Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 24. okt. 1983 Pálmi Jónsson, alþm. Leiðrétting Vegna athugasemdar forsœtisráduneytisins uiö ,,utandagskrárumrœdu“. Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi pistill frá Pálma Jóns- syni alþingismanní. í Alþýðublaöinu í dag (20. október) birtast athugasemdir Guð- mundar Benediktssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráöuneytinu, við orð mín í umræðum um dagskrár á Alþingi sl. mánudag. At- hugasemdir ráðuneytisstjórans lúta aö því, að ég hafi talið tvo starfsmenn ráðuneytisins ráðna án heimilda, þ.e.a.s. starfsmann, sem ráðinn var i stað Magnúsar Torfa Ólafssonar og er nú titlaður skrifstofustjóri, og efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. SMAFRETTIR Skemmst er af því að segja að hvergi í ræðu minni kemur það fram sem mín skoðun, að þessir tveir starfsmenn hafi verið ráðnir án heimilda. Athugasemdir ráðu- neytisins eru því byggðar á mis- skilningi, enda vissi ég ekki til að sá mæti maður, Guðmundur Bene- diktsson, hefði verið viðstaddur umræðuna. I hinni tilvitnuðu ræðu sagði ég eftirfarandi: ,,A síðustu árum hefur gætt vax- andi tilhneigingar til þess hjá ein- stökum ráðherrum að sniðganga reglugerð um Stjórnarráð íslands og ráöa fleiri pólitíska aðstoðar- menn til starfa en reglugerðin heimilar. í 14. gr. reglugerðar við lög um Stjórnarráð íslands segir svo: „Ráðherra er heimilt að kveöja sér til aðstoðar, meðan hann gegn- ir embætti, mann utan ráðuneytis- ins sem starfi þar sem deildar- stjóri, enda hverfi hann úr starfi jafnskjótt sem ráðherra." Ég fullyrði að þessi ákvæði reglugerðarinnar eru nú snið- gengin af einstökum ráðherrum. Hæstvirtur forsætisráðherra hefur sinn aðstoðarmann, svo sem hann hefur fulla heimild til. Hann hefur einnig nýlega ráðið blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar í stað Magnúsar Torfa Ólafssonar, sem að vísu ber starfsheitið „skrifstofustjóri" og eru þá tveir skrifstofustjórar í for- sætisráðuneytinu. Þá hefur hann einnig ráðið efnahagsráðgjafa sem álitið hefur veriö að væri efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar, en er nú titlaður efnahagsráð- gjafi forsætisráðherra. A sama tíma hefur hæstvirtur fjármálaráðherra ekki einungis ráðið sér varaformann Alþýðu- bandalagsins sem aðstoðarráð- herra, heldur hefur hann einnig ráðið sérstakan pólitískan efna- hagsráðgjafa og sérstakan pólit- ískan blaðafulltrúa. Hér er vita- skuld um ótvírætt brot að ræða á því ákvæði reglugerðar við lög um Stjórnarráð Islands sem ég vitnaði til áðan og spyrja má, hvort það sé stefna hæstvirtrar ríkisstjórnar að hvert ráðuneyti fyrir sig hafi sér- stakan efnahagsráðgjafa og hvert ráðuneyti fyrir sig hafi líka sér- stakan blaðafulltrúa og að þessir starfsmenn komi til viðbótar hin- um pólitísku aðstoðarmönnum ráðherra?" Ef þetta er lesið í heild sést, að þau orð sem ég lét falla um starfs- menn forsætisráðuneytisins eru nauðsynlegur aðdragandi og til þess ætluð að gefa þeim fullyrð- ingum mínum aukinn þunga, að fjármálaráðherra hafi brotið ákvæði reglugerðar við stjórnar- ráðslögin þegar hann réði til sín, auk sérstaks aðstoðarmanns, póli- tískan efnahagsráðgjafa og pólit- iskan blaðafulltrúa. Ég tel þetta svo skýrt orðað að ekki þurfi að misskilja og undrast það að sjá at- hugasemdir i löngu máli við það, sem á einum stað er kallað „hug- leiðingar Pálma Jónssonar" og ekki er fótur fyrir. Þarflaust er einnig að vitna til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen í þessu máli, en þá var Þórður Friðjónsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar en ekki aðeins forsætisráðherr- ans. A hinn bóginn segi ég í ræðu minni, um starfsmann sem ráðinn var í stað Magnúsar Torfa Ólafs- sonar, að hann hafi „starfsheitið skrifstofustjóri og eru þá tveir skrifstofustjórar í forsætisráðu- neytinu." Eg hafði ekki fleiri orð um. Ég tel hins vegar vafasamt að hafa tvo skrifstofustjóra í litlu ráðuneyti og kemur það ekkert málinu viö hvort skrifstofustjórinn heitir Gísli Árnason eða Helga Jónsdóttir, ellegar hvort hann skuli vera löglærður eða ekki. Það skiptir heldur ekki máli þótt Ragn- hildur Helgadóttir hafi „brotið ís- inn“, en benda má á þann mismun þessara tveggja ráðuneyta, að samkvæmt starfsmannaskrá eru heimilaðar stöður á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins 11 og