Tíminn - 03.03.1968, Síða 4

Tíminn - 03.03.1968, Síða 4
TÍMINN SUNNUDAGUR 3. marz 1968. SAMTIÐIN hið /insæla heimilisblað sllrar f jölskyldunnar flytur sögur, greinar skopsögur, stjörnuspár, — kvennaþætti, skák- og bridgegreinar o.m.fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 150 kr Nýir áskr'fendu' fá þrjá á'ganga fyrir 290 kr., sem er alveg einstæt* kostabuö Póstsendið i dag eftirfa-andi pöntunarseðil: Ég undirrit....... oska að gerast áskrifandj að SAMTÍÐINNl og senc'i ue.r 290 kr- fyrir ár- gangana 1966, 1967, oy 196? V’nsamlegast sendið þetta i ábyrgðarbréfi eða postávísun. NAFN ......................................... HEIMILl ....................................... Utanáskrift okkar er SAMTTÐIN Pósthólf 472, Reykjavík. Frá verkstjórnar- námskeiðunum Síðasta verkstjórnarnámskeiðið á þessum vetri verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti Síðari hluti 18.- 2.- -30.. marz -16. maí Umsóknarfrestur er til 13. marz. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, sími 81533/34. STJÓRN VERKSTJÓRNARNÁMSKEIÐANNA SJÓNVARPSLOFTNET ÚTVARPSLOFTNET Höfum fyrirliggjandi sjónvarpsloftnet fyrir allar rásir. — Einnig allt loftnetsefni fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. Úrvals vestur-þýzk gæðavara frá Robert Bosch Elektronic. Hagstætf verð. Önnumst uppsetningar. iuinai cSfyzekbbm k.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volver« - S(mi 35200 Útibú, Laugavegi 33. Verður verkfall? Þessi spurn ing er mjög áleitin þessa dag ana og þegar þetta er rit- að, er laugardagsmorgun, er erfitt að svara játandi eða neit andi. Ekkert raunhæft hefur gerzt á S'áttafundum hingað til en nokkur tími er enn til stefn* fyrir ríkisstjórn og atvinnurek endur að sjá að sér. Verði hins vegar verkföll, þá þarf ekki að leita lengi að grunnástæðunni. Þeir, sem standa í eldinum. hafa mjög mismunandi skoðan ir á því, hvort til verkfalla kemur eða ekki. Sumir full- yrða að málið leysist án verk- falls, aðrir eru frekar á þvi að verkfall komi til framkvæmda, og þá um leið að það verði langt verkfall. Mér persónulega þykir ekki ósennilegt, að ríkisstjófnin og atvinnurekendur sjái að sér á elleftu stundu. Um þetta er þó erfitt að dæma. og eins hitt, hvort verkfall verður langt eða stutt, ef til þess kemur. Þykir mér þó sennilegra að það verði stutt, ef úr því verður. Þetta er þeim mun senni- legra, þar sem ríkisstjórn lands ins ræður því í raun og veru hvort til verkfalls kemur Deii an er risin fyrir hennar til- verknað. Hún getur leyst hana með því að verðti’yggingu verði aftur komið á laun. Velur ríkissljórnin verkföll? Málgögn Sjálfstæðisfliokksins hafa undanfarið rekið sérkenni legan áróður gegn verkalýðs- hreyfingunni. Margar blekkingar hafa ver- ið hafðar í frammi í þessum áróðri. Ein er sú, að skammur tími hafi verið til stefnu, og væri rétt að fresta verkföllum um tíma, svo að tóm gæfist til að ahuga málið nánar. Þetta er að sjálfsögðu út í hött. Það hefur verið ijóst í fjóra mánuði að minnsta kosti, að verkalýðshreyfingin myndi ekki sætta sig við neitt annað en áframhaldandi vísitöluhæt- ur á laun. Þetta var einnig ljóst í nóvemberlok, þegar samkomu lag náðist um greiðslu visitölu bóta 1. desember sl. Þá ákvað ríkisistjórnin að fella úr gildi lögin um vísitöluuppbaetur á laun. Alþýðusamband fslands iýsti því yfir, að verkalýðshreyf ingim myndi ekki sætta sig við annað en áframlhaldaindi vísi- tölugreiðslur, og yrði því bar- izt til þrautar um það mál í samningum við atvinnurekend- ur. Hver forystumaöur verka- lýðshreyfingarinnar reis upp á fætur öðrum og lýsti því yfir, að með því að fella úr lögum á'kvæði um greiðslu vísitölu- uppbóta, væri vinnufriðnum í landinu stefnt í stórhættu. Það hefur því verið alveg augljóst frá þvi í nóvemiber, að verkalýðshreyfingin myndi krefjast vísitölubóta 1. marz, og að til verkfalla myndi koma ef samkomulag næðist ekki um þá kröfu. Það er einnig alveg ljóst, að rikisstjórnin ræður að meira eða minna leyti afstöðu atvinnurekenda í þessu máli. Ríkisstjórnin á