Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 8
rmiiiiiíinini Miövikudagur 15.nóv. 1989 Tilslökun Alþýdubandalags í stóriöjumálum MEIRIHLUTAEIGN EKKISKILYRÐI! Formaöur flokksins telur ýmis önnur atridi mikilvœgari. Drög ad nýrri stefnuskrá verda lögö fyrir landsfund flokksins um helgina. Aöild aö Alþjóöasambandi jafnaö- armanna einnig til umrœöu. Meirihlutaeign íslend- inga er ekki lengur skil- yrði af hálfu Alþýdu- bandalagsins þegar stór- iðja er annars vegar. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem for- maður og varaformaður fiokksins héldu í gær til að kynna aðalfund Al- þýðubandalagsins sem haidinn verður í Reykja- vík um helgina. Meðal þeirra gagna sem útbúin hafa verið fyrir landsfund er allítarlegur „umræðugrundvöllur í efnahags- og atvinnumál- um". Þar er að finna stuttan kafla um stóriðju, þar sem m.a. er rætt um að huga þurfi að „almennri löggjöf um eignarhald útlendinga í atvinnurekstri hér á landi og skilyrðum fyrir því.“ Ól- afur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, sagði um þetta atriði í gær að flokkurinn legði höfuðáherslu á þjóðhags- lega hagkvæmni, þar með talið viðunandi orkuverð, fullkomnar mengunar- varnir og að stóriðjufyrir- tæki lúti innlendu valdi, ásamt því að tekið verði til- lit til byggðasjónarmiða. Ef tekið væri fullt tillit til þess- ara sjónarmiða, skipti meirihlutaeignin minna máli, sagði Olafur Ragnar. Vafalaust má telja að stór- iðjumálin verði hitamál á landsfundinum, því enn munu þær skoðanir eiga fylgi innan flokksins að ekki komi til greina að Al- þýðubandalagið standi að samningum um stóriðju, án þess að tryggt sé að íslend- ingar eigi meirihluta. Ymis önnur mál sem fjall- að verður um á landsfundi, virðast likleg til að draga að sér athygli. Má þar nefna tillögu Birtingar, þess efnis að Alþýðbandalagið sæki í framtíðinni um inngöngu í Alþjóðasamband jafnaðar- manna. Alþýðuflokkurinn er sem kunnugt er aðili að þessu sambandi en í lögum þess er raunar gert ráð fyrir að fleiri en einn flokkur í sama landi geti átt aðild að sambandinu. í þessu tilviki þyrfti samþykki Alþýðu- flokksins fyrir aðild Al- þýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson varaðist reyndar að gefa yf- irlýsingar um skoðanir sín- ar á þeim málum sem til umfjöllunar verða á lands- fundinum, en þegar hann var spurður um afstöðu til þessarar tillögu var óger- legt að heyra á máli hans að hann hygðist leggjast gegn samþykkt hennar. Fyrir landsfund Alþýðu- bandalagsins um helgina verða einnig lögð drög að nýrri stefnuskrá fyrir flokk- inn. Að því er fram kom á kynningarfundinum í gær, eru þessi drög lögð fram til kynningar nú, en ætlunin er hins vegar að samþykkja nýja stefnuskrá á næsta landsfundi að tveimur ár- um liðnum. í þessum drögum að stefnuskrá er skýrt kveðið á um að Alþýðubandalagið aðhyllist fjölflokkakerfi og þingræði. Þá vekur athygli að lögð er áhersla á virkara lýðræði, m.a. með þjóðar- atkvæðagreiðslum um stórmál og því að tryggja möguleika almennings til að krefjast nýrra kosninga. í stefnuskrárdrögunum er ennfremur sett fram krafa um upplýsingaskyldu opin- berra aðila svo og upplýs- ingaskyldu fyrirtækja gagnvart starfsfólki sínu. I sérstökum kafla um byggðastefnu er lögð áhersla á að byggja eigi landið allt og að lands- byggðin í heild þurfi enga utanaðkomandi styrki, svo framarlega sem atvinnu- vegir þar njóti eðlilegra starfsskilyrða. Landsfundur hefstkl. 