Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 8
Borgarráð eykur álag fæðingar- deildar! Mótmœlafundur haldinn á Hótel Borg á mánudag Sérstakur hópur um málefni Fæðingarheimilis Reykjavíkur mun standa fyrir fundi á mánudag þar sem mótmæla skal sam- þykkt meirihluta borgar- ráðs á tveimur hæðum heimilisins tii 11 lækna. Þessi leiga er talin hafa siíkan niðurskurð í för með sér fyrir heimilið að það leiði til iokunar þess. það mundi um leið leiða til aukins álags hjá fæðingar- deild Landspítalans, þar sem áiagið er drjúgt fyrir. Þessar hæðir hafa verið iokaðar um skeið vegna sparnaðar, en áætlanir við- komandi aðila og samningur heimilisins við Landspítalann hafa gengið út frá eflingu heimilisins, þannig að fæð- ingum þar gæti fjölgað úr rif- lega 300 á ári í um 600. Á fæðingardeild Landspítalans eru fæðingar að jafnaði rúm- lega 200 á mánuði en hjá heimilinu um 30 og hefur það ekki síst létt á álagi hjá deild- inni, sem er drjúgt fyrir. Krist- ín Tómasdóttir yfirljósmóðir deildarinnar sagði að það væri mjög óeðlilegt ef heimil- inu yrði lokað, eins og reynsl- an sýndi þegar því væri lokað um 6 vikna skeið á sumrin. Þá færi fjöldi fæðinga upp i allt að 260 á mánuði, en eðli- legt álag væri af um 200 fæð- ingum. „Álagið á starfsfólk getur orðið gífurlegt og það bitnar á umönnun kvenn- anna.“ „Ég trúi ekki öðru en að mál þetta leysist farsællegá' sagði Sólveig Þórðardóttir yf- irljósmóðir Fæðingarheimil- isins. „Málamiðlun hlýtur að finnast. Við höfum gengið út frá tillögum um endurbætur og breytingar til að búa betur að þeim konum sem hér fæða og þurfum til þess meirá rými. Ekki síst er samþykkt borgarráðs þó ógnun við það samkomulag sem gert hefur verið við Landspítalann" sagði Sólveig. Áðurnefndur fundur verður að Hótel Borg og hefst kl. 16.30. Föstudagur 24. nóv. 1989 Okkur þykir sjálfsagt að geta þess að á morgun á afmæli og verður 48 ára þingmaður krata í Norð- urlandskjördæmi vestra, Jón Sœmundur Sigur- jónsson. Um Jón má með- al annars segja að hann er einn af þessum dæmi- gerðu krataþingmönn- um, um fimmtugt með nafn sem byrjar á „Jó“! Jón er Siglfirðingur, son- ur prentsmiðjustjóra og tengdasonur síldarsalt- ara, er sjálfur prentari og þjóðhagfræðingur, áhugamaður um félags- og tryggingarmál og handbolta með meiru. ★ Við sögðum frá því í Al- þýðublaðinu á miðviku- dag að Allaballinn Magn- ús Skúlason hefði í bygg- ingarnefnd borgarinnar gert bókun þar sem hann mótmælti erindi Gudrún- ar Helgadóttur um niður- rif á Kirkjustræti lOa. Því má til gamans bæta við að það var langafi Magn- úsar, Skúli Thoroddsen, sem gerði fræga bókun í Kaupmannahöfn vegna sambandslagasamnings- ins 1908 og leiddi sú bók- un til falls Hannesar Haf- stein ráðherra. Sagan seg- ir að í ljósi þessa hafi Magnús aldrei gert bókun í samfloti með öðrum! ★ Bók Eiríks Jónssonar um borgarstjórann okkar, Dauíö Oddsson, er að koma út á markaðinn þessa dagana. Það hefur ekki farið framhjá nokkr- um manni að bókin er skrifuð í óþökk Davíðs, sem þó hafði gefið grænt ljós í byrjun. Nú bíða menn spenntir eftir við- brögðum Davíðs, sem kemur heim frá Florida um eða eftir helgi. Ástæð- an fyrir mótmælum Dav- íðs kemur fram í bréfa- skriftum hans og höfund- ar í vor, þar sem Davíð segir: „Ástæðan er ein- föld og blasir við. það er út í biáinn að skrifa slíkar bækur um menn, sem ekki eru komnir á miðjan aldur“. Eiríkur benti hins vegar á að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði skrifað bók um Albert Guö- mundsson árið 1957 að honum óspurðum og var Albert þó aðeins 34 ára. Drög aö málamiölun um uirdisaukaskattinn: Framsókn heimtar enn tveggja þrepa kerfi Fjármálarábherra af bókum, en ekki Fjármálarádherra hef- ur lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna drög að breytingum á gild- andi lögum um virðis- aukaskatt. I drögunum er fólgin nokkurs konar málamiðlun milli ólíkra skoðana einstakra stjórnarfiokka um þrep, undanþágur og fleira, en fyllilega má búast við áframhaldandi deilum, einkum um hvort við- hafa beri eitt þrep eða tvö. leggur til skattleysi fyrr en eftir ár. Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir einu 26% skatt- þrepi, en innan ríkisstjórn- arinnar hafa einkum fram- sóknarmenn barist fyrir tveggja þrepa kerfi, en einnig í minna mæli þing- menn Alþýðubandalags og Borgaraflokks. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa hins vegar verið harðir á einu þrepi. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins hafa a.m.k. þingmenn Fram- sóknarflokksins hótað að hlýða ekki kalli fjármála- ráðherra og stuðla að tveimur þrepum, telja meirihluta fyrir slíku á þingi. Innan Alþýðufiokks- ins er hins vegar ríkjandi það sjónarmið að með tveimur þrepum væri verið að eyðileggja grunnhug- myndina að baki undan- þágulitlum skatti og leiða til óhjákvæmilegrar frest- unar á gildistökunni. Drög fjármálaráðherra ganga annars út á 26% skatti, með endurgreiðsl- um að hálfu vegna mjólkur, dilkakjöts, fisks og innlends grænmetis. í þeim eru und- anþágur rýmkaðar þannig að þær nái til skipasmíða, til ökukennslu, lax- og sil- ungsveiðileyfa, aðgangs- eyris að tónleikum, leik- sýningum og leikhúsum, til íþróttastarfsemi og að- gangseyris að heilsurækt- arstofum, til sölu listaverka á uppboðum, til sölu á heitu vatni og rafmagni til húshit- unar og til sölu í skólamötu- neytum og fleiri atriða. Áfram verður undanþága vegna tímarita, dagblaða og landsmálablaða en reiknað er með afnámi skattsins á bækur um miðj- an nóvember á næsta ári. Samband atvinnurekenda í sjávarútvegi: Krefst beinna viðræðna við EB EFTA leidin of seinvirk. Ríkisstjórnin haft uppi rangar áherslur Samstarfsnefnd at- vinnurekenda í sjávarút- vegi telur að áheyrslu- breytinga sé þörf í viðræð- um við EB af hálfu íslend- inga. Hún telur ekki að það sé vænleg leið fyrir Is- land til að fá fellda niður tolla og viskiptahindranir innan EB-markaðarins að semja í samfloti við önnur EFTA-ríki. Heldur eigi ís- lenskir ráðamenn í ríkari mæli að snúa sér að því að taka upp tvíhliða viðræð- ur við EB og nýta sér vel- vild áhrifamikiila valda- manna í einstökum aðild- arlöndum EB. Sú Ieið er fljótvirkari telja nefndar- menn og segja jafnframt að við séum að falla á tíma hvað þetta varðar.. Samstarfsnefdin hefur af því miklar áhyggjur að frí- verslun með fisk innan hins Evrópska efnahagssvæðis verði aftarlega á merinni í komandi samningaviðræð- um EFTA og EB og því þurfi íslendingar að knýja á með tvíhliða samningum beint við EB. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem samstarfs- nefndin efndi til á miðviku- daginn og þar var einnig dreift skýrslu sem nefndin hefur látið vinna um viðskipti Islendinga með sjávarafurðir við lönd Evrópubandalags- ins. 1 skýrslunni kemur einnig fram fiskveiðistefna Evrópu- bandalagsins svart á hvítu en þar segir m.a. að í heild verji bandalagið og einstök ríki þess á bilinu 35—40 milljörð- um á ári í styrki til sjávarút- vegs. Við þessa styrki þarf ís- lenskur sjávarútvegur að keppa, auk þess sem hann er að hluta tollaður á EB-mark- aðinn. Sjávarfang er um 75% af útflutningi íslendinga og þar af fer yfir 60% framleiðsl- unnar á markaði innan EB. Samstarfsefndin vill að lögð verði áhersla á að fá fram viðbót við svokallaða bókun 6 í fríverslunarsamn- ingi íslands við EB, en hún gerir grein fyrir þeim tollfríð- indum sem Islendingar njóta á mörkuðum bandalagsins. Bæði vegna þess að 17 ár eru liðin frá því að hún var gerð og margt hefur breyst en einnig og einkum og sér i lagi vegna þess að á seinustu ár- um hafa aðalkaupendur á ís- lenskum saltfiski, Portúgal og Spánn, gengið í Evrópu- bandalagið sem varð til þess að tollur var settur á saltfisk sem áður hafði ekki verið. ís- lendingar greiða nú um 1 milljarð króna á ári í tolla til bandalagsins vegna útflutn- ingsins á fiski. Reglugerd um Jöfnunarsjóö sveitarfélaga: Sjóðurinn notaður til raunverulegrar jöfnunar Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga, sem tekur gildi um áramótin um leið og ný lög um tekjustofna sveitarfé- laga. Meginefni reglugerð- arinnar fjallar um úthlut- un á verkaskiptaframlög- um og jöfnunarframlög- um. Jöfnunarframlög renna til sveitarfélaga sem hafa lægri skatttekjur en sambærileg sveitarfélög miðið við meðal- nýtingu tekjustofna og til þeirra sem skortir tekjur til að halda uppi þeirri þjónustu sem eðlilegt má telja að sveit- arfélög af þeirri stærð veiti. Undanfarin ár hafa aðeins 6% af tekjum núverandi Jöfn- unarsjóðs verið varið til raun- verulegrar jöfnunar, en sem dæmi um breytinguna má nefna að raunveruleg jöfnun- arframlög verða á þessu ári um 100 milljónir króna, en samkvæmt nýju lögunum hefðu þau orðið um 500 millj- ónir auk svipaðrar upphæðar til verkaskiptaframlaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.