Tíminn - 20.03.1968, Síða 5
"yyíyY,-:
MIÐVIKUDAGUR 20. marz 1968
TÍMINN
Verkfallsvaldurinn
Umfangsmesta og dýrasta
verkfalli er lokið. Tildrög þess
— og raimar úrslit, svo sem
til var stofnað — eru með ein
dæmum í kjarabaráttusögunni.
Ástæða verkfallsins var ekki
kauphækkunarkröfur verka-
manna, heldur varnarbarátta
gegn óréttlæti ríisstjórnarinn-
ar, í júnísamkomulaginu svo-
nefnda 1964 gerðist sá merki-
legi atburður, að forsætisráð-
herra landsins, Bjarni Bene-
diktsson, skrifaði undir samn-
inga sem þriðji aðili að kjara-
samningum, og var undirskrift
hans gerð til staðfestingar því
heiti, að ríkisstjórn hans og
stuðningsflokkar hennar skyldu
lögfesta á Alþingi að nýju
verðtryggingu kaups eftir vísi
tölu, en niðurfelling !aga-
ákvæðis um það hafði verið
morgunverk þessarar stjórnar.
Á s.l. hausti lögfesti svo þessi
sami forsætisráðherra samn-
ingsrof sín og afnam með lög-
um gUdi undirskriftar sinnar á
þann veg að afnema verðtrygg
ingarákvæðin. Hefur ekki ann
ar forsætisráðherra, svo vitað
sé, orðið þannig lögskipaður
ómerkingur orða sinna og und-
irskriftar. Síðan varpaði hann
þrætueplinu út á mUli stríð-
andi herja tU þess að þjóðin
mætti berjast um það. Þannig
lét þessi forsætisráðlierra þing
lið sitt beinlínis stofna til verk
faUsins vitandi vits.
Innan við múrvegginn
En í stuðningsliði stjórnar-
innar er flokkur sá, sem kenn
ir sig við alþýðu, og eitt sinn
var hann eiginlega sama og
allsherjarsamtök alþýðustétt-
anna. Nú gerðust ráðherrar og
þingmenn þessa flokks kylfing
ar Bjarna Benediktssonar við
að kasta þrætueplinu. Þeir
sátu innan við múrvegginn í
stjórnarráði og Alþingishúsi,
meðan flokksmenn þeirra utan
múrsins gengu í verkfallsstríð
ið. Þannig hefui- nú Alþýðu-
flokkurinn utan múrsins staðið
í verkfaUi gegn Alþýðuflokkn-
um innan múrsins tU þess að
freista þess að ná rétti sínum
undan hælunum innan við
múrvegginn.
Fátt hefur sýnt betur en
þetta verkfall, að ráðherrar A1
þýðuflokksins hafa átt of lengi
sæti innan við múrvegginn og
eru þar viljalausir og herleidd
ir menn. Þeir sátu þar í þessu
verkfalU hálfvegis vakandi og
hálfvegis eins og í draumi og
hlustuðu á niðinn.
Eftirlitsríkisstjórn
Ríkisstjórnin hefur við þessa
samninga undirritað eins kon-
ar loforð um að vinna næstu
mánuði að málurn þjóðarinnar
á þann veg, sem ríkisstjórn-
um í öðrum lýðræðislöndum
er talin bera skylda tU, án
þess að á það sé minnzt, hvað
þá að þær séu látnar gera um
það skriflega skuldbindingu.
Hin skriflcgu og undirrituðu
loforð ríkisstjórnarinnar eru
sama eðlis og maður sem ráð-
inn er til þess að byggja hús,
yrði að undirrita loforð um að
byggja húsið úr efniviðnum,
sem honum væri fenginn, en
brenna hann ekki. Mundi ýms
um byggingameistara þykja
l<'ra.mli.aJcl á bis. 15
verið kyrkt með snæri. í öðru
herbergi fannst líkið af Micha
el.
Hér á myndinni sjáum við
Michael St. John 0‘Carrol, 53
ára gamall verðbréfasali og ijós
myndafyrirsætuna Janet Alice
Wiiliam'S, sem þekkt er undir
nafninu Janet Carrol, tuttugu
og fimm ára. Þau Michael og
Bítlarnir hafa í hyggju að
gera kvikmynd um andlegan
læriföður sinn Maiharaisihi Ma-
besh Yogi að því er fréttir frá
Nýju Delhi herma. Sagt er að
George Harrison hafi þegar
rætt um þetta við Maharishi.
Kvikmyndin á að vera sam-
bland af bítlatónlist og ind-
verskum trúarbrögðum, vis-
indurn og dulspeki ásamt þotu
öldinni og friðinum í Himal-
aya.
Aðalpersónur myndarinnar
eiga að vera bítlarnir og Mahar
ishi og eftir fregnum að dœma
eru bítlamir nú að ieita að rit-
höfundi til þess að skrifa hand
rit að myndinni.
Þekktur finnskur mynd-
höggvari hefur eytt sjö árum
af ævi sinni til þess að ljúka
við minnismierki um tónskáld
ið Sibelius og á það að standa í
almenningsgarði í Helsing-
fors. Verkið á að tákna orgel
pípur og listakonan hefur gert
hvert sm'áatriði listaverksins
með eigin hendi. Áður hefur
hiún gert styttur fyrir Fiatverk
smiðjurnar og bílateiknarann
Pinin Farina.
