Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 8
MMBLMHB Miðvikudagur 22. nóv. 1989 Raforkuverö til nýs álvers: Rætt um 18,5 mills Jón SigUFðsson iðnaðar- ráðherra staðfesti í sam- tali við Alþýðublaðið að rætt taefði verið um að 18.5 mills yrði grunn viðmið- unarverð á raforku sem seld yrði nýju álveri til langs tima. 1 mill samsvar- ar því að greiddir séu 6.3 aurar á KW-stund og mid- að við áætlaða notkun 185.000 tonna álvers myndi það borga um þrjá milljarða á ári fyrir rafork- una. Jón sagði jafnframt að hafa bæri í huga að til að byrja með yrði raforkuverðið eitt- hvað lægra en hækkaði þeg- ar frá liði. Þá væri einnig inni í myndinni að raforkuverðið yrði að einhverju leyti tengt heimsmarkaðsverði á áli. í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins kom fram að Landsvirkjun taldi viðunandi að álverð á heimsmarkaði væri 1650 dollarar á tonnið en samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins liggur sú tala nærri þeim sem rætt hefur verið um í samningaviðræð- um við Altantal hópinn. Óánœgja óbreyttra starfsmanna Rarik: Konur útilokaðar við úthlutun á bílastæðum Líklega krafist aö „markaöslögmál" rádi: Þeir sem koma fyrstir fái stœöi. Nokkur óánægja er ríkjandi meðal óbrey ttra starfsmanna Rafmagns- veitna ríkisins við Hlemm, og þá einkum kvenna, vegna úthlutun- ar á bifreiðastæðum við húsið. I þessum höfuð- stöðvum Rarík vinna um 60 starfsmenn, þar af um 25 konur, en engin kvennanna fékk úthlut- að stæði. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur óánægjan farið vaxandi þótt nokkrir mánuðir séu síðan Rarik fékk úthlutað 32 stæðum en aðrar stofn- anir fengu afganginn. Rarik er dæmigert „karlaveldi" hvað yfirmannastöður varðar og telja hinir óbreyttu að þörfum þeirra hafi fyrst verið sinnt. Eftir það voru enn nokkur stæði til úthlutunar og komu þau öll til karlmanna. Fyrir dyrum stendur að fjalla um þetta mál á fundi hjá starfsmannafélagi Ra- rik og talið líklegt að fram komi tillaga um að þessu fyrirkomulagi verði breytt, þannig að allir starfsmenn stofnunarinnar við Hlemm fái stæðiskort og „mark- aðslögmálin" látin gilda. Með öðrum orðum fái þeir stæði sem fyrstir mæta í vinnuna og jafnt verði látið yf ir alla ganga. t'ó er einnig hugsanlegt að ekki verði stuggað við yfirmönnum, en „afgangsstæðin" lúti fyrrnefndu lögmáli. Hinir óbreyttu líta einkum til þess að stæðin eru undir núverandi kerfi nánast aldrei fullnýtt. Kristján Jónsson forstjóri Rarik sagði í samtali við Al- þýðublaðið að hann hefði ekki heyrt af mikilli óánægju. „Ég var sem bet- ur fer ekki á staðnum þegar þetta var ákveðið, en ég veit að það var reynt að út- hluta stæðum til þeirra sem mest þurftu á þeim að halda og það var alls ekki byrjað á yfirmönnunum. Það þótti rétt að byrja á þeim sem eru í heilsdags starfi og mæta í vinnuna á bílum og eftir það var ekki mikill vandi að úthluta þessu. Við erum auðvitað reiðubúnir til að taka þetta til endurskoðunar ef slík ósk berst," sagði Kristján. Adstodarutanríkisrádherra Vestur-Þýskalands: Þjóðverjar skilja sérstöðu íslendinga Lýsti yfir ánœgju meö gang könnunarvidrœdna EJFTA og EB Frú Irmgard Ad- am-Schwaetzer aðstoðar- utanríkisráðherra V-Þýskalands, sem hér hef- ur dvalist í boði utanríkis- ráðherra, fullvissaði ís- lensk stjórnvðld um að Vestur-Þjóðverjar skildu fullkomlega sérstöðu ís- lendinga vegna myndunar eins innri markaðar í Evr- ópu. Hún sagði á blaða- mannafundi í gær að þýska stjórnin gerði sér fulla grein fyrir því að inn- an ef nahagssvæðis eins og hins Evrópska yrði að taka jafnt tillit til smáríkja sem og stórþjóða. Frú Adam-Schwaetzer svaraði spurningu um hversu langt Þjóðverjar