Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 7
 Föstudagur 24. nóv. 1989 7 ÚTLÖND Menningarárekstrar i Frakklandi Þetta byrjaöi með smáfrétt í sjónvarpinu um aö skólastjóri nokkur heföi skipað þremur múslimskum telpum, að hætta að koma í skólann með höfuðbúnað rétttrúaðra múslima (hidjab). Þetta vildu foreldrar telpnanna ekki una við, því skrifaö stendur í Kóraninum að kvenfólki beri aö hylja hár sitt og hnakka. Þegar telpurnar héldu áfram að koma í skólann með höfuðbúnað sinn voru þær reknar úr skólanum. Það var ekki laust við að fólk sem sá og heyrði fréttina í sjón- varpinu, hafi brosað góðlátlega, hrisst höfuðið og hugsað með sér að þegar svo margt merkilegt væri að gerast í heiminum og Frakklandi hlyti þetta að vera smámál sem foreldrar og skóla- stjórar leystu í hvelli. Þar skjátlað- ist mönnum og þótti hið versta mál sem kom af stað miklu fjaðra- foki. Menntamálaráðherrann Lionel Jospin reynir að sætta þess- ar stríðandi fylkingar en hefur gengið illa. Þetta hefur komið af stað vanga- veltum um hve langt skuli ganga í að virða sannfæringu og trú fólks ef landslög gera það ekki. Skólar í Frakklandi hafa ekki kennslu í trú- arbrögðum og allir nemendur í opinberum skólum eiga að læra það sama. Þess vegna er nú rætt Þetta er ótrúlegt mál og segja má aö oft velti lítil þúfa þungu hlassi í þessu tilviki er litla þúfan þrjár þrettán ára telpur, en hlassiö frönsk skólayfirvöld. Um 400 múslimskar konur og börn i París fóru á dögunum í mótmælagöngu til að krefjast þess að múslímskar skóla- stúlkur fengju að bera „hijab", sinn þjóölega höfuöbún- að. um hvað eigi að gera við nemend- ur sem vilja fela hár sitt en ekki trúna. Þeir eiga að fara eftir frönskum landslögum og þýðir þá ekki fyrir þá nemendur að vitna í Kóraninn. Konur sem eru í stjórnmálum benda á að höfuðbúnaðurinn und- irstriki niðurlægingu kvenna í múslimasamfélagi og þar sem jafnrétti kynja sé í Frakklandi geti þessi undirlægjuháttur ekki geng- ið. Múslimskir foreldrar fara einn- ig fram á að dætur þeirra séu ekki skyldaðar til 'að stunda leikfimi eða sund og jafnvel undanþegnar teiknikennslu, því ekki mega þær teikna mannslíkamann . . . Enn aðrir segja að forðast beri að þvinga nokkurn til að láta af trú sinni og siðvenjum og virða rétt einstaklinga til að halda hefðum sínum. Skólastjóri skólans sem þetta byrjaði í er undrandi yfir því hve mikil heift er komin í þessar um- ræður og svo er reyndar um fleiri. Það hefur sem sé komið í Ijós að tvö hundruð árum eftir frönsku stjórnarbyltinguna eru menn ekki á eitt sáttir um hvernig túlka beri jafnrétti fyrir alla, einnig í trúmál- um. (Stytt. Arbeiderbladet) SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 22.05 ASTARKVEÐJA FRÁ ELVIS** (Touched by Love) Bandarísk bíómynd gerð 1980 Leiksljóri: Gus Trikanis Aðalhlutuerk: Deborah Raffin, Diane Lane, Michael Learned. Myndin er byggð á endurminning- um hjúkrunarkonunnar Lenu Can- ada sem snemma ferils síns hjúkraði ifötluðu stúlkukorni. Sú átti hins veg- ar í bréfaskriftum við Elvis Aaron Presley sjálfan og myndin segir af þessu sambandi hennar við pappír og penna og Presley. Þetta er, eins og allir sjá sennilegast, mynd af þeirri gerðinni sem Ameríkönum fer verst að gera, nefnilega á tilfinn- ingalega sviðinu. Tvær stjörnur eru þess vegna yfrið nóg. Stöð 2 kl. 22.20 JAYNE MANSFIELD** (The Jayne Mansfield