Alþýðublaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 8
MMMBLOIB Föstudagur 22. des. 1989 Ahugahópurinn um Fœdingarheimiliö: Heilbrigðis- róðherra gefi skrif- legt svar Áhugahópur um Fæð- ingarheimilið hefur sent Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann svari skriflega hvort hann ætli að hafa afskipti af leigu 1. og 2. hæðar heimilisins. Áhugahópurinn hefur farið fram á að ráðherra synji þeim 11 læknum sem borgarstjórn ætlar að leigja húsnæði þetta um starfsleyfi og vísa í lög um heilbrigðisþjónustu af því til- efni. „Við álítum að sam- kvæmt orðanna hljóðan sé ótvírætt aö leita beri leyfis ráöherra fyrir fyrirhuguðum rekstri læknanna í húsnæð- inu. Sé það ekki gert hljóti ráðherra að krefjast þess aö sótt veröi um leyfi lögum samkvæmt." Gudmundur J. um stöduna í samningamáliinum: Rikið þarf að stíga fyrsta skrefið „Ef ríkisstjórnin stöðvar ekki fyrirhugaðar verð- hækkanir á gjaldskrám opinberra fyrirtækja sem koma áttu til 1. janúar springur þetta allt í loft upp. Þá er tómt mál að tala um einhverja samninga. Það verður að vera fyrsta skrefið,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson for- maður Verkamannasam- bands Islands við Alþýðu- blaðið í gær. Aðilar vinnu- markaðarins hafa átt í við- ræðum, formlegum og óformlegum, að undan- förnu þar sem menn hafa leitast við að tryggja kaup- mátt og rekstrarstöðu fyr- irtækja með því að finna leiðir til að ná niður verð- bólgu og lækka vexti. Guðmundur segir að langt sé frá því að nokkur samning- ur liggi á borðinu, hinsvegar hafi menn orðið sammála um nokkur atriði, ríkisstjórnin veröi að hamla gegn hækkun á opinberri þjónustu, vextir VEÐRIÐ í DAG Norðaustan kaldí meö éljum noröan og austan- lands en bjart verður sunnan og vestan til. Frost um allt land, mest 10—18 stig í innsveitum noröan- og austanlands. verði að lækka, verð á land- búnaðarvörum sömuleiðis. ,,Við viljum fá nafnvextina niður í 20% strax í janúar og svo áframhaldandi lækkanir eftir því sem líður á árið", seg- ir Guðmundur. Að sögn Guðmundar hafa viðbrögð verið jákvæð hjá þeim ráðherrum sem rætt hefur verið við. Hann vitnaði í því sambandi m.a. til bréfs frá Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra, þar sem hann fer þess á leit við orkuveitur landsins að þær fresti fyrir- huguðm hækkunum sem taka áttu gildi l. janúar þar til kjarasamningum verði lokið. Hækkanirnar miðist síðan við útkomu kjarasamninga. Guðmundur segir að við- ræður aðila vinnumarkaðar- ins hafi verið með öðrum hætti nú en áður, þær séu opnari og markvissari. ,,Þetta eru engar málfunda- æfingar eða karphúsströgl." Samningar ASÍ eru lausir nú um áramót og Guðmund- ur segir að ef ekki takist um það samkomulag að halda aftur af verðhækkunum fari allt í sama gamla farið aftur, verkföll, langvinnar samn- ingaviöræður, gengisfelling- ar i kjölfar kjarasamninga. Samningsstaðan sé engin. ,,Ég man varla eftir erfiðari samningsstöðu," sagði Guðmudur J. Guðmundsson við Alþýðublaðið. Fyrsta húsbréfið afhent í gær fór fram tima- mótaathöfn í veödeild Landsbankans viö Suöurlandsbraut. Þá var skrifaö undir og af- hent fyrsta húsbréfiö. Á myndinni má sjá seljanda og kaupanda í þessum fyrstu form- legu húsbréfaviöskipt- um, Sigurlaug Guö- mundsdóttir aö skrifa undir og hjá stendur Stefán Guöleifsson. Til vinstri er siöan Sigurð- ur Geirsson forstööu- maður hús- bréfadeildar Húsnæö- isstofnunar. A-mynd/E.