Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. marz 1968. ÞINGFRÉTTIR 1 TÍMINN ÞINGFRÉTTIR Án stefnubreytingar verður ekki komizt úr ógöngum 3. útgáfa fjárlaga '68 til umræðu íiefri deild í gær Frum'varpið um breytingar á fjárlögum, þ. e. þriðja útgáfa fjár laga fyrir árið 1968 var til ann- arrar umræ'ðu í efri deild í gær. Ólafiur Björnsson mælti fyrir áliti meirhluta fjiárhagisnefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði sam þytokt ótoreytt einis og það var afgreitt, frá neðri deild. FLutti Ólafur Björnsson eina af þessum dæmaltausu ræðum sínum í Löngu máli um atriði í raun ós'kyld efni frumvarpisins. Fjiármálanáðlherra hafði miælzt til þess við 1. um- ræðu miálsins, að stjómarandstæð ingar styttu mál sitt og greiddu fyrir því að frumvarpið gæti orð ið að lögum á fimmtudag þ. ' e. í gær. Má lífca telja víst að um- ræðum hefði mjög verið stillt í hóf og frumvarpið afgreitt sem lög um miðjan dag, ef Ólafur Björnsson hefði ekki haldið sína dæmaiausu ræðu. Ólafur Bjömsson taldi sig vera að svara hinni ágætu ræðu, sem Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hafði flutt við 1. umræðu mélsins og áður hefur verið getið hér í blaðinu. Sagði Einar þá meðal annars, að nú væri ekki seinna vænna, ef þjóðin ætti að komast sæmilega yfir þau áföll sem orðið hefðu, en stjórnendur landsins færu að sýna af sér kjark til að stjórna l'andinu í stað þeirrar ringulerið ar og stjórnleýsis sem ríkt hefði í þjóðfélaginu á öllum sviðum. Vi'ldi Ólafur Björnsson halda því fram að með þessu héfði Einar Ágústsson verið að heimta höft í þeirri gömlu mynd, sem var þeg ar Sjiálfstæðisflo'kkurinn fór með meirihluta í öLlum úthlutunar- nefndum á iilræmdasta haftatím anum í sögu landsins. Sagði hann m. a. að ástæðan til þess að flokks gjöld innheimtust nú lakar en áð ur og dagblöð væru nú í fjárhags erfiðleikum væri sú, að hér hefðu engin höft verið ríkjandi undan farið, en slíkir fjárhagserfiðleikar flokka og málgagna þeirra hefðu verið óþekkt fyrirbrigði á hafta tímunuim! Framsóknarmenn vildu því innleiða höftin að nýju! Bjarni Guðbjörnsson mælti fyr ir á'liti minnihl. fjárhagsnefndar. Gerði hann athugasemdir við einstaka liði frumvarpsins og gagn rýndi einbum niðurfellingu- fram- lagsins til Fiskveiðasjóðs, og taldi ástandið í sjávarútvegi og fiskiðnaði nú þannig, að ekki mætt þar klipa af stuðningi og fáránlegt væri að ætla sér að gelda beztu mjólkurkúna. Skulda skil útvegs- og fiskiðnaðar yrðu ekki umflúin, spuirningin væri, hve lengi menn ætluðu að þrjóskast við að viðurkenna þá staðreynd. f nefndaráliti Bjarna sagði m.a.: Það virðist vera orðin föst venja hjá núverandi stjórnarflokkum að breyta verulega einstökum liðum fj'árlaga þegar í upphafi fjárlaga árs. Með frumvarpi því, sem hér er til afgreiðslu, er fyrir'hugað að lögfesta lækkun á ýmsum út- gjaldaliðum nýsamþykktra fjár- laga, og það enda þótt tilfögur frá stjórnarand-stæðingum við sömu útgjaldaliði væru kolfelldar við . fjiárlagaafgreiðsluna. Þá voru læ'kkunartillögur við þessa .sömu liði talar sýndarmennska ein og ábyrgðarleysi, en nú bregður svo við, að unnt er að lækka þessa sömu liði, og það að sj'álfsögðu talin dyggð, Þegar fjárlög voru til afgreiðslu fyrir síðustu áramót, var það augljóst, að þrátt