum sviðum. Ein skýring rótleysisins
kann að vera bilið sem við erum að reyna að
brúa frá sveitamenningu til nútímahátta
(borgarmenningar) og áður er að vikið. Sum-
ir þættir menningarinnar hafa gert betur;
verkmenningunni hefur tekist að brúa þetta
bil. En við ráðum ekki enn við stökkin í efna-
hagsmálunum og virðumst ekki enn kunna
að fóta okkur sem sjálfstæð þjóð.
Hin neikvæða mynd stjórnmálanna er að
nokkru á ábyrgð fjölmiðlanna og stjórnmála-
manna sameiginlega. Mönnum er att saman,
meira lagt út af atinu sjálfu en málefnum og
afleiðingu. Stjórnmálin eru gjarnan lögð upp
sem keppni; hanaslagur fremur en umræða
og á endanum málamiðlun. Þannig eru
menn nánast neyddir til að leika hlutverk; í
því felast óheilindi sem leiða stjórnmálin á
villigötur. Hér vakna efasemdir um það
hvort menn hafi yfirleitt áhuga á að sjá hlut-
ina í samhengi, hafi þolgæði til að yfirstíga
skammtíma vandamál með augun á lang-
tíma markmiðum framundan.
Nauðsynlegt er einnig að líta til þess í sam-
hengi auðhyggju, tæknihyggju og rótleysis í
stjórnmálum sem einkenna samfélagið, að
lýðveldið er ungt og stjórnsiðir og venjur eru
Hvaða mynd af menningunni gefa
stiórnmál og efnahagsmál okkar?
komin er út á varasama braut.
í þjóðfélaginu er viss auðhyggja ríkjandi
sem jafnvel gengur svo langt að veraldleg
gæði tróni hæst. Hvort auðhyggjan kemur á
undan tali stjórnmálamanna um efnahags-
mál eða er afleiðing af orðum þeirra og gerð-
um er ekki ljóst; en auðsæ samsvörun er á
milli ríkjandi gildismats í stjórnmálum og hjá
almenningi. Þannig má halda því fram að
gagnrýni á stjórnmálamenn sé sjálfsgagn-
rýni þar sem þeir endurspegli þjóðina.
Vandamálið sem af þessu hlýst og tekið er að
gegnsýra íslenskt þjóðlíf verður ekki leyst
nema með breyttu hugarfari.
Auðhyggjan er á hinn bóginn ekki einhlít
og ekki alfarið neikvæð. Aðstæðurnar setja
svip sinn á samfélagið. Tengsl eru á milli
hegðunar íslendinga almennt og þess á
hverju efnahagur þjóðfélagsins stendur og
hvernig vinnutíma er háttað. Sveiflur eru
miklar í undirstöðuatvinnuveginum, sjávar-
útvegi, og koma við nánast allt samfélagið á
hvorn veginn sem þær eru; fólk tekur á sig
þungar byrðar þegar illa árar og hefur meira
umleikis þegar vel gefur. í mörgum sjávar-
plássum vinna menn lengi fyrir tiltölulega
miklum tekjum. Ein afleiðingin er sú að inn-
kaup eru gerð sjaldnar og þá í stórum stíl og
leitað eftir hagstæðum kjörum; oft og tíðum
í stórum nálægum kaupstöðum eða erlendis
í hafnarborgum þar sem skip viðkomandi
verstöðvar hefur viðkomu, og það jafnvel
reglulega þannig að föst menningartengsl
hafa skapast á milli bæjanna. Verslun á
staðnum á þá hins vegar í vök að verjast.
Samband er á milli vinnu, verslunarhegðun-
ar og orlofshegðunar. Orlof er iðulega tekið
til hvíldar eftir erfiða vinnu um langan tíma
og þá leitað á friðsæla staði. Iðnaðarsamfé-
lög eru á hinn bóginn stöðugri, sveifiur litlar
og allt gengur rólegar.
Verslunaræðið svonefnda á sér þannig
skýringar, a.m.k. að einhverjum hluta; en í
þessu tilliti er þörf mikilla rannsókna á ís-
lensku samfélagi og margt óljóst.
Agaleysi
Ljóst er að þegar öllu er á botninn hvolft
verða efnahagsmálin að ganga upp. Tækni
og aðferðir þurfa að vera fyrir hendi svo
unnt sé að hafa stjórn á efnahagsmálum, en
margir þættir íslenskra efnahagsmála eru
um of bundnir í löggjöf svo svigrúmið til að
stjórna er lítið. Umræða og framkvæmd í
efnahagsmálum og stjórnmálum hafa tvö
sérstök neikvæð einkenni: annars vegar er
agaleysi, sem m.a. kemur fram í því að ekki
er haldið fast við neina stefnu og það sem er
í orði og á borði er iðulega alls ótengt; og
hins vegar er umræða, breytni og fram-
kvæmd oft á tíðum mjög rislág miðað við ná-
grannalönd.
