Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323 Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 63. tbl. — Föstudagur 29. mari 1968. — 52. árg. Til vinstri er mynd af Gagarín, er hann hafði lokið fyrstu geiniferð, sem farin hefur verið. Þetta er jafnframt fyrsta símsenda mynd Tímans. Hún bitist í blaðinu 13. apríl 1961, og var send hing að frá Kaupmannahöfn að kvöldi 12. apríl. Þetta var eina myndin sem íslenzk blöð fengu af gcimfaranum þann dag. Hér að neðan er svo mynd af Gagarín, er hann kom til íslands. JURI GAGARIN FÓRST í FLUGSLYSI í FÝRRADAG FYRSTUR ÖT í GEIMINN FER UNDIR MÖRA KREML NTB-Moskvu, fimmtudag. Gervöll Sovétríkin syrgðu Juri Gagarin í dag, smiðsson- inn sem varð fyrsti geimfari heims og brautryðjandi mann^ kynsins á leiðinni til stjam- anna. Allt er hljótt um hvernig dauða hans bar að höndum, Sjónvarpið sést norð an Holtavörðuheiðar TÆKI KOMIN Á HVAMMSTANGA BS-Hvammstanga og EJ-Reykja vík, fimmtudag. — Frá því nóv ember s. 1. hafa farið fram á veg um áhugamanna athuganir á að ná sjónvarpi á Hvammstanga frá Búðardal í Dalasýslu. Þrjú sjón 9.5? EJ-Reykjavík, fimmtudag. •fc Enn ríkir þögn um ástæð una fyrir því, að Lönd og Leið ir h. f. var svipt leyfá til reksturs ferðaskrifstofu. Hvorki ráðuneytið né ferðaskrifstofan hefur látið frá sér fara yfir lýsingu, þótt forráðamaður ferðaskrifstofunnar hafi sagt, að hann hafi verið búinn að semja við skuldunauta síhá, og kærur hafi því ekki komið úr þeirri átt. ☆ Blaðið hefur góðar heimild ir fyrir því, að skuldir fyrir- tækisins nemi um 9.5 milljén um króna. Eignir þess munu aftur á móti vera litlar. ☆ Enn er beðið skýringar frá ráðuneytinu á því, hvers vegna gripið var til leyfissviptingar, og hvers vegna það var gert nú. varpstæki voru hér til að byrja með, en í febrúar og marz mánuði tókst að bæta móttökuskilyrði það vel, að tal er ágætt og mynd oft ast góð. í dag eru komin upp um 40 sjónvarpsviðtæki á Hvamms tanga og næsta nágrenni. Þetta er fyrsti staðurinn á Norður- Iandi, þar sem sjónvarp er, og má I þakka það áhugamönnum á I Hvammstanga. Stofnað var Félag sjónvarps- áhugamanna á Hvammstanga, og bera áhugamenn allan veg og vanda af þessum framkvæmdum í sjónvarpsmálunum. Setja varð upp móttökunet, sem til að Framhald á bls. 14. annað en að hann hafi verið að reyna nýja flugvélargerð, ásamt félaga sínum, Vladimir Serjogin-ofursta og verkfræð- ingi er flugvélinnj hlekktist á með þeim afleiðingum að þeir fórust báðir. Útför Gagarins verður gerð með allri þeirri viðhöfn sem opinberum greftrunum fylgir því að hann verður jarðsettur undir múrum Kreml, á Rauða torginu, þar sem stórmenni Sovétríkjanna hvíla. Verkfræð ingurinn, Serjogin ofursti, verð ur grafinn við hlið hans. Serjogin hefur til þessa verið óþekktur opinberlega, en það er mál margra þeirra sem til þekkja að á bak við tjöldin hafi hann verið einn af helztu foringjum geimferðastofnunar Sovétmanna. Moskvnútvarpið skýrði frá dauða mannanna tveggja í aukaútsendingu í morgun, og síðam var fregnin endurtekin öðru hverju en á milli var alvarleg tónlist leikin. Báðir báru þeir félagar titilinn Hetja Sovétríkjanna, en það er æðsta viðurkenning sem veitt er þar í landi. í fregninni um slysið var þess aðeins stuttlega getið að þeir hefðu verið að reyna nýja flugvélartegund, en ekki minnzt á hvaða tegund það hefði verið, né heldur hvar slys ið hefði borið að höndum eða hvers vegna ekki var skýrt frá þess'u fyrr. Óstaðfestar fregnir segja hins vegar að þeir hafi flogið gamalli, þekktri þotutegund, MIG 15 tveggja sæta orrustu vél, sem m. a. var nobuð í Kóreustríðinu. Sömu heimildir segja vélina hafa hrapað 40— 70 kilómetra norðaustur af Moskvu. í kvöld sagði þó einn af helztu foringjum geimferða- stofnunarinnar George Petrov í útvarpsræðu, '5ð mennirnir tveir hefðu aðeins verið á venjulcgu æfingarflugi, eins og venja er til með sovézku geim farana. Óstaðfestu fregnirnar kváðu hreyfil vélarinnar hafa drepið á sér um leið og hún hafi ver ið komin á loft. Gagarin hefði setið við stjórnvöliún og reynt Framhald a bls. 14. H-DOMSTÓLLINN DÆMIR SERLEYFIS- HAFA GREIDSLU VE6NA BREYTINGA OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Fallinn er dómur í rnáli sem Félag sérleyfishafa höfðaði gegn fjármálaráðherra fyrir hönd rík issjóðs vegna kostnaðar á breyt- ingu áætlunarbifreiðar sem gera þarf vegna væntanlegrar hægri umfcrðar. Málið var dæmt af sérstökum rétti sem settur er vegna mála sem rísa kunna vegna skaðabótagreiðslna í sambandi við umferðarbreytinguna. Dómur féll á þá leið, að framkvæmda- nefnd hægri umferðar er gert að greiða allan beinan kostnað af breytingu bifreiðarinnar. Dómurinn var kveðinn upp 25. marz s. 1. Málið var höfðað vegna áætlunarbílsins M-303, eigandi hans er Sæimundur Sigmundsson, Borgarnesi. Höfðaði Félag sér- leyfishafa málið fjTir hans hönd. Þótt ekki hafi verið ' fjallað um kostnað við noma þennan eina bíl, er hér um prófmál að ræða og má því líta á úrskurð dómstóls ins á þann veg að Framkvæmda- nefnd hægri umferðar beri að greiða beinan kostnað við breyt ingu á öllum farþegabifreiðum sér leytfishafa sem gera þarf vegna H- umferðarinnar. Sæmundur hefur sérfeyfi á Reýkjavík-Akranes og Akranes-Borgarnes. Þennan bíl ætlar hann að nota á þeirri leið ásamt þrem öðrum bílum sem hann á. Tveir þeirra eru með hægri dyra búnaði og tveir með vinstri. Fóru sérleyfishafarnir í þetta mál til að kanna hvort hann fengi kostnaðinn bættan, og var honum, eins og áður er sagt dæmd ur bótaréttur. En til er ákvörðun frá Framikvæmdanefnd hægri um ; ferðar þess efnis að eigendur bíla sem aka á fjölförnuiri sérleyf- isleiðum, aðallega í nógrenni Reykjavíkur, fái greiddan allan beinan kostnað við að breyta dyra búnaði bílanna íil samræmis við hægri umferð. í dómnum er ekki tekið fram um upphæð sem greiða ber vegna breytingarinanr, held- ur aðeins um kostnað sem fram úr þúsund krónum fer. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði H-yfirdómstólsins, og er þetta því endanleg ákvörðun. f rauninni Framhaid á bls. 14. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.