Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 5
FÖSTíJDélGL'R 29. marz 1968. TlMINN Á ítaliu er mikil andstaða gegn stríðinu í Viet nam og oft farnar mótmaelagöngur. Þessi mynd var tekin fyrir ut- an háskólann í Rómalborg og sýnir eokkra stúdenta, sem Það stóð til að Kiristín Svtía- prinsessa faeri innan skamms til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn. Heimsókn þessari hefur nú verið aflýst vegna versnandi samibúðar milli Bandaríkjanna og Svíþjóðar, sem náði hámarki sínu, þegar sendiherra Bandaríkjanna í Sviþjóð var kallaður heim. Nancy Sinatra, dóttir Franks Sinatra hefur farið fram á tuttugu og fimrn millj- óna króna skaðabætur frá hjól barða- og gúmmífyrirtœkinu Goodyear, þar sem fyrirtækið notaði hið bekkta lag sem Nancy söng, These Boots are made for walking í sjón- varpsauglýsingu. Ákærir Nancy fyrirtækið fyrir að hafa gert auglýsingakvikmynd þar sem texti og lag er notað og auk þess sé rödd hennar stæld þar með vilja. Einnig fullyrðir hún, að leikkonan í myndinni hafi verið máluð og klœdd þannig, að hún líktist sér sem mest. tóku þátt í mótmælaaðgerðum vegna styrjaldarinnar í Viet- nam. Stúdentarnir hafa hengt mynd af Johnson orseta í gálga og láta höfuðið snúa niður. Alexei Jamovioh, sem var þrjátíu og sjö ára gamall kaup maður j Varsjá langaði afskap lega mikið til þess að komast í pólska herinn. Hann tók sig því til og geikk hundrað og áttatíu kílómetra til þess að láta skrá sig. Þegar hann kom á skrániingaskrifstofuna var honum sagt, að því miður gæti hann efcki fengið inngöngu í herinn. Þér hafið svo slæma faetur, að það er ekki hægt að búast við að þér getið gengið einn kí'lómetra. Albert Finney hefur fengið hlutverk Ohe Guevara í kvik- mynd, sem brezki leikstjórinn Tony Richardson, fyrrverandi eiginmaður Vanessu Redgrave hyggst gera innan skamms. Þeir Albert og Tony þekkja hvor annan og hafa starfað saman áður. Síðasta myndin. sem þeir unnu að saman var hin vinsæla Tom Jones, sem náði heimsfrægð. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að sonur franska leik- arans Oharles Boyer, sem sjón varpsáhorfendur hér kannast við, sem einn af Bragðarefun- um, framdi sjálfsmorð, með því að skjóta sig. Nú hefur sonur annars frœgs leikara framið sjálfsmorð. Það er Will- iam Fowell yingri, fjiörutíu og þriggja ára gamall sonur Will- iams Powell. Hann fannst lát- inn í íbúð sinni í Hollywood og hafði stungið' sig til bana með hniíf. Hann hafði skilið eftir kveðjuibrétf þar sem hann sagði að jarðarvistin væri sér slæm og nú færi hann til betri staðar. William yngri var rithötfundur og samdi meðal annars mö~g handrit sjónvarp. Spánski þjónninn Orlando Abivenco missti starf sitt fyr- ir nokkru. Þetta var í áttug- asta og áttunda sinn á tiu ár- urn, sem hann var rekinn úr starfi. Ástæðan til þess að veit- ingahúseigendur geta ekki haft bann í vinnu, er sú, að hann getur ekki staðizt þá freistingu að kasta brauðsneiðum í við- skiptavini, sem hrópa á hano. Nýjasta ánægja ferðalanga sem koma til borgarinnar frægu Acapulco í Mexioo er að leika golf á næturnar. Fyrir nokkru síðan vígði forstjóri ferðaskrifstofu í Mexicó níu hola golfvöll, sem lýstur er upp með áttatíu og fjórum tivö þúsund vatta Ijóskösturum. / Pólski leikstjórinn Roman Polanski, sem stjórnaði meðal annars töku kvikmyndarinnar Ohock) sem sýnd var í Kópa- vogsbíói fyrir skemmstu, er ný kominn úr brúðkaupsferð. Útí liti leikstjórans var ekki beint hægt að flíka, þegar hann kom heim, því að hann var með glóðarauga, rifið út úr öðru munnvikinu og að auki handileggsbrotinn. Hann og eig inkonan, sem heitir Sharon Tate, höfðu verið í gönguferð á götum Parísarborgar, þegar vegfarandi nokkur réðst á hina ungu brúði, þar sem hún spókaði sig í fallegum mini- kjól. Roman gat ekki