Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 2
Miövikudagur 22. nóv. 1989 MÍÍMBIMD Armúli 36 Sími 681866 Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakiö. HUSBRÉFAKERFIÐ HEFUR TEKIÐ GILDI Lög um húsbréfakaup í fasteignaviöskiptum tóku gildi 15. þessa mánaðar. Um er að ræða veigamiklar breytingar, sem fela það fyrst og fremst í sér að seljandi fasteignar lánar kaupanda allt að 65% af kaupverði eignarinnar. Kíkið tryggir að viðskiptin geti átt sér stað, þar sem tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráð- gjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. Þegar stofnunin hefur gengið úr skugga um tekjur og gjöld viðkomandi, fær hann skrif lega um- sögn, þar sem meðal annars er tilgreint hugsanlegt kaupverð miðað við að greiðslubyrðin verði aldrei meiri en 30% af tekju- skattstofni. iVIeð umsögn ráðgjafastöðvarinnar er fyrst tímabært að gera tilboð ífasteign. Staðfesting á greiðslugetu viðkomandi er raun- verulega trygging væntanlegs seljanda fyrir því að greitt verði af skuldinni. Ríkisvaldið leggur með öðrum orðum blessun sína yfir fasteignakaup sem eru innan tilskilins ramma. Um leið og seljanda er á þennan hátt tryggt að greiðslur af skuldinni verði inntar af hendi, tekur ríkisvaldið einnig að sér að meta greiðsluhæfni kaupandans - og væntanlega þegar fram í sækir að forða mörgum frá því að ana út í íbúðarkaup, sem ekki byggjast á raunhæfu mati á fjárhagsstöðu. Fram að þessu hafa fjölmargir lent á vonarvöl vegna þess að þeir réðust í kaup sem þeir réðu alls ekki við. Auk þess að meta greiðslugetu og greiðslubyrði væntanlegs kaupanda er helsti munur á húsbréfum og hefðbundnu hásnæð- islánakerfi meðal annars að íbúðarkaupandi getur fengið hærra lán á einum stað. Þörfin á skammtímalánum minnkar, en í fyrra kerfi þar sem útborgun á einu ári var að minnsta kosti 70%, þurftu margir að leita ásjár bankastofnana, sem í fæstum tilvik- um veita lán til lengri tíma en 4—5 ára. Greiðslubyrði slíkra lána er auðvitað allt önnur og meiri en í húsbréfakerf inu þar sem lán selj- anda eru til 25 ára. V extir í húsbréfakerfi eru 5.75% á ári ofan á verðbólgu, sem eru mun hærri vextir en í hefðbundnu kerfi. Greiðslubyrðin verður hins vegar í f lestum tilvikum ekki eins mikil og mismunurinn gef- ur til kynna, því að frá næstu áramótum eiga kaupendur rétt á vaxtabótum á hverju ári. Þæreru bundnar ákveðnu hámarki sem breytist með lánskjaravísitölu, en skerðast upp að því hámarki af tekjum og eignum. Frá samanlögðum vaxtagjöldum dragast 5% af tekjskattsstofni og vaxtabætur munu skerðast um ákveðinn hundraðshluta við hækkandi eignarskattsstofn - og falla alveg niður við tvöfalda þá upphæð sem þær byrja að skerðast við. Ymsir hafa óttast að húsbréfakerfið muni leiða til hækkana á markaði. Varla er það raunhæft, þar sem í raun er um staðgreiðslu að ræða með húsbréfum. Kaupandi greiðir 65% með ríkis- tryggðu verðbréfi og 35% sem þá vantar upp á sem útborgun. Gert er ráð fyrir að á fyrsta hálfa árinu verði seljandi kominn með andvirði eignarinnar í hendur. Pað er ekki undarlegt þó að ríkisvaldið hafi viljað stjaka við hefð- bundna húsnæðiskerfinu. Það getur ekki verið keppikefli ríkis- valds að lána aftur og aftur til sömu íbúðar, eins og tíðkast hef ur. Nú er þessi lánsskylda flutt af ríkinu yfir á þá sem munu eiga við- skipti, seljandinn lánar kaupanda en ríkið viðurkennir kaupin. Með þessu móti getur og ríkið ráðstafað á annan hátt því sem ella færi til lána vegna kaupa á notuðum íbúðum. