Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. nóv. 1989 5 Jón Baldvin Hannibalsson um viröisaukadeiluna: Menn leggi spilin á borðið „Þeir sem hafa boöað hvað ékafast að rétta leiðin til að knýja fram lækkun á matvælaverði sé tveggja þrepa virðis- aukaskattur hafa lengi talið sig hafa alslemmu é hendi. Við höfum nú krafist þess að þeir leggi spilin á borðið, hætti öllu laumuspili. Og þá er eftir að sjá hvort trompið reynist vera tómir hundar" sagði Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins í samtali við Alþýðublaðið um þýð- ingu samþykktar þingflokks Alþýðuflokksins frá því í gær- morgun. Samþykkt þessi kom í kjölfar samþykkta og yfir- lýsinga samstarfsflokkanna um tveggja þrepa virðisauka- skatt þvert ofan í fyrri samþykktir og leiddi meðal annars til utandagskrárumræðu á þingi í gær. „Samstarfsflokkarnir hafa í stofnunum þeirra og með yfirlýs- ingum forystumanna hlaupist frá því samkomulagi um framkvæmd virðisaukaskattsins um áramót, sem áður hafði verið staðfest þrisvar sinnum. í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar, við af- greiðslu fjárlaga og við undirbún- ing fyrirhugaðs virðisaukaskatts- frumvarps. Um það segjum við einfaldlega að yfirlýsingarnar hljóti að veikja traust á fram- kvæmdinni. Þetta er kurteisislega orðað, það þýðir kannski í reynd að það útiloki að slíkt frumvarp verði flutt hvað þá að það nái meirihluta. Meðal þeirra sem hafa verið með þessar yfirlýsingar er fjár- málaráðherra sjálfur, sem í viðtali við Tímann 23. nóvember segir að „hann og hans flokkur væru þeirr- ar skoðunar að tvö þrep væru æskilegri kostur..." Síðan hefur það gerst að aðrir aðilar, nefnum sem dæmi stjórnar- blaðið Tímann, hafa stillt málinu upp eins og það gerði með heims- styrjaldarletri á forsíðu sl. fimmtu- dag. „10 kratar stoppa tveggja þrepa virðisaukaskatt" — undir skilið: Alþýðuflokkurinn stendur í vegi fyrir lækkun matvælaverðs á íslandi. Það er nú blöffið. Að sjálfsögðu grípur stjórnar- andstaðan þetta fegins hendi, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á hröðu undanhaldi í þessu máli, hann stóð að því ásamt framsókn- armönnum undir minni verk- stjórn sem fjármálaráðherra að koma á gildandi lögum um 22% virðisaukaskatt. Hann er löngu hlaupinn frá því. Kvennalistinn er að vísu á móti virðisaukaskatti, eins og reyndar flestu öðru sem horfir til nýmæla og bóta. Síðan henda forystumenn samtaka vinnumarkaðarins þetta á lofti og gefa út digurbarkalegar yfirlýsing- ar um að þeir setji þessa kröfu á oddinn, lægra þrep í virðisauka- skatti. Allt er þetta gert á þeirri forsendu að áróður stjórnarand- stöðunnar 1987—1988, í gerninga- hríðinni um matarskattinn fræga, sé á rökum reistur. Fagnaðarboð- skapurinn er sá, að nú sé hægt að lækka matvælaverð með tveggja þrepa skatti. — Pýðír þella að í raun sé virðis- aukaskattsfrumvarpið dautt? „Þetta þýðir einfaldlega, eins og segir í okkar ályktun, samstarfs- flokkarnir í ríkisstjórn eru í reynd horfnir frá því samkomulagi og ákvæði málefnasamningsins. Fjár- málaráðherrann hugðist flytja frumvarp en lýsti því jafnframt yfir að hann væri á móti því. Sama máli gegndi um stofnanir og for- ystumenn hinna flokkanna. Þetta þýðir á mæltu máli að það var ekki