Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 21. okt. 1989
Þessi herramaður sagöist hafa
unnið næstum tuttugu ár í smiða-
verkstæði Leikfélags Reykjavíkur,
gerði lítið úr vinnuframlagi sínu
og sagðist vera eins og hvert ann-
að gamalmenni.
Hér er höfuðstöð rafmagnsins í
húsinu. Það sem sést er þó aö-
eins lítill hluti alls tæknibúnaðar
sem í þessu litla herbergi er. Raf-
virkjarnir upplýstu að rafmagnið í
Borgarleikhúsinu jafnaðist á við
heilt þorp.
langt fyrir ofan mann eru svalir yf-
ir sviðinu þar sem tæknimennirnir
eru að störfum, leikarinn verður
eins og smápeð á þessu risastóra
sviði og þegar komið er að því er
það eins og úr bíómynd, kaðlar frá
lofti og niðrúr um allt og svartir
dúkar hanga í festingum. Einhver
upplýsir að sumir þeirra séu yfir
400 fermetrar. Allsstaðar í leiksöl-
unum eru hljóðskermar, sumir úr
járni, aðrir úr eik eða einhverri
annarri trjátegund. Tréð endur-
varpar bcissanum, járnið einhverju
öðru. Ekkert má gleymast og
kannski er loksins komið boðlegt
hús fyrir tónleika í höfuðborginni.
Samt ekki líklegt að Sinfó fái
þarna inni.
Eldri maður í smíðaherberginu,
segist hafa unnið fyrir Leikfélagið
í tæplega tuttugu ár, hefur yfir sér
stóíska ró og lætur ekki viðburði
kvöldsins hagga sér mikið. Upp-
lýsir að gólfið í smíðaherberginu
sé það besta sem hægt er að hugsa
sér og það er satt. Það er mjúkt og
byggingarstjórinn hélt því fram að
það væri réttasta gólf á landinu. Ef
ekki myndu leikmyndirnar annars
bara hrynja þegar þær kæmu
fram á sviðið. Að mörgu er að
hyggja . . .
Margar vistarverur
mörg andlit
Svo villist maður, álpast inn í
baðhúsið, sána og sturtur, hverfur
þaðan aftur en ekki tekur betra
við því loftræstikerfisherbergin
eru óteljandi einhversstaðar undir
rjáfri en samt er alltaf hægt að
finna einn stiga í viðbót eitthvað
upp. Skyndilega komnir inn á sval-
irnar fyrir ofan sviðið þar sem
tæknibúnaðurinn er þannig að
Stones gætu verið fullsáttir af á
tónleikum. Og manni fer að skilj-
ast að það sem gerist á sviðinu
hverju sinni og í hausnum á lista-
manninum er kannski bara agnar-
lítið brot þess sem fram fer í svona
húsi.
Upp og niður og út og suður og
herbergin taka við eitt af öðru,
einhversstaðar heyrist úr kallkerf-
inu af sviðinu þar sem æfing
stendur yfir en þó ekki verið að
hrópa Ó vei ó vei sem ætti annars
nokkuð vel við. Skyndilega setu-
stofa leikaranna, eldri maður með
skringilegan hatt, nornaleg kona
með úfið hár, önnur klædd eins og
þjónustustúlka. Margar vistaverur
mörg andlit.
Konurnar i saumastofunni voru
eiginlega þær einu sem búnar
voru að öllu og höfðu þaö náðugt
meðan aðrir voru á hlaupum um
allt hús.
Það var allt á fullu i anddyrinu,
málarar príluðu upp á palla til að
ná þangað sem þeir annars ekki
ná. Svo var hamast eins og Davíð
myndi fara fram á aö fá að kíkja
þarna upp til að athuga hvort allt
væri örugglega ekki sæmilega úr
garöi gert.
Þaö vantaði almennilegt leikhús í Reykjavík, borgin þurfti
aö eiga almennilegt leikhús sem hægt væri að sýna gestum
og gangandi. Menn hugsuöu margt á þeim þrjátíu og sex
árum sem liðin eru frá því að húsbyggingarsjóður Leikfé-
lags Reykjavíkur var stofnsettur. Svo liðu ein ellefu ár, þá
var félaginu boðin lóð í nýja miðbænum. Tuttugu og fimm
árum síðar er húsið risið og á að fara að ieika í því og þá er
það orðið 11.000 fermetrar og kostar einn og hálfan milljarð
króna. Sem er dágóð upphæð, ef menn vilja stilla því upp
á svínslega mátann, og miða það við þessa tuttugu leikara
sem eru fastráðnir við leikhúsið. Þá hefur hver og einn
þeirra dágott rými og kostar sitt. En svona er heldur ekki
hægt að segja.
