Tíminn - 02.03.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.03.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 2. marz 1968. UMFERÐAR- TAKMÖRKUN KL.0300-0700 Ftamhald af bls. 16 um leiguibifreið'um verður leyift að aka, a-uk þess sem lögreglu slökkiviðliðs- og sjúkrabifreiðar fá að sj'ádfsögðu að vera á ferðinni, svo og bifreiðar læikua, Ijósmæðra og toillgæzlumanna. M verður nokkur umferð ökutækja, sem not uð verða vegna breytinga á um- ferðarmerfcjum, svo otg annarra ökutækj’a sem af einbverjum ástæðum þurfa að vera á ferð inni. Þær bifreiðir, s’em. ekki eru sérstaklega auðkenndar, s. s. Iliögregllu- óg’ slökkiviiliiðsbifreiðir, leigubifreiðir :og . læknabifreiðír, verða' að fá sérstaikt leyfi og merki hjá lögregluyifirvöLdunum til að setja á ökutækim. Umferðarstöðvun í 10 mínútur. Síðustu 10 mínúturnar fyrir kl. sex verður algjör umferð’arstöðv un, og ekki leyfð önnur umferð, en þeirra ökutækja, sem gegna neyðarköllum. Stöðva skail öli ökutæki sem hafa undaniþáigu tifl. aksturs 10 mímútum fyrir kl. sex á vkustri kanti, en færa þau síð an rneð varúð yfiir á hægri k'ant inn. í þesisu sambandi þurfa öku- menn að aithuga sérstafclega að stöðva ' bífreiðir sínar þanmig, að auðvelt sé fyrir þá að staðsetja sig rétt á hiægri kanti. Hvernig á að leggja bflum fyrir H-dag. Þeir sem ekki hafa undanþágu ti'l aksburis aðfaranótt H-diags, eiga að leggja bílum sínum fyrir um- ferðarbanniið samkv. vinstri regl unni, og hafa þeir 'frest tái kl. tólf á miðnætti mánudaginn 27. maí, til að færa bifreiðir sínar. og legg.ja þeim í samræmi við reglur um hægri uimferð. í þessu sambandi er rétt að beifda mönn að þau verði ekki til trafaila í i hægri umiferð. og að auðvelt sé' að færa þau á rétt'an stað þegar þar að kemur. Hraðatakmarkanir. Við umiferðarbreytinguna verður hámar'kshraði ökutækja lækkað ur, og jafnframt verður eftirlit með ökubraða aukið, samhliða al- mennt aukinmi löggæzlu í sam- bandi við umferðina. Hlámarkshraði á þjóðvegum verð ur lækkaður úr sj'ötíu km/klst. í fimmtíu, fynstu þrjá dagama eftir umferðarbreytinguna, en síðan verður háimarkshraðinn hækkað uir aftur í sextíu fcm/kLst. og verð ur þannig um óáfcveðinn tíma. Þar sem nú er sextíu kílómetra há- markshraði á þjóðvegum, svo sem í nánd við þéttbýli, verður há- markshraði þó áfram um óákveð inn tíma. fiimmlbíú kmklst. í þéttbýlá þar sem hámarks- hnaði er nú yifir þrjátíu og fimm km/klist. verður hiámarkshraðinn um óáfcveðinn tíma þrjátíu og fimm toílámetrar á klutotousitund. Hlámarkshraði á Reykjanesbrauit frá Krísuwíkurvegamótumum og suður að Haifmavegi (íFlugivaMiar- vegi) verður sextíu km/klst. Laugardagáinn 25. maí verður bjTjað að breyta umferðarmerkj unum sem sýna hámarksbraða, og má því búast við nokkru más- ræmi í þeim merkjum þennan eina dag. Hámarkshraðinn er lækikaður meðám ökum&nn eru að tileinka sér hinar breytbu umferðarreglur. Öryggið í umferðinmi á að vera meira ef ötoumenn fara sér hæg ar, óg þurfa því ekki eins á mikl um viðbragðsflýti. að halda. Þá á þetta ekki síður við um ganigandi