Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. marz 1968. TÍMINN Sjálfvirkur sími í vor til Hvammstartga BS-Hvammstanga, fimmtudag. — Útlit er fyrir, að sjálfvirk- ur sími verði tekinn í notkun hér á Hvammstanga n^eð vor- inu. Er undirbúningur að sjálf virka kerfinu í fullum gangi. Minnzt aldarafmælis Maxíms Gorkís 28. marz s.l. voru hundrað ár liðin frá fæðingu hins heims kunna rússneska rithöfundar Maxíms G-orkís. Af því tilefini efnir M.Í.R. til kvöldvöku, sem haldin verður í Átth'agasaln- um að hótel Sögu mánudag- inn 1. aprál kl. 8.30. Dagskrá kvöldvökunnar verður þessi. Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur, flytur ávarp. Þá verð.ur flutt samfelld dagskrá um M. Gorkí. Árni Bergmann segir frá lífi hans og skáldskap og leikarariniir Þorsteinn Ö. Step- hensen og Baldvin Halldórs- son lesa úr verkum hans. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Frá M.Œ.R. Frá A.S.Í. Áður en verkfallinu lauk hafði Alþýðusambandi ís- lands borizt tilkynningar um fjárhagslegain stuðning frá Sjó mannafélaginu í Færeyj um og Allþýðusamíböndunum í D'an- mörku, Nor.egi og Sviþjóð, en þar sem fjárhagsaðstoð þessi hefðd ekki getað borizt hingað t'il lands fyrr en að verkfalli loknu, ákvað miðstjórn Al- iþýðusamfoanidsins að afþakka styrkveitingar af þeirra hendi í þetta sinn, en færa þeim jafnframt beztu þakkir íyrir tekna afstöðu, sem gefur vitn- eskju um má'kpáin samtakamátt að baki íslenzkri verkalýðs- hreyfingu, og hefur ómetan- legt gildi nú og, í framtíðinni. Þurfa flugheimild B'laðinu barst eftirfarandi í gær: Vegna blaðaskrifa varðandi flugslys í gær á F-102 flugvél frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, þykir rétt að stað- festa eftirfarandi: Flugstjórn’armiðstöðin á Reykj'avíkurflU'gvelli sér um alla flugumferðarstjórn í ís- lenzka flugstjórnarsvæðinu yf- ir og umhverfis ísland Flug- turnarnir á flugvölluinum við Akureyri, Egilsstaði, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjar annast stjórn flugumferð'ar í tilteknum svæðum umhverfis þá flugvelli.- Flugvélum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er jafnt og öðrum flugvélum þar gert skylt'að skila flugáætlun fyrir hvert flug til fiugumferðar- stjórnar, og eru þær háðar þeim flug'heimildum, sem það- an eru veittar, og m.a. imni- halda áikvæði um flugleið og fluighæð. Frumvarpi mótmælt Blaðinu barst í gær 28. marz eftirfarandi bréf sem sent hef ur verið til Sjávarútvegsnefnd ar neðri deildar alþingis: „Við undirritaðir siglinga- fræðikennarar við Stýrimanna skólainn í Reykjavák, viljum beina því til hæstvirtrar sjávar útvegsnefndar neðri deildar al þingis, að framkomið frum- varp um atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna verði ekki af- greitt frá nefndinmi óbreytt, þar sem það er stórt skref aft- ur á bak. Eindregin tilmæli okkar eru þau, að frumvarpið verði sent til nefndar, skipaðri mönnum úr stéttarfélögum skipstjórnar manna, til athugunar og breyt inga. Virðingarfyllst: Jónas S. Þorsteinsson, Ingólfs- ur Þórðarson, Benedikt Alfons son, Þorvaldur Ingibergs- son, Þorsteinn Gíslason, Ás- muindur Hallgrímsson, Skúli Möller“. I kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið gamanleikinn „Makalaus sam- búð“ eftir Neil Simon. Leikstjóri