Alþýðublaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 3
Á að fordæma
innrdsina
i Panama?
Eftir marga og langa friöarfréttadaga í haust og fram eftir vetri, berast nú ófriöartíöindi utan úr heimi.
í Rúmeníu var fjöldi manns drepinn í höröum aðgerðum yfirvalda og lögreglu gegn friðsamlegum mót-
mælum fólks, sem krafðist breyttra stjórnarhátta í landinu á svipaöan hátt og þróunin hefur oröið í svo
mörgum öörum ríkjum Austur-Evrópu á síðustu mánuðum.
Nóttina eftir þessa atburði gerði Bandaríkjaher innrás í Panama. Fregnir af mannfalli þar eru enn fremur
óljósar, en vafalaust hafa einhverjir óbreyttir borgarar fallið í valinn ásamt a.m.k. einhverjum tugum her-
manna. Það vekur athygli að yfirlýstur tilgangur innrásarinnar erm.a. að handtaka mann sem Bandaríkja-
stjórn lítur á sem glæpamann og færa hann fyrir rétt í Bandaríkjunum.
íslenska ríkisstjórnin sendi í fyrradag frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem valdbeiting stjórnvalda í
Rúmeníu er fordæmd. Að því er innrásinni í Panama viðkemur hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra
lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla að innrásina beri að fordæma. Engin formleg yfirlýsing hefur hins
vegar borist frá ríkisstjórninni.
Hvað segja íslenskir stjórnmálamenn? Eru þessir atburðir sambærilegir? Ber ríkisstjórninni að for-
dæma innrásina í Panama? Alþýðublaðið bað nokkra þingmenn að segja álit sitt á innrásinni. Svör þeirra
fara hér á eftir.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Borg-
araflokki.
Verða enn einu sinni
að taka
afleiðingunum
Ef íslenska ríkisstjórnin fordæm-
ir innrásir á annað borð, þá hlýtur
hún að t>era það í hvaða heinis-
hluta sem er. Innrás inn í fullvalda
riki er í sjálfu sér alltaf fordæman-
let>. Hins vet>ar vitum við að þarna
er um að ræða einvald sem ét> i>et
varla ímyndað mér að nokkur
maður á jarðkringlunni hafi sam-
úð með. En hann var á sínum tima
studdur í þetta starf af Bandarikja-
mönnum og þeir verða nú einu
sinn enn að taka afleiðingunum af
því hverja þeir setja í valdastóla.
Ingi Björn Albertsson, Frjálslynd-
um hægri mönnum.
Jóhann Einvarðsson, Framsóknar
flokki, formaður utanrikismala
nefndar Alþingis.
Eyjóifur Konráð Jónsson, Sjálf-
stæðisflokki. Fulltrui í utanrikis-
málanefnd Alþingis.
Guörún Agnarsdóttir, Samtökum
um kvennalista.
Ástæða til að
stöðva slíkan mann
Ég er ekki tilbúinn að fullyrða
neitt um það hvort íslenska ríkis-
stjórnin eigi að fordæma þenna
verknað eða ekki. Hins vegar er
það vissulega tilefni til fordæm-
ingar þegar eitt ríki fer að skipta
sér af innanríkismálum annars rik-
is með þessum hætti. Hitt er svo
annað mál að þarna er um að
ræða einvald sem heldur löglega
kosnum forseta frá völdum. 1 öðru
lagi er hér um að ræða einn af
þessum stóru eiturlyfjabarónum,
sem vissulega skapa hættu fyrir
allt mannkynið, sem er að berjast
gegn eiturlyfjum. Ef við tökum
þetta til hliðsjónar, þá er vissulega
ástæða til að stöðva slíkan mann,
hvar sem hann finnst í heiminum.
Á þeim grundvelli er mér ekkert
sárt um það þótt þessi maður sé
stöðvaður í sínum verknaði.
En varöandi það hvort íslenska
ríkisstjórnin eigi að senda frá sér
(ormlega fordæmingu á innrásinni
í Panama, þá tel ég að það mál
þyrfti að skoðast vandlega áður en
ákvörðun væri tekin.
Andstætt öllum
lýöræöis-
hugmyndum
Það má oft velta því fyrir sér
hvað á gerast með formlegum
hætti og hvað ekki. í þessu tilviki
hafa bæði forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra lýst skoðun sinni
og fordæmt þessar hernaðarað-
gerðir í öðru ríki. Þessu er ég al-
veg sammála. Með tilliti til þeirra
breytinga sem nú eiga sér stað i
Sovétríkjunum og í samskiptum
austurs og vesturs, þá finnst mér
það mjög alvarlegt mál þegar eitt
ríki brýst inn í annað ríki með
vopnavaldi, án þess að í þeirri
skoðun minni sé fólgin nokkur
réttlæting á valdhöfum í því ríki
sem ráðist er inn í. Mér finnst þess
vegna ekki nema eðlilegt að ís-
lenska ríkisstjórnin beiti sér á al-
þjóðavettvangi til að fordæma
slíka aðgerð.
Vegna anna í þinginu undan-
farna daga hef ég að vísu ekki get-
að fylgst atburðaráðsinni í smáat-
riðum, en í mínum huga eru at-
burðirnir sem gerst hafa í Rúmen-
íu og Panama mjög hliðstæðir.
