Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. marz 1968 Verkfallið var háð við ríkisstjórnina. Hinn 20. þ. m. birti AlþýSu- blaðið viðtal við Jón Sigurðsson, formann Sjómannafélags Reykja víkur, um verkfallið og lausn iþess. ^Blaðið lagði eftirfarandi spumingu fyrir Jón: IJver hefur ávinningurinn orðið af þeissu háOfsmánaðar- verkfali, mesta venkfalli, sem sögur f ana af á íslandi? Svar Jóns var á þessa leið, samfcvæmt iþvi, sem Alþýðublað ið skýrir frá: „Að sjálfsögðu hefur verkfaJi ið kostað atvinnutap fyrir manga, sem þátt tóku í því, en það var hnekkt þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi verðlagsuppbætur á laun, en sá var eimmitt tilgangurinn með aðgerðum verkailýðshreyf- ingarinnar. Ef það hefði verið gert og þolað, að verðlaigsupp- bætur á laun hefðu verið feld- ar niður, er það álit mitt, að minni áherzla hefði verið lö.gð á að halda verðlagi í skefjum, og tel ég alveg víst, að kaup- máttur eða verðgildi launamna hefði sífellt minnkað og þá um leið virkað tid kjaraskerðimgar“. Öllu greinilegar verður það ekki sagt, að verkfailið var háð við rlkisstjómina. Það var háð til þess að hnekkja þeirri ákivörðun hennar að fella úr gildi lögin um verðtryggingu launa, án þess að bæta láglauna stéttunum það nokkuð í stað- inn. Án þess verknaðar ríkis- stjórnarihnar hefði al'drei kom- ið til neins verkfalís, enda bar verkalýðshreyfingin aldrei fram aðra kröfu en að verðtrygging- in yrði tekin upp aftur í einu eða öðru fórmi. „Skaðleg sjálfs- Ríkisstjórnin fékk strax ein- dregnar aðvaranir meðan frum- varp hennar um afnám verð- tryggingarinnar var til umræðu á Alþingi. Hún fékk þær að- varanir úr öllum áttum, að lág- launastéttirnar gætu efcki og myndu ekki una slíkri kjara- sberðingu. En hún l'ét sér samt ekki segjast. Hún hélt áfram að þrjóskast eftir að meginhluti! verkalýðsfélaganna var búinn að boða verkfall. Ráðherrar Al- þýðuflokksins gengu þar fram fyrir skjöldu, eins og sést á því, að fáum dögum fyrir verkfall- ið eða hinn 1. þ. m. birti Al- þýðulblaðið ræðu,? sem Gylfi Þ. Gíslason hélt á fundi Kaup- mannasamtaka íslands daginn áður, sem var hlaupársdagurinn. Gylfi ræddi þar um kröfur verkalýðssamtakanna og sagði m. a.: „íslenzka þjóðarbúið var í fyrra rekið með miklu tapi. Það verður í ár enn rekið með miklu tapi. Nú er engum tekjuauka *ð skipta miUi þegnanna, eng- aai gróða að deila. Útflutnings- atvinnuvegirnir tapa, verzlunin tapar, iðnaðurinn tapar og ekki telur landbúnaðurinn sig ofsæl an af sínuim hag. Launþegar geta því með engu móti búizt við batnandi kjörum á árinu 1968. Hæbkað kaup í krónum væri ekki aðeins sjálfsblekking, heldur skaðl'eg sjáMsblekking, því að hún myndi auka á þá erfiðleika, sem eru þó sannar- lega nógir £yrir“. Hótun Gylfa. GyMi heldur svo áfram í þess um dúr og dregur upp myndir af adils konar Grýlum. Hann seg ir m. a.: „Samkvæmt margstaðfestri reynislu hef.ur almenn kaup- hækkun svo að segja þegar í istað í för með sér hækkun á vöruverði, sem svarar til um það bil 60% af kauphækkuninni og þegar frá líður hefur hún í för með sér vöruverðshækkun, sem memur svo að segja a'Iri kauphækbuninni, ef ekki á sér stað framleiðniaukning í þjóð- félaginu, sem leitt gæti til vöru verðslækkunar, ef engin kaup- hækkun hefði átt sér stað“. Þannig hótar GyMi verkalýðs- hreyfingunni óbeint, að sérhver kauphækkun, sem verkamenn fái, skuli aftur tekin af þeim með verðhækkun, en slíkt er ebki leyfilegt að gera nú, nema með samþykki ríldsstjórnarinn- ar. GyMi kemst svo að þeirri nið- urstöðu i ræðulokin, að