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að með þessu móti verði hægt að stórefla félagslega íbúðakerfið. Ríkisvaldið geti tekið myndarlega á og hjálpað þeim sem á mestri hjálp þurfa að halda í húsnæðismálum. ONNUR SJONARMIÐ HANNES Hólmsteinn Gissurarson lektor og frjálshyggjupostuli með meiru virðist kominn í mikið stríð við forystu Morgunblaðsins. Það er þó einkum Styrmir Gunnarsson rit- stjóri sem er helsti skotspónn Hann- esar Hólmsteins. I leiftursóknarpistlum sem birst hafa í DV að undanförnu, hefur lekt- orinn gert harðar og snöggar atlög- ur að ritstjóranum og fundið honum flest til foráttu, vont sunnudagsblað, kratisma og það að fela greinar eftir góða frjálshyggjumenn af alþýðu- ættum innan um auglýsingar og Hannes Hólmsteinn: Vill búa til óvini. Styrmir Gunnarsson ritstjóri: Skil- greinir enga óvini aö mati Hannesar Hómsteins. ómerkilegt innblaðsefni. En allra verst finnst þó lektornum að vina- hópur ritstjórans sé ekki í réttum lit- um. Grípum niöur í deilu gærdagsins eins og hún kom frá Hannesi Hólm- steini í DV: „Eftir að Styrmir Gunnarsson náði völdum á Morgunblaðinu, skiigreinir blaðið ekki neina óvini. Nú á það aðeins misjafn- lega mikla vini. Menn geta ráðið í vinahópinn á Aðalstræti 6 með svipuðum hætti og Kremlar- fræðingar sögðu til um það forð- um, hver væri í náðinni í Kreml- kastala og hver ekki. Frá hverj- um er sagt í blaðinu? Á hvað er lögð áhersla? Og um hvað er þagað?" Og nú skilgreinir lektorinn rétta vini og ranga: „Gott dæmi gat að líta fimmtu- daginn 9. nóvember síðastlið- inn. A miðopnu var feitur rammi utan um frétt þess efnis, að Þor- valdur Gylfason f lytti fyrirlestur um gengismál, og yrði hann síð- ar birtur í bók á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Á öðrum stað í blaðinu var grein eftir Hrein Loftsson um hið alræmda Guðrúnarmál vandlega falin inn- an um auglýsingar. Auðvitað er Þorvaldur miklu meiri vinur blaðsins en Hreinn. Hvort tveggja er, að hann er af réttmætum ættum og hefur rétt- ar skoðanir. Hann er ráðherra- sonur, og hann er hófsamur jafn- aðarmaður, „hægrikrati", sem treysta má til að segja aldrei neitt óvenjulegt. Hreinn er hins vegar af alþýðufólki kominn, og hann er í frjálslyndari fylkingu sjálfstæðismanna, eindreginn stuðningsmaður atvinnufrelsis og einkaframtaks, auk þess sem málf lutningur hans er beittur og eftirminnilegur." Þá vitum við dauðlegir hvernig Mogginn myndi líta út ef Hannes Hólmsteinn fengi að vera þar rit- stjóri. LEIÐARI Þjóðviljans í gær fjallaði vonum framar um nýafstaðinn landsfund Alþýðubandalagsins. Leiðarahöfundurinn, Ólafur H. Ólafur H. Torfason ritstjóri: Hvaða flokkur er tiér að þinga? Torfason er bersýnilega í mikilli klípu að skrifa sig út úr flækjunni sem fylgdi í kjölfar átakanna og klofningsins. Grípum niður í leiðarann: „Vitaskuld tekst fólk á. En ef til vill kveður nú að nokkru við nýj- an tón þegar tveir reyndir full- trúar spyrja efnislega í ræðu- stóli: A hvaða fundi er ég? Hvaða flokkur er hér að þinga? Fráfar- andi varaformaður lýsti því síð- an yfir í sjónvarpsviðtali í gær- kvöldi að „báðir armar" flokks- ins hefðu orðið fyrir „pólitísku áfalli" á fundinum. I Ijósi orða á borð við þessi verður það verk- ef ni f lokksins á næstu misserum að móta nýja stefnuskrá eitt mik- ilvægasta umboð sem flokks- mönnum hefur verið falið frá upphafi." Þetta er nokkuð merkileg niður- staða. Alþýðubandalagið verður sumsé að skrifa nýja stefnuskrá og það alveg