Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 1
I
Hiö íslenska
kennarafélag:_
Eggert
Lárusson
kjörinn
formaður
Eggert Lárusson hefur
verið kjörinn formaður
Hins íslenska kennarafé-
lags. I stjórnarkjöri um
helgina fékk Eggert 468
atkvæði, en Gísli Ólafur
Pétursson 107 atkvæði,
aðrir færri.
Þá fór fram allsherjarat-
kvæðagreiðsla um úrsögn
eða áframhaldandi aðild að
bandalagi háskólamanna.
711 tóku þátt eða 56%. Með
áframhaldandi aðild reynd-
ust 363 eða 51%, með úrsögn
280 eða 39,4%, en auðir og
ógildir seðlar reyndust 68 eða
9,6%.
Þröstur Ólafsson stjórnarformadur KRON:
Matvöruverslcmir of margar
Leggur til að nýir aðilar verði skyldaöir til að setja trygging-
ar fyrir opinberum gjöldum.
Þröstur Ólafsson
stjórnarformaður KRON
telur nauðsynlegt að
fækka matvöruverslun-
um í Rey kjavík verulega.
Hann telur markaðinn
ekki bera þennan fjölda,
þjónusta og fjármagn
nýtist illa. Þröstur talaði
um, í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær, óeðlilega
viðskiptahætti, nótulaus
viðskipti, undandrátt frá
skatti og undarlega lágt
verð í matvöruverslun-
inni og segir að á endan-
um muni þetta verða til
að hrekja þá af markað-
inum sem stunda alvar-
Iegan verslunarrekstur.
Þröstur sagði að sér
fyndist koma til greina
að nýir aðilar í matvöru-
verslun yrðu að setja há-
ar tryggingar fyrir opin-
berum gjöldum áður en
þeir fengju verslunar-
leyfi.
Þröstur sagöi í samtali
við Alþýðublaðið í gær að
hann teldi nauðsynlegt að
litið yrði til nágrannaland-
anna, m.a. til Noregs og
Danmerkur þar sem svipuð
vandamál hafa verið uppi
en þar hafa verið settar
hömlur á fjölgun matvöru-
verslana.
Þröstur segir að sú sam-
keppni sem nú er í gangi í
matvöruverslun í Reykja-
vík sé í hæsta máta óeðlileg
og óhagkvæm. Menn séu
t.d. að selja kjöt langt undir
heildsöluverði og allskyns
nótulaus viðskipti tíðkist
og þar með væru skattar
ekki greiddir. Verslanir séu
að halda opnu alla daga,
bjóða 5% staðgreiðsluaf-
slátt og að auki lægra vöru-
verð. ,,Þetta er náttúrlega
eitthvað skrýtið. Þarna eru
menn annaðhvort að gera
út á Ólaf Ragnar eða gera
eitthvað sem ekki gengur
upp. Ef þetta væri raunhæf-
ur möguleiki væru KRON
og Hagkaup löngu búin að
nýta sér hann. Menn hljóta
að spyrja sig hvort verið sé
að fara fram á slíka við-
skiptahætti til að lifa af."
Þröstur sagði það aug-
Ijóst að stórmarkaðirnir
gætu ekki borið það verð
sem víða væri verið að
bjóöa um borgina. Hann
telur það ekki hagkvæmt
að markaðurinn velji úr þá
sem lifa og deyja á þessu
sviði, segir að markaðurinn
muni þá setja alla úr leik og
það sé ekki gott fyrir starfs-
fólk né heldur viðskiptavini
að stöðugar breytingar
verði á viðskiptaheildum
og verslunum. „Markaður-
inn hreinsar á endanum
alla út með þessu áfrarn-
haldi. Þetta getur ekki
gengiö svona lengur, menn
verða að gera upp við sig
hvort alvarlegur verslunar-
rekstur sem alvöru at-
vinnugrein á að þrífast hér.