Annars vegar er að vísu valdhaf-
inn í Rúmeníu að berja og drepa
sína eigin landsmenn, hins vegar
er erlent ríki sem brýst inn í Pan-
ama. Niðurstaðan er sú sama fyrir
íbúa beggja landanna.
Það er grundvallaratriði, að
þegar eitt riki brýst með hervaldi
inn í annað ríki, þá hlýtur það að
vera andstætt öllum þeim hug-
myndum sem Islendingar gera sér
um lýðræði.
Leggur Rúmeníu
og Panama
ekki að jöfnu
Ég hef ekki myndað mér skoðun
á því hvort íslendingar eigi að
mótmæla atburðunum í Panama,
sem reyndar eru mér að nokkru
óljósir þar sem ég hef ekki getað
fylgst nægilega vel með fréttum
siðustu daga vegna mikilla anna í
þinginu.
Ég legg það alls ekki að jöfnu að
mótmæla ofbeldisverkunum i
Rúmeníu og þessum atburðum i
Panama. Hér er annars vegar um
að ræða frelsisbaráttu fólksins, en
í Panama er hins vegar vitaö að
það er örugglega ekki um neitt
slíkt að ræða. Þar er meirihlutinn
andstæður forsetanum.
Hitt er auðvitað sorglegt og
hörmulegt að lýðræðisþjóð eins
og Bandaríkjamenn telji nauðsyn-
legt að grípa þarna í taumana og
það hljóta menn að harma.
Vítaverð
ofbeldisaðgerð
Innrás Bandaríkjamanna i Pan-
ama er vítaverð ofbeldisaðgerð.
Slik íhlutun í málefni annarrar
sjáfstæðrar þjóðar er valdbeiting
sem ber að fordæma, án tillits til
þess hvaða skoðun menn hafa á
valdhöfum hennar. Stórveldin
hafa jafnan réttlætt aðgerðir sínar
gegn smáþjóðum þegar þau
tryggja hagsmuni sína eða yfir-
ráðasvæði og hafa ýmist fjarlægt
eða treyst i sessi valdhafa, allt eftir
því hve þóknanlegir þeir eru við-
komandi stórveldi. Þau hafa þá
ekki látið það vefjast fyrir sér
hvort um glæpamnenn er að ræða
eða ekki, eins og komið hefur á
daginn.
Við lifum nú tíma langþráörar
slökunar og þíðu í alþjóðasam-
skiptum og fjölmiðlar færa okkur
kærkomnar fréttir af því dag frá
degi, hvernig þjóðir Austur-Evr-
ópu öðlast aukið sjálfsforræði og
frelsi. I sjónmáli virðast möguleik-
ar á aukinni afvopnun og friðsam-
legri sambúð þjóða. Það skýtur
því skökku við og vekur óhug,
þegar fregnir berast af hryðju-
verkum í Rúmeníu og innrás í Pan-
ama. Þótt segja megi að þessi at-
vik séu í raun ekki sambærileg og
líta megi á það fyrra sem innanrík-
ismál en það síðara sem utanríkis-
mál, er í báðum tilvikum um órétt-
lætanlegt ofbeldi að ræða gegn al-
mennum borgurum, óvopnuðu
fólki. Því ber að fordæma opinber-
lega innrásina í Panama, engu síð-
ur en hryðjuverkin í Rúmeniu.
Leita þarf lýðræðislegri stjórnar-
hátta eftir friðsamlegum leiðum.
Eiður Guðnason, Alþýðuflokki.
Ámælisvert
Það er auövitað ámælisvert þeg-
ar hérvaldi er beitt með þessum
hætti, jafnvel þótt i hlut eigi mis-
yndismenn eins og Noriega. Það
er miður að stjórn þessa fjölmcnna
lýðræðisríkis, skuli ekki hafa fund-
ið önnur úrræði en þessi til aö
vernda þegna sína í Panama.
Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi. Fulltrúi í utanrikismála-
nefnd.
Innrásin
af tilbúnu tilefni
Ég tel alveg ótvirætt að ríkis-
stjórnin eigi aö fordæma þessa
innrás. Hér eru brotin alþjóðalög.
Alveg burtséð frá því hvaða við-
horf menn hafa til þjóðhöfðingja
eða stjórnmálamanna í viökom-
andi ríki, þá er gjörðin hin sama í
alþjóðlegu samhengi og miðaö viö
alþjóðasamninga og viðteknar
venjur í samskiptum þjóða. Ég tel
þetta mál vera mjög hliðstætt inn-
rásinni í Grenada á sínum tíma.
Ég hef ekki haft tækifæri til að
fylgjast náið með fréttum síðustu
dægrin, en mér sýnist alveg Ijóst
að hér sé gengið fram af meira eða
minna tilbúnu tilefni til þess að ná
markmiðum sem Bandaríkin hafa
leynt og Ijóst verið að keppa að
gagnvart Panamastjórn um árabil.
Þetta sýnir í rauninni það pólitíska
siðferöi sem Bandarikin leyfa sér í
sinum bakgarði, eins og þau skil-
greina gjarna Rómönsku Ameríku
og skýtur auðvitað mjög skökku
við gagnvart hliðstæðum og for-
dæmanlegum atburðum í öðrum
heimsálfum.
Þetta tvöfalda siðgæði hefur
komið fram með skýrum hætti nú
upp á síðkastið, líka í öðru sam-
hengi. Þar minni ég á leynifund-
inn með forystu Kína, aðeins mán-
uði eftir að ráðist var á almenning
á torgi hins himneska friðar.