Alþýðublaðið - 24.10.1989, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.10.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 24. okt. 1989 7 UTLÖND Nú duga ekki prédikanir í eld- og brennisteinsdúr Hið furðulega trúarvakningarhneyksli í Bandaríkjunum fær stöðugt á sig óhugnanlegri mynd. Aðalpersónan, Jim Bakker, kúrir í fósturstellingu í aftursæti lögreglubifreiðar- innar. Það er rey ndar það ráð sem hann grípur alltaf til þegar hann lendir í erfiðleikum, og þeir eru miklir þessa dagana. Ef Bakker verður sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að 120 ára fangelsi og verður að greiða 5 milljónir dollara í sekt. Fyrir þrem- ur árum mokuðu Bakkerhjónin Sjónvarpsprédikar- inn bandaríski, Jim Bakker, liggur undir alvarlegum ákœrum fyrir blekkingar og fjárdrátt. Á leið i geðsjúkra- hús fangelsisins inn um 127 milljónum dollara á ári en þetta fé sníktu þau af auðtrúa sjónvarpsáhorfendum og töldu þeim trú um að stórkostleg góð- gerðarstarfsemi væri í gangi. Starfsmenn hjónanna sögðu þau hafa gætt þess vel að sníkjurnar færu fram á þeim dögum sem eft- irlauna og ellilífeyrisþegar fengu sendar ávísanir sínar . . . Talið er að sjónvarpsþáttur þeirra „Jim and Tammy Show,“ hafi verið vinsælasti þáttur á um 13 milljón heimilum. Tammy reyn- ir nú að bjarga því sem bjargað verður, er með útvarpsþátt sem sáralítið er hlustað á og er sendur út frá óhrjálegri verslunarsam- stöðu (shopping mall) í Orlando í Florída. Hún á ákaflega auðvelt með að framkalla tár, eins og eig- inmaður hennar, skrúfar hrein- lega frá táraflóði þegar henni þóknast. í táraflóðinu fullyrðir hún að réttarhöldin yfir Jim sé árás á kristindóm í útvarpi og sjón- varpi. A árum áður var Bakker vinur stórmenna og forseta. Hann var fenginn til að halda bænastund í flugvél Bandaríkjaforseta, „Air Force One,“ með Jimmy Carter þegar gtslamálið í íran stóð sem hæst. Hann var kunningi Ronald Reagan sem hrósaði honum í há- stert í ræðum sínum. George Bush vonaði að hann myndi styðja sig opinberlega fyrir forsetakjörið — en Bakker hafði mestan áhuga á peningum — ekki pólitík. Þegar fyrstu rannsóknir fóru af stað, vegna þess óhemju auðs sem hjón- in höfðu sankað að sér, voru þær snarlega stöðvaðar — af aðstoðar- mönnum Reagan, að því talið er. Hrun veldis Bakkerhjónanna hófst árið 1987 og það voru kvennamál sem komu Jim Bakker á kaldan klaka. Það kom sem sé í Ijós að siðgæðispostulinn Jim Bakker, sem gat ekki vatni haldið þegar minnst var á framhjáhald í hjónaböndum, hafði staðið í kyn- ferðislegu sambandi við unga stúlku, Jessica Hahn, árið 1980 og vei honum, hún hafði verið jóm- frú . . . Nú hriktir í stoðum þessa furðu- lega fyrirbæris og ekki gott að segja hvað verður um hótelið, glæsikerrurnar, minkapelsana o.s.frv. SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.25 FORDÓMAR ** (Prejudice) Áslrölsk kvikmynd, leikstjóri lan Munro, adalhlutverk Patsy Stephen, Grace Parr. Tvær sögur- um fordóma i garð kvenna en ekki þó undirmáls- kvenna, heldur ágætlega vel menntaöra og starfssamra. Fyrst um Ijósmyndara sem verður fyrst kvenna til að hljóta almenna viður- kenningu fyrir störf sín og síðan um hjúkrunarfræðing frá Filippseyjum sem starfar á bandarisku sjúkrahúsi, stendur sig vel en engu að síður er stöðugt