Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. nóv. 1989 Velgengni Apple leiðir til lægra verðs Til þess að auðvelda námsmönnum og fleimm að eignast Macintosh tölvur, hefur Apple Computer ákveðið að lækka verðið á ódýrari gerðum Macintosh tölva um allt að 25% á almennum markaði og kemur ríkissamningsafslátturinn svo ofan á þann afslátt. Þannig lækka ódýmstu tölvumar um allt að helming, fyrir þá sem hafa aðgang að ríkissamn- ingnum, en þeir em: Ríkisstofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis- ins að hluta eða öllu leiti ásamt öllum ríkisstarfsmönnum, framhaldsskólar og starfandi kennarar þeirra, gmnnskólar og starfandi kennarar þeirra, bæjar- og sveitarfélög, samtök þeirra og starfsmenn, Háskóli íslands, nemendur og kennarar hans, Kennaraháskóli íslands, nemendur og kennararhans.Tækniskóli íslands, Verslunarskóli íslands, Samvinnuskólinn Bifröst og Búvísindadeildin á Hvanneyri, kennarar og nemendur á háskólastigi þeirra skóla. Kári Halldórsson, hjá Innkaupastofnun ríkisins, tekur á móti pöntunum á tölvum, jaðarbúnaði, forritumo.fi. oger föstudagurinn 15. september síðasti pöntunardagur fyrir næstu afgreiðslu. Afhending verður u.þ.b. 11/2 mánuði síðar. Eins og sjá má af línuritunum hér aö neðan, hafa vinsældir Macintosh tölvanna farið vaxandi, ár frá ári og var fjöldi seldra tölva orðinn þrjár milljónir í júlí 1989, enda em þær til í öllum verðflokkum eins og sjá má og við allra hæfi. Skífúritið, hér að neðan, er úr kandidatsritgerð Atla Arasonar í Viðskiptadeild Háskóla íslands og sýnir það markaðshlutdeild einkatölva hjá ríkisstofnunum. Það sannar að Macintosh tölvur voru vinsælli en nokkrar aðrar tölvur hér á landi á síðasta ári, en þá þrefald- aðistsalan frá árinu áður. Þettaeru bestu meðmæli semviðgetum fengið um Macintosh tölvumar, en auk þess er vitað að mun fljótlegra er að læra á þær tölvur en nokkrar aðrar og afkastageta eykst um allt að 40% miðað við aðrar tölvur. Verötísti Tölvur Innkaupast. Almennt verð verð Macintosh Plus ÍMB/I drif.... 85.388,- 126.000,- Macintosh SEÍMB/IFDHD*.. 123.558,- 192.000,- Macintosh SE 2/201FDHD*... 172.074,- 264.000,- Macintosh SE/30 2/40* 246.932,- 369.000,- Macintosh SE/30 4/40* 284.837,- 424.000,- Macintosh IIcx 2/40* 282.082,- 425.900,- Macintosh IIcx 4/40* 322.949,- 488.100,- Macintosh II cx 4/80* 350.194,- 529.500,- Macintosh IIx 4/80* 375.737,- 568.400,- *) Ver5 án lyklaborðs Dæmi um Macintosh II samstceður: Macintosh IIcx 2/40 325.845,- 491.600,- einlitur skjár, kort, skjástandur og stórt lyklaborð Macintosh IIcx 2/40 391.403,- 592.400,- litaskjár, 8 bita koit, skjástandur og stórt lyklaboið Skjáir: 21" einlitur skjár með korti.... 142.185,- 216.300,- 15" einlitur skjár með korti.... 88.546,- 134.700,- 13" litaskjár með korti 94.421,- 143.700,- 12" einlitur skjár með korti.... 28.863,- 42.900,- Lyklaborð: Lyklaborð 6.045,- 9.200,- Stóit lyklaborð 10.728,- 16.400,- Prentarar: ImageWriter n 29.818,- 44.000,- ImageWriter LQ 87.203,- 134.000,- LaserWriter IINT 257.901,- 382.000,- LaserWriter IINTX 320.905,- 478.000,- Arkamatari f/ImW II 11.018,- 14.300,- Arkamatari f/ImW LQ 16.427,- 21.300,- Minnisstcekkanir: Minnisstækkun 1MB(II) 23.414,- 35.600,- Minnisstækkun 2MB 60.876,- 92.600,- Minnisstækkun 4MB(II) 140.482,- 213.800,- (Verö miöast viö gengi USD 60,83) Sala á Macintosh tölvum f heiminum Plu* 1/ *1tt drif SE 1/1FDHD V. 3 