því valið; vill hún verkföll eða ekki? Hvað gerir Alþýðu- flokkurinn? Það hefur komið fram síð- ustu daga, og stjórnarflokkarn- ir virðast ekki á einu máli um, hvaða afstöðu skuli taka í vísi- tölumálinu. Sjálfstæðisflok'kur- inn og málgögn hans hafa stundað barnalegan áróður og fíflalegan, eins og ritstjórar þeirra blaða telji landsmenn almennt vangefna. Aftur á móti hefur kveðið við nokkuð annan tón 1 Alþýðufolaðinu, og hefur það gefið mörgum vonir um, að flokksmenn Alþýðu- flokksins séu orðnir langþreytt ir á því að sjá stjórn hans leika tveimur skjöldum í máiefnum lauruþega. í öllum átökum laun þega annars vegar og atvinnu- rekenda og ríkisstjórnarinnar hins vegar, er Alþýðuflokkur- inn klofinn. Launþegaforingjar þeir, er aðhyllast stefnu flok'ks ins, reyna að standa með sam- einaðri verkalýðsihreyfingu í slíkum átökum, en valdamenn flokksins og ráðherrar eru hin um megiin við borðið. Þess vegna er talið, að for- ystugrein Alþýðublaðsins 28. febrúar sl. sé tákn um, að verkalýðsforingjar flokksins séu nú orðnir þreyttir á and- stöðu ráðherranna, og hafi valdamenn flokksins orðið að gefa nokkuð eftir. Hvort orðið hafi svo mikil breyting, að meirihluti myndist fyrir far- sælli lausn málsins — þá að verðtrygging verði áfram á laun — mun væntanlega koma í ljós þessa dagana. f forystugrein þessari, er nefndist „Lausn án verkfalls", segir að Verkalýðsmállanefnd Alþýðuflokksins hafi heitið á ráðherra Alþýðuflokksins „að vinna ötullega að lausn máls- ins án þess að til vinnustöðv- unar komi“. Og síðar segir: „Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins einbeitir sér þannig að því tvennu, sem allt vinn- andi fólk hefúr mestar áhyggj ur af fullri atvinnu og áfram- haldandi verðtryggingu launa. Má í rauninni ekki skilja þessi tvö atriði að“. Og enn síðar segir: „Bezt er fyrir alla aðila, fyrir þjóðina í heild, að leysa málin áður en til verkfalls kem ur. Að því verður nú að beina sam-einuðu átaki og má einskis láta ófreistað". Þetta er mjög skynsamleg af staða. Er nú að vona, að at- hafnir fylgi orðum. Kjaraskerðingin Það hefur verið á það bent undanfarna mánuði, m. a. í þáttum þessum, að launþegar hafi margir hverjir þegar tekið á sig geysilega kjaraskerðingu og því sé óverjandi með öllu að ætla að gera þá skerðingu á kjörum enn meiri með afnámi verðtryggingar á laun. Málgögn stjórnarinnar, eink- um þó Morgunblaðið og Vísir, hafa ekki getað skilið þetta. Þau tala alltaf um, að laun- þegar verði að taka á sig kjara skerðingu, eins og þeir hafi lifað sældarlífi ful'lrar atvinnu og hárra launa síðastliðið ár eða svo. Alþýðublaðið var þó heiðar- legra í fyrrnefndri forystu- grein. Þar segir nefnilega: „Verkafólkið fékk áfallið svo ti'l samtímis í styttri vinnu- tíma, minni eftirvinnu og jafn vel atvinnuleysi." Þetta er auðvitað staðreynd málsins. Þegar þetta er ritað. á laugar dagsmorgun er ekki vitað bvort verkalýðsleiðtogarnir í Alþýðu flokknum ná yfirhöndinni. Ræða Gylfa Þ. Gislasonar á fundi Kaupmannasamtakanna á fimmtudaginn bendir að vísu ekki til þess að svo verði. En margt getur gerzt á skömmum tíma, og eins og Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ, sagði í viðtali við TÍMANN, þá eru það síðustu stundir síðasta dags, sem raunverulega skera úr um það, hvort til verkfalla kemur eða ekki. Margt getur því gerzt þar til á mánudags- nótt. Elías Jónsson. Tvær hryssur töpuðust síðastl. vor frá Efstalandi, Ölfushreppi. Jörp 9 vetra, mark: sneitt og biti framan hægra, bragð framan vinstra. — Sennilega fylfull. Rauð veturgömul, gekk undir. Mark: sneitt og biti fram an hægra, fjöður aftan vinstra. — Ef einhver gæti gefið upplýsingar, vinsam lega hringi í síma 34066. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 670 götuljósastólpum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn má vitja á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð þann 21. þ.m. kl. 10 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 AUGLÝSIÐ f TÍIVIANUM H * »

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.