ÓI. Útgjöld ríkisins á síöasta ári: 1 milljarður í risnu og ferðir Annar milljardur fór í aksturskostnaö og viðgeröar- og viöhaldskostnaö. 22 millj- aröar í launagreiðslur, þar af fjóröungur vegna yfirvinnu. Risnukostnaður ríkis- ins nam á síðasta ári alls um 127 milljónum króna og ferðakostnaður alls um 855 milljónum króna, þar af 386 millj- ónum vegna ferðalaga erlendis. Ríkið var með 911 bifreiðar í umferð og nam kostnaður þeirra vegna alls 1.055 milljón- um króna, þar af 692 milljónum vegna aksturs og 363 milljónum vegna viðhalds og viðgerða. Þegar bifreiðakostnaður- inn er skoðaður nánar kemur i Ijós að tæplega 250 af 582 milljón króna akst- urskostnaöi hjá A-hluta rík- issjóðs eöa um 48% er vegna menntamálaráöu- neytisins og tæplega 87 milljónir af 146 milljónum króna í viðhalds- og við- gerðarkostnaði vegna dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Athygli vekur að aksturskostnaöur vegna menntamálaráöuneytisins ríflegasjöfaldaðist frá 1987, þegar hann var um 35 millj- ónir króna. Aksturskostn- aður ríkisins í heild hækk- aöi á milli ára um 90% eöa nær tvöfaldaöist. Af 127 milljón króna heildarkostnaði vegna risnu voru rúmlega 25 milljónir eöa tæplega 20% vegna utanríkisráðuneytis- ins og um þaö bil hiö sama hjá menntamálaráöuneyt- inu. Af 855 milljón króna feröakostnaöi reyndist kostnaðurinn mestur hjá samgönguráðuneytinu, tæplega 230 milljónir eöa um 27%. Næst kom menntamálaráöuneytiö meö um 123 milljónir eöa um 14,4%. Launagreiöslur ríkisins námu í heild á síðasta ári um 22 milljöröum króna, þar af 5,6 milljörðum eöa 26% vegna yfirvinnu. Af þeirri yfirvinnu flokkuöust 413 milljónir króna sem föst yfirvinna. Hlutfall yfir- vinnu reyndist hæst 33% hjá samgönguráöuneytinu og 32% hjá iönaðarráöu- neytinu og er þá eingöngu átt við A-hluta, en í B-hluta náði hlutfalliö alla leið upp í 53% hjá sjávarútvegsráöu- neytinu, nánar tiltekiö hjá Síldarverksmiöjum ríkis- ins. Fólk Vor ágæti tilskrifari Slefán Snœvarr hefur sent frá sér sína sjöttu bók, ljóðabókina „Braga- bar“ og er útgefandinn „Greifinn af Kaos''. Stefán er heimspekingur aö mennt og er sem stendur gistifræðimaður við há- skólann í Björgvin, en skrifar reglulega pistla í Alþýðublaðið. Stefán hef- ur fengið Símon Jón Jó- hannsson til að annast uppsetningu og frágang bókarinnar, en kápu- mynd teiknaði Margrét Lóa Jónsdóttir. ★ 75 ára verður á að- íangadag jóla Birgir Ein- arsson lyfsali í Vesturbæj- arapóteki og forystumað- ur i Apótekarafélaginu um árabil. Á jóladag verð- ur fimmtugur verkalýðs- forkólfurinn kunni Gud- mundur Þ. Jónsson, for- maður Landssambands iðnverkafólks. ★ Þeir Pétur Björnsson og Lýdur Fridjónsson í Vífil- felli/Kók eru ekki bara að spá í að hrekkja Pál Jóns- son í Sanitas/Polaris með því að setja hann út í liorn með kaupum á hlut í Stöð tvö. í fundargögnum byggingarnefndar Reykjavíkur sést að Vífil- fell er að sækja um að endurbyggja og breyta þremur hæðum að Vita- stíg 3 til að innrétta þar „tónlistarmiðstöð," hvorki meira né minna. Lýður upplýsti Alþýðu- blaðið um að Vífilfell hefði leigt húsnæðið og að þar væri verið að inn- rétta fyrir „pöbb“. Þá er það sem sagt á tæru! ★ Menntamálaráðherra Svavur Gestsson hefur skipað enn eina nefnd. Hún á að fjalla um heild- arstefnu fyrir bókasöfn landsins fram til alda- móta og gera tillögur þar að lútandi. Formaður nefndarinnar verður Dr. Sigrún Klara Hannesdótt- ir. C

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.