Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 8
fmiiiiiíifiiin Þriöjudagur 28. nóv. 1989 Skipasmíðum opinberra aðila verður flýtt idnadarráherra kynnir aögeröir til bjargar íslenska skipasmíöaiönaöinum. Aöstoö viö verkefnaleit erlendis. Sams konar bankaábyrgöir gagnvart inn- lendum stöövum. Skipasmíðum og við- gerðum á vegum hins op- inbera verður flýlt frá því sem áætlað var og þau fengin í hendur inn- lendum skipasmíða- stöðvum. Stjórnvöld munu veita skipasmíða- iðnaðinum aðstoð við að leita verkefna erlendis, auk þess sem ýmsar breytingar verða gerðar á lánafyrirkomulagi til hagræðis fyrir þennan iðnað. Þetta er megin- inntak í nýjum tillögum sem ætlað er að bæta stöðu þessarar atvinnu- greinar og iðnaðarráð- herra hefur kynnt í rík- isstjórninni. Vandamál skipasmíða- iðnaðarins hefur talsvert verið í fréttum að undan- förnu. Á undanförnum ár- um hafa innlendar skipa- smíðastöðvar verið illa samkeppnisfærar við er- lendar stöðvar og hefur því meginþorrinn af nýsmíðum farið fram erlendis. Sam- fara breytingum á raun- gengi hefur samkeppnis- staðan lagast talsvert en nú er hins vegar séð fram á verkefnaleysi í nýsmíðum. Sú áætlun iðnaðarráðu- Eru íslensk skip fisknari? Aflamagnstölur benda til aö skip smíöuö hérlendis veiöi meira en skip sem smíöuö eru í erlendum skipa- smíöastöövum. neytisins að flýta opinber- um skipasmíðum er þess vegna hugsuð til að færa skipasmíðaiðnaðinum verkefni. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að við- gerð á rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni fari fram innanlands og fyrir mán- aðamótin verða opnuð til- boð í smíði mælingaskips fyrir Landhelgisgæsluna og er stefnt að því að innlend skipasmíðastöð fái það verkefni. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því í tillögum iðnaðarráðherra, að hér- lendum skipasmíðastöðv- um verði veitt aðstoð við verkefnaleit erlendis og veitt verði fé til þeirra hluta. Iðnaðarráðuneytið hyggst ennfremur stuðla að samstarfi innlendra skipa- smíðasöðva um tiltekin stór verkefni. Aðrir liðir í tillögum iðn- aðarráðherra beinast að því að bæta samkeppnis- stöðu greinarinnar gagn- vart erlendum keppinaut- um. Er þar tekið undir ýms- ar kröfur atvinnurekenda í skipamíðum. Má þar nefna að hér eftir mun, sam- kvæmt tillögunum, verða gengið eftir því að lána- stofnanir veiti sams konar ábyrgðir vegna verkefna hjá innlendum stöðvum og þær veita nú vegna verk- efna erlendis. í tillögunum er ennfrem- ur gert ráð fyrir að lánafýr- irgreiðsla vegna skipa- smíða innanlands verði bætt frá því sem nú er, m.a. með því að breyta lánaregl- um Fiskveiðasjóðs. Sam- ræming á tilhögun útboða og verksamninga. er einnig á dagskrá og mun Fisk- veiðasjóði falið að fram- fylgja væntanlegum út- boðsreglum við lánveiting- ar úr sjóðnum. Þá mun iðn- aðarráðuneytið í samvinnu við fyrirtæki í greininni beita sér fyrir kynningar- átaki fyrir skipasmíðaiðn- aðinn, jafnt innanlands sem erlendis. Litprentaður kynningarbæklingur hefur þegar verið gefinn út á ís- íensku og ensku- Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnti tillögur sínar til bjargar íslenskum skipasmíðaiðan- aði á blaðamannafundi i gær. Þar voru einnig staddir nokkrir frammámenn í atvinnugrein- Jónína M. Guðjónsdóttir lótin Jónína Margrét Guð- jónsdóttir, fyrrverandi formaður Verkakvennafé- lagsins Framsóknar, lést í Hafnarfirði föstudaginn 24. nóvember, níræð að aldri. Jónína var fædd 2. ágúst 1899 að Maríubakka i Hörgs- landshreppi, Vestur-Skafta- fellssýslu. Jónína fluttist til Reykjavíkur barn að aldri og starfaði þar lengi sem verka- kona. Hún var um árabil í for- ystu Verkakvennafélagsins Framsóknar, varaformaður um árabil en tók við for- mennsku í félaginu árið 1962 og gegndi henni til 1974. Jónína sat á mörgum þing- um Alþýðusambandsins og átti sæti í stjórn Verkamanna- sambands Islands. Þá