Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 24. marz 1968 Spennan ekki búin TÍMINN Kepprá í 1. deild í hand- iknattleáík verður haldið áfram í kvöld í Laugardalshöllrnni og þá leiknir tveir leikir. í fyrri leiknum mætast Pram og Vdkingur, en í þeim síðari FH og KR, Það er hald margra, að ekkert geti hindrað sigur Fram í keppninni úr þessu, þar sem liðið befur möguleika á 3ja stiga forskoti. Fram þarf þó einungis að tapa 1 stigi í leikjunum gegn Víking og KR og þá hefði FH möguleika á því að brúa bilið með þvi að sigra Fram í síðasta leiik móts ins. Það þýddi raunar, að þrjú lið gœtu orðið jöfn og efst í lodrin, nefnilega Fram, FH og Haukar. Áður ©n len:gra er ihaldið, skulum við Mta á sföð- una, edns og hún er fiyrir leik- ina í kivöld: Fram 7 5 11 150:1128 111 Hiaukar 8 5 0 3 182:167 10 FH 7 3 2 2 146:136 8 Valur 8 4 0 4 154:148 8 KR 7 3 0 4 133:147 6 Vík. 7 0 16 110:158 1 Fyrir utan leikina í kvöld (Fram-Víkingur og FH-KIR) eru þessir leikir eftir í mót- inu: Haukar-Vikingur, Fram- KR (leiknir lf). april), FH- Valur, Haukar-KR (ieiknir 18. aprH) og Víkin.gur-Valur, Fram-FH (leiknir 21. apríl). Svo jöifin eru 1. deildar lið- in í ár, að ekkent lið getur • leyft sér að ganga öruggt til leiks. Botnliðin diafa ógnað toppliðunum, allt getur gerzt. Og hver er kominn til með að segja, að Fram vinni bæði Vik ing og KR? Viíking'S-liðið er að visu í mjög alvarlegri fall- hsettu, en á það ber að líta, að liðið hefur tapað flestum sínum leikjum með sáralitlum mun. Og sennilega hafa Vík- ingar ekki gefið upp alla von enn. Þeir munu því eflaust þerjast af miklum krafti gegn Fram í kvöld, sú barátta er upp á líf og dauða. Ekki er hægt að skidja svo við þetta umræðuefni, að ekki sé minnzt á framúrskarandi góða frammistöðu Ilauka, sem unnið hafa 5 leiki í röð í mót- inu. Það er álit margra, að Haukar séu okkar sterkasta fé lagslið í augnablikiinu og má Viðar Símonarson fyrirliði Hauka í því samibandi nefna, að þeir unnu Fram með 12 marka mun, FH með 5 marka mun og Val með 3ja marka mun. Að vinna þessi sterku lið svona örugglega, bendir ótví- nætt til þess, að hér sé ekki um neina tiMljun að ræða. Liðið er skipað jöfnum lei'k- mönnum og minnir um margt á Fram, þegár Fram-liðið var að hefja sigurgöngu sína í ís- lenzkum handknattleik eftir 1960. Að vísu leika Haukar frj-álslegar, en þeir leggja milria áherzlu á línuspil. Gam- an væri að sjó Hauka, Fram og FH í þriggja liða úrslitum ,í þessu móti. Tímabært að f jölga í 1. deild? Núna um helgina fást senni lega úrslit í 2. deildarkeppninni ÍR-ingar eiga að leika gegn Akureyringum fyrir norðan og takist þeim að vinna, verða þeir sigurvegarar í deildinni. Sennilega hafa 2. deildar liðin aldrei verið betri en einmitt nú. Það er þess vegna tímabær spurning, hvort ekki eigi að fjölga í 1. deild. Því fleiri sem 1. deildar liðin verða. því fleiri topplið. En það eru ýms ir vankantar á því að fjölga í 1. deild, t. d. um 2 lið, því að þá yrði keppnin umfangis- meiri og leikdagar eru af skorn um skammti. Ég held, að það væri ráð að takmark,a Reykja víkurmótið eittíhvað. en það „stelur“ 2 mánuðum í upphafi keppnistímabilsins. Annað hvort verður að leggja mótið niður í núverandi mynd og hafa það með útsláttarfygir- komulagi eða leggja það yfir- leitt alveg niður. Reykjavíkur félögin eiga að sjálfsögðu erfitt méð að sætta sig við slíkt, en enginn vafi er á því. að það væri til hags'bóta, þegar á heild ina er litið. — alf. ENDURBÆTTUR LAND-ROVER Land-Rover er nú fullklæddur að innan — í toppi, hliðum, hurðum og gólfi. — ^ Endurbætt sæti; bílstjóra-sæti og hægra fram- sæti stillanleg. ^ Endurbætt mælaborð með læsanlegu hanzka- hólfi. ■fc N/ matthúðuð vatnskassahlíf. Krómaðir hjólkoppar. Krómaðir fjaðrandi útispeglar. 'k Ný gerð af loki á vélarhúsi. ----------------AUK ÞESS------------------------------ er Land-Rover afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Aluminiumhús með hliðargluggum — MiðstÖð með rúðublásara — Afturhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læs- ing á hurðum — Innispegill — Útispcgill — Sólskermar — Dráttarkrókur — Gúmmí á petulum — Dráttaraugu að framan — Kílómetra hraðjamælir með vegmæli — Smurþrýstimælir — Vatnshitamælir — 750x16 hjólbarðar — H. D. aftúrfjaðrir og sverari Höggdeyfar aftan og framan —Eftirlit einu sinni eftir 1500 km. — Hliðarstig fyrir forþega — Stýrisdempari. — mm BENZIN DIESEL HEILDVERZIUNIN HEKLA hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.