Tíminn - 03.03.1968, Side 7
SUNNUDAGUR 3. marz 1968.
TIMINN
7
Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indrið)
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrlfstofur I Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7. Af-
greiðsiusimi: 12323 Auglýsingastml: 19523 Aðrar skrtfstofur,
sfmi 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í
lausasölu kr 7.00 eint. - Prentsmlðjan EDDA h. f.
Verður verkfall ?
Þegar þetta er ritað, er ekki kunnugt um, hvort til
verkfalls kemur eftir helgina eða ekki. Sá aðihnn, sem
hefur það í hendi sinni, er rikisstjórnin. Sú deila, sem
nu stendur yfir, er eingöngu sprottin af því, að ríkis-
stjórnin rauf á síðastl. hausti samkomulagið, sem hún
gerði við verkalýðshreyfinguna vorið 1964 um kaup-
tryggingu launa. Bf ríkisstjórnin hefði ekki afnumið
verðtryggingarlögin, myndi nú ríkja fullkominn vinnu-
friður. Ríkisstjórnin þarf ekki að gera annað til þess
að tryggja vinnuifriðinn en að láta júnísamkomulagið
frá 1964 taka gildi að nýju, hvað snertir verðtryggingu
kaupgjaldsins.
Það hefur komið ljóst fram í þessari deilu, að sam-
hugur innan verkalýðshreyfingarinnar hefur aldrei veri'ð
meiri. Ástæðan er sú, að félagsmenn verkalýðsfélaganna
finna, að þeir eru hér að verja eðlilegan og nauðsyn-
legan rétt sinn. Þeir eru ekki að gera neinar nýjar
kröfur, aðeins að halda rétti, sem þeir hafa haft um nær
þriggja áratuga skeið og reynslan hefur sýnt, að bæði
er launafólkinu og raunar þjóðfélaginu í heild hinn
mikilsverðasti til tryggingar vinnufriði og mannsæmandi
lífskjörum.
Þótt verkalýðshreyfingin sé oftast margklofin af
pólitískum sundrungaröflum, hefur hún frá upphafi
staðið einhuga í þessari baráttu. Margir liðsmenn stjórnar
flo'kkanna hafa staðið mjög framarlega, eins og formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur og formaður Iðju, félags
iðnverkafólks í Reykjavík. Sameiginlegt réttindamál hef-
ur þokað pólitísku úlfúðinni til hliðar. Þetta þarf að
gerast oftar í vérkalýðshreyfingunni.
Ýmislegt bendir til þess, að ríkisstjórnin sé farin að
sjá sitt óvænna. Skrif Mbl. og Vísis hafa ekki verið alveg
eins ofsafengin seinustu dagana og þau voru í upphafi.
Þó virðist enn eins og ríkisstjórnin geri sér vonir um,
að eining verkalýðshreyfingarinnar bresti á seinustu
stundu. Miklu skiptir. því, að forustumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar sýni ljóst, að þetta eru falsvonir. Þá
á ríkisstjórnin engan annan heiðarlegan kost en að láta
undan. Hún getur ekki látið koma til verkfalls þegar
krafa verkalýðssamtakanna er ekki önnur en sú, að
samkomulag, sem ríkisstjórnin stóð sjálf að 1964, verði
haldið.
Fari hins vegar svo, að rikisstjórnin þrjóskist samt
við óg láti koma til verkfalls, er sökin hennar og hennar
einnar. Og það verður þyngri sök en hún er fær um
að bera.
Reiði Morgunblaðsins
Morgunblaðið er bérsýnilega reitt hinum nýja for-
manni Framsóknarflokksins. Reiði þess er auðskilin.
Ákveðin afstaða Framsóknarflokksins í þeirri kaupdeilu,
sem nú stendur yfir, hefur sýnt, að þingmeirihluti er
fynr hendi til að lögfesta verðtryggingu kaupgjaldsins,
ef Alþýðuflokkurinn stendur við orð sín og yfirlýsingar.
Þessi vitneskja hefur haft holi áhrif á þróun málanna.
Ef bessi ákveðna afstaða Framsóknarflokksins hefði
veikt traust flokksins, myndi Mbl. ekki svona reitt hinum
nýja formanni háns.
ERLENT YFIRLIT
Alfredo Stroessner - þýzki
einræðisherrann í Paraguay
Hann hefur lengstan valdaferil núv. stjórnenda í Suður-Ameríku.