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON OG EINAR ÓLASON
Margar
vistarverur
Mörg andlit
Opnunarhátíðin á að hefjast um
kvöídið. Það er eins og venjulega
hjá Islendingum. Það er sóðað út
með annarri hendinni, tekið til
með hinni. Það urgar og suðar í
ryksugunni sem er á hælunum á
iðnaðarmönnunum sem vinnu-
lúnir reyna að leggja síðustu hönd-
ina á allt sem á eftir að gera. í and-
dyrinu er búið að koma fyrir þvi
mikilvægasta, sælgætissölu og
bar. Ekkert leikhús getur í raun
þrifist án þessa. Annars minnir
það meira á flugstöð. Samkvæmt
íslenskri venju myndi hljóma úr
hátalarakerfi, Flugleiðir verða því
miður að tilkynna seinkun ...
Kona með skúringarfötu, kúst og
klút er í stigahúsinu og reynir að
þrífa upp skítinn sem best hún get-
ur, vantar bara skupluna á höfuð-
ið. Ræstingin verður vandamál
segir okkur maður í húsinu sem
hefur greinilegar áhyggjur af því
að það náist ekki að ganga frá öllu
áður en fyrirfólkið streymir í hús-
ið, prúðbúið og gerir sér enga
grein fyrir öllum vinnustundum
sem liggja að baki hverri raf-
magnsleiðslu og hverri sviðshreyf-
ingu. Leikhússtjórinn er á skrif-
stofunni og brosir en brosið er orð-
ið býsna þreytulegt og baugar
undir augunum. Hafði upplýst að
allt væri á tólftu stundu deginum
áður. Svo sést hann samt á þeyt-
ingi um húsið öðru hverju, redda
þessu, redda hinu, svara í símann
og einhver reynir að afgreiða
mann frá ölgerð sem er kominn
með tvo kæliskápa. Veit ekki hvar
hann á að setja þá og er á hraðferð
og má ekki vera að því að bíða eft-
ir því að einhver leiðbeini honum.
Raflýsing fyrir heilt þorp
Hver getur líka fundið nokkurn
mann í þessu risastóra húsi sem er
svo fullt af herbergjum að þau
skipta hundruðum. Oll rækilega
tölusett, nr. þetta fyrir leikara, nr.
hitt fyrir sviðsmenn, nr. eitthvað
annað fyrir búninga og svo áfram
upp eftir öllum fimm hæðunum
sem eru einhvern veginn skringi-
legar í laginu, húsið stærst neðst
en mjókkar svo um miðjuna þang-
að til það breikkar aftur en mjókk-
ar svo í toppinn. Þetta er auðvitað
allt saman fagurfræðilega, verk-
fræðilega og síðast en ekki síst
veðurfræðilega út reiknað. Gjör-
samlega vonlaust að gera sér
grein fyrir því hvar maður er
staddur hverju sinni. Heppinn að
rekast á vingjarnlega rafvirkja
sem eru að störfum í sínum höfuð-
stöðvum, sem er lítið herbergi
hvaðan liggja einhverjar milljónir
af rafmagnslínum sem stjórna öllu
rafmagninu í húsinu. Gólfið er sett
einhverskonar timburflekum og
rafvirkjarnir upplýsa að undir
þeim sé allt þakið af leiðslum. Eins
gott að allt draslið stemmi þegar á
reynir, að einhver hafi ekki sett
vitlausa leiðslu í einhvern tengil-
inn svo ijós kvikni í anddyrinu
þegar það á að kvikna í áhorf-
endasalnum. Rafvirkjarnir upp-
Bladamadur Alþýöublaösins laumast um
Borgarleikhúsid nokkrum tímum áöur en
opnunarhátíöin hefst
lýsa að þarna sé nægilega mikið af
dóti svo nægi fyrir heilt þorp úti á
landi. Minna g'at það auðvitað
ekki verið. Það eru breyttir tímar
frá því Halldór Laxness skrifaði
greinar í blöð og skoraði á íslend-
inga að leggja út í að raflýsa sveitir
landsins.
Réttasta gólf á landinu
Hliðarsvið stóra sviðsins eru svo
stór að þau gætu rúmað gamla
Iðnó mörgum sinnum og þetta er
eins og í alvöru leikhúsi, langt