Tíminn - 04.04.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 4. apríl 1968 Málflytjandi í handritamátinu fyrir dómi dönsku þjóðarínnar í tuttugu ár Bjarni M. Gíslason rithöfund- ur í Ry í Danmörku er sextugur í dag. Hann er fæddur að Stekkj- arbakka í Tálknafjarðarhrepipi 4. apríl 1808, og voru foreldrar hans Gísli Bjarnason sjómaður, og Ingveldur Jónsdóttir, kona hans. Hann ólst upp hjá frænd- fólki sínu að Hvallátrum til 112 ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði sjó- meinnsku til 24 ára aldurs. Hann fluttist til Danmerkur 1933, nam tvo vetur í Danebod-lýðlháskóla og aðra tvo vetur í Askov. Hef- ur hann síðan búið í Danmörku og stundað þar kennslu, fyrir- lestrahald og ritstörf. Eftir hann hafa komið út allmargar bækur á dönsku. Við sa-mibandsslit íslands og Danmerkur 1844 gerðist hann öt- ull miálsvari íslendinga í blöðum gegn margvislegum ásökunum, sem þar komu fram, og síðustu tuttugu ári.n hefur hann mjög helgað sig baráttunni fyrir bví, að D’anir skili fslendingum hand- ritunum, og hlutur hans í því máli af flestum réttsýnum mönn- um talinn hinn mikilvægasti. Raunar hefði verið skylt, að ís- lendingur ritaði ítarlega um þetta framlag hans hér í blaðið á þess- um tímamótum í ævi hans, en þar sem Tímanum barst löng og ýtarleg grein um Bjarna frá Jörg en Bukdahl, sem þekkir þetta öðr um betur, verður að mestu við ihana að sitja í þetta sinn, enda er það harla fróðlegt að heyra hverjum augum merkur Dani lít- ur á þessa baráttu Bjarna, og sá dómur er ef til vill órækastur um það, hve mikilvægt það var, að Bjarni tók málið þeim tökum, sem raun varð á, og heyjaði sér næg kynni af viðhorfi d'önsku þjóðarinnar til þess að geta sótt málið og varið á réttan hátt fyr- ir réttum dómstóli. Á þetta varp- ar grein Bukdahís einmitt skörpu Ijósi, og menn hljóta að lestri hennar loknum að spyrja sjáífa sig, hvar hándritamálið /væri nú statt, ef Bjarna hefði ekki notið við. Augljóst má vera, að útilokað var, að við fengjum handritin nema málinu væri aflað nægilegs fylgis með danskri alþýðu tH þess ac stjórnmálameinn þyrðu að sam þykkja afhendingu. Á öðrum vett vangi var ekki hægt að sækja málið, og meðan það var ekki unnið þar, kom sókn vísinda- manna, / sérfræðiinga og stjórn málamanna að engu haldi. Vaía laust má um það deila, hvort Bjarni hafi verið öllum færari 'i! þessarar sóknar fyrir dómstóli dansks almennings og einnig benda á, að sitthvað skorti á vís- indalega fræðimennsku hans. En það skiiptir ekki máli. Hanm gerði þetta og náði markinu. Hann náði þvi með þrotlausri tuttugu ára baráttu og dæmafárri þrautseigju Það verður seint fullþakkað. Á lokastigi málsins og í sið- ustu togstreitu kemur framlag vísindamanna og stjórnma^a- manna aftur að fullum notum, þegar málið er unnið fyrir dómi dönsku þjóðarinnar. Það er frá- leitt að telja það átak lítilvægt, en hitt sýnu verra að meta ekki að verðleikum þá baráttu ís- lenzkra og danskra manna, sem raunverulegum úrslítum réð. íslenzka þjóðin sendir því Bjarna M. Gíslasyni þakkir og ,góð ar óskir á þessum tímamótum í ævi hans. AK. Á ýmsum tímuin í lífi ís- lenzku þjóðarinnar hefur alþýða manna getað hrósað sér af þvi að eiga í sínum hópi lærða menn, sem náðu með sjálfsnámi að leyndum upp- sprettum í sjálfum sér. Þeir stuðluðu oft að því að stækka sjónhring raunskiLnings á þeim örðugu tfcnum, er heima- niámið og kvöldvakan voru einu burðarásar menningar- erfðanna frá söguiöldinni. Löngu eftir að ísland hafði hlotið sjálfstæði, fengum við heimisókn eins þessara alþýð- legu menningarsendiiherra frá íslandi, en heimsókn hans og dvöl í Danmörku verður lengi munuð. Þessi maður er rithöfundur- inn Bjarni M. Gíslason. sem verður sextugur í dag, 4. apríl. Hann ko.m til Danmerkur á:*ið H934. Að baki átti hann þá for- eldralausa æsku og margvísleg störf til lands og sjávar heima á íslandi. Hann hafði hlotið skáldskaparlöngun í vöggugjöf eins og svo margir íslendingat aðrir, og í æsku orti hann vís- ur og kvæði og Las skáldskaip á stoLnum stundum. Áður en hann fór til Danmerkur, háfði hann gefið út kvæðabók með táknrænu nafni: „Ég ýti úr vör.