Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 28. nóv. 1989 iMHÍBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. BOLTINN ER HJÁ ÓLAFI RAGNARI I málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er samkomulag um fram- kvæmd virðisaukaskatts um næstu áramót. Þetta samkomulag var ítrekað við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir árið 1990. í sam- komulaginu var gert ráð fyrir einu skatthlutfalli en endurgreiðslu á hálfum skattinum af helstu matvælum. Fjármálaráðherra hefur áætlað að eins þreps virðisaukaskattur með endurgreiðslu skili 9—10 % verðlækkun á mjólk, dilkakjöti, fiski og fersku innlendu grænmeti og að heildaráhrifin til lækkun- ar á matvæli nemi um 2 %. A undanförnum dögum og vikum hefur hins vegar brugðið svo við, að samstarfsf lokkar Alþýðuf lokksins í ríkisstjórn hafa hlaupið undan merkjum hvað varðar samkomulagið um framkvæmd virðisaukaskatts. Bæði samþykkt landsfundar Alþýðubanda- lagsins í síðustu viku og ályktun miðstjórnar Framsóknarflokks- ins nú um helgina ásamt yfirlýsingum forystumanna flokkanna hníga öll í eina átt; að tekið verði upp annað og lægra skattþrep á matvæli og menningarmál. Við þessar samþykktir og yfirlýs- ingar samstarfsflokka Alþýðuf lokksins í ríkisstjórn hefur bæst við einróma niðurstaða forystumanna samtaka á vinnumarkaði og neytenda- og bændasamtaka á þá leið, að með tveggja þrepa virðisaukaskatti megi ná meiri lækkun matvælaverðs en með samkomulaginu í málefnasamningnum. Það er því deginum Ijós- ara að við þessar aðstæður verður virðisaukaskatti ekki komið á samkvæmt gerðu samkomulagi stjórnarflokkanna. Yfirlýsingar stjórnarflokka sem ganga gegn meginstefnu frumvarpsins veikja einfaldlega traust á skattkerfisbreytingunni og gefa tilefni til grunsemda að þingmeirihluti sé ekki fyrir frumvarpinu. Pingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti því réttilega í gær að fara fram á, að fjármálaráðherra leggi fram tillögur sínar um tveggja þrepa virðisaukaskatt sem haldið er fram að nái mark- miðinu um meiri lækkun á verði matvæla án þess að til komi auk- inn halli á ríkissjóði eða önnur skattlagning. Þingflokkurinn hefur lýst sig reiðubúinn að skoða slíkar tillögur enda verði sýnt fram á, að skattsvik aukist ekki og lækkun matvælaverðs skili sér ör- ugglega til neytenda. I samþykkt sinni minnir þingflokkur Alþýðuflokksins jafnframt á tillögur um undanþágulausan virðisaukaskatt í einu þrepi með mun lægra skatthlutfalli en nú er gert ráð fyrir. Þennan kost þarf einnig að kanna. Það er hins vegar deginum Ijósara, að eins og mál hafa þróast að undanförnu getur virðisaukaskatturekki tekið gildi fyrr en þessum athugunum er lokið og niðurstöður fengnar sem njóta stuðnings þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins benti á það við utandagskrárumræður á Alþingi í gær, að líklegast væri að söluskattskerfið gilti áfram eftir áramót, þar sem tæpast myndu umbeðnar athuganir liggja fyrir áður en nýtt ár gengur í garð. Hins vegar er með öllu óvíst hvenær virðisaukaskatturinn tekur gildi á næsta ári. Það er fyrst og fremst verkefni fjármála- ráðherra að leggja fram tillögur sínar um nýtt og breytt virðis- aukaskattskerfi sem stjórnarflokkarnir geta sameinaðast um og tekur mið af því tvennu að lækka