frá byrjun! Einn með kaffinu Eiginkonan var nýbúin að missa móður sína og spurði eiginmanninn hvernig stein þau ættu að velja á gröfina. „Einhvern nógu þungan," svar- aði eiginmaðurinn. DAGATAL Lódarí í Lágmúla Halli heildsali var á hlaupum út úr nýja, ameríska kagganum þeg- ar ég hrópaði á hann. Hann snar- snerist á miðri götunni og kom svo loks auga á mig og skokkaði yfir að gangstéttinni. — Blessaður, Dagfinnur, þú varst hér um bil búinn að gefa mér slag, blés Halli. — Eg hélt að menn eins og þú þyldu hvað sem væri, svaraði ég. — Maður er að eldast, sagði Halli raunalega. fcjg kom beint að efninu. — Heyrðu, mig langaði að spyrja þig sem sjálfstæðismann: Er ekki Davíö kominn í vond mál? — Davíð? Hvað áttu við? Halli sperrti upp augun. — Lágmúlahneykslið, sagði ég lágum rómi. — Lóðin hans Júlla? spurði Halli og hló hraustlega. Það er nú ekki mikið mál. Pínötts. — En finnst þér allt í lagi að borgarfulltrúar standi í lóðabraski og fái alls konar fyrirgreiðslu, þurfi ekki að greiða nein gjöld eins og aðrir borgarar, og samt gefur kerfið þeim grænt á allt. .. Ég komst ekki lengra því nú skellti Halli stresstöskunni í göt- una og setti sig í ræðustellingar. Sjáðu til, Dagfinnur minn, sagði Halli föðurlega. í fyrsta lagi er það þekkt staðreynd hjá okkur í flokknum, að við eigum þessa borg. Það búa sjálfstæðismenn í Reykjavík. Það búa kannski kommar á Neskaupstað og kratar í Hafnarfirði og framsóknarmenn í Borgarnesi, en það búa sjálfstæð- ismenn í henni Reykjavík. Þetta er lögmál númer eitt. Halli tók smáhvíld og hélt svo áfram: — í öðru lagi, svo ég tali nú í upptalningastíl eins og Jón Bald- vin; í öðru lagi kemst maður áfram í byggingarframkvæmdum í Reykjavík ef maður er inn undir hjá meirihlutanum. Ég segi það bara beint út. Meirihlutinn lyftir upp síma og hringir í kerfið. Kerfið gerir eins og kerfinu er sagt til um. Nó trobúl. Skilurðu? Ég kinkaði stirðlega kolli. — Nú, sagði Halli. I þriðja lagi er trikkið að fá embættismennina með í framkvæmdina til að auð- velda leiðina í gegnum kerfið. Upplagt er að láta byggingarfull- trúa teikna burðarþolsteikningar, láta frænda borgarfulltrúans slá upp fyrir húsinu, kaupa steypuna hjá ættingja annars borgarfulltrúa og svo framvegis. Og ekki síst er mikilvægt að sækja um lóð sem aldrei er auglýst. Það gerir maður innan frá í kerfinu. — Þetta er sukk, sagði ég. — Nei, nei, elsku Dagfinnur, þetta er bara íslenskur vinskapur. Þetta er lítið þjóðfélag. Menn eru vinir. Menn eru flokksbræður. Menn eru reglubræður. Menn eru mannlegir. Þú hjálpareinhverjum, einhver annar hjálpar þér. Sér- staklega er þetta þekkt í Reykja- vík, þar sem bara búa sjálfstæðis- menn. Við græjum þetta gegnum flokssamböndin. Ekkert mál. Þetta verður líka til þess að þeir fáu í Reykjavík sem gleymt hafa að ganga í Sjálfstæðisflokkinn eða ekki haft vit á því að styðja flokk- inn, fara að drífa í þessu. Halli tók upp stresstöskuna að nýju. — Vertu ekki svona aumingja- legur, Dagfinnur minn, sagði hann. Mundu að það besta er nátt- úrlega að vera sjálfur borgarfull- trúi. Þá þarf maður ekki að sleikja neinn. Þá getur maður bara hringt sjálfur í kerfið og látið hjólin snú- ast. Hefurðu hugleitt að bjóða þig fram í borgarstjórn? Væri ekki stórsniðugt að ganga í flokkinn okkar og bjóða sig fram? Halli beygði sig fram ojg hvíslaði: — Þú gætir átt séns. Eg veit um einn borgarfulltrúa sem fer að hætta. Svo var Halli rokinn. JjQaJUynœ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.