Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 4
4 Minning Njáll Mýrdal ylirmatsmaður Fœddur 4. júlí 1921. — Dáinn 19. nóuember 1989. Ég vil með nokkrum orðum minnast félaga okkar hjá Ríkis- mati sjávarafurða, Njáls Mýrdals yfirmatsmanns, sem féll frá 19. nóvember sl. eftir að hafa verið frá vinnu um nokkurt skeið vegna veikinda. Hann var fæddur 4. júlí 1921 og var því 68 ára þegar hann lést. Njáll starfaði við sjávarútveg frá því að hann fór ungur á sjó með föður sínum um 15 ára aldur. Hann átti því um ævina ófá hand- tök, fyrst sem háseti og stýrimað- ur, síðar í landi við fiskvinnslu og aflaði sér þá réttinda til mats- starfa. Eftir að hafa starfað um ára- bil sem saltfiskmatsmaður, fastréð Njáll sig hjá Fiskmati ríkisins árið 1973, sem síðar varð Ríkismat sjávarafurða. í fyrstu starfaði Njáll við ferskfiskmat, en 1979 var hann skipaður yfirmatsmaður í ferskum og frystum fiski auk þess sem hann sinnti búnaðareftirliti fiski- skipa á Suðvesturlandi. 1982 var hann skipaður deildarstjóri salt- fiskdeildar. Á þessum starfsferli aflaði hann sér víðtækrar þekk- ingar á fiski og sjávarafurðum, en var auk þess nákvæmur í vinnu- brögðum og mjög fær skrifstofu- maður. Hann átti því auðvelt með að ganga í eða aðstoða við nánast öll þau störf sem til féllu. Til marks um það traust sem Njáll naut, þá var hann sendur sem fulltrúi stofn- unarinnar til Portúgal í ferð sem farin var á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda til að samræma mat á saltfiski á íslandi og í Portúgal í febrúar 1983. Njáll var traustur og góður starfsfélagi sem bjó yfir mikilli þekkingu, til hans var því gott að leita varðandi úrlausn mála. Njáll kvæntist Theodóru Jónu Aradóttur og áttu þau þrjú börn, en barnabörnin eru orðin fimm. Fyrir hönd Rikismats sjávaraf- urða og samstarfsmanna, vil ég með þessum fáu línum, þakka Njáli Mýrdal fyrir samfylgdina svo og störf hana s vegum stofnunar- innar, sem hann rækti af trú- mennsku. Einnig vottum við eftir- iifandi eiginkonu hans og börnum samúð okkar. Halldór Árnason MOTUN ATVINNUSTEFNU REYKJANESKJÖRDÆMI NORÐAN STRAUMS ■ Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita Þórður Friðjónsson Óskar Maríusson Grímur Þ. Valdimarsson Logi Kristjánsson Kristján Guðmundsson sér fyrir mótun atvinnustefnu og hef- ur Júlíusi Sólnes, ráöherra verið falin framkvæmd þess verks. í vetur verða haldnir fundir í öllum kjördæmum þar sem þessi mál verða reifuð og leitað eftir skoðunum og hugmyndum heimamanna. Fyrsti fundurinn verður fyrir Reykja- neskjördæmi norðan Straums mið- vikudaginn 29. nóvember klukkan 20:30 í FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS, FANNBORG 2, í Kópavogi. Stuttar ræður flytja: Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar og Óskar Maríusson, fram- kvæmdastjóri Málningar hf. Að loknum ræðum verða pall- borðsumræður. Þátttakendur auk frummælenda verða: Grímur Þ. Valdi- marsson, forstjóri Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, Logi Kristjánsson, formaður atvinnumálanefndar Kópa- vogs, Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Jón Þórðarson, verk- smiðjustjóri, Reykjalundi. Fundarstjóri verður Kristján Guð- mundsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Reyknesingar: Fjölmennið á fundinn og takið þátt í mótun atvinnustefnu framtíðarinnar! Ef þið eigið góða hugmynd, þá látið hana koma fram á fundinum! SAMEINAÐA/SlA Þriöjudagur 28. nóv. 1989 JÓLABÆKUR '89 Fay Weldon Út er komin bókin bókin Sveita- sæla eftir Fay Weldon. Sveitasæla, segir frá ungri konu, Natalíu, sem þarf að standa á eigin fótum eftir að eiginmaðurinn lætur sig skyndilega hverfa með fegurð- ardrottningu staðarins. Natalía stendur eftir slypp og snauð, á ekk- ert nema börnin sín tvö, sísvangan hund, síþyrstan Volvo og fjallháar skuldir. Út er komin hjá bókaútgáfu Máls og menningar skáldsagan Þögla herbergið eftir Herbjörgu Was- smo, í þýðingu Hannesar Sigfússon- ar. Bókin er sjálfstætt framhald sög- unnar Húsið með blindu gier- svölunum, og um leið önnur bókin í sagnabálkinum um stúlkuna Þóru, sem færði höfundinum bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. Hannes Sigfússon skáld þýddi einnig fyrra verkið. Sögusviðið er eyja við strendur Norður-Noregs, þar sem Þóra er að alast upp í litlu fiskiþorpi á eftir- stríðsárunum. Lífsbarátta fólks og draumum og óskum Þóru er lýst á sérlega fallegan og nærfærinn hátt í þessum bókum. Út er komin hjá Máli og menningu bókin íslensk ritsnilld sem Guð- mundur Andri Thorsson hefur rit- stýrt. Bókin, sem sver sig í ætt við hina vinsælu bók íslensk orð- snilid, hefur að geyma fleyga kafla úr íslenskum bókmenntum að fornu og nýju eftir marga ástsælustu höf- unda þjóðarinnar. Hún skiptist í kaflana Ástin, Bernskan, Dauðinn, ísland, Mannlífið, Mannlýsingar og Skáldskapurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.