ekkert sé nú hægt að gera fyrir lág- launafólkið, nema að reyna að tryggja því nægilega dagvinnu. Kjaraskerðinguna, sem leiði af gengisfaldinu, verði það að taka á sig bótadiaust, til viðbótar því, að eftirvinnan og næturvinnan, sem áður var drjúg tekjubót, er horfin. Hinu forðast Gydfi að gera grein fyrir, hvemig fjödskyldu- faðir eigi að láta 110—140 þús. árslaun hrölckva fyrir nauð- þurftum og hvers vegna kaupið þurfi að vera miklu lægra hér en í nágrannalöndunum. Alþýð- an veröur bara að sætta sig við þetta. Það er boðskapur þessa tilfcomandi formanns Ailþýðu- fiokksins. Stjórnarandstaðan skerst í leikinn Stefna ríkisstjórnarinnar breyttist ekki neitt fyrstu verk- fadOisvikuna, enda þótt verkadýðs samtökin byðu næstum strax að draga mjög verulega úr kröfum sínum. Þau buðu t. d. að verð- l'agsuppbót skyldi ekki ná nema til 11 þús. kr. mánaðarlauna og jafnframt skyl'di dregið að greiða nokkum hluta uppbót- arinnar þangað til síðar. Stjórn- in sinnti þessu tiilboði engu. Hún ætlaði bersýnilega að sitja fast við þann keip að hafna öld- um verðlagsbótum, eins og svo glöggt hafði komið fram í áður- nefndri hlaupársdagsræðu Gylfa Þ. Gíslasonar. Það átti að sigra verbfaldismenn með löngu verkfaldi. Þegar verkfallið hafði staðið í viku og engar sáttatildögur 'höfðu verið bornar fram af háMu sáttasemjara eða ríkis- stjómarinnar, töldu þingflokk- ar Framsáknarflokksins og Al- þýðubandalagsins ekki annað fært en að Alþingi skærist í leikinn. Mánudaginn 11. þ. m. fluttu fjórir þingmenn þessara flokka svohljóðandi tillögu í sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að beita sér þegar í stað fyrir lausn verkfallanna með lagasetningu um verðtrygg ingu launa í samræmi við það, sem verkalýðshreyfingin hefur sett fram“. Hér er að sjáMsögðu átt við þær tiUögur, sem verkalýðs- hreyfingin hafði sett fram eftir að verkföldin hófust og sagt er frá hér á undan. Tillagan, sem réði úrslitum Þessi tiUaga stjórnarandstöð- unnar varð til að koma þeim skrið á mádið, sem leiddi tid þess að verkfadlsdeilan leystist. Strax fáum klukkustundum etft- ir að tidlagan var flutt 1 þing- inu, kom forsætisráðherrann fram í hljóðvarpi og sjónvarpi og talaði í miklu friðsamdegri tón en áður. Næsta dag bar sátta semjari svo fram tiddiögur um umræðugrundvöll og þykir vóist, að hann hafi gert það í samráði við fiorsætisráðherra. Hið breytta hugarfar forsætisráð- 'herrans stafaði af því, að hann vildi ekki fyrir neinn mun, að tid'laga stjórmarandstöðunnar yrði tekin tid umræðu og með- ferðar í þinginu. Sumir þing- menn stjórnarflokkanna treystu sér idla til að greiða atkvæði gegn tidlögunni, þar sem marg- ir stuðningsmenn þeirra stóðu framarlega í verkfödlunum. For sœtisráðherrann fann Mka af hyggjuviti síhu, að mádum var svo bomið, að erfitt væri fyrir ríkisstjórnima að verja í útvarps umræðum þá stefnu hennar að ætda að láta láglaunafólkið bera adila kjaraskerðingu gemgisfeld- ingarinnar óbætta. í sameiningu gripu hann og forseti sameinaðs þings tid þess gerræðis að meita um útvarpsumræður um tidlög- una, enda þótt það bryti alger- lega gegn anda og orðum þing- skapanna. Til lengdar hefði þetta þó ekki verið hægt og því var allt kapp lagt á að leysa verkfallið áður en óhjákvæmi- legt hefði orðið að táka tiddög- una til meðferðar. Þannig má segja, að þessi til- laga stjórnarandstæðinga hafi átt ríkan þátt í því að hraða lauisn verkfaldsins, ásamt hinni einbeittu samstöðu verkfalds- manna. Stórfellt tjón atvinnuveganna Af því, sem hér er rakið, er það ljóst, að