fyrir gengis- lækkunina í nóvember var fkki rekstrargrundvöllur fyrir aðalút- flutndngsatvinnuveginn. Útreikn- ingar sérfræðinga ríkisstjórnarinn ar i samhandi við gengislœkkunina stóðust ekkd, þrátt fyrir fuJlyrð ingar um hið gagnstæða. Það sanna bezt þær ráðstafanir, sem þurft hefur að grípa tiL síðan. Það var því þá þegar augljóst, að veita þyrfti útflutningsativinnuveg unum frekari aðstoð svo að þær breytingar, sem þetta frumivarp gerir á fjárlaga- greiðslum, gátu þess vegna legið fyrir við afgreiðsiu fjárlaganna. Sá raunverulegi sparnaður, sem í þessu frumvarpá felst, er góðra gjalda verður, svo langt sem hann nær, og munum við að sjálfsögðu samþykkja þær tillögur. Raunverulegur sparnaður í rík isrekstrinum nemur aðeins litlum hluta af þeirri fjárhæð, sem frum varpið fjallar um. Að meginhluta ?r annars vegar um að ræða lán tökur, er komi í stað beinna fjár veitinga, en hims vegar er niður ólling framlaga til undinstöðuat vinnuveganna eða sjóða þeirra. Jón Ármann Iléðinssón sagðist hafa skrifað undir nefndiarálit meirihlutans með fyrirvara, því að hann væri mjög óánægður með niðurfellingu framlagsins til Fisk veiðasijóðs. Allur bátaflotinn hefði nú fengið tilkyn-ningu um upphoð 1. apríl. Kvaðst hann vilj^ beina því til ríkisstjórnarinnar að at- huga, hvort ek'ki væri unnt að láta útflutningíigjaldsgreiðslur á þessu ári renna til afborgana eldri lána bátanna. Ólafur Jóliannesson kvaðst ekki IÖLLUM KAUPFÉLAGSBÚÐUM hafa ætlað sér að taka til máls við þessa umræðu málsins til að tefja ekki fyrir afgreiðslu þess, en ræða Ólafs Björnssonar, frarn- sögumanns meiritolutans hefði ver ið þess efnis að ekki væri unnt að láta ómótmælt ýmsu er þar hefði frarn komið. í ræðu hans hefði komið fram óimakleg árás og sakarátourður á þá menn, sem setið höfðu í úttolutunarnefndum, þar á meðal ým> ágæta Sjálfstæð ismenn, sem farið hefðu með meiri hlutann í þessurn nefndum, þegar höftin voru sem mest hér á landi, og furðulegustu staðhæfingar hafð ar uppi i því sambandi. Kvaðst Ólafur ekki þekkja til þeirra starfs hátta i Framsóknarfilokknum, sem Ólafur hefði nefnt, ,en kannski ætti þetta við eintovers staðar ann ars staðar og hver væri ?ínum Íinúftim kunnugastur. Nú væri það svo, að höft væru síður en svo úr sögunni. Hér væri mikil l'ánsfjárskortur og biðraðirn ar á biðstofum bankastjóranna væri nú ekki styttri en þær hefðu verið á sinni tíð h.já úthlutunar- nefndunum. Væri fróðlegt að vita, hvort Ólaifur teldi að bankastjór- ar beittu nú almennt þeim vinnu bi-ögðum, sern hann taldi að við- höfð hefðu verið í úthlutunar- nefndunum. Fáránlegt væri að halda því fram, áð Framsóknarflokkurinn stefndi að höftum .Enginn stjórn málaflokkur óskar eftir höftum haftanna vegna, en allir stjórn- málaflokkarnir — og oftast þó Sj'álfstæðisflokkuri.nn — hafa neyðzt til að grípa til hafta sem neyðarúrræði þegar við mikla erfiðleika hefur verið að etja. Þau áföll geta komið, að til mála geti komið að hafa meiri stjórn á innflutningi en þegar vel árar, gjaldeyrir er nógur og atvinnu- veguíiuim vegnar yel. Þeir munu t.d. æði margir í þessu landi nú, sem telja að þau áföll hafi nú orðið. að vel geti kotnið til mála að hafa meiri stjórn á innf'lutn- ingi. og margir eru þeir, sem telja ástand'ýmissa iðngreina, sem