alls á vegum ráðuneytisins 32, en á aðal- skrifstofu menntamálaráðuneytis- ins 45 og alls á vegum þess ráðu- neytis 5033. Áð lokum vil ég fagna þeirri við- urkenningu forsætisráöuneytisins sem felst í því, að engin athuga- semd er gerð við þann kafla ræöu minnar, sem fjallaði um ráðningu á þeim deildarst jóra ráðuneytisins, sem starfar utan veggja þess sem aðstoðarmaður Stefáns Valgeirs- sonar. Sýning á frí- stundaiðju trésmiða Trésmiðafélag Reykjavíkur verður 90 ára í desember nk. í tilefni afmælisins verður ýmis- legt gert og á laugardag 21. október kl. 14.00 opnar sýning á frístundaiðju félagsmanna í húsakynnum félagsins að Suð- urlandsbraut 30. Sýnendur eru 18, sá yngsti 38 ára og sá elsti hátt á níræðis- aldri. Sýningin gefur skemmti- lega mynd af áhugamálum fé- lagsmanna og tómstundaiðju en m.a. eru á sýningunni málverk, teikningar, útskurður, bókband, glermyndir, brúður, Ijósmyndir, frímerkjasöfn og söfn annarra muna. Samkór Trésmiðafélagsins mun koma fram á meðan sýningin stendur en við opnun- ina á laugardag ætla félagar í Lúðrasveit verkalýðsins að leika nokkur lög. Sýningin verður opin á skrif- stofutíma virka daga kl. 10.00—17.00 og á sunnudögum kl. 14.00—18.00. Námskeið í Bridge í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi eru að hefjast nám- skeið í Bridge. Námsflokkar Reykjavíkur og Gerðuberg standa sameiginlega að þessum námskeiðum sem verða tvö, fyrir byrjendur og einnig þá sem einhverja undirstöðu hafa. Þröstur Ingimarsson verður kennari á báðum námskeiðun- um. Námskeið fyrir byrjendur hefst miðvikudaginn 25. október kl. 20, það mun standa yfir í 8 vikur og kennt á miðvikudögum. Námskeið fyrir þá sem lengra eru komnir hefst mánudaginn 23. október kl. 20, það mun einnig standa yfir í 8 vikur og kennt á mánudögum. Kennslugjald er kr. 4000 fyrir námskeið og hjón fá 10% afslátt. Skráning fer fram í Gerðubergi. Leiðrétting I Alþýðublaðinu á laugardag misritaðist nafn utanríkisráðherra Irlands, en hans rétta nafn er Gerald Collins. Er beðist vel- viröingar á þessu. Ritstj. * Krossgátan □ 1 2 3 4 5 ' ’ : 6 □ 7 ;ö 9 10 □ 11 □ 12 13 □ ■ Lárétt: 1 þrjót, 5 bæli, 6 gælu- nafn, 7 innan, 8 stundaði, 10 guð, 11 mjúk, 12 stöku, 13 hraðinn. Lóðrétt: 1 feril, 2 brött, 3 borð- aði, 4 hreysinu, 5 fjarstæða, 7 súldin, 9 lengdarmál, 12 ekki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 smeyk, 5 skek, 6 æri, 7 hi, 8 næstum, 10 SK, 11 ólu, 12 snar, 13 amann. Lóðrétt: 1 skræk, 2 meis, 3 ek, 4 keimur, 5 sænska, 7 hulan, 9 tónn, 12 sa. RAÐAUGLÝSINGAR IÐNSKÓLINN í Endurmenntunar- námskeið í sníðagerð kvenfatnaðar fyrir meistara og sveina í fataiðn hefst fimmtudaginn 26. október kl. 17.30. Námskeiðið er 40 kennslustundir. Námskeið í líkamsbeitingu við vinnu fyrir iðnaðarmenn hefst 26. október kl. 18. Kennsla fer fram í fyrirlestrarformi og með verkleg- um æfingum. Námskeiðið er 24 kennslustundir. Skráning er á skrifstofu skólans sem veitir nánari upplýsingar í síma 26240 á skrifstofutima. REYKJAVÍK Flo tarfið KRATAKAFFI Fundur um landbúnaðarmál verður haldinn í félags- miðstöð Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8—10, miðvikudaginn 25. október kl. 20.30. Framsögumaður: Birgir Árnason aðstoðarm. viðskiptaráðherra. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Opið hús í Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs verður með opið hús að Hamraborg 14-a komandi laugardaga. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og bæj- arfulltrúarnir Guðmundur Oddsson, Kristinn Ó. Magnússon og Sigríður Einarsdóttir verða til viðtals á laugardögum milli kl. 10 og 12 í vetur. Allir vel- komnir. Stjórnin Slys gera ekki boð á undan sér! rss ylUMFERÐAR UrAð Lcmdsf undur SA Samband Alþýðuflokkskvenna heldur landsfund sinn 3. og 4. nóvember nk. á Hótel KEA, Akureyri, og hefst fundurinn með setningu, föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Alþýðuflokksfélag Kópavogs Aðalfundur verður haldinn í Hamraborg 14-a mánu- daginn 6. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarmál og önnur mál. Stjórnin Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar, en aðalumræðuefni verða Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 Lífskjör á landsbyggðinni Fundurinn er opinn öllum alþýðuflokkskonum og eru þær hvattar til að mæta. Stjórn SA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.