gengið fram hjá henni þeg- ar stöðuveitingar og-hækkanir eru annarsvegar. Báðar þessara kvenna búa við takmarkalausa fordóma. Sjónvarp kl. 20.35 NÝJASTA TÆKNI 0G VÍSINDI Langlífasti þátturinn í íslenska sjón- varpinu, hefur verið á dagskránni óslitið frá upphafi. Að þessu sinni verður m.a. sýnd íslensk mynd um ræktun Lúpínu hér á landi, en sem kunnugt er hefur hún helgað sér margan gróðursnauðan reitinn í seinni tíð, vex hratt og þarf ekki ýkja hagstæðar aðstæður til að skjóta rótum. Sjónvarp kl. 21.40 STEFNAN TIL STYRJALDAR (The Road to War) Áttundi og síðasti þátturinn í þessari bresku heimildarröð um pólitískt baksvið og undirrót síðari heims- styrjaldarinnar. Að þessu sinni er fjallað um Pólland. Stöð 2 kl. 23.10 HIN EVRÓPA (The Other Europe) Þáttaröö um Austur- Evrópu, fólkiö og aöstœöur þess, byggöur á vitnis- buröi þeirra sem þar hafa búiö og sömuleiöis einhverrra sem þar búa enn. Stöö 2 kl. 00.05 DRAUMAR GETA RÆST ** (Sam's Son) Bandarisk bíómynd, gerö 1984, leik- stjóri Michael Landon, aöalhlutverk Eli Wallach, Anne Jackson, Timothy Patrick Murphy. Myndin er byggð á uppvaxtarár- um Michael Landons, sem hlaut fyrst frægð í Bonanza þáttunum sál- ugu en hefur síðan sogið kandís í hverri sjónvarpsröðinni á fætur ann- arri, ýmist sem ótrúlega umburða- lyndur fjölskyldufaðir ellegar engill sem hingað er sendur til að vinna bug á illsku heimsins. Sem krakki mátti hann sín víst lítið en fyrir til- viljun uppgötvast einstæðir hæfi- leikar hans í spjótkasti. Annars er aðalstjarna myndarinnar Eli Wall- ach sem leikur föðurinn, taugaveikl- aðan náunga sem elskar son sinn heitt og sér í honum rætast drauma sem hann sjálfur átti en gátu ekki ræst. Michael Landon skrifaði reyndar handritið að þessari mynd sjálfur sem er í meðallagi. 0 £jjiSTÖD 2 17.00 Fræðsluvarp 1. Börn í Botswana 2. Stillinn 17.50 Flautan og lit- irnir Fyrsti þáttur 15.25 Fordómar Preju- dice. 17.05 Santa Barbara 17.50 Elsku Hobo Hobo lendir i ótrúleg- um ævintýrum 1800 18.05 Hagalín hús- vörður (Kurt Kvast) Barnamynd um hús- vörð sem lendir i ýmsum ævintýrum meö íbúum hússins 18.15 Sögusyrpan Breskur barnamynda- flokkur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fagri-Blakkur Breskur framhalds- myndaflokkur 18.15 Veröld — sagan í sjónvarpi Stórbrotin þáttaröð sem byggist á Times Atlas-mann- kynssögunni 18.45 Klemens og Klementina Leikin barna- og unglinga- mynd 1900 19.20 Barði Hamar Bandarískur gaman- myndaflokkur 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Nýjasta tækni og vísindi í þættinum veröur sýnd ný ís- lensk mynd um rækt- un lúpínu í dauðans greipum Breskur sakamála- myndaflokkur í sex þáttum eftir P.D.Jam- es Fimmti þáttur 21.40 Stefnan til styrjaldar — Loka- þáttur — Pólland Breskur heimilda- myndaflokkur í átta þáttum 22.30 Haltur ríður hrossi Fyrsti þáttur 19.19 19.19 20.30 Visa- sport 21.30 Undir regnbog- anum Chasing Rain bows. Kanadiskur framhaldsmynda- flokkur í sjo hlutum. Naestsíöasti þáttur 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.10 Hin Evrópa Stórbrotin þáttaröö um Evrópu austan múrsins. Þriðji þáttur af sex 00.05 Draumar geta ræst Sam’s Son. Myndin byggist á uppvaxtarárum leikar- ans Michael Landon. 01.40 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.