ríikisstjómin og þinglið hennar bera alda ábyrgð á þessu mesta og dýrasta verk- falli, sem háð hef-ur verið á ís- landi. Ríkisstjórnin ætiaði að svipta launþega adgerdega öl- um verðlagsbótum. Hún skeytti engum aðvörunum, þegar hún afnam verðlagsbæturnar. Hún reyndi ekkert að semja eftir að langflest stærstu verka- lýðsfélaganna höfðu boðað v-erk fald. Hún gerði ekkert til að semjia fyrstu verkfallsvifcuna, þrátt fyrir mikinn afslátt af háMu verkalýðssamtakanna. Markmið hennar var að sigra verkadýðshreyfinguna með lön-gu verkfadli. Fyrst eftlr að h-ún og þinglið hennar stóðu frammi fyrir því að taka á nýj- an leik afstöðu á Alþingi, lét hún undan síga, enda þá komið fram, að eining verdrfadlsmanna yrði ekki rofin. Það tjón, sem af þessu hefur hlotizt fyrir þjóðarbúið, skiptir áreiðandega hundruðum þús- unda króna. Það tekur atvinnu- vegina langan tíma að fá þetta tjón bætt. Sama gildir um verk fallsmennina. Allt stafar þetta tjón af forsijárleysi og ósann- girni ríkisstjórnarinnar og þing manna stjórnarfilokkanna. Þáttur Alþýðu- Mksins Hlutur beg-gja stjórnarflokk- anna er slæmur í þessu m'áli, þ. e. a. s. ráðherra þeirra og þingmanna. Þó er hlutur Al- þýðuflokksinis sýnu verri. Hann telur sig enn flok-k adþýðufólks og launþega. Honum bar að standa hér á verði. Hann brást ekki aðeins í varðstöðunni, heldur gengu ráðherrar hans fram fyrir skjöldu, sbr. hlaup- ársdagsræðu GyMa Þ. Gíslason- ar. Hins vegar má segja óbreyttu Aiþýðuflokksmönnunum það til lofs, að iþeir stu-ddu verkalýðs- hreyfinguna eindregið í baráttu hennar. Vafalaust hefur sú af- staða þeirra og margra ðbreyttra Sjálfistæðismanna stutt mjög að því, að verkalýðs hreyfingunni tókst að ná því höf-uðmarkmiði, að verðtrygg- ingin hefur verið tekin upp að nýj-u. En þetta dregur ekki neitt úr sekt ráðherra og þingmanna AI- þýðuflokksims. Reynslan hefur nú ótvírætt sýnt, að alþýðan og launafólkið getur en-gu betur treyst þessum mönnum > en 'Sjlálfu afturhialdinu. Óhæf ríkisstjórn Aldrei hefur það komið gleggra í Ijós en í sambandi við þetta mikla verkfa'l, að núver- andi riddsstjóm veldur ekki á neinn hátt því verkefni að stjórna á erfiðum tímum. Til þess brestur hana þekkinign og ski'lning á þeim verkefnum, sem er fengizt við. Þegar ríkisstjórnin réðst í gen-gisfeHiniguna, átti hún að leggj-a höfuðkapp á að treysta vinnufriðinn. Það var frumskil- yrði þess, að gengisf-elling bæri tUætlaðan árangur. í stað þess hófst stjómin handa um að svipta dáglaunafólkið þeim rétti, sem fólkst í verðtryggingunni. Öddum nema ráðherrum og þing mönnum stjóm-arfilokkanna var Ijóst, að sd'íkt h'la-ut að leiða tid stórfedldu'stu stéttarátaka, eins og lí'ka ra-unin varð. Með þessu háttalagi sínu hef- ur ríkis-stjórnin valdið þjóðar- Minu hundruð middjóna tjóni, til viðbótar þeim erfiðleikum, sem fyrir voru. Það er skylda rikisstjórnar- innar að leitast við að bæta at- vinnuvegu-num þetta tjón og gera þeim auðveddara að bera þær baup'hækkanir, sem samið var um. í atvinn-umálatillögum Alþýðusambandsins var bent á mörg úrræði tid að bæta ha-g at- vinnuveganna, t. d. bætt og auk in rekstrarlán, afnám todla á vélum og hráefnum og efdingu Atvinnujöfn-unarsjóðs ríkisins. Ríkisstjórnin féUst ekki á neitt þessara úrræða. Hún ætlar at- vinnuvegunum að bera verkfalls tjónið og kauphækkanirnar, án þes-s að gera nokkuð til að treysta rekstraraðstöðu þeirra. Þannig er aldt á sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn. Hún er gersamlega ófær um að 1 stjóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.