Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 4
4 ÞriðjudagiA 24. okt. 1989 Margur á bílbelti líf að launa Verkefni framundan Ræða Jóns Sigurðs- sonar viðskipta- og iðnaðarráðherra við umrœður á Alþingi í gœr um stefnurœðu forsœtisráðherra. „Eitt tonn af áli frá álbræðslu hér á landi skilar álika miklu í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Þegar málið er skoðað á þennan hátt sjá menn gloggt hversu mikilvæg viðbót við atvinnulifið stækkun álversins í Straumsvík getur orðið. Við þurfum þessa viðbót nú þegar draga þarf úr þorskafla til þess að vernda stofninn" sagöi Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra m.a. í ræðu sinni um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi i gærkvöldi. Það er jafnframt nauðsynlegt að hefja þegar undirbúning nýs ál- vers annars staðar á landinu. Ef vel tekst til og samstaða næst í þessu mikilvæga máli væri unnt að hefjasþ-handa þegar á næsta vori við nauðsynlegar virkjunar- framkvæmdir. Verði ekki ráðist í þessa iðnaðar- uppbyggingu verður heldur ekki þörf fyrir nýjar stórvirkjanir hér á landi fyrr en eftir aldamót. Upp- bygging orkufreks iðnaðar eins og ég hef hér lýst gæti ein sér aukið hagvöxt og atvinnu um 1% á hverju ári allan næsta áratug. Höf- um við efni á því að sleppa slíku tækifæri? Það finnst ekki Verka- mannasambandinu og fjölmörg- um öðrum almenningssamtökum sem hafa lýst stuðningi við þessi áform. Við verðum að vera menn til þess að koma þessu máli í höfn. Fyrr var þörf en nú er nauðsyn. Ég mun á næstunni leggja fyrir Al- þingi tillögu til þingsályktunar þar sem fjallað verður um þessi mál í stærra samhengi. Annað mikilvægt framfaramál fyrir íslenskt atvinnulíf eru skipu- lagsumbætur á fjármagnsmark- aði. Með bættu jaf nvægi í peninga- málum hafa raunvextir lækkað að jafnaði um nálægt 2% frá því þeir fóru hæst um mitt ár 1988. Það finnst engin einföld leið til þess að lækka vexti. Sem fyrr eru aðhalds- söm fjármálastjórn, hjöðnun verð- bólgu og umbætur á fjármagns- markaði mikilvægustu forsendur vaxtalækkunar. Mikilvægur árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum í end- urskipulagningu bankakerfisins, sem menn hafa talað um í 20 ár, en ekki gert neitt í fyrr en nú. í upp- hafi þessa árs voru viðskiptabank- arnir sjö en í upphafi næsta árs verða þeir að öllum líkindum ekki nema þrír. Fækkun og stækkun bankanna gefur færi á hagræð- ingu í rekstri þeirra og þar með á varanlegri lækkun á vaxtamun og þjónustugjöldum. Út úr banka- sameiningunni koma sterkari bankar sem standa betur að vígi í samkeppni við aðrar fjármála- stofnanir jafnt innlendar sem er- lendar. Skipulagsumbótunum verður haldið áfram meðal annars með fækkun fjárfestingarlána- sjóða. Þær eru nauðsynlegur að- dragandi að opnun íslenska fjár- magnsmarkaðarins gagnvart út- löndum sem að er stefnt. Fjárhagsvandræði í íslensku at- vinnulífi stafa ekki nema að nokkru leyti af háum vöxtum. Þar kemur ekki siður við sögu mikil skuldsetning fyrirtækjanna og lé- leg eiginfjárstaða. Sparifjáreig- endur hafa til þessa fremur verið lattir til þess en hvattir að setja fjármuni sína í atvinnurekstur. Þessu þarf að breyta. Áformað er að gera fjárfestingu í hlutabréfum hagkvæmari en fjárfestingu í skuldabréfum með skattaívilnun- um til þess að styrkja stöðu ís- lenskra fyrirtækja í vaxandi sam- keppni með breyttum viðskipta- háttum á alþjóðavettvangi. Á þessu hausti er hálf öld liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldar- innar. Á þeim tímamótum eru ein- mitt að verða gagngerar breyting- ar á efnahagslegri og stjórnmála- legri skipan Evrópu. Sárin eftir hildarleikinn eru nú loks að gróa. Annars vegar er að myndast sameiginlegur innri markaður Evrópubandalagsríkja fyrir lok árs 1992 og hins vegar sjáum við stór- kostlegar breytingar á stjórnarfari í átt til lýðræðis og frjálsræðis í Austur-Evrópu ekki síst í Ung- verjalandi og Póllandi en einnig í sjálfum Sovétríkjunum. Allt hníg- ur þetta að því að Evrópa öll verði í framtíðinni eitt viðskiptasvæði, ein viðskiptaheild. íslendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta þar sem langstærsti hluti utanrík- isviðskipta okkar er við þær þjóðir sem eru þátttakendur í þessari þróun. Á undanförnum mánuðum hafa íslendingar haft forystu fyrir EFTA-ríkjunum í óformlegum við- ræðum við Evrópubandalagið um framtíðarskipan í viðskiptum og efnahagssamvinnu í Evrópu. Að- ild íslands að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá að svo stöddu. Við höfnum því að aðgang að markaði þurfi að kaupa með því að veita aðgang að auðlindum. Markmið okkar í EFTA/EB-við- ræðum er að tryggja sem best ís- lenska hagsmuni í bráð og lengd. 