Þessi tvö einkenni birtast m.a. í því að
stjórnmálamenn koma fram sem þjónar til-
tekinna sérhagsmuna, en eru ekki skapandi
út frá vandlega yfirveguðum gildum og hug-
sjónum sem líta í senn til lengri tíma og til
heildarhagsmuna Óhagkvæmu þjóðarbúi er
einnig í ýmsum greinum viðhaldið af tilfinn-
ingaástæðum. Afleiðingin er sú að stjórn-
málamenn elta á sér skottið og fólk trúir
þeim hvorki né treystir. Sá farvegur sem
stjórnmálin eru fallin í er með þeim hætti að
stjórnmálamenn hafa ekkert ráðrúm til
skapandi starfs. Allir flokkar eru með tiltölu-
lega ítarlegar stefnuskrár um hvaðeina, en
þeir eru eins og skuldum hlaðnir húsbyggj-
endur sem þurfa alltaf að snúa sér að ein-
hverju „brýnna“ og geta af þeim sökum ekki
búið í haginn fyrir framtíðina. Hugsjónunum
er ýtt til hliðar. Þannig er oft talað um efna-
hagsmálin eins og veðurfarið, eitthvað sem
ráða þarf í og bregðast við, en aldrei er ráðið
við. Ymsar tæknilegar ákvarðanir, oft á tíð-
um sakleysislegar og lítt áberandi, eru tekn-
ar án þess að hugsað sé til menningaráhrif-
anna sem af þeim leiða. Engri stefnu er fylgt
til enda, samfellu og stöðugleika vantar í
stjórn og meðferð efnahagsmála. Enginn
virðist vita hver ber ábyrgðina og enginn er
kallaður til ábyrgðar; stórslys verða í stjórn
efnahagsmála, t.d. í fjárfestingum í aðalat-
vinnuvegunum, í verslun og sjávarútvegi, en
enginn virðist vita hvernig á slysunum stend-
ur. Og þau eru ekki notuð til að draga af þeim
lærdóma, ekki notuð til að forðast endur-
tekningu.
Samfélaginu er gjarnan líkt við fyrirtæki
og svo er einnig um ýmsar stofnanir ríkisins,
t.d. sjúkrahúsin og ýmsar menningarstofnan-
ir. Þannig er ímynd stjórnmálamannsins hin
sama og forstjóra fyrirtækis, hins sterka
manns sem allt veit og öllu getur bjargað, og
öll afstaða til málefna er tæknileg; lið sér-
fræðinga ber fram margvíslegar tölur um
ástand og stöðu hinna ýmsu þátta efnahags-
mála. Veruleikinn að baki tölunum kemur
hins vegar ekki fram, heldur eru þær túlkaðar
á ýmsa vegu, út frá ólíkum forsendum, og
skilja ekkert eftir nema óvissuna eina.
Ástæður og afleiðingar
Málum er nú svo komið að stjórnmála-
menn skilja ekki efnahagskerfið, hafa ekki
neina heildarsýn yfir það, og hafa í reynd
enga stjórn á því. Hver fer sínu fram, ein-
staklingar og fyrirtæki, hvað sem tautar og
raular. Flokksræði ríkir í stjórnmálunum og
stjórnmálamennirnir koma fram sem fulltrú-
ar tiltekinna hagsmuna, þrýstihópa, sem sí-
fellt er látið undan, í stað þess að þeir eiga að
huga fyrst og fremst að heildinni og vera
bremsa á ágengni þrýstihópanna. Með réttu
lagi er unnt að halda því fram að almenning-
ur sem slíkur, þjóðin í heild sinni, eigi sér
engan málsvara; þrýstihóparnir fari sínu
fram.
Rótleysi er í öllum stjórnmálaflokkum;
skortur á aga og að haldið sé við stefnumið.
Lýðveldið er ungt og stjórnsiðir og venjur
ekki í föstum farvegi, og spyrja má hvort vís-
vituð viðleitni sé til að móta slíka siði? Ein
ástæða þessa rótleysis og um leið hinnar nei-
kvæðu myndar stjórnmálanna er sú að
stjórnmálamenn og fólk yfirleitt hefur misst
sjónar á því hver er raunverulegur kjarni
'menningarinnar; hin nauðsynlegu tengsl
við fortíðina hafa breyst. Þannig eru viðmið-
in og gildismatið allt á yfirborðinu; ekki er
velt upp hver eru hin raunverulegu viðhorf
til lífsins sem nauðsynleg verða að teljast til
að einkenna þjóð og gera hana að þjóð.
Þarna er okkar hætta. Kjarninn sem slíkur
nær ekki að koma fram; í þeirri spennu sem
einkennir þjóðlífið allt gefa menn sér ekki
tímann sem nauðsynlegur er til að rækta
hann. Hlutverk stjórnmálamanna er í viss-
um skilningi að koma þessum kjarna í fram-
kvæmd; þannig má segja að hin siðræna vit-
ómótaðar, styðjast ekki við hefðir sem orðið
hafa til á löngum tíma. Jafnvel má segja að
siðir og venjur (góðar og vondar) verði til
jafnóðum og eftir hentugleikum í hráskinns-
leiknum. Stjórnarskráin kemur hér til álita,
rammi stjórnmálanna; frá henni hefur ekki
enn verið gengið og umræða um hana hefur
verið einkamál flokkanna og snúist um hags-
muni þeirra. Fólk veigrar sér við að taka
virkan þátt í stjórnmálum. Þátttaka i stjórn-
málum er alls ekki mannbætandi við ríkj-
andi aðstæður. Mjög brýnt er að á þessu
verði breyting, á afstöðu fólks til stjórnmála-
starfs þannig að fleiri taki þátt í stjórnmálum
af hugsjónaástæðum.
(Greinin er byggð á skýrslu og umræðum starfs-
hóps menntamálanefndar BHM í októbermán-
uði 1988 undir starfsheitinu „Eru menntun og
menning í varnarstöðu?")
Þóröur Kristinsson próf-
stjóri viö Háskóla íslands
er höfundur Króníku Al-
þýöublaösins þessa vikuna.