í verki meirihluti á Alþingi fyrir slíku frumvarpi. Já, frum- varpið var með öðrum orðum dautt. — Hvað viljið þið að gert verði i stöðunni? „Ég spyr: Er til of mikils mælst, að þeir sem hafa horfið frá sam- komulagi stjórnarflokkanna og boða aðrar lausnir, standi við orð sín, leggi spilin á borðið, hætti laumuspilinu. Allavega er ljóst að eins og þessi mál hafa þróast í meðförum flokkanna getur virðis- aukaskattsfrumvarp ekki tekið hin dæmin. Samkvæmt þessu samkomulagi málefnasamnings- ins og fjárlaganna hefðu þessar vörur lækkað í verði um 10% og matvælaútgjöld heimilanna í framfærsluvísitölu lækkað um 2%. En þetta þótti mönnum nú ekki nóg. Hvað gerist nú ef lagöar eru fram tillögur um tveggja þrepa virðisaukaskatt, en jafnframt stað- ið við forsendurnar um það aö ekki verði aflað meiri fjármuna með viðbótarskattlagningu til að verði, samkvæmt flestum dæm- um um 7—%, þrátt fyrir lægra skattþrep. Vegna þess að í gamla kerfinu var þetta allt niðurgreitt, en nú verða minni peningar til niðurgreiðslna og verða að duga yfir víðara svið. Þetta þýddi að matvælaliðurinn í heild, í útgjöldum meðalfjöl- skyldunnar, myndi ekki lækka mikið meira, ef nokkuð, umfram núverandi kerfi með samræmdum skatti en endurgreiðslum. Eitt Að mati Jóns Baldvins gengur það ekki i pólitík að gera samkomulag eftir ítarlegar viðræður þar sem öll dæmin hafa verið skoðuð, en tala siðan gegn þvi. Staðreyndin er að annað skattþrep hækkar matvælaverö því tekjur ríkis- ins minnka og þá veröur minna eftir til niöurgreiðslna. gildi fyrr en að þessum könnunum er lokið og niðurstöður fengnar sem njóta stuðnings meirihiuta ríkisstjórnarflokkanna, ekki bara í orði heldur líka í verki. Allt snýst þetta stóra mál um spurninguna hvort menn séu fáan- legir til að viðurkenna staðreynd- ir, eða hvort menn vilja fara fram með óskhyggju og blekkingar í þessu máli. Eg er búinn að segja það svo oft, að ég hefi ekki tölu á því. Dæmið er búið að liggja svo oft á borðum ríkisstjórnarinnar að ég hef ekki heldur tölu á því. En staðreyndin er þessi. Sú hækkun á verði matvæla sem hlaust af því að koma á samræmdum söluskatti eftir áramótin 1988 kom ekki til framkvæmda vegna þess að verð- hækkunin var öll greidd niður. Með öðrum orðum: Það er hægt að afnema söluskatt á matvælum, en eftir stendur að þá hafa menn ekki fjármuni fyrir þessum niður- greiðslum og verðið stendur eftir óbreytt. Þetta er kjarni málsins, sannleikurinn, staðreyndirnar, þó að einhverju kunni að skeika í krónum og aurum í einstökum vörum.“ — Nú má spyrja í Ijósi þessara yfirlýsinga, hvers vegna eins þrepa skattur varð ofan á til að byrja meö? „Ástæðan fyrir því að við gerð- um samkomulag um eins þreps virðisaukaskatt með endur- greiðslu á fjórum mikilvægum matvöruliðum, sem væri ígildi 13% skatts, var auðvitað sú, að við vorum búnir að fara svo oft yfir bæta tekjutapið eða fá fé til að auka niðurgreiðslurnar? Við skulum taka eitt dæmi af mörgum. Krafan hlýtur að vera að öll matvæli og þá öll innlend og út- lend, og öll menningin, séu í lægra þrepi — bæði innlend og útlend af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er- um við skuldbundnir til að mis- muna ekki milli innlendra og er- lendra matvæla og í annan stað, ef