væru tilbún- ir að ganga til að styðja ís- lendinga í hugsanlegum samningum um fríverslun með fisk innan hins væntan- lega Evrópska efnahags- svæðis, á þann veg að þetta hlyti að verða að ráðast í end- anlegum samningum. Hún sagði að það lægi ekki á því að svara því nú hvort samn- ingar myndu takast. Enn- fremur sagði þýski aðstoðar- utanríkisráðherrann að sú fiskveiðistefna sem nú gilti innan EB, þ.e. að gegn frí- verslun verði að koma veiði- heimildir, væri ekki endan- leg. Ráðherrarráð EB á eftir að ræða það mál sagði frúin. Hún lýsti yfir mikilli ánægju með gang könnunar- viðræðna EFTA og EB undir forsæti Jóns Baldvins Hanni- balssonar og sagðist bjartsýn á það að á ráðherrafundi beggja samtakanna 19. des- ember nk. verði gefið grænt ljós á að samningar geti hafist á næsta ári. Jón Baldvin tók undir þetta. Aðspurð um framtíðarhlut- verk Þýska ríkisins innan Evrópu sagði hún að Þjóð- verjar vildu tryggja friðsam- lega framtíð innan Evrópu með sameiningu álfunnar á þeim nótum sem unnið væri eftir. Hún fór annars varlega í yfirlýsingar um ástandið í Austur-Þýskalandi og hugs- anlega sameiningu þýsku ríkjanna, sambandið við Na- tó og framtíðarþróun þessara mála. Sagði að meginmark- miðið væri að tryggja nánara samstarf allra Evrópuríkja og koma málum þannig fyrir að löndin væru svo háð hvert öðru að þau hefðu ekki efni á sundrungu. Frú Adam-Schwaetzer hef- ur dvalist hér í tvo daga og átt viðræður við utanríkisráð- herra, sjávarútvegsráðherra, viðskiptaráðherra og fjár- málaráðherra, auk forystu- manna Sjálfstæðisflokks og Kvennalista. Að auki hitti hún forseta íslands að máli og lýsti yfir sérstakri ánægju með þann fund. VEÐRID ÍDAG Hœg breytileg átt, létt- skýjað 09 kalt veöur áfram um land allt. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag Ásgeir Hannes Eiríks- son, þingmaður Borgara- flokksins hefur lagt fram tillðgu til þingsályktunar um að fjármálaráðherra hlutist til þess að leggja niður mötuneyti starfs- manna hjá ríkinu þar sem alhliða veitingahús eru á næstu grösum og koma starfsmönnum ríkisins að sömu eða sambærilegum notum. Einnig leggur Ás- geir til að ríkið leggi niður opinbera sali undir veisl- ur og stærri fundi. í greinargerð með til- lögunni bendir þingmað- urinn á þá rekstrarerfið- leika sem veitingahús eiga við að glíma um þessar mundir. Það sé því ekki eðlilegt að ríkið sé í samkeppni við veitinga- húsin um matsölu og eðli- legra að ríkið láti starfs- mönnum sínum í té ávís- anir sem þeir geta fram- vísað á veitingastöðum. Þingmaðurinn telur slíka ráðstöfun draga úr um- svifum ríkisins og um leið bæta aðstöðu veitinga- húsanna. Við skýrðum frá því hér á þessum vettvangi fyrir skemmstu að Gudni Bragason, fyrrum sjón- varpsfréttamaður, hefði fært sig um set í utanríkis- ráðuneytinu, farið frá skrifborði . varnarmála- deildarinnar og orðið yf- irmaður upplýsingadeild- ar sem m.a. sérhæfir sig í að veita upplýsingar um EB- og EFTA-málefni um þessar mundir. Fyrirrenn- ari hans í starfi var Þórö- ur Ægis Óskarsson en hann fór yfir í alþjóða- deild ráðuneytisins. Það er jafnan mikill heiður fyrir listamenn að hljóta starfslaun Reykja- víkurborgar og fá sæmd- artitilinn borgarlistamað- ur. Auk heiðursins er þetta umtalsverð búbót því listamaðurinn er á launum frá borginni í heilt ár án kvaða, annarra en þeirra að sýna að því loknu einhvern afrakstur vinnu sinnar. Á Kjarvals- stöðum stendur einmitt yfir slík sýning, því þar sýnh^Jóhanna Bogadótt- ir málverk og teikningar um þessar mundir en vinna hennar þar sýnd er einmitt unnin á meðan hún naut starfslauna frá Reykjavíkurborg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.