látið þetta óafskipt og réðist á hinn ókunna með ofangreind- um afleiðingum. Primo Penna er fjórtán ára gamall drengur, sem búsettur var í Róm. Hann tók þátt í smiásagnakeppni, sem efnt hafði verið til í skóla hans — og sigraði. Þegar hann kom heim til sín og sagði foreldr- unum fréttirnar, sagði hann þeim, að kennarinn hans hefði verið svo hrifinn af sögu hans, að hann ætlaði að sjá til þess að hún yrði kvikmynduð. Þegar foreldrar Primo fóru til þess að undirrita kvik- myndasamninginn fyrir hönd sonar síns, komust þau að raun um, að sagan var byggð á dagbókum þeirra og ástar- bréfum, sem geymd höfðu ver ið í ferðatösku undir rúmi Það hefur löngum þótt fínt að kvenfólk hafi langa fætur en of mikið. má af öllu gera. Stúlkan hér á myndinni heit- ir Donyale Luna og er eftir sótt myndafyrirsæta úti í hin- um stóra heimi. Það er ekki nóg að hún sé hæsta mynda- fyrirsætan (190 cm. á hæð). hún er líka hæstlaunaðasta fyr- irsætan. beirra. Þau undirrituðu engu að síður samninginn, en breyttu síðan um nafn og fluttu úr borginni. Nærsýnir stjórnmála- menn og barnalegir f Alþýðublaðinu 26. marz var leiðari undir nafninu: „Tveggja flokka berfi“. Þar er sagt a3 sumir Framsóknarmenn og jafnvel Sjálfstæðismenn líka„ telji að koma þurfi á einmenn ingskjördæmum. Tilgangurinn sé að koma upp tveggja flokka kerfi og tryggja með því fram- tíð stærstu stjórnmálaflokk- ' anna. Alþýðublaðið segir — eins og satt er — að fráleitt sé að ætla að miða kjördæmaskipun við hagsmuni einstakra stjórn- málaflokka á líðandi stund. Hins vegar kei uir í ljós, að það er einmitt þetta, sem Alþýðu- blaðið lætur sig lienda. Blaðið segir, að Framsóknarflokkurinn , að minnsta kosti megi búast við því, að hann verði ekki annar stærsti flokkurinn eftir umrædda kjördæmabreytingu. Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn geti slegið sér sam- an og orðið f jölmennari flokkur. Og daginn eftir tekur Þjóð- viljinn hressilega undir þetía í leiðara sínum og segir: „Fram sókn gæti orðið minnzt“. Slík um breytingum hlyti að verða svarað, segir Þjóðviljinn, með „sameiningu alþýðuflokkannv' og „mætti vel hugsa sér að sá flokkur yrði annar stærsti flokk urinn.“ Þessir blessaðir skriffinnar koma illa upp xun barnaskap sinn og nærsýni. Stjórnmála- líf fslendinga er þjakað af sundrungu. Þeir, sem skoðana lega ættu að geta staðið sam- an, stíga skóinn hver niður af öðrum. Ólíkustu stefnur eiga í hrossakaupum á Alþingi til að mynda meirihluta þar. Ábyrgðarleysi færist í auka. Núverandi kjördæmaskipun og kosningafyrirkomudag slær lýð ræði úr 'höndum kjósenda. \ Auðheyrt er, að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn vita að einmenn ingskjördæmi leiða til tveggja flokka kerfis, en vegná tilveru flokka sinna á líðandi stund óttast þeir þetta, af því að þeir sjá ekki lengra — ekki út fyrir sínar eigin bæjardyr. Og þá taka þeir — blessuð börnin — að hóta því að gera það sem einmitt er talinn æski legastur árangur með um- ræddri kjördæmabreytingu — AÐ SAMEINAST. Hverju skiptir annars, bvað flokkar heita, ef menn fylkja liði saman á heilbrigðan og heiðarlegan hátt á sviði stjórn mála? Óblandið fagnaðar- éfni Þessi grunnfærnislegu og skrítnu skrif „alþýðublaðanna" Þjóðviljans og Alþýðublaðsins, stafa líklega af endurflutningi Gísla Guðmundssonar á tillögu Karls Kristjánssonar um breyt ingu stjórnarskrárinnar, m.a. kjördæmabreytingu, og ef til vill af ræðu, sem Pétur Bene- diktsson flutti nýlega á þingi. Vafalaust eru ýmsir Framsókn armenn fylgjandi slíkum breyt ingum, en það er Iangt í frá nokkurt flokksmál, enda telja Framsóknarmenn, að þessi mál eigi að vera hafin yfir flokka, en ekki að vera skiptihlutir f hrossakaupum, eins og hent tframhaia a bls 14 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.