menn ætla að hafa 15% á íslenskri dós en 28% á erlendri dós getum við spurt Ríkisskattstjóra eða aðra sem vit hafa á hvernig skilin verða á skattinum. En þetta er krafan. Fyrsta afleiðing er að ríkið verð- ur auðvitað fyrir verulegu tekju- tapi, því þetta er viðamikill vöru- bálkur. Annað: Virðisaukafrum- varpið er liður í fjárlögum og hvernig á þá að tryggja auknar tekjur? Annað hvort með því að hækka hærra þrepið eða leggja á aðra skatta eða skera enn frekar niður niðurgreiðslur. Þetta eru möguleikarnir. í þriðja lagi: Niður- staðan er trúlega sú, ef við höfn- um í bili meiri skattheimtu, að rík- ið bæti sér upp tekjutapið með því að skera niður niðurgreiðslur. Þá höfum við minna fé í niðurgreiðsl- ur, sem leggst á miklu breiðari stofn og munar því minna á hverja vöru, fyrir utan að niðurgreiðslur minnka á þeim hefðbundnu afurð- um íslensks landbúnaðar sem áð- ur nutu þeirra mest. Þetta þýðir að þótt við hefðum 15% þrep á mat- vælum en yrðum um leið að tak- marka niðurgreiðslur myndu þess- ar hefðbundnu afurðir hækka í dæmi sem menn hafa verið að reyna að reikna er hvort ekki megi takmarka niðurgreiðslur við færri vörur, þ.e. endurgreiðsluliðina sem við völdum. Með öðrum orð- um að segja: Við höfum minni pening til niðurgreiðslna og ætl- um bara að verja þeim til brýnustu lífsnauðsynja eins og mjólk. Jú, þá myndi mjólk lækka um 8%, en þá hefðir þú ekki pening til að greiða niður aðrar landbúnaðarvörur. Ostarnir myndu hækka um 12%, smjörið myndi hækka um 200% og dilkakjötið myndi hækka um 5%. Þetta er nú alslemman þegar búið er að leggja spilin á borðið. Mér er spurn: Ætli það verði mikill fögnuður hjá bændasam- tökunum þegar þetta liggur fyrir? Hvernig ætli undirtektirnar verði hjá þjóðkórnum, sem var farinn að trúa áróðrinum um að þetta væri patentlausnin? — En ef tveggja þrepa leiðin verður fariri, er þá hœgt aö korn- ast hjá auknum halla eða aukinni skattlagningu? „Ef öll matvæli yrðu í lægra þrepi yrðum við, til að standa við forsendur fjárlaga, að fara með lægra þrepið í 23% ef það hærra væri 26%. Hvað segir þjóðkórinn þá, þegar sýnt væri að verðlags- áhrifin væru verri en eftir endur- greiðsluleiðum? Þannig mætti lengi telja. Æíli kjarni málsins sé ekki sá, að það gengur ekki i pólitík að gera samkomulag sem er sameiginleg niðurstaða eftir ítarlegar viðræð- ur, þar sem menn eru að fjalla um staðreyndir um hvað er gerlegt til að ná fram lækkun matvælaverðs, en tala síðan út í frá þvert gegn betri vitund. Það gengur ekki að ætla að standa að þýðingarmikilli skattkerfisbreytingu en tala gegn henni af því þú hefur sjálfur ekki trú á henni, enda er svo komið að það virðast allir vera farnir aö trúa blekkingarmeisturunum. Þetta heitir á íslensku „Sér grefur gröf þótt grafi“.“ — Hvaða skilaboð eru það rrieð öörum oröum sagt sem þingflokk- ur Alþýðuflokksins er að fœra samstarfsflokkunum? „Við erum kannski fyrst og Sjá næstu síðu Vinningstölur laugardaginn 25. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.510.785 O Z. 4 af 1 565.993 3. 4af 5 99 9.862 4. 3af 5 4.604 494 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.327.492 kr. UPPLYSINGAR SlMSVARI 681511 LUKKULINA 991002

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.