SE 2/20 > :0 SE/30 2/40 V JZ SE/30 4/40 w o llcx 2/40 4-* c llcx 4/40 o (0 llcx 4/80 s llx 4/80 0 100000 200000 300000 400000 500000 600000 Verö f kr. 1. september 1989 Macintosh tölvur eru til í öllum veröflokkum Markaðshlutdeild hjá rfkisstofnunum Skv. kandídatsrítgerð Atla Arasonar í Viðskíptadeild Hískóla islands 1989 10% 25% H Macintosh 34% U IBM 25% H Victor 10% 0 Atlantis 3% □ Wang 4% □ Tulip 4% S Island 6% E3 HP 3% □ Televideo 2% § Aörar töhrur 9% 34% Athugið að síðustu forvöð að panta Macintosh tölvubúnað fyrir síðustu afgreiðslu ríkissamningsins, hjá Kára Halldórssyni, Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844, em 15. nóvembcr Tölvudeild, sími 62*48*00 Innkaupastofnun ríkisins Sími26488 SMÁFRÉTTIR Ný námskeið í Bréfa- skólanum Námskeið í vaxta- og verð- bréfareikningi er nú að fara af stað í Bréfaskólanum. Margir hafa beðið eftir þessu nám- skeiði, bæði almenningur og bankastarfsmenn. Námskeið í íslensku fyrir útlendinga er komið í gagnið og skipta nemendur þegar tugum og eru búsettir víða um heim. Þriðja nýja námskeiðið í þessum mánuði er danska fyrir fullorðna nemendur, þyngdar- stigið er efsti bekkur grunnskóla. í tengslum við þetta námskeið verður útvarpskennsla á Rás 2, átta þætir alls, verða þeir frumfluttir á mánudögum og endurfluttir á fimmtudögum. Þættirnir eru ágæt viðbót viö bréfanámið. í þeim verður ívaf af fræðslu um land og þjóð og danskri hljómlist. í náms- pakkanum eru kennslubréf, snældur, kennslubók og létt skáldsaga. Kennari verður með sérstakan símatíma til að leiðbeina nemendum og svara spurningum þeirra. Bréfaskólinn nýtir nú í auknum mæli símann til að efla tengsl milli skólans og nemenda til að stuðla að góðum árangri í bréfa- náminu. í fyrrahaust var sett á laggirnar námsráðgjöf í síma og verður hún starfrækt áfram því að nemendur nýta sér þá þjónustu óspart. Eftir áramót verður boðið upp á námskeið í hagnýtri sálarfræði. Bréfaskólinn er nú í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda og Iðntæknistofnun íslands. Með þessum aðilum er í undirbúningi námskeið fyrir fólk um allt land sem vill reka gistiheimili eða heimagistingu fyrir ferðamenn. Nú í haust eru í boði þrjú ný námskeið í ensku fyrir fullorðna nemendur auk fjölda annarra námskeiða í ýmsum greinum. Upplýsingar eru sendar ókeypis um allt land. Símsvari — 91-629750 — í gangi á kvöldin og um helgar. Útvarpsráð svarar fréttamönnum í tilefni af ályktun stjórnar Félags fréttamanna vill útvarpsráð taka fram: Útvarpsráð vísar á bug ummælum stjórnar Félags fréttamanna um afskipti útvarpsráðs af störfum þingfréttaritara Sjónvarps. A fundi sínum hinn 29. september sl. beindi útvarpsráð þeim tilmælum til fréttastjóra Sjónvarps að tveir fréttamenn önnuðust þingfréttir í vetur. Eftir að í Ijós kom að fréttastjóri taldi á þessu tormerki hefur útvarps- ráð ekki hreyft málinu frekar. Hins vegar bókuðu tveir útvarps- ráðsmenn á fundi hinn 6. októ- bef óánægju sína með niður- stöðu fréttastjóra. Útvarpsráð lýsir furðu sinni á því frumhlaupi stjórnar Félags fréttamanna að lýsa því yfir að ráðið hafi haft óeðlileg afskipti og íhlutun varðandi verkstjórn einstakrar deildar. Fréttamenn vita mætavel að svo hefur ekki verið. Engu að síður leggja þeir mál þetta fram í æsifregnastíl, og gefa í skyn að skoðanir tveggja einstaklinga séu skoðanir alls ráðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.