Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. okt. 1989 MMMMMD Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. RÍKISSTYRKIR OG DAGBLÖÐ Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur ritar sérkennilega grein um ríkisstyrk dagblaða í Dagblaðið / Visi í gær. Guð- mundur er fyrrum ríkisstarfs- maður (aðstoðarmaður mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Por- steins Pálssonar) og blaðamaður á Tímanum en gerðist síðar blaðamaður á Morgunblaðinu eftir pólitísk sinnaskipti. Með þennan starfsbakgrunn og menntun sagnfræðings í huga, skyldu menn ætla að Guðmund- ur Magnússon hefði haft innsýn, þekkingu og tök á málefni því sem hann tekur til umfjöllunar í umræddri blaðagrein. Ekki er því þó að heilsa. Sagnfræðingurinn heldur því fram í DV- grein sinni, að skatt- greiðendur greiði kostnað af út- gáfu Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans. Hann heldur því einnig blákalt fram, að umrædd þrjú blöð flytji aðeins pólitískar flokksfréttir og séu ómarktæk sem fréttafjölmiðlar, en fréttir Morgunblaðsins og DV séu „tíð- indi dagsins" eins og hann kemst að orði. Kjarninn í grein Guðmundar er svo, að ,,án ríf- legs stuðnings stjórnmála- manna og stjórnvalda kæmu AI- þýðublaðið, og Þjóðviljinn alls ekki út, og líklega Tíminn ekki heldur.“ Látum fordóma sagnfræðings- ins liggja miili hluta. Sleppum einnig dómhörku hans og sleggjudómum um fréttaflutn- ing umræddra prentmiðla. Lít- um hins vegar á staðreyndir styrkjakerfisins í íslenskri dag- blaðaútgáfu. Dtyrkir til íslenskra dagblaða eru með þrennum hætti. í fyrsta lagi greiðir ríkissjóður sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi hvers árs styrki til allra þingflokka sem verja á til útgáfumála. Upphæð frá þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins eða hvort Tíminn eða Þjóð- viljinn hafi gert slíkt hið sama. Styrkur til útgáfumála þing- flokka er teygjanlegt hugtak og útgáfustyrkjunum ugglaust ver- ið dreift til útgáfumála flokk- anna um land allt hverju sinni. Alþýðublaðið getur aðeins talað um sjálft sig. Árum saman hefur Alþýðublaðið ekki þegið eina einustu krónu af útgáfustyrk þingflokks Alþýðuflokksins. Al- þýðublaðið er í dag rekið sem hver önnur markaðsvara utan við ríkisstyrki Alþingis. Þetta heföi Guðmundur Magnússon styrkjanna fer hlutfallslega eftir stærð þingflokkanna. Þannig hefur stærsti þingflokkurinn; þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hlotið i gegnum árin bróðurpart- inn af ríkisstyrkjum til útgáfu- mála þingflokkanna. Guðmund- ur setur málin þannig fram í grein sinni, að ætla mætti að AI- þýðublaðið, Þjóðviljinn og Tím- inn hlytu einvörðungu útgáfu- styrk ríkissjóðs á Alþingi. Þetta er alrangt. Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um, hvort Morg- unblaðið þiggi einhvern styrk sagnfræðingur getað kannað með einfaldri heimildakönnun ef hann hefði kosið að beita vönduðum vinnubrögðum áður en hann ruddist fram á ritvöll- inn. En könnum styrkjakerfi hins opinbera nánar. * I öðru lagi fá öll dagblöðin, þar með talin Morgunblaðið og DV, keyptar 250 áskriftir af ríkinu sem sendar eru til opinberra stofnana, embætta og ýmissa ríkisfyrirtækja. Hér er tæpast um styrk að ræða þar sem vara er send til viðskiptavinar gegn gjaldi. Fjölmargar ríkisstofnanir kaupa ennfremur áskrift dag- blaða fyrir eigin reikning. í þriðja lagi greiðir ríkið fyrir op- inberar auglýsingar. Þær auglýs- ingar eru seldar með litlum eða engum afslætti og því veigamik- ill tekjuliður fyrir dagblöðin. En