Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.10.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. okt. 1989 7 FRÉTTASKÝRING Ákvæðisvinnutaxtar í fiskvinnu hafa rýrnað svo mikið í hlutfalli við önnur laun á síðutu 7 árum að erf- itt er að lýsa því öðru vísi en sem algjöru hruni. Sem dæmi má nefna taxta fyrir löndun á kassafiski í ákvæð- isvinnu samkvæmt kjara- samningi verklýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði. Kaupmáttur þessa taxta var þegar í maí á síðasta ári kominn niöur fyrir 65% af því sem hann var í ágúst 1982 og mun enn hafa lækkað síðan. Verka- lýðs- og sjómannafélag Fá- skrúðsfjarðar hyggst setja þessa taxta á oddinn í næstu kjarasamningum og vísar til þess að félagið hafi fullan stuðning Verka- mannasambands íslands. Eiríkur Stefánsson, formaður verkalýðs og sjómannafélags Fá- teknir til viðmiðunar. Sé miðað við hæsta fiskvinnutaxta og bætt við álagi fyrir þátttöku í námskeið- um sem gefa rétt til launahækk- ana, bregður meira að segja svo við að kaupmáttur þessa taxta er nokkurn veginn óbreyttur frá 1982. Þarna hefur því tekist að endurheimta kaupmáttinn. Öðru máli gegnir um ákvæðisvinnuna. Verkfallsvopnið bitlaust Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er Fáskrúðfjörður fjarri því að vera eina dæmið um það að ákvæðisvinnusamningar hafi dregist aftur úr. Þvert á móti mun ástandið í þessu efni vera svipað víðast annars staðar. Þótt augljós- lega ætti að vera sanngirnismál að leiðrétta kaupmátt þessara taxta nokkurn veginn til jafns við hækk- anir almennra samninga á síðustu árum, virðist ekki vera auðhlaup- ið að því. Verkfallsvopnið, sem löngum hefur reynst verkalýðs- hreyfingunni drýgst í kjarabaráttu bítur trúlega fremur illa í þessu til- KAUPMÁTTARHRUN Í ÁKVÆÐISVINNU skrúðsfjarðar, vísar í tölur sem unnar voru af hagdeild ASÍ fyrir verkalýðsfélagið. Þar kemur fram að samhliða því sem tekist hefur að ná almennum láunatöxtum fyr- ir tímavinnu talsvert upp úr þeirri lægð sem þeir voru í á árunum upp úr 1983, þegar misgengi launa og verðlags var sem mest, hafa ákvæðisvinnutaxtar setið eft- ir og jafnvel haldið áfram að lækka. Ef vísitala ákvæðisvinnu- taxta félagsins er sett 100 í ágúst árið 1982, er kaupmáttur þeirra sem vinna í ákvæðisvinnu á Fá- skrúðsfirði nú trúiega kominn niður undir 60% af því sem hann var þá. Hér er einkum um að ræða hafnarverkamenn. ,,Það eru fjöl- skyldumenn sem vinna á þessum töxtum og launin þeirra hafa bók- staflega hrunið. Þeir eru hættir að geta lifað af þessum launum." Atvinnurekendum liggur ekkert á Akvæðisvinnusamningarnir á Fáskrúðsfirði hafa verið lausir síð- an í 10. apríl í vor en atvinnurek- endum virðist ekki liggja tiltakan- lega á að endurnýja þá. Það er Vinnumálasamband samvinnufé- laganna sem er viðsemjandi Fá- skrúðsfirðinga um þessi mál. Full- trúar þess voru á Fáskrúðsfirði í fyrradag en gáfu sér ekki nema um þrjár stundir til viðræðna áður en þeir flugu aftur til Reykjavíkur. Eiríkur Stefánsson sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að fulitrú- ar Vinnumálasambandsins hefðu út af fyrir sig viðurkennt réttmæti útreikninga Alþýðusambandsins, en hefðu á hinn bóginn nánast lýst því yfir að ekki stæði til að semja um neina hækkun ákvæðisvinnu- taxtanna. Þegar almennir kjarasamningar voru gerðir í vor, hélt verkalýðsfé- lagið á Fáskrúðsfirði sérkjara- samningum um ákvæðisvinnu ut- an við og hafa þeir enn ekki verið endurnýjaðir. Hækkanir al- mennra kjarasamninga hafa engu að síður verið látnar ná til ákvæð- isvinnunnar við útborgun launa og Vinnumálasambandið er alls ekki til viðræðu um hækkanir fram yfir það sem um samdist í al- mennu kjarasamningunum. Rúm 60% af kaupinu 1982 Töflur þær sem hagdeild ASÍ vann fyrir Verkalýðs- og sjó- mannafélag Fáskrúðsfjarðar, sýna hreint