Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 24. okt. 1989 MÞYBUBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. KIRKJA OG LÍFSVIÐHORF Islendingar segjast trúaöir en fara ekki í kirkju. Þaö er niðurstaöa kannana á trúariðkun íslendinga, sem Kirkjuþingsfulltrúar hafa brotið heilann yfir aö undanförnu. Tuttugasti hver íslendingur segist fara reglulega í kirkju en sex af hverjum tíu þykir miður aö sækja ekki oftar messur. Prestum þykir aö vonum kirkjusókn dræm og messugjörö tilbreytingarlaus, þegar sömu manneskj- urnar koma sunnnudag eftir sunnudag. En viöhorf okkar til trúar og kirkju þarf ekki að fara saman. Trúariðkun tengist ekki endilega guöshúsi. Guð er í augum flestra almætti eöa lífskraftur og sam- bandinu viöGuö viöheldurtrúuö manneskja í kyrröinni meö sjálf- um sér á degi hverjum. Kirkjan er í augum flestra stofnun, sem höföar fyrst og fremst til fólks á jólum og viö sérstakar athafnir sem tengjast henni. Kirkjunni hefur alls ekki tekist aö knýta þau bönd viö fólk í landinu aö þaö finni hjá sér þörf aö endurgjalda meö heimsóknum í guös- hús á sunnudögum. Sé fólk spurt aö því hvað gefi lífinu mest gildi tengist kirkjan sem stofnun ekki endilega þeim viömiöum. Kær- leikur, ást, friöur, umhyggja, hreinleiki og tryggö — allt eru þetta orö sem tákna meö einhverjum hætti fögur markmið. Ungt fólk tengir þau ekki fremur kirkjunni en öörum stofnunum samfélags- ins. Fyrir nokkrum árum kannaði nefnd á vegum Framkvæmda- nefndar á vegum forsætisráöuneytis hug ungs fólks í dag. Mark- miðið var aö leitast viö aö varpa Ijósi á viðhorf og vonir íslenskra ungmenna gagnvart þeirri framtíö sem framtíöarnefndinni var falið aö skyggnast inn í. Flestir sem voru inntir álits voru á aldrin- um 18—19 ára. Meðal þess sem var lagt fyrir ungmennin var aö taka afstööu til nokkurra breytinga á lífsháttum, sem gætu átt sér staö á næstunni. Níu af hverjum tíu unglingum töldu aukna áherslu á fjölskyldulíf og persónulegan þroska mikilvæg. Yfir helmingur allra vildi leggja minni áherslu á peninga og veraldleg gæöi og einfaldari og náttúrulegri lífshætti eftirsóknarveröa ásamt aukinni tækniþróun. Ungmennin mátu líka hvaða vanda- mál yrðu erfiö viðfangs í byrjun 21. aldar. Píltar og stúlkur voru sammála um aö fíkniefnanotkun og glæpir yröu mestu vanda- málin í komandi framtíö. Annaö sem þau óttuðust var erlend skuldasöfnun, umhverfisvandamál, upplausn fjölskyldunnar og atvinnuleysi. Sé óskalisti ungmennanna skoðaöur meö hliösjón af því sem þau telja mest um vert aö varast í náinni framtíð er Ijóst aö boðin eru skýr. Ytri djásn velferðarþjóðfélagsins er þeim ekkert keppi- kefli. Ungt fólk segist bjartsýnt á framtíðina, en þaö óttast afleið- ingar velferöarþjóöfélagsins. Fjölskyldan, helsta skjól okkar, á í vök að verjast, og fíkniefnin hafa sannarlega bariö aö dyrum. Á sama tíma og þjóðkirkjan leitar svara viö kirkjusókn og trúarlífi landans viröist hvorki ungt fólk né aðrir líta á kirkjuna sem kost fyrir uppfyllingu einlægustu óska. Kirkjan þarf aö klæðast ööru en sparifötum sunnudagsins. Eins og hún starfar höföar hún ekki til almennings. Þörfin á friöi og kærleika eykst með velemegun- inni. Á sama tíma og þaö gerist viröist sem kirkjan fjarlægist. VIKA HELGUÐ BÖRNUM 17 og 18 ára unglingar í Júgóslavíu eru dæmdir í 4—6 ára fang- elsi af yfirvöldum og þeim er gefið aö sök aö hafa mótmælt því að móöurmál þeirra skuli ekki vera kennt í skólanum. Þau eru dæmd fyrir aö „grafa undan félagslegum stöðugleika í samfélag- inu." Dæmið er ekki einstakt. Amnesty International hefur helgaö börnum þessa viku. Leggjum þeim liö. Um allan heim jafnt í austri sem vestri eru allt of mörg dæmi um aö börn séu beitt mis- kunnarlausu valdi. Leggjum lið báráttunni fyrir réttlæti hvar sem er í heiminum. ÖNNUR SJONARMIÐ ATHYGLISVERT viðtal við Stein- grím