1. Viðþurfumað tryggja og víkka út þau fríverslunarréttindi í vöruviðskiptum sem við höf- um fengið með gagnkvæmum samningum við Evrópubanda- lagið. í því sambandi er sérstak- lega mikilvægt að tryggja toll- frjálsan aðgang fyrir unnar fiskafurðir að mörkuðum Evr- ópubandalagsins. 2. Við þurfum að ná samkomu- lagi um viðskipti með þjónustu sem sífellt verða mikilvægari þáttur í þjóðarbúskapnum. Þessu fylgir einnig nauðsyn á auknu frjálsræði í viðskiptum með fjármagn milli íslands og annarra landa sem ætti að veita íslenskum fyrirtækjum aðgang að fjármagni á heims- markaðskjörum og jafnframt bæta ávöxtunarmöguleika inn- lendra sparifjáreigenda. 3. Við þurfum að tryggja íslend- ingum rétt til náms og atvinnu í öðrum ríkjum Evrópu. Þetta er árangursríkasta leiðin til þess að flytja hingað nýja þekk- ingu og auðga þjóðlífið með ferskum menningarstraumum. Sagan sýnir að íslenskt þjóðlíf og menning blómstrar best í náinni snertingu við megin- strauma evrópskrar menning- ar. 4. Við þurfum að gerast virkir þátttakendur í þeirri víðtæku samvinnu á sviði vísinda og tækni og umhverfisverndar sem stefnt er að í Evrópu fram- tíðarinnar. Höfum við efni á því að sitja hjá i þessari þróun og sleppa þeim tækifærum sem hún býður? Hafa íslenskir sjómenn og fiskvinnslu- fólk efni á því eða íslensk fyrirtæki sem þurfa á fjármagni að haida? Hvað með íslenskt námsfólk? Hef- ur íslensk menning efni á því að einangrast frá Evrópu? Við stöndum nú frammi fyrir því stóra verkefni að búa íslenskt sam- félag undir framtíðina. Við þurfum að halda okkar hlut í hinu opna samfélagi þjóðanna. Til þess þurf- um við að treysta okkar efnahag til að geta boðið lífskjör sem jafn- ast á við það sem best gerist með öðrum þjóðum. Til þess þurfum við að efla hér innanlands opið samfélag lýðræðis, menningar og skynsemi þar sem sérhver ein- staklingur hefur tækifæri til þroska í samræmi við sína hæfi- leika en er jafnframt búið öryggi um afkomu sína. En það er öflugt atvinnulíf sem er grundvöllurinn sem allt hvilir á — er undirstaða velferðar í land- inu. Hér eru stór verkefni fram- undan. Siðustu misseri hefur landsstjórnin fyrst og fremst verið varnarbarátta gegn versnandi árferði. Það hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi sem margir óttuðust í fyrra- haust. Þrátt fyrir afturkipp í þjóðarframleiðslu og tekj- um hefur dregið úr við- skiptahaila og verðbólgu hefur verið haldið í skefjum. í þessu felst árangur sem ber að meta að verðleikum. En nú þarf að snúa vörn í sókn. Nú er nauðsynlegt að horfa fram á við — hugsa stórt — hyggja að því hvernig við gerum ísland að enn betra landi til að búa í á næstu ár- um og áratugum. Fyrsta skrefið er að ljúka þeim tímabundnu stuðn- ingsaðgerðum við útflutnings- greinar sem nauðsynlegar hafa /erið og búa atvinnulífinu viðun- andi almenn rekstrarskilyrði. Þetta er í sjónmáli. Við þurfum að ráðast af stórhug í uppbyggingu útflutningsatvinnu- vega við hlið sjávarútvegsins sem þó verður auðvitað um langa framtíð meginstoð okkar atvinnu- lífs. En auðlindir sjávar eru ekki ótæmandi. Nú þurfum við að breyta orku fallvatna og jarðvarma í atvinnu og tekjur. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í nýtingu orkulindanna til atvinnuuppbygg- ingar. Nærtækasti kosturinn nú er aukin álframleiðsla. Iðnaðarráðuneytið hefur að undanförnu undirbúið stækkun álversins í Straumsvík í samvinnu við nokkur erlend álfyrirtæki — svonefndan ATLANTAL-hóp. Ég tel líkur á því að viðunandi samn- ingar frá sjónarmiði íslendinga geti náðst. Eitt tonn af áli frá álbræðslu hér á landi skilar álíka miklu í þjóðar- búið og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Þegar málið er skoðað á þenn- an hátt sjá menn glöggt hversu mikilvæg viðbót við atvinnulífið stækkun álversins í Straumsvík getur orðið. Við þurfum þessa við- bót nú þegar draga þarf úr þorsk- afla til þess að vernda stofninn. Ég vil tengja áformin um aukna álframleiðslu í Straumsvík við framtíðaruppbyggingu orkufreks iðnaðar og raforkukerfisins alls. Heildarupphæð vinninga 21.10var 5.237.373 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.237.133 Bónusvinninginn fengu 6 ogfærhverkr. 128.190 Fyrir 4 tölur réttar fær hver 6.039 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 327 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.