ótrúlegan mun á kaup- mætti milli áranna 1982 og 1988. Töfiurnar ná ekki lengra en það mun vera viðurkennd staðreynd af beggja hálfu að kaupmáttur ákvæðisvinnunar hafi enn minnk- að á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan. Mest hefur kaupmáttar- hrunið orðið við löndun á fiski í kössum. Reiknað í raungildi pen- inganna fá verkamenn nú ekki nema ríflega 60% af því sem þeir fengu fyrir sjö árum. í maí 1988 stóð þessi tala í 64,8% en hefur sem sagt enn lækkað síðan. Aðrar tölur í útreikningum hagdeildar ASÍ líta að sönnu nokkru skár út, en engu að síður er kaupmáttar- hrunið umtalsvert. Ef miðað er við kaupmáttinn 1982 var kaupmátt- ur í maí í fyrra rétt yfir 80% við löndun á lausum fiski en t.d. nokk- uð undir 80% við útskipun á ís. Til samanburðar má nefna launataxta sem gilda í fiskvinnu. Kaupmáttur þessara taxta er vissulega lægri en hann var 1982 en þar munar þó ekki nema u.þ.b. 4—7%, eftir því hvaða taxtar eru A Fáskrúdsfirdi landa menn nú fiski í köss- um fyrir rúm 60% af því sem greitt var 1982. Svik af hálfu forystumanna verkalýds- hreyfingarinnar segir formaöur verkalýðsfé- lagsins. EFTIR JÓN DANÍELSSON felli, vegna þess hve mikið skortir á að fiskiskipaflotinn sé fullnýttur. Útgerðarfyrirtæki sem ekki þarf nema ríflega hálft árið til að fiska upp í kvóta sinn, þolir löndunar- verkfall býsna lengi, án þess að það þurfi að koma við pyngjuna. Þegar það bætist við að hærra verð fæst fyrir aflann í útlöndum fer að verða skiljanlegt að menn hiki við að beita verkfallsvopninu. Eiríkur Stefánsson orðar þetta svo að heita megi að neyðarréttur verkalýðshreyfingarinnar hafi verið tekinn af henni. Kaupmáttur í ákvæðisvinnu borinn saman viö kaupmátt í fiskvinnu (tímakaup). í báöum tilvikum er kaupmátturinn settur 100 í ágúst 1982. Tegund vinnu ágúst 1982 april 1987 maí 1988 Kassafiskur 100,0 0 64,8 Laus fiskur 100,0 88,9 81,2 Tonn af ís 100,0 64,5 78,9 Kassi af ís 100,0 63,9 77,0 Fiskvinna meö fatapeningum Byrjunarlaun 100,0 91,5 96,1 Hæsti taxti 100,0 91,1 93,3 Hæsti taxti m/námsk. 100,0 93,6 100,3 Á þessari töflu má glögglega sjá hrun kaupmáttar í ákvæðisvinnu við höfn- ina á Fáskrúösfirði. Ákvæðisvinnutaxtarnir eru í efri hluta töflunnar en í neðri hlutanum er sýnd þróun kaupmáttar í fiskvinnu. Árið 1983 lækkaði kaupmáttur launa í landinu almennt verulega. Verkalýðshreyfingunni hef- ur gengið misvel að ná kaupmætti lau nataxtanna upp aftur. í töflunni kem- ur fram að taxtar fiskvinnslufólks eru yfirleitt enn undir því sem þeir voru 1982. Undantekningin er þó hæsti taxti með launaviðbót fyrir námskeiða- þáttöku. Ákvæðisvinnutaxtar eru hins vegar komnir býsna langt niður fyrir þau raunlaun sem þeir gáfu hafnarverkamönnum á Fáskrúðsfirði síðsum- ars 1982. Taka menn málin í eigin hendur? ,,Eg sé ekki annað en við hljót- um að saka forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar um svik", seg- ir Eiríkur. „Það eru forystumenn og æðstu postular hennar sem hafa látið knýja sig til að láta vissa hópa sitja á hakanum." Eiríkur segir alls óvíst til hvaða aðgerða verði gripið á Fáskrúðsfirði: „Það hefur hvarflað að mönnum hér að búa einfaldlega til sinn eiginn taxta og vinna eftir honum en öðru ekki. Verkalýðsfélagið getur ekki gert það en mennirnir geta auðvitað gert það sjálfir og ég veit að það hefur hvarflað að þeim." Eiríkur segist ennfremur alls ekki vera viss um að hafnarverka- menn séu betur settir innan verka- lýðshreyfingarinnar, eins og mál- um sé nú komið. „Ég veit ekki hvaða skref kunna að verða stigin hér næst, en eitthvað verður gert. Það gæti vel komið til greina að stofna sérstakt landssamband ákvæðisvinnumanna. Ef ekkert gerist endar þetta auðvitað með því að menn taka málin í sínar eig- in hendur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.