yegfarendur, sem jaímt og Ökumcnn 'þurfa að aðlágast hinu.m breVitu umfcrðarreglum. Þeir hafa betri tima til að átta sig á umferðinni ef hún gengur ‘ekki mjög hratt. í sambandi við lækkun hámarks hraða skal sérstaklega bent á, að sami hámarkshraði verður úti á þjóðvegum eftir umferðarbreyt- iriguna, fyrir stóra bíla og litla. í dag meiga stórir vöruibílar og almenmingarvaginar ekki aka hrað ar en á sextíu kílómetra hraða, og það verður sá hraði sem gild ir fyrir alla úti á þjóðvegum eftir 28. maí. Á því framúrakistur að miinoka, og þar með verður ekki eins hætt við umferðaróhöpipum | við framúrakstur og nú er. JURGEN MAY Framhald af bls. 13 kærðu þessir heiðursmenn mig fyrir íþróttasambandinu DDR,; fyrir að þiggja mútur af er-; iendum manni i keppni erlend ; is. íþróttasambandið, var heldur ■ ekki lengi að felia sinn dóm,: en hann hljóðaði upp á ,;Úti-. I lokun frá allri keppni í öllum ; íþróttum, til æviloka/' Um leið . var ég' rekinn úr starfi 'míhu i sem íþróttafréttamaður ,,Das; Volk“ í Erfurt, og það sem! verra var, einnig rekinn úr há- í skólanum í Leipzig, þar sem • ég stundaði nám. Það var því i ekki nema um eitt að ræða fyrir mig, að flýja þetta iand, sem ég hafði unnið svo marga sigra fyrir, og launaði mér nú á þennan máta“. — Allþjóðasam bandið tók mál Jiirgens May fyrir, að beiðni Vestur-Þýzka frjálsíiþróttasamh., og eftir að hafa kynnt sér alla málavexti, var hinn harði dómur Austur- Þjóðverja mildaðuT. þannig, að May fær á ný keppnisrétt sinn, sem hann mun nota fyrir sitt ,,nýja heimaland", en þó fær hann ekki réttinn fyrr en eftir Ólympíuleikana í Mexíkó, en þar hefði hann haft mikla möguleika til að hljóta verð- lauh. um á að leggjia ökutækjuim þannig BIFREIÐAEIGENDUR Hef opnað bifreiðaverkstæði að Trönuhrauni 2, Hafnarfirði. JÓN VALUR STEINGRÍMSSON Sér-Símaskrá Götu- og númeraskrá yfir símnotendur í Reykja- vík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði, er komin út í takmörkuðu upplagi. Skrárnar eru bundnar í eina bók. Fremst er götuskráin og númeraskráin næst á eftir. Bókin er til sölu hjá Innheimtu Landssímans í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði. Verðið er kr. 175,00 eintakið. BÆJARSÍMINN í REYKJAVÍK Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem minntust mín á sextugsafmælinu 19. febrúar. Ingibjörg Jónsdóttir, Völlum. Innilegar hjartans þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem me£L heimsóknum, skeytum og gjöfum heiðruðu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar 23. febrúar 1968. Sólveig Sigmundsdóttir og Þórður Jóhannesson, Álftamýri 34. VÍÐAST FÆRT Framhalíi at bls. 16. fært um Suðurlandsundirlendið, eftir aðalvegum. Að vísu munu margir útvegir enn vera lokaðir. Ein brú hefur laskazt ú'Iuvert mikið þannig, að hún er ekki umferðarfær, en hún er á Holta- kíl á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu. Þetta er 25 metra lörg brú, og skemmdist það verulega, að umferð er ekki um hana. Flestir vegir eru færir á Aust- fjörðum. nema Fjarðarheiðarveg ur. FjaLlvegir á