matarverð og halda óbreyttum tekjum til ríkissjóðs án þess að til annarrar skattlagningar þurfi að koma. Boltinn er því hjá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráð- herra. ÖNNUR SJONARMIÐ iÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráöherra hefur ekki átt sjö dag- ana sæla síðasta sólarhringinn. Ol- afi Ragnari hefur vafist tunga um tönn eftir aö Ijóst varð að Alþýðu- flokkurinn er tilbúinn að líta á tiílög- ur fjármálaráðherra um tvö skatt- þrep í virðisaukaskatti sem tryggja Íækkað matvöruverð í landinu og haldi óbreyttum tekjum ríkisins af skattinum og komi í veg fyrir skatt- svik. Áður hefur fjármálaráðherra sagt aö hann og hans flokkur væri á móti eins þreps virðisaukaskatti en vildi halda gert samkomulag við stjórn- arflokkana en þó sérstaklega við Al- þýðuflokkinn. Þessi frétt birtist m.a. í Tímanum í síðustu viku þar sem forsíðufréttin kvað á um, að þing- flokkur tíu krata stæöi í vegi fyrir að fólkið í landinu fengi ódýrara að éta. Lesum orð Ólafs Ragnars Gríms- sonar í viðtalinu við Tímann: „Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra staðfesti í samtali við Tímann í gær að hann og hans flokkur væru þeirrar skoð- unar að tvö þrep væru æskilegri kostur, en ráðherrann neitar því að það sé þversögn að hann leggi nú fram frumvarp er gerir ráð fyrir einu þrepi. „I raun og veru er það ekki að- alatriðið í þessu máli, hvaða skoðun ég eða aðrir hafa á því,“ sagði Óláfur Ragnar. „Það er al- veg rétt að kannski eru flestir flokkar á Alþingi fylgjandi tveimur þrepum og þar á meðal minn eiginn. Ég stóð hins vegar að ákveðnu samkomulagi í ríkis- stjórninni í haust og það fól í sér ákveðna málamiðlun sem Al- þýðuflokkurinn stóð ásamt öðr- um að. Ég stend ekki fyrir því að brjóta það samkomulag upp, nema allir aðilar að samkomu- laginu séu því samþykkir." Nú virðist svo komið að Ólafur Ragnar geti brotið samkomulagið upp. Og þá er að sjá, hvað Ólafur Ragnar leggur fram. Ólafur Ragnar: Verður nú aö hugsa út nýtt virðisaukaskattsfrumvarp. TALANDI um matarverðið í land- inu sem allir vilja ná niður en geng- ur samt svo illa. Ein meginástæðan fyrir dýrum matvörum á íslandi er einokunarkerfi landbúnaðrins. Jón Magnússon lögmaður víkur að þessu í grein í DV í gær og hnýtir aftan í landsfund Alþýðubandalags- ins: „Steingrímur er landbúnaðar- ráðherra og hefur í því embætti fetað dyggilega í framsóknar- spor fyrirrennara síns, Jóns Helgasonar, og haft það sem meginatriði stefnu sinnar að al- þýða þessa lands skuli hér eftir sem hingað til kaupa margfalt dýrari matvörur en alþýða ná- grannalandanna." Og svo skrifar Jón: „Maður hefði því getað ímynd- að sér að Alþýðubandalagið leit- aði eftir því að átta sig á fyrir hvað flokkurinn stendur í ís- lenskri pólitík. Berst hann fyrir launþega, bændur eða atvinnu- rekendur? Berst hann e.t.v. fyrir auknu skrifræði og flóknara þjóðfélagi eða hugsanlega fyrir engu öðru en að komast til valda og halda þeim án takmarks eða tilgangs? Miðað við stjórnarþátt- töku Alþýðubandalagsins í þess- ari ríkisstjórn sé ég ekki betur en flokkurinn hafi þann tilgang einan að komast í valdastóla og halda þeim hvað sem á dynur. Ymsir hefðu sagt að það væri óhugsandi að fulltrúi alþýðunn- ar myndi einhvern tímann setj- ast í ráðherrastól