er Erlingur (Gíslason. Aðal- lilutvcrk leika Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson, og sjást þeir hér á myndinni í hlutverkum sínum (Rúrik t. h.) (Tímamynd—Gunnar) HJARTALOKUR UR SVINI GRÆDDAR I KONUHJARTA! NTB-Leeds, fimmtudag. Frá því var skýrt í Leeds í dag, að læknar þar í borg hefðu unn- ið það einstæða afrek að græða þrjár hjartalokur úr svíni í hjarta þrítugrar konu. Aðgerð þessi var gerð á mánudaginn. Konan heit- ir Jean Baktow, og er tveggja barna móðir. Hún kvað vera á góðum batavegi. Hjartasjúkdóm ar hafa lengi hrjáð hana, og hjartalokurnar fjórar voru vart starfhæfar. Ekki er óalgéngt að gerfihjartalokur séu settar í fólk, en þetta er í fyrsta skipti, svo vitað sé, sem þrjár hjartalokur úr lifandi vef eru gi'æddar í mann- veru, eða svo segja sérfræðingar í London. Þekktur skurðlæknir, sem græddi hjartaloku í mannshjarta li9©6, var efins um árangur þess- arar aðgerðaj: í d'ag, og sagðist vera .uggandi um líf konunmar. Þó svo að sjúklingur hans sjálfs lifi, sagði hann að hjartalokur svína væru ekki jafnvel til ígræðslu fallnar og fyrr var álitið. „Aðgerð in í Leeds var gerð af mdkilli kunnáttui e.n mér virðist það ekki sérlega snjöll hugmynd að græða þrjár hjartalokur úr svíni í mann eskju, þegar svo lítið er vitað um hvað hlýzt að því að græða þó ekki væri nema eina hjarta- lo-ku í mannshjartað, sagði hann“. Verðlaunamerki Eins og fram hefur komið í fréttum munu Landssamband iðn aðarmanna og Félag íslenzkra iðn rekenda gangast fyrir aukinni kynningu á íslenzkum iðnaðarvör um nú á þessu ári. Hefur kynn- ing þessi hlotið nafnið „Iðnkynn- ingin 1968“. Markmið kyniningarinnar er fyrst og fremst, að hvetja til auk- inna kaupa á innlendri iðnaðar- framleiðslu. Mun áherzla verða lögð á að veita upplýsiogar um, hvað íslenzkur iðnaður hefur upp á að bjóða og hve mikilvægu hlut verki iðnaðurinn gegnir, bæði með tilliti til þjóðarhags og at- vinnuöryggis. Efnt var til samkeppni um merki fyrir iðnkynninguma. Verð Laun fyrir beztu tillögiu voru á- kveðin kr, 20.000,00 í samráði við Félag íslenzkra teiknara var skip uð dómnefnd, en hana skipuðu: Skarphéðinn Jóhannsson, Sæ- Framhald á bls 14. ISLENZKANIDNAÐ VerðlaunamerkiS Skakmenn bankanna Skákkeppni stofnana. (Tímamyndir—GE) Skákkeppni stofnana: BÚNA ÐARBANKINN VANN FJÓRÐA SINN IRÖÐ EJ-Reykjavík, fimmtudag. — Á þriðjudaginn lauk skák- keppni stofnana, sem hald- in er árlega. Búnaðar- banki íslands sigraði með yfir burðum, fékk 20 vinninga, en Landsbanki íslands varð í öðru sæti með 14 vinnimga og Út- vegsbanki íslands í þriðja sæti með 13% vinning. Þetta er í fjórða sinn í röð, að Búnaðar- bankinn sigrar í þessari keppni, en eins og áður segir skipuðu bankarnir þrjú efstu sætin. 32 sveitir voru skráðar til keppni, en 31 mætti til keppni. Sveitunum er skipt niður í tvo riðla eftir styrkleika, og falla fimm neðstu sveitirnar i A-riðli niður í B-riðiI ár hvert, en fimm efstu sveitirnar í B- riðli niður í B-riðil ár hvert, en fimm efstu sveitirnar í B- riðli fara uipp í A-riðil. Úrslit mótsins i báðum riðl- Framhald á bls. LA Sigursveitin, A-sveit BúnaSarbankans, er t. v.: Jón Kristinsson, Bragi Kristjánsson, Arnbjörn GuSmundsson og GuSjón Jóhannsson. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.