Norðurlandi eru lokaðir, bæði Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði, en fært innan héraðs. í Borgarfirði eru flestir vegir orðnir færir, nema vegurinn við Hvamm í N-orðunárdal. Enn er ákaflega mikið flóð í Norðurá á þessum stað, og vegudnn undir vatni á 300 metra kaifla. Um Bröttubrekku er fært og um Dalina víðast hvar, og færð orðin aillgóð á Snæfellsnesi. ARSENAL — LEEDS Framhald af bls. 13 en leikið er 4 miðvikudagskvöld- um, eða sömu kvöldum og Evrópu bikararnir, ef að líkum lætur. Sl. ár var fyrst leikið til úrslita á Wembley-leikvanginum og 100 þús und áhorfendur sáu þriðja deild- ar félagið Queen's Park Rangers sigra West Bromwioh með þrem mörkum gegm tveimur, eftir að fyrstu deildar liðið hafði leitt 2-0 í leikhléi. Úrslitafélögin í þetta skrpti hafa bæði leikið í úrslita- leik á Wembley-grasinu áður, Leeds var þar síðast 1965 en þá í úrslitaleik. bikarkeppninnar og tapaði Leeds þá fyrir Liverpool með einu marki gegn tveimur. Arsenal var þar hins vegar síðast árið 1952 og tapaði þá úrslitaleik í bikarkeppninni gegn hinu þá fræga Newcastleliði, Milburn, Mit- chell, rennan og Co., með 0—1. Arsenal sigraði í bikarkeppninni 1950 og þá Liverpool með tveim- ur mörkum gegn engu. Leikurinn í ár er að áliti en-skra mjög tví- sýnn, þó hallast fleiri að því að Leeds sigri, því félagið er í öðru sæti í keppninni í fyrstu deild. LANDSLEIKURINN Framhald af bls. 13 bili 10 mörk gegn 7 mörkum og urðu lokatölur 23:20. Mörk íslands sfcoruðu: Geir 6 (4 víti), Örn og Einar 3 hvor, Ágúst, Ingólfur og Hermann 2 hver, Jón Hjaltalín 1 og Guðjón 1 úr víti. Leikið var með 12 mönnum og hvíldu þeir Karl Jóhannsson og Logi Kristjánsson að þessu sinni. Þorsteinn Björnsson, sem varið hefur skínandi vel í leikjunum gegn Rúmenum, einkum fyrri leiknum, átti ekki góðan dag. Þá skýrði Hannes okkur frá því, að keppniisvöllurinn hafi verið ó- venju stór, éða 22x44 rnetrar. Is- lenzka liðið hefði þess vegna get- að útfært taktiskan leik betur en ella, en hins vegar hefðu mynd- azt glufur í vörninni annað kast- ið af þeim sökum. „Oikkur líður öllum vel, þrátt fyrir erfið ferða- lög. Við komum ekki til Augsburg fyrr en seint kvöldið fyrir leikinn og voru strákarnir þá nokkuð þreyttir. Án þess að lofa nokkru, voina ég að við geturn staðið okk- ur enn betur í leiknum á sunnu- daginn", sagði Hannes að lokum. Leikurinn á sunnudagin fer fram í Bremen og verður lei'kinn fyrir hádegi. FRÁ NÚPVERJUM Framhald af bls. 3. bókin verður til sýnis. Nefndar- menn munu og hafa líkön af gamla húsinu með sér, svo að fundanmenn geti eignast það, sem vilja. Enn er nokkuð óseit af líkönunum, en með því, að upp- lagið var ekki stórt, er mönnum bent á að kaupa lí'ksm sem fyrst. Vænitaniega verður hægt að sýna myndir að vestan á fundinum. NefndLn treystir því, að menn sæki vel umræddan fund, sjálf- um sér tiil skemmtunar og mál- efnum Núipsskólans til styrktar. ÖKUMENN! Látið stilla i tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 Gúmmívinnusf'ofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.