17.30 á morgun, fimmtudag og stendur til kl 17 á sunnu- dag. Húsbréfakerfiö tekur gildi í dag: Minni afföll og vaxlabyrði — segir félagsmálaráöherra. Öryggi íbúöakaupenda stóreykst, segir forstjóri Húsnœöisstofnunar Húsbréfakerfið tekur gildi í dag, fyrstu mánuð- ina er það einungis opið þeim sem eiga umsókn í gamla kerfinu frá því fyrir 15. mars síðastliðinn og fyrsta árið gildir það að- eins fyrir notaðar íbúðir. í húsbréfakerfinu fær íbúðakaupandi ekki hefð- bundin lán hjá Húsnæðis- stofnun, heldur er skipt á fasteignaveðbréfi sem kaupandinn gefur út, fyrir ailt að 65% af matsverði íbúðar, að frádregnum áhvílandi iánum, fyrir hús- bréf. Búið er að gefa út þrjár reglugerðir vegna húsbréf- anna. I fyrsta lagi reglugerð um útgáfu á 1. flokki hús- bréfa, þar sem meðal annars er kveðið á um hámark sam- anlagðrar fjárhæðar hús- bréfa, 2 milljarða króna og að fyrsti útdráttur bréfanna fari fram 15. febrúar 1991. Önnur reglugerð er um húsbréfadeild og húsbréfa- viðskipti, þar sem m.a. kem- ur fram að ákveðið hafi verið 1% lántökugjald en ekkert vaxtaálag í byrjun. Skipta má á fasteignaveðbréfi og hús- bréfum fyrir fjárhæð; sem nemur allt að 65% af mats- verði íbúðar, þó aldrei hærra en 8 milljónir króna og lág- mark verður 300 þúsund krónur. Húsbréfadeildin met- ur greiðslugetu umsækjenda, þar sem miðað er við að greiðslubyrði allra skulda fari ekki yfir 30% af brúttólaun- um næstu 4 árin. Þriðja reglu- gerðin er um húsbréfakaup lífeyrissjóða, sem verður heimilt að fullnægja samn- ingsbundnum skuldabréfa- kaupum, þannig að allt að 10% af 55% fari í húsbréfa- kaup. Á blaðamannafundi í gær kom fram hjá félagsmálaráð- herra að afföll yrðu jafnvel lægri en í núverandi kerfi eða um 8% á móti um 10% og ætti þetta þvi ekki aö leiða til hækkunar íbúðaverðs. Hvað varðar vaxtabyrði sagði ráð- herra að í Ijósi þess að margir verða í núverandi kerfi að taka erfið skammtímalán mætti leiða rökum að þvi að vaxtabyrði væri þar í reynd af 6—7% raunvöxtum, en vegna vaxtabóta um 2—3% eftir skatt hjá fólki með miðl- ungstekjur í húsbréfakerfinu. í húsbréfakerfinu yrði mun minni þörf fyrir skammtíma- lán og vaxtabyrði mun léttari fyrstu fjögur árin. Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Hús- næðisstofnunar sagði að ör- yggi kaupenda myndi aukast til muna og að kerfið myndi vonandi fyrirbyggja að það komi til slíkra hræðilegra greiðsluerfiðleika sem margt fólk hefur lent í. Fólk í erilsömum erinda- gjörðum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem for- manns ráðherranefndar EFTA í samningunum við EB hefur kunnuglegt and- lit fylgt ráðherranum og sent fréttir heim. Þetta er enginn annar en Guöni Bragason, sem kunnastur var fram að þessu sem fréttamaður og vara- fréttastjóri erlendra frétta hjá sjónvarpinu 1985—1988. Guðni var um skeið á Varnarmála- skrifstofunni, en fluttist síðan yfir á upplýsinga- deild utanríkisráðuneytis- ins með EFTA/EB mál að forgangsverkefni. ★ Nýlega tók Auöur Bjarnadóttir við starfi list- dansstjóra Þjóðleikhúss- ins sem Hltf Svavarsdóttir gegndi sl. tvö ár. Auður stundaði nám við List- dansskóla Þjóðleikhúss- ins og framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Lundúnum. Hún varð fastráðinn dansari við ís- lenska dansflokkinn frá stofnun hans 1973 til árs- ins 1978, en þá var hún ráðin sólóisti við ballett- fiokk Bæheimsku ríkis- óperunnar í Miinchen. Þar dansaði hún sólóhlut- verk í mörgum helstu klassísku ballettunum í 4 ár. Árið 1979 hlaut Auður fyrstu verðlaun í sam- keppni ungra norrænna dansara á móti í Kuopio í Finnlandi. Árið 1982—83 var hún ráðin við ballett- inn í Basel í Sviss (Basler Ballet). Hún kom heim haustið 1983 og dansaði þá aftur með íslenska dansflokknum í tvö ár. Árið 1985 var hún fast- ráðin listdansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi og dansaði þar í öllum sýningum til ársins 1987 er hún fluttist heim á ný. ★ Sólon Sigurðsson að- stoðarbankastjóri Búnað- arbankans hefur verið ráðinn bankastjóri að bankanum frá og með 1. janúar nk. Sólon er fæddur 1942 í Reykjavík, hóf störf við Landsbanka íslands árið 1961 og var starfsmaður þar til 1983 þar til hann tók við stöðu aðstoðar- bankastjóra í Búnaðar- bankanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.