Ég geri ráð fyrir að ef stór-
markaðirnir fengju meiri
veltu þá gætu þeir boðið
lægri verð en þeir gera nú.“
Fiskstofnar hrynja hjá helstu samkeppnisaðilunum:
Nýtt félag stofnad:
Hjálpum Dreaur úr ótta við verðhrun
börnum
1 dag verður stofnað fé-
lag um hagsmunagæslu í
þágu barna, unglinga og
fjölskyldna þeirra. Ætlar
félagið sér að vinna að öllu
sem getur orðið til hags-
bóta börnum, hvað varðar
þroska, menntun, heil-
brigði og félagslega stöðu,
bæði á íslandi og í öðrum
löndiim.
Höfuðáhersla verður lögð á
velferð og rétt barna á ís-
landi, en annað meginverk-
efni er að stuðla að því, að
landsmenn taki á sig aukna
ábyrgð á velferð barna í öðr-
um löndum.
Stofnfundurinn verður í
kvöld kl. 20.30 að Borgartúni
6.
Afleiðing minnkandi framboðs á fiski úr Barentshafi, Norð-
ursjó og Eystrasalti óljós fyrir ísland vegna aukins framboðs
frá öðrum heimshlutum.
Afleitt ástand fiskstofn-
anna og þá einkum þorsk-
stofnsins og minnkandi
veiði á hefðbundnum
veiðislóðum heistu sam-
keppnislanda okkar, í Bar-
entshafi, Norðursjó,
Eystrasalti og í minna
mæli hjá Kanadamönnum,
dregur úr líkindum þess
að verðhrun eigi sér stað
hjá íslendingum vegna
aukins framboðs á fiski frá
S-Atlantshafi og Kyrra-
hafi.
Nýjustu fréttir frá Noregi
greina frá afleitu ástandi fisk-
stofnanna í Barentshafi og til-
lögum um verulegan niður-
skurð á veiðikvótum eða um
nærfellt helming. Að sögn
Jakobs Jakobssonar forstjóra
Hafrannsóknarstofnunar er
ástandið víðar mjög slæmt.
,,í Norðursjónum hefur
orðið mjög mikill samdráttur
á þessu ári, bæði í þorski og
ýsu. í Eystrasalti hefur einnig
orðið samdráttur í þorsk-
veiði. Hjá Kanadamönnum
hefur ekki beinlínis orðið
hrun, en ekki orðið jafn mikil
viðbótarveiði og ráð var fyrir
gert í áætlunum um vaxandi
veiðar fyrir nokkrum árum.
Þar er ástand stofnanna
þokkalegt eins og er.“
Sigurður Markússon fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar SIS sagði í samtali við
Alþýðublaðið að vegna auk-
ins framboðs á fiski frá öðrum
heimshlutum væri mjög erfitt
að meta áhrif þeirra frétta
sem borist hafa um minnk-
andi afla í Barentshafi og víð-
ar. ,,Við höfum horft á þessa
væntanlegu minnkun, sem
hefði haft mun meiri áhrif
fyrir okkur ef ekki væri fyrir
þá staðreynd að verslun með
fisk spannar nú orðið heim-
inn allan. Ef það er skortur á
einum stað eru menn afskap-
Jón Baldvin rœddi við viðskiptaráðherra Ungverjalands:
Markmiðið fríverslun
Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra og
formaður ráðherranefnd-
ar EFTA hitti á sunnudag
sérstaka sendinefnd frá
Ungverjalandi undir for-
sæti viðskiptaráðherra
landsins, Tibor Melega, í
Genf. Lagði sendinefndin
fram skriflega orðsend-
ingu frá ríkisstjórn lands-
ins með ósk um nánara og
formlegt samstarf við ríki
EFTA með það að mark-
miði að stefna að einhvers
konar fríverslunarsam-
komulagi.