í SÍÐASTLIÐNUM mán. fóru
fram forsetakosningar í Para-
guay og beindist nokkur at-
hygli erlendra blaðamanna að
þeim. Annars er það fátítt. að
minnzt sé á Paraguay í heims-
fréttunum. Landið er ekki í
alfaraleið og hefur ekki vakið
athygli á sér um skeið með
tíðum stjórnarskiptum og bylt
ingum, eins og gilt hefux um
flest önmur lönd Suður-Ame-
ríku. Helzt eru það sMkir at-
burðir, sem vekja athygli á
Suður-Ameríku í heimsfréttun
um.
Sdðan 1954 hefur sami maður
farið með völd í Paraguay.
Hann hefur í reynd haft algert
einræðisvaldjþótt hann að nafni
til hafi verið kosinn með lýð
ræðisilegum hætti. Fyrir valda
tíð hans höfðu stjómarskipti ver
ið tíð, eins og sést á því, að á
árunum 1920—54 höfðu ekki
færri en tuttugu forsetar farið
með völd í Paraguay. Öllum
þeirra hafði verið steypt úx
stóli. Seinasta byltingin var
gerð 1954. Fyrir henni stóðu
nokkrir herforingjar, en
fremstur þeirra var yfirhers-
höfðinginn. Alfredo Stroessner.
Strax eftir byltinguna var efnt
til forsetakosningar og var
Stroessner eini frambjóðand-
inn. Hið sama gerist við for-
setakjör 1958. Árið 1963 þótti
hins vegar ekki heppilegt að
láta Stroessner verða sjálfkjör
inn, þvá að stjórn hans fékk
slœmt orð í Bandaríkjunum
sem einræðisstjórn, en Para-
guay hefur verið háð efnalhags
legri aðstoð Bandaríkjanna.
Himir leyfðu andstöðuflokkara
ir neituðu hins vegar að bjóða
fram, þar sem skilyrðum þeirra
um frjálsar kosningar var ekki
fullnægt Að lokum tókst þó
að fá nokkur flokksbrot tii að
sameinast um mótframbjóð-
anda. Stroessner sigraði að
sjálfsögðu glæsilega f kosning-
unum og lét ekiki keppinautinn
gjalda andstöðunnar, beldur
gerði hann að sendiherra í
London. f forsetakosningunum
sem fóru fram í seinasta mán-
uði. voru mótframbjóðendúr
Stroessners þrír og nutu þeir
taisverðs frjálsræðis í áróðri
sínum. ÚrsUtin urðu þau, að
Stroessner hlaut 70% atkvæða.
Ýmsir enlendir blaðamenn sem
heimsóttu Paraguay f sam-
bandi við kosningamar, telja
þær fyrst og fremst hafa verið
settar á svið til að sýna Banda
ríkjamönnum að Stroessner
væri ekki 'einræðisherra. í
reynd beiti Stroessner full-
komnu einræði og fái andstæð
ingar hans óspart að kenna á
því. Margir þeirra hafi talið
ráðlegast að flýja land og
skipti nú pólitískir flóttamenn
frá Paraguay mörgum þúsund-
um, en þeir hafa einkum leit-
að til Brazilíu og Argentínu.
M er talið að um a.m.k. 100
menn sitji í fangelsi af póli-
tískum ástæðum.
Alfredo Stroessner.
ALFREDO STROESSNER er
þýzkur að uppruna. Foreldrar
hans voru fæddir og uppaldir
í Bæjaraiandi, en fluttu þaðan
til Paraguay. Stroessner er
fæddur 1912 og gekk ungur
í herinn, Hann gat sér frægðar
orð í styrjöldinni við Brazilíu,
sem síðar verður sagt fiá, og
komst þvi fyrr en ella til mann
virðinga í hernum. Árið 1951
varð hann yfirmaður hersins
og hafði því góða aðstöðu til
að beita sér fyrir byltingunni
1954. Hann hefur haldið áfram
að vera yfirmaður hersins, jafn
hliða þvi að vera forseti. Hann
hefur tryggt sér völdin með
því að hafa traust tök á her
og lögreglu, enda beitt þeim
óspart gegn andstæðingum sín
um. Því neitar enginn að
Stroessner er mikill starfsmað
ur og skipuleggjari og að ýms
ar meiriháttar framfarir hafa
orðið í landinu síðan hann kom
til valda. Sjálfur er hann ekki
talinn hafa notað aðstöðu sína
til að auðga sig að ráði, en
ýmsir nánustu samherjar hans
hafa hins vegar notað sér valda
aðstöðuna óspart á þann hátt.