sat hún einnig í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Hvíti vík- ingurinn fékk 200 milljónir Stjórn Norræna sjón- varpssjóðsins hefur sam- þykkt að veita 20 milljón- um sænskra króna (tæp- lega 200 milljónum ís- lenskra) til þáttaraðarinn- ar „Hvíti víkingurinn** sem unninn verður í sam- vinnu sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum. Alls er áætlað að þáttaröðin kosti um 32 milijónir sænskra króna í framleiðslu, eða ríflega 300 milljónir ís- lenskra. Nafnið, Hvíti víkingurinn, höfðar að sögn Hrafns Gunn- laugssonar, handritshöfund- ar og leikstjóra, til þeirra hug- mynda sem norrænir menn gerðu sér upprunalega um Jesús. Þáttaröðin fjallar ein- mitt um kristnitökuna á Norðurlöndum, einkum þó íslandi. Hvíti víkingurinn verður unninn í tveimur útgáfum. Annars vegar verða gerðir fjórir 70 mínútna þættir til sýninga í sjónvarpi, en hins vegar ein mynd til sýninga í kvikmyndahúsum. Fiskiskip byggð innan- lands, virðast almennt vera fisknari en þau skip sem smíðuð eru erlendis. I nýútkomnum bæklingi um íslenskan skipasmíðaiðn- að er birtur samanburður á afla ísfisktogara undir 500 brúttólestum og þar kemur fram verulegur aflamunur. Á árinu 1988 fiskuðust að meðaitali 18,2 tonn á dag á þeim skipum sem smíðuð voru hérlendis en skip smíðuð í útlöndum veiddu ekki nema 13,9 tonn. Aflaverðmæti á úthaldsdag var 507 milljónir króna hjá ís- lensku skipunum en um 426 milljónir að meðaltali hjá skipum sem smíðuð voru er- lendis. Hvort sem litið er á aflamagn eða verðmæti er munurinn umtalsverður. Af hálfu Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, sem gefur bæk- linginn út í samvinnu við iðn- aðarráðuneytið, er því haldið fram að skýringanna á þessu sé einkum að leita í því að ís- lensk þekking njóti sín til fullnustu við smíðina. ís- lenskir skipstjórnarmenn koma meira við sögu og hafa meiri áhrif á smíðina hér inn- anlands auk þess sem inn- lendar skipasmíðastöðvar eru mun sveigjanlegri gagn- vart breytingarhugmyndum sem upp koma á smíðatíman- um, að því er fram kemur í bæklingnum. I þeim samanburði sem birtur er í bæklingnum er ekki að finna upplýsingar um hugsanlegan mun á stærð skipanna, þannig að ekki er unnt að útiloka að slíkur munur kunni að hafa einhver áhrif á aflamagnið. Fólk Við megum til með að segja frá stórtíðindum af kollega okkar úr blaða- mannastéttinni. Þannig vill nefnilega til að Jún Guöni Kristjánsson frétta- maður RUV er fertugur í dag. Til hamingju Jón! ★ Út er komin bókin ,,Set- ið á Svalþúfu — Handbók fyrir veiðiþjófa," þar sem Haraldur Ingi ræðir við - Þórd Halldórsson frá Dagverðará. Þórður er þjóðsagna- persóna í lifanda lífi og lætur í þessari bók gamminn geisa um veiði- skap, kynni sín af dýrum láðs og lagar, forspár, áhrinikveðskap, matar- æði og fleira. Frásögnin er hispurs- laus og engin hjartveiki með í för. Ymsum áleitn- um spurningum er svarað s.s.: Hvað fást margar gæsir á eina brennivíns- flösku? Hver er sá lífsel- exír sem gerir konur gljá- andi fallegar eins og skag- firskar stóðmerar á vor- degi og gerir þeim kleift að hella uppá kaffi á frumlegri hátt en tíðkast hjá öðrum? Hvernig á að gangsetja bíl með galdri þegar allt annað hefur brugðist? Hvernig á að veiða lax á sel og mink á tvær gamalhænur og einn sprækan hana? Hvernig veiðir maður Grálákinn? Maður sest á drundinn, lætur launirn- ar hanga og hefur drísil- inn í hendinni. Hvar og hvað eiga konur að skoða á væntanlegum eigin- mönnum sínum til þess að fullvissa sig um að þeir geti barist áfram eins og hrútar í lífinu. Og fleira og fleira. ★ Út er komin ný Ijóða- bók eftir Sveinbjörn Bein- teinsson. Bókin heitir - Bragskógar. í henni eru Ijóð sem tengjast landi og gróðri, skógrækt og land- vernd. Einnig Ijóð sem vísa nokkuð út fyrir hversdagslegan vettvang, sum þeirra byggð á draumum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.