Ungverjar hafa að svo
komnu máli ekki óskað eftir
inngöngu í EFTA. Að sögn
Jóns Baldvins snúast vanda-
mál þeirra síður að
EFTA-löndunum en EB-lönd-
unum og þá sérstaklega hvað
landbúnaðarsamninga varð-
ar, en iðnaðarvörur þeirra
fara að mestu leyti til heima-
neyslu eða til kommúnista-
landa.
„Landbúnaðarstefna EB er
sannarlega ekki fríverslun,
heldur verndarstefna, sem
byggir á óskaplegum styrkj-
um, niðurgreiðslum og inn-
flutningshöftum og kvótum.
Þetta hefur valdið Ungverj-
um eins og fleiri löndum bú-
sifjum, því þeir hafa tapað
þessum mörkuðum."
Jón segist hafa greint sendi-
nefndarmönnunum frá því
að við eins og aðrir í V-Evr-
ópu horfðum hugfangnir á
þróun mála í Ungverjalandi.
„Þróunin þar er svo hröð að
menn hafa varla undan að
nema fréttirnar. Það hefur
gerst á skömmum tíma að
Ungverjaland hefur ekki ein-
asta breytt nafni ríkisins,
heldur einnig stjórnarskrá,
hafa samkvæmt þeirri stjórn-
arskrá tekið upp fjölflokka-
kerfi, stefna að lýðræðisleg-
um kosningum til forseta rík-
isins innan fáeinna vikna,
hyggjast boða til þingkosn-
inga innan 90 daga, þeir hafa
stjórnarskrárbundið þá
grundvallarstefnu að endur-
lega fljótir að ná honum upp
annars staðar. Á hinn bóginn
er ég ekki svo svartsýnn að
halda að verð muni hrynja"
sagði Sigurður.
Að sögn Jakobs standa fisk-
stofnar sem íslendingar nota
þolanlega að þorskstofninum
undanskildum. „Það eru viss-
ar blikur á lofti með þorsk-
inn, það er mjög hörð sókn í
hann. Við höfum nú verið að
moða úr tveimur mjög góð-
um árgöngum, þannig að
ástandið í augnablikinu er
ekki slæmt, en hins vegar
eigum við von á þremur lé-
legum árgöngum í kjölfarið
og að því leyti er útlitið ekki
gott. Á hitt er að líta aö hugs-
anlega kemur Grænlands-
ganga svo kölluð, en þeim
teningum verður ekki kastað
fyrr en eftir ár eða svo.“
reisa markaðskerfi, lagt nið-
ur Kommúnistaflokkinn og
stofnað Krataflokk. Fyrr má
nú gagn gera.“
Jón sagði að engu að síður
myndu EFTA-ríkin einbeita
sér að því að ljúka samning-
um við EB til að útvíkka
markaðssvæðið í V-Evrópu í
eina heild, en án efa myndu
EFTA og EB gera allt til að
styðja við bakið á Ungverja-
landi, meðal annars með
efnahagsaðstoð, fjárfesting-
um, rekstrarþátttöku og
fleira. Fyrir utan Ungverja-
land hafa af A-Evrópuþjóðum
Pólverjar og Júgóslavar átt í
viðræðum við þessi samtök
þjóða V-Evrópu.
Ráðhús rís
Heildarkostnaöur réöhússins í Reykjavik, án lóöar og bún-
aöar, er áætlaöur 1.5 milljarður króna sem stendur. Kostnaöur-
inn í ár er áætlaður 470 milljónir króna en heildarkostnaðurinn
veröur um næstu áramót samkvæmt áætlun 893 milljónir
króna. Davíð Oddsson borgarstjóri upplýsti þetta í kjölfar fyr-
irspurnar minnihlutaflokkanna á borgarstjórnarfundi siöast-
liöið fimmtudagskvöld. Aöspurður um verklok sagöi borgar-
stjóri aö þau yrðu 1992, húsið yrði vigt kl. 15 þann 14da apríl
sama árl