Salvador Dali, súrrealistinn
frægi hefur ek'ki verið mikið
fyrir að leggja sig niður við
smámuni. Nú hefur hann gert
eina undantekningu og hann
hefur skreytt lúxusútgáfu af
kvæðasafni. Höfundur safrisins
sem þessarar náðar nýtur er
enginn anriaf'en Mao Tse tung.
Janet fundust myrt í Lundún
um fyrir skömmu. Lík Janet
fannst í rúmi í íbúð
Miohaels og hafði hún
Tveimur óbreyttum hermönn
um bandarískum í Vietnam
þótti vistin þar heldur leið og
ekki höfðu þeir fengið heima-
bakaða köku svo miánuðum
skipti. Þeir tóku sig því til
og skrifuðu Róbert Kennedy
bréf og spurðu: „Kann Ethel
að baka kökux“? en Ethel er
eins og allir vita eiginkona
Róberts. Bobby er sagður 9kilja
hlutina fyrr en sikellur í tönri-
um og nokkrum dögum eftir að
hermennirnir skrifuðu bréfið,
hafði þeim borizt stór köku-
kaissi. Hermönnunum tveim
þótti þetta mikið snjallræði og
þegar þeir höfðu tæmt kassann
ákváðu þeir að skrifa annað
bréf, og það var tii Johnsons
forseta. Þeir spurðu hann
sömu spurningarinnar og
Bobby: ,,Kann Lady Bird að
baka köku?“ gvar við því bréfi
hefur þeim enn ekki borizt og
eru þó liðnir nokkrir mánuðir
síðan þeir sendu það.
Elvis Priestley hafa verið
boðnir áttatíu og fimm þúsund
d'ollarar fyrir að skemmta á
kabarett í Hilton Hótelinu á
Miami Beaeh. Ef hann tekur
þessu tilboði er þetta í fyrsta
sinn í átta ár, sem hann kem
ur fram á sviði.
Nikolai Malachevski er pólsk
ur strætisvagnabílstjóri. Aðal-
áhugamál hans eru brunar, og
það gerðist fyrir nokkru, þegar
hann var að aka strætisvagni
futlum af fariþegum, að hann
heyrði í hrunaliðsbilum. Hann
ók í humátt á eftir þeim með
fariþegana í strætisvagninum.
Nikolai var sektaður fyrir ati
hæfið.
Fyrir nokkru síðan var fram-
ið morð í Mexioo og hefur
morð þetta vakið mikla athygli
þar í landi og talsverð blaða
skrif. Maðurinn, sem var myrt
ur er þekktur „playboy" í
Acapuloo og hét Cesare d‘
Acquarone greifi. Morðinginn
er þekkj. og auðug kona, Sofia
Bassi, sem mikið hefur tekið
þátt í samkvæmislífinu í Acap
ulco og var hún tengdamóðir
greifans. Þeim hafði lengi kom
ið illa saman og einn sólríkan
eftirmiðdag krækti Sofia sér I
bvssu og skaút tengdason sinn
niður á svölunum á villu þeirri
sem hann bjó í. Þegar hún
hafði hleypt af fyrsta skotinu
greip hana eitthvert æði og
hún hélt áfram að skjóta allt í
kringum sig þar tii byssan var
orðin tóm. Málari nokkur, sem
þar var í nágrenninu varð fyrir
kú'lnaregni en sa'kaði þó ekki.
Hins vegar hefur hann höfðað
mál á hendur Sofiu fyrir morð
tilraun aí ásettu ráði.
Heill henskari af lögfræðing
um vinnur nú að því að því að
verja frúna og er einkum reynt
að leggja áherzlu á það, að
þessi verknaður hafi verið
framinn í augnabliks brjálæði.
¥
Teviot l'ávarður er ekki einn
af hinum dæmigerðu ensku að
alsmönnum. Hann lifir hvorki
á titlinum né eignum sínum
heldur stundar hann venju-
lega vinnu, hann er nefnilega
slátrari. Áður en hann gerðist
slátrari var hann eftirlitsmað-
ur í strætisvögnum og strætis-
vagnabilstjóri. Fyrir nokkru
lézt faðir hans, sem var níutíu
og þriggja ára gamall og átti
sæti í brezku lávarðadeildinni
og við það erfði sonurinn titil-
inn. Hann mun samt ekki gera
mikla breytingu á háttum sín-
um og starfa áfram sem slátr
ari, en innan skamms hyggst
hann þó taka sér frí frá slátr
arastarfinu öðru hverju og
notfæra sér sæti sitt í lávarðar
deildinni.
★
Donovan hefur nýlega gert
handrit og tónlist að kvi'k-
mynd, sem þrjú stór kvik-
myndafélög rífast nú um að
fá að gera. Kvikmyndin á að
verða eins konar ævintýrasöng
leikur og er Paul McCartney
sérstaklega ætlað eitt hlutverk
ið. Hinn heimsfrægi leikstjóri,
Ingmar Bergman hefur látið í
Ijós ósk um að fá að sviðsetja
kvikmyndina. Taka kvikmynd-
arinnar hefst í sumar.
★
Elizabeth Englandsdrottning
hefur tapað kosningum. í Ox-
ford hefur Union, sem er mál-
fundaklúbbur háskólans, kosið
um það hvort gera ætti drottn
inguna að heiðursfélaga klúbbs
ins, þegar hún kemur í heim
sókn í maí. Tveir stjórnendur
klúbbsins voru með því að hún
yrði gerð að félaga en þrír
á móti.
Á VÍÐAVANGI