PARAGUAY er talið þriðja
fátækasta landið í Suðúr-Ame
ríku, næst á eftir Boliviu og
Haiti. Þjóðartekjumar eru
taldar 200 dollarar á mann.
Landið er stórt, nær fjórum
sinnum stærra en fsland, en
íbúarnir eru ekki nema tæpar
tvær milljónir. Landbúnaður
er aðalatvinnuvegur lands-
manna. Ýmis mikilsverð nátt-
úruauðæfi hafa enn ekki verið
nýtt ,eins og verðmætir skóg-
ar. Það háir mjög samgöngum
við umheiminn, að landið ligg-
ur hvergi að sjó. Það bætir þó
nokkuð úr. að tvö skipgeng
stórfljót falla um landið og
dregur það nafn af öðru þeirra.
fbúarnir eru langflestir bland
aðir af Indíánum og Evrópu-
mönnum, en auk Spánverja,
sem upphaflega settust þar að,
flutti þangað talsvert af Rúss
um og Þjóðverjum á síðari
hluta 19. aldar, Hreinir Indí-
ánar eru ekki taldir nema um
1% af íbúunum. Þrátt fyrir
það tala flestir landsmenn enn
hið foraa tungumál þeirra,
guarani, enda þótt spánska sé
aðal málið. Paraguay er því
eifct af fáum löndum, þar sem
íbúarnir venjast á að tala tvö
tungumál frá blautu barnsbeini.
Furðulegt þykir hve vel guar-
ani heldur velli, þar sem það
er ekkert notað sem ritmál.
Mjög hlýtt loftslag er í Para
guay. Meðalhitinn í desember,
sem er sumarmánuður þar, er
27 stig. en í júní, sem er vetr-
armánuður þar, 16 stig.
PARAGUAY á sér einna
lengsita nútímasögu af löndum
Suður-Ameríku. Þegar Spán-
verjar komu þangað snemma
á 16. öld bjó þar allfjölmennur
þjóðflokkur Indíána, Guarani-
Indíánar. Spánverjar lögðu
landið undir varakonung sinn
í Perú, en um miðja 16. öld-
ina settust jesúitar þar að og
réðu þar lögum og lofum til
1786. Þeir stofnuðu þar þjóð-
félag, sem var á margar, hátt
merkilegt og sérstakt, byggt á
kenningum frumkristninnar
um guðsríki á jörðu. Þannig
urðu bændur að vinna fyrir
kirkjuna og leggja framleiðsl-
una í sameiginlegar kornblöð-
ur og birgðaskemmur, en kirkj
an lét síðan hvern hafa það,
sem hann var talin hafa þörf
fyrir. Þetta sérkennilega þjóð-
félag leið að mestu undir lok,
þegar Spánverjar lögðu landið
undir varakonung sinn í Argen
tínu 1786. Spánverjar náðu
þó aldrei að festa sig í sessi
og 1811 varð Paraguay sjálf-
stætt lýðveldi og hefur verið
það síðan.
Öll landamæri í Suður-Ame-
ríku voru mjög óljós á þessum
tíma. Þess vegna kom tU styrj-
aldar árið 1865 ,þar sem Para-
guay stóð eitt uppi gegn Brasi-
líu, Argentínu og Uraguay. Sá
leikur var ójafn. en Paraguay
menn börðust af frábærri
hreysti. Styrjöldin stóð í fimm
ár og lauk með algerum ósigri
Paraguay. Paraguay varð að
láta mikið land af hendi. Fyrir
stríðið höfðu íbúar Paraguay
verið taldir 1.5 milljón, en
eftir stríðið voru þeir aðeins
orðnir 230 þús., þar af aðeins
1/10 hluti karlmenn. Næstum
allir vopnfærir karlmenn
höfðu fallið í stríðinu. Það tók
Paraguay að sjálfsögðu líuigan
tíma að rétta sig við eftir þetta
áfall. En ekki voru Paraguay
menn orðnir afhuga styrpöld-
um, þrátt fyrir áðurnefnt áfall.
Árið 1932 hófst styrjöld milli
Paraguay og Bólivíu, sem stóð
Framhald á bls. 11.
/