hvaða dagblöð bera höfuð og herðar yfir birtingu opinberra auglýsinga? Ekki Alþýðublaðið. Ekki Þjóðviljinn. Ekki Tíminn. Heldur Morgunblaðið, fyrrum atvinnurekandi Guðmundar Magnússonar. Ríkið auglýsir að jafnaði fjórum til fimm sinnum meira í Morgunblaðinu en öðr- um dagblöðum á íslandi! Hvaða dagblað þénar mest á ríkiskerf- inu? Morgunblaðið! Og sagan er ekki öll sögð. Dagblöðin eru undanþegin söluskatti, launaskatti og að- stöðugjöldum. Hverjir skyldu græða mest á slíkum undanþág- um? Að sjálfsögðu þeir útgef- endur sem flesta hafa starfs- mennina og mest umsvif hafa. Eru það Alþýðublaðið, Þjóðvilj- inn og Tíminn? Ónei. Það eru Morgunblaðið og DV! Það eru nefnilega hin siðprúðu, óháðu fréttablöð hægripressunnar sem hagnast og fitna mest á ríkis- styrkjunum og undanþágunum! Skattgreiðendur greiða lang- mest til Morgunblaðsins af öll- um dagblöðum! Þetta hefði Guð- mundur Magnússon sagnfræð- ingur og fyrrum opinber starfs- máður auðveldlega getað reikn- að út ef hann hefði kært sig um vandaða heimildavinnu. (Niðurlag forystugreinar Alþýðublaðsins í gær féll því miður út vegna tæknilegra or- saka og birtist ieiðarinn því hér í dag í heild.) reiöhjol Bílar og Ég hef af og til verið að agnúast út í tækni og tækninýjungar í þess- um pistlum. í dag ætla ég að halda uppteknum hætti. Ég las einu sinni framtíðar fantasíu sem mér fannst allrar at- hygli verð. Öll þekking mannkyns- ins var þá saman komin í einni bók og af hagkvæmum og fjár- hagslegum ástæðum þótti mönn- um óþarfi að geyma þetta á mörg- um stöðum. Svo að bókin var orð- in ein á endanum og þá datt auð- vitað einhverjum tæknisnillingn- um í hug að minnka hana af því að tæknin til þess var nú einu sinni fyrir hendi og sumum fannst það hreinn óþarfi að bókin tæki allt þetta pláss. Það endaði með því að bókin var orðin svo lítil að hún týndist einn góðan veðurdag og fannst ekki aftur hvernig sem menn leituðu. Þessar tækninýjungar miða yfir- leitt að því tvennu að koma í veg fyrir að maður hreyfi sig eða hugsi. Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég veit fátt eitt skemmtilegra en það að hreyfa mig nema ef vera skyldi það að hugsa. Það væri hægt að taka mýmörg dæmi um þetta dót, frá sjálfvirka sykurkarinu og kaffivélinni upp í tölvuvæddar herþotur með kjarnavopn. Allt gerir það manni lífið jafn leitt og litlaust, nema her- þoturnar auðvitað. Þær gera manni lífið einfaldlega óbærilegt ef maður fer að hugsa of mikið um þær. Ég er þess vegna svarinn óvinur þeirrar háþróuðu nútímatækni sem gerir manninum nánast ókleift að halda sambandi við upp- runa sinn eða skilja samhengi hlutanna. Einhvern tíma fyrir allmörgum árum var viðtal við Halldór Kiljan Laxness í útvarpinu. Eitthvað var komið inn á trúmál því að ég man að Halldór var að lokum spurður að því hverrar trúar hann teldi að íslendingar væru eiginlega. Ein- hverjar efasemdir höfðu nefnilega komið fram þar að lútandi hvort íslendingar væru í eðli sínu mjög kristnir þó að þeir játuðu þá trú í orði kveðnu. Halldóri vafðist tunga um tönn í fyrstu en tók svo skyndilega við sér og sagði að eftir á að hyggja þá væru íslendingar líklega bílatrúar. Mér hefur oft síðan verið hugsað til þessara orða Halldórs og eftir því sem árin hafa liðið hef ég að- hyllst þessa skoðun hans æ meir og meir. Því eins og Bjartur í Sumarhúsum trúði á sauðkindina og hundinn virðast íslendingar nútímans trúa jafn staðfastlega á bílinn. Að mínum dómi er bíllinn á góðri leið með að gera manninn að þræli sínum. Ekki ætla ég að fara að