til þess að standa vörð um sérhagsmuni ákveðinna framleiðenda á kostnað alþýðunnar. Þeir hinir sömu hefðu sagt að slíkum al- þýðufulltrúa yrði refsað með því að ýta honum út í ystu myrkur við fyrstu hentugleika. Þessu er hins vegar öfugt farið í Alþýðu- bandalaginu. Steingrímur Sig- fússon er upphafinn og gerður að varaformanni." Já, skrýtinn er þessi flokkur! DAGATAL Bílstjórar og aörir œviráönir embœttismenn Halli heildsali stóð í biðröðinni í Tollvörugeymslunni. Ég var á leið út en staðnæmdist við hlið hans í óhagganlegri röðinni. — Svona er þetta kerfi, svona er kommúnisminn í reynd, sagði Halli og sveiflaði stresstöskunni til hægri og vinstri, upp og niður röð- ina. Ég kinkaði kolli. Halli var greinilega í æstu skapi, enda búinn að bíða lengi í röðinni og alltaf mjög tímanaumur maður. — Það tekur bara allan daginn að aka á milli ríkisstofnana, sagði Halli. Það er ekki nema von að er- lendir viðskiptavinir mínir sperri eyrun þegar ég segi þeim frá degi í lífi íslensks bisnessmanns. — Þú þarft bara að fá þér bíl- stjóra, sagði ég. Halli gretti sig. — Þetta er úthugsað hjá Matta að æviráða bílstjóra. Það er ekki nærri því eins sniðugt sem Jón Baldvin gerir, að reka ríkisráðna bílstjórann og fara út á einkamark- aðinn; kalla bara menn í akstur þegar þarf og borga þeim fyrir eft- ir reikningi. — Nú? sagði ég. Halli hnyklaði brýnnar. — Sko, sagði hann. Snilldin felst í því að vera með æviráðna bíl- stjóra út um allt. * Eg skildi nú ekki alveg þessa staðhæfingu og bað um útskýr- ingu. — Ég er náttúrlega að tala á táknmáli, sagði Halli og nú skildi ég enn minna. — Sjáðu til, sagði Halli, sjálf- stæðismenn hafa alltaf tryggt sér völd sem víðast. Um leið og þeir komast til valda, þá ráða þeir sína menn í fastar stöður. Æviráða menn, hreint út sagt. Þetta gera þeir til að sínir menn séu á sínum stað þótt þeir sjálfir hverfi af sjón- arsviðinu eitt eða tvö kjörtímabil. Sjálfstæðisflokksskógurinn vex áfram í embættismannakerfinu þótt Tarzan sé ekki alltaf sjálfstæð- ismaður. Þetta er mjög hentugt. í fyrsta lagi þrjóskast æviráðnu sjálfstæðisflokks- embættismenn- irnir við að framkvæma þær ákvarðanir sem aðrir ráðamenn en sjálfstæðismenn ákvarða. í öðru lagi njósna þeir um andstæð- inga í ráðherrastólum og leka upp- lýsingunum til herra sinna í Sjálf- stæðisflokknum. í þriðja lagi gera þeir allt klárt fyrir okkar menn þangað til þeir setjast í ráðherra- stólana eða aðra valdastóla á nýj- an leik. Þetta fannst mér nokkuð sniðugir leikir í hinu pólitíska valdatafli. Halli hélt áfram: — Sjáðu til dæmis borgina. Hvernig heldur þú að það sé að vera borgarstjóri og ekki í Sjálf- stæðisflokknum? Allir æviráðnu sjálfstæðismennirnir sem mynda embættismannaflokkinn, standa eins og Berlínarmúr gegn þér. Og leka öllu um þig. Að lokum ertu eins og skrælaður banani. Matti vissi því alveg hvað hann var að gera. Hann réði gamlan, góðan sjálfstæðismann úr Hafnar- firði í bílstjóradjobbið. Sá stangar nú aðallega úr tönnunum uppi í sóffa heima hjá sér og fær launa- ávísunina senda mánaðarlega. Og bíður þangað til Matti kemur aftur. Svona virkar kerfið okkar. Græddur er geymdur eyrir, ef þannig mætti að orði komast. Og þar með kvaddi ég Halla í biðröðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.