Story) Bandarísk sjónuarpsmynd Gerð 1980 Leikstjóri: Dick Lowry Aðalhlutuerk: Loni Anderson, Arnold Schwarzenegger, Raymond Buktenica, Kathleen Lloyd Hér er fjallað um ævi leikkonunnar Jayne Mansfield, sem var ein aðal- kvenhetja Hollywood á sjötta ára- tugnum. Hún yfirgaf mann sinn og heimabæ til að freista gæfunnar á sínum tíma og auðnaðist að ná um- talsverðri frægð og frama. Hún þótti víst nokkuð framagjörn, óþarflega segja sumir, og sveifst einskis til að ná sínu fram segja þeir hinir sömu. Loni Anderson, eiginkona Burt Reynolds, leikur Mansfield og þykir ekki standa sig nægjanlega vel. Mynd sem skríður upp í meðallagið. Stöð 2 kl. 00.00 HINN STÓRBR0TNI (Le Magnifique) Frönsk bíómynd Leikstjóri: Philippe De Broca Aðalhlutuerk: Jean-Paul Belmondo, Jacqueline Bisset, Vittorio Caprioli, Monique Tarbes Gamla sagan um rithöfund og per- sónu hans sem verður honum yfir- sterkari á endanum. Þessi segir af metsöluhöfundi nokkrum sem skrif- ar ævintýrabækur og þarf að Ijúka einni á mánuði svo vel megi vera að mati útgefandans. Þetta leiðir af sér að maðurinn gerir ekki annað en vinna, utan hvað hann stelst til að horfa á unga stúlku sem býr í íbúð gegnt hans. Hann þorir þó illa að nálgast hana en þegar hann lætur loksins verða af því kemur í ljós að hún er óskaplega hrifin af þeirri sögupersónu sem hann hefur skap- að. Rithöfundurinn verður því að keppa við eigin sögupersónu um hylli konunnar. Stöö 2 kl. 01.30 BARNSRÁNIÐ*'/2 (Rockabye) Bandarísk sjónuarpsmynd Gerð 1986 Leikstjóri Richard Michaels Aðalhlutuerk Valerie Bertinelli, Ja- son Alexander, Ray Baker Ung, fráskilin kona er á leið til föður síns með lítið barn sitt meðferðis þegar hún verður fyrir því óláni að barninu er rænt. Hún leitar til lög- reglunnar sem lítið getur aðhafst, á hinn bóginn verður áhugasöm blaðakona henni hjálpleg. Þessi mynd þykir ekki þess virði að eyða í hana tíma, verðskuldar lægstu einkunn. 0 £^57002 17.50 Gosi Teikni- myndaflokkur 15.30 I strákageri Fjórar frískar stúlkur leggja leið sina tíl Flórida á vit ævintýranna. 17.00 Santa Barbara 17.45 Dvergurinn Davíð 1800 18.20 Antilópan snýr aftur Breskur mynda- flokkur fyrir börn og unglinga. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (33) Brasilískur framhalds- myndaflokkur 18.10 Sumo-glima 18.35 Heiti potturinn 1900 19.20 Austurbæingar Breskur myndaflokkur 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Nætursigling Fjóröi þáttur Norskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum. 21.25 Peter Strohm Þýskur sakamála- myndaflokkur meÖ Klaus Löwitsch í titil- hlutverki. 22.05 Ástarkveðja frá Elvis fTouched by Love) Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1980. Sjá umfjöllun. 19.19 iai9 20.30 Evrópa 1992 Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson 20.40 Geimálfurinn 21.15 Sokkabönd i stil Tónlistarþáttur 21.50 Þau hæfustu lifa Dyralifsþættir ( sex hlutum. 22.20 Jayne Mansfield Sannsöguleg mynd um leikkonuna Jayne Mansfield, sem yfirgaf eiginmann sinn og heimabæ til að öðlast frægð. Aðalhlutverk: Loni Anderson o.fl. — Sjá umfjöllun 2300 23.40 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 00.00 Hinn stórbrotni Aðalhlutverk: Jean- Paul Belmondo, Jacqueline Bisset afl. — Sjá umfjöllun 01.30 Barnsránið. — Bönnuð bömum. Sjá umfjöllun 03.05 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.