tíunda nákvæmlega hér allar þær hörm- ungar sem bíllinn hefur leitt yfir mannfólkið, stórslys á fólki, gífur- lega mengun o.s.frv. Má heita að nánast sé orðið ólíft í mörgum fall- egustu borgum heimsins vegna bílaumferðar. Ekki má heldur gleyma öllum þeim fjármunum sem fara í þessi ósköp. Það má ekki koma smárispa eða dæld á einhverja bíldruslu svo að ekki kosti tugi þúsunda að gera við það. Margt fólk kemur sjaldan út undir bert loft heldur einangrar sig í bíl sínum og bíður þess að næsti bíll á undan hreyfi sig úr stað. Það vildi þannig til að ég bjó einn í íbúð okkar hjóna hér í Reykjavík allan ágústmánuð síð- astliðinn. Kona mín og börn voru úti á landi í sumarbústað með fjöl- skyldubílinn. Ég sat við skriftir á daginn en spilaði tennis síðdegis suma daga en aðra fór ég út um allan bæ til svokallaðra útréttinga. Leiðir mínar lágu oft í Kópavog og vestur í bæ með viðkomu á Lauga- vegi og Síðumúla. Ég var víst ekki búinn að taka það fram að ég bý í Breiðholti. Farkostur minn á þessu flakki var danskt fjölskylduhjól. Ég man vel eftir einu slíku ferða- lagi. Ég vaknaði snemma þennan dag og um leið og ég leit út um gluggann sá ég strax hvers kyns var. Þetta var ekki dagur til þess að hanga inni í húsi heldur til úti- vistar. Ég hringdi því í kunningja minn sem var í sumarfríi eins og ég og stakk upp á því að við spiluð- um tennis, veðrið væri svo gott. Honum leist ljómandi vel á þá hugmynd. Ég hjólaði síðan með tennisspaðana og allt mitt hafur- task að tennisvöllunum við Menntaskólann í Kópavogi. Það tók mig nákvæmlega sjö mínútur. Við félagarnir spiluðum tennis í tvo klukkutíma okkur til mikillar ánægju. Ég hafði ákveðið að nota þennan fallega dag til þess að reka ýmis erindi úti við og slájjannig tvær flugur í einu höggi. Ég hjól- aði því úr Kópavogi vestur á Bræðraborgarstíg, þaðan upp á Laugaveg. Erindum mínum var nú lokið. Ég hjólaði því heim á leið og þar sem það lá beint við fór ég yfir Miklatún og teygaði að mér ilminn af trjám, blómum og grasi. í garð- inum hitti ég fyrir menn að störf- um. Við ræddum saman um feg- urð lífsins, gæsku gjafarans og nauðsyn þess að hlúa vel að þess- um gróðurreitum í hjarta borgar- innar. Þegar ég kom heim leit ég á klukkuna og sá að allt ferðalagið úr Kópavoginum, erindisrekstur- inn vestur í bæ, á Laugaveginum og samtalið við vini mína á Mikla- túni hafði tekið um einn og hálfan tíma. Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma verið svo fljótur í förum á bíl til sambærilegra er- inda. Það er nefnilega svo fjári góð aðstaða til hjólreiða hér í Reykja- vík. Hér eru bestu hjólreiðabrautir í víðri veröld. Nú kynni einhver að spyrja. — Er madurinn eitthvad bilad- ur? Veit hann ekki ad þaö eru eng- ar hjólreiöabrautir í Reykjavík? Nei, það er ekki því að heilsa. Þessar hjólreiðabrautir eru auðvit- að gangstéttirnar því að þar sést aldrei nokkur lifandi maður á gangi. Það sitja allir inni í nýju, fal- legu bílunum sínum og menga umhverfið. Það eina sem skyggði á ferðalag mitt um borgina þenn- an fagra sumardag var mengunin frá bílunum við mestu umferðar- göturnar. Þessi mengun hefur aukist mjög í seinni tíð og horfir nú til algjörra vandræða enda bíla- notkun orðin svo mikil að það er stanslaus straumur um flestar göt- ur allan liðlangan daginn. Ég kann eitt ráð við þessu. Það er einfaldlega að skammta bensín- ið. En sennilega er það alltof skyn- samleg aðgerð til þess að hún nái nokkru sinni fram að ganga. Eysteinn Bjömsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.