eiga að geta blómgazt hér á landi, ef ailt er með felldu, nú svo alvar- legt að vel sé hugsanlegt að veita þeim meiri vernd og stuðning 'en gert hefur verið. Þá ræddi Ólafur um 7. grein frumvarpsins, sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í þetta frumvarp en hún er um FramhaJd á bls, 14, ★ Miklar umræður urðu í neðri deild í gær við þriðju umræðu um frumvarp þeirra Péturs Sigurðssonár og Braga Sigurjónssonar um breytingar á lögum um byggingarsjóð aldraðs fólks. Sjóður þessi var stofnaður með lögum árið 1963 og skyldi hann veita lán til byggingar hentugra fbúða fyrir aldrað fólk. Ekkert slíkt lán hefur verið vejtt úr sjóðnum ennþá en böfuðstóll hans er ekki nema um 7 milljónir króna ennþá. Breytingartillaga þein-a Péturs og Braga er um það, að sjóðnum verði einnig heimilt að lána til byggingar dválarheimilis aldraðs fólks. ★ Stefán Valgeirsson hafði lagzt gegn þessu nváli við 2. unuæðu og flutt breytingatilliigu þess efnis að lánveitingar til íbúða handa öldr- uðu fólki skuli sitja fyrir lánveitingum til dvalarlveimila ef sjóðurinn getur ekki fullnægt eftirspurn eftir lánum. ★ Við 3. umræðu í gær mælti Stefán fyrir annarri hreytingatillögu þess efnis að skylt skuli að halda sérgreindum þremur fjórðu hlut um árlegs ráðstöfunarfjár sjóðsins og að lsið sérgreinda fé megi einung is lána aðilum utan Reykjavíkur og nágrennis. ★ Ingvar Gíslason studdi mál og tillöguflutning Stefáns Valgcirs- sonar dyggilega í umræðunum og töldu þeir að breyting á sjóðnum samkvæmt frumvarpi þeirra Péturs og Braga myndi þýða sama og rotliögg á þá hugmynd, sem fælist í lögunum um byggingarsjóð aldr- aðs fólks, að veita fé áð láni til að byggjá.lientíigar íbúðir fyrir aldr- að fólk þannig að það geti dregið í lengstu lög að hverfa úr heima- byggð sinni og setjast að á elliheimilum. Fjárþörf elliheimilanna yrðu heldur ekki leyst með siíkum berytingum á þessum lögum. Pétur Sigurðsson varð fyrir svörum við gagnrýni á frumvarpið og Lúðvík Jósefsson iýsti yfir stuðningi við fmmvarpið og einnig Halldór E. Sgurðsson. Mólið varð ekki útrætt og umræðunni frestað. Félag íslenzkra myndlistarmanna II. Norrænt æskulýðsbiennale verður haldið í Helsingfors 1 október 1968. Hvert Norðurlanda hefur heimild til að senda verk fimm listamanna, eigi fleiri en finim eftir hvern. Þátttakendur skulu ekki eldri en þrítugir eða ekki orðnir 31 árs í september 1968. Féiagið hefur skipað í dómnefnd, þá: Braga Ásgeirsson, Einar Hákonarson og Jóhann Eyfells. Efni í sýningarskrá þaiýf að vera komið til Helsing- fors fyrir 15. maí. Tekið verður á móti myndum, málverkum, höggmyndum eða grafík, í Listamannaskálanum, þriðjudaginn 16. apríl n.k. kl. 4—7. Ekki má senda undir gleri. Stjórnin. Gói laxvefötó TIL LEIGU • Leigutilboð óskast í veiðiréttindi í Laugardalsá. Tvær stengur leyfðar á dag í 90 daga. Tilboðum sé skilað fyrir 20. apríl n.k. til Sigurjóns Samúels- sonar, Hrafnabjörgum, Ögurhreppi, N-ísafjarðar- sýslu, sem gefur allar upplýsingar. Sími um Ögur. Afmælishóf Lögfræðingafélags íslands í tilefni af 10 ára afmæli félagsins verður efnt til hófs að Hótel Borg, sunnudaginn 31. marz 1968 kl. 19,00. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Stjórnin. SHAMPO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.