Hermannsson forsætisráð- herra birtist í Tímanum um helgina. í viðtalinu segir Steingrímur Sjálf- stæðisflokkinn vera að draga pólit- íska umræðu á Islandi niður í svaðið og fjölmiðlar fylgja dyggilega í kjöl- farið. Hin sérkennilega „jómfrúræðá' Davíðs Oddssonar sem „landsmála- pólitíkusar á Selfossi fyrir nokkrum dögum hefur vakið athygli manna sem gamaldags skítkast í andstæð- inga í stjórnmálum. Steingrímur víkur að þessu á ein- um stað í viðtalinu; „Eg held að fjölmiðlar séu vægast sagt komnir út á hála braut í þeim efnum. Eftir dæma- lausa ræðu Davíðs Oddssonar á Selfossi er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst heyja stjórn- málabaráttuna með því að draga stjórnmálin niður í svaðið,“ seg- ir Steingrímur." Og í beinu framhaldi segir Stein- grímur: „Fjölmiðlar mega ekki láta „næra“ sig af óvönduðum stjórn- málamönnum. Ég hef átt sæti í ríkisstjórn í ellefu ár og kynnst á þeim tíma mjög mörgum mönn- um í ráðherraembættum. Jú, jú við erum ekki á sömu skoðun um ýmis málefni og getum deilt hart, en ég tel mig geta sagt af sannfæringu að ég hef ekki kynnst neinum manni í ráð- herraembætti sem er skúrkur eins og nú er reynt að sýna stjórnmáiamenn, og ekki síst ráðherra. Þvert á móti hafa þess- ir menn verið heiðarlegir og unnið sitt starf vel. Menn vinna hér myrkranna á milli, og eins og komið hefur fram fyrir lág laun borið saman við það er al- mennt gerist með forystumenn í þjóðfélaginu. Það er fáránlegt að halda því fram að ráðherrar kaupi áfengi í auðgunarskyni. Ég hef aldrei nokkurn tíma kynnst því.“ STEINGRÍMUR er einnig á því að vara menn við að veröa stjórnmála- menn ef hinum Ijóta leik sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú hafið, muni ekki linna: „Mönnum geta orðið á mistök. Ef Ríkisendurskoðun telur að svo sé er það að sjálfsögðu leið- rétt. Þetta er komið út í slíkar al- gerar öfgar og umræðan er dregin svo niður í svaðið að ef svona heldur áf ram þá hlýt ég að ráðleggja hverjum manni að forðast þessi störf, sem yrðu bæði til skaða fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans.“ OG um borgarstjórann, skítkast hans og klapp á bakið þess á milli, segir forsætisráðherra: „Þótt menn kasti grjóti úr „glerkúlu“ og þrátt fyrir ótrú- legar árásir á mig, meðal annars af mönnum sem svo klappa manni á bakið við hátíðleg tæki- færi, mun ég ekki taka þátt í þessum ljóta leik, ekki láta draga mig niður í svaðið.“ Það er því best að Steingrímur víki undan þegar Davíð ætlar að klappa honum næst á bakið við há- tíðleg tækifæri. Eða telja puttana á sér eftir aö Davíð hefur heilsað hon- um brosandi með handabandi. ÞEIR á Tímanum eru dálítiö upp- teknir af frjósemi og getu karla. Á laugardaginn gat að lesa stórfurðu- lega grein í Tímanum þess eðlis að eldri menn væru bestu eiginmenn- irnir og ungum konum ráðlagt að leggjast í rekkjur öldunga. I sama blaði var bent á nýtt þjóð- ráð í blómaræktinni: Aö konur eigi ekki að stinga upp í sig pillunni til að forðast getnað, heldur stinga pill- unni ofan í gróðurmold og þá muni plantan taka öll við sér. (Samkvæmt kenningum Tímans geta eiginkonur sem giftar eru ungum mönnum al- veg hætt að stinga upp í sig pillunni, því þær verða ekki óiéttar hvort sem er.) Tíminn segir m.a. í rannsóknar- blaðamennsku sinni um pilluna: „Pillunni er komið fyrir rétt undir yfirborði moldarinnar. Þeir allra hörðustu í ræktuninni setja pillu í pottana annan hvern mánuð. Tíminn hefur eftir mik- illi „blómakonu“ sem notar P- pilluna á margskonar blómateg- undir meðal annars burkna, jukkur, kaktusa og fíkus, að um það bil tveimur vikum eftir að hún setti Pilluna í blómapottana tóku plönturnar kipp og nýir sprotar tóku að vaxa en plönt- urnar höfðu staðið í stað í lang- an tíma. PiIIan virkar því eins og vítamínsprauta á blómin og þau taka að vaxa sem aldrei fyrr.“ Greininni lýkur síðan með því að upplýst er að of mikið gúrkuát karla geti leitt til þess að þeir hinir sömu verði alveg getulausir. Þar fór í verra. Er ekki Indriði Tímaritstjóri nýfluttur til Hvera- gerðis? Einn með kaffinu Maðurinn kom heim til sín og kom að eiginkonunni í rúminu með öðrum manni. — Hvað ertu eiginlega að gera? hrópaði eiginmaðurinn. Konan sneri sér að elskhug- anum og sagði rólega: „Sagði ég ekki að hann væri illa gef- inn!" DAGATAL Leikhússtjórinn förðunarmeistarinn og hvíslarinn Halli heildsali var á fartinni í mið- bænum í gær og auðvitað rákumst við saman á horninu við Reykja- víkurapótek. Halli var á hraðferð eins og venjulega en gaf sér smá- tíma til að tala um flokkinn sinn og pólitíkina. Eins og venjulega. — Þetta er að verða nokkuð gott, sagði Halli. Við erum búnir að hreinsa til í forystunni og fá Davíð inn. Það var aðalmálið. — En huad uar aö Friörik? spurdi ég. — Friðrik! svaraði Halli. Það er auðvitað ekkert að Friðriki. Við þurftum bara að rýma til fyrir Davíð. Við gátum náttúrlega látið þann fara sem fara þarf, en það kemur seinna. — Meinaröu Þorstein? sagdi ég og sperrti upp augun. — Ef maður er í höfrungahlaupi, lýkur því þegar stokkið er yfir síð- asta mann. Davíð er kominn hálfa leið. En hálfur er sigur þá hafin er ferð, sagði Halli á sinni gullaldarís- lensku sem honum er einum lagið. — Þetta voru nokkuð skrýtnar aðferðir, sagði ég. Fyrst var Frikki látinn halda að hann væri einn í framboði til varafor- manns svo kom Davíð bara í bakið á honum! — Davíð kom ekkert í bakið á honum , sagði Halli. Við vinnum bara svona. Ef við hefðum látið Frikka vita með góðum fyrirvara að Davíð væri á leiðinni, hefði hann kannski farið í einhvern ros- aslag sem fjölmiðlarnir hefðu velt sér upp úr. Nei, nei, það var best fyrir alla, og ekki síst fyrir Friðrik. Maður á ekkert að vera að frétta af sínum eigin aftökum langt fyrir fram. Það bara stressar rnann." Nú var Halli farinn að sýna á sér streitumerki, enda alltaf á fartinni. En ég vildi ekki sleppa honum al- veg strax. — Heldurdu ad Davíö standi sig sem skyldi i uaraformanninum? spurði ég. Halli leit á mig eins og ég væri vanviti. — Gallinn við þetta allt saman, sagði Halli, er að Davíð mun sennilega standa sig alltof vel. Það man ábyggilega enginn eftir því hvað formaðurinn heitir eftir hálft ár eða svo. Menn spyrja örugg- lega: „Heyrðu, hvað heitir hann þessi litli með fermingargreiðsl- una og gleraugun? Þessi sem sést stundum á myndum með Davíð." Þetta getur orðið meiriháttar vandræði. — En það verður kannski erfið- ara fyrir Davíð að vera landsmála- pólitíkus. í borginni er hann ein- ráða, með fulla vasa af peningum á mestu tilflutningartímum sög- unnar úr sveit í borg og getur ver- ið algjör Mússólíni yfir embættis- mönnunum. Þetta verður þyngra þegar hann fer að takast á við hin stóru vandamál þjóðarinnar, sagði ég og var dálítið upp með mér að vera svona glöggur í stjórnmálun- um. Halli var ekkert sérlega dáleidd- ur yfir þessari ræðu minni. Hann yppti öxlum og herti takið á stress- töskunni: — Blessaður vertu, sagði hann, Davíð reddar þessu öllu. Hann er beint framhald á Bjarna Ben og Ólafi Thors. Nú fékk Hall foringjaglýju i aug- un. — Davíð, hélt hann áfram, hann er listamaður í stjórnmálum. Sjáðu hvernig hann hefur breytt Reykjavík í eitt stórt leikhús handa sjálfum sér. Hann er í raun borgar- leikhússtjóri. Þannig verður hann líka á landsvísu. Hann mun breyta öllu landinu í eitt stórt leikhús og vera leikhússtjórinn. — Hverjir uinna adrir í þui' leik- húsi? spurdi ég brosandi. — Ætli Björn Bjarnason aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins verði ekki förðunarmeistari, sagði Halli. Og bætti við: — Geir H. Haarde verður hvísl- ari. Svo var Halli heildsali rokinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.