“ / Eftir komuna til Dan- merkur dvaldist hann fyrst í stað í Danebod-lýðlháskólan- um og varð þegar hrifinn af starfi samtakanna Det unge grænsværn i þessu lanaamæra- héraði bæði fyrir stríðið og meðan á því stóð. Eftir tveggja vetra dvöl í lýðháskólanum í Askow tók hann að senda frá sér bækur um ísland, og nefnd ist hin fyrsta Glimt fra Nord. N Hún kom tvisvar út árin 1937 og 1938. Bókin er traust, og þau íslenzku áhrif, sem greypt voru í vitund höfundarins, reyndust af þjóðlegum t oga. ■ Þennan -sterka. þjóðlega grunn, sýndi hann enn betur í bókinni „Rejser blandt fræn- der“ 1940, þar sem hann lýsir ieit sinni að norrænm sam- kennd í norrænum bókmennt-. um og sögu eða með því að beita eigin sjón og kynnum á ferðum um nágramnalöndin. HæfiLeikann til þess að halda hinu mannlega utan óhrjálegra endurspeglana nazismans, sem þá var tímans takn, sýnir hann mjög vel í hinni stóru skáld- sögu jsinni „Gullnar töflur,“ sem kóm út í Danmörku árin 1944 og 1045. Sú bók tryggði honum sess sem íslenzkum höf umdi í Danmörku. í þessari sögu fjallar hann um íslenzka aLþýðumenningu og snertingu hennar við nútíma fræðslu- stefinu. Síðar serídi hann frá sér nokkrar ljóðabækur, og munu „Steinar á ströndu" vera kunnust þeirra. Líklega heíu: þó engin bók hans sýnt betur, hve hugarhaldið honum var íslenzkt menningarlíf, en hin íslenzka bókmenntasaga hans, Islands litteratur efter saga- tiden,“ sem kom út 1950. Nokkrar skekkjur lýta bókiina en þær víkja fyírir hinni lif- andi frásöign. Hákon Stange- rup, prófessor, sagði m.a. um bókina: „Hún oipnar okkur sjón- hring, sem okkur var ókunn- ur, og leiðir okkur inn í víð- áttu, sem við héldum, að væri ekki til. Þetta er bók, sem mað ur les sér til gleði. Það eru slíkar bækur, sem við þörfn- umst í norrænú samstarfi. Eng inn, sem hana hefur lesið, lok- ar henni með þeirri kemnd, að hann hafi gengið um safn." Þegar Stangerup bregður orðinu „safn" i umsögn sína skilst hvað hann hefur í huga. Það er sem sé til margvísleg ur fróðleikur um ísland á dönsku, og þótt hér sé ekki upptalningar þörf, er það stað- reynd, að hann er mjög lítið lesinn. Ástæðan til þess er ekki skortur á dönskum áhuga, held ur hinn leiðigj'arni perfektion- ismi þessara rita. En Bjarna hefur ekki ætíð verið það leikifr einn, að túlka hina árvökulu, þjóðiegu um- hyggju sína, sem er allt ann- ars eðlis en hástemmd þjóð- ernisstefna. Hann hlaut viður- kenningu sem rithöfundur 1944, en einmitt í sama mund hófu dönsk blöð að nöldra um skilnaðinn mllli Dana og ís- lendinga, sem varð þetta ár. Þetta nöidur átti sér engar stöðir í þekkingu á dansk-ís- lenzkri sambandssögu, heldur var aðeins venjuihúgsun nærð af þjóðennislegum viðhorfum í þessu andrúmslofti varð Bjarna illsætt á friðstóli skáldsöguhöfundar. Ósann- gjarnar og rangar ásakanir gegn landi hans og þjóð, gat hann ekki látið sem vind um eyru þjóta. Hann tók að skrifa greinar um sambandssáttmál- ann og sýna fram á, að samn- ingstimi hans væri runnin út, og jafnframt skýra og leiðrétta margt, sem sagt hafði verið um framrás sögumnar, sem við bekktum ekki nógu vel. En greinar og bækur eru oft sein virkar, og honum var mjög mun að ryðja misskilningi og fordómum sem fyrst úr vegi Þess vegna hóf hann fyrir lestraferðir og varð brátt hópi kuinnustu ræðumanna ' dönskum fundarhúsum og dönskum lýðháskólum. Enginn íslenzkur maður hefur fyrr eða síðar leyst af hendi jafnmikið fræðslustarf um ísland í Dan- mörku og síðar í Noregi. Bók hans „Island under besættels- en og, unionssagen“, sem út kom 1046, er einnig mikilvægt framlag til fræðslu um þetta sama mál. En um þær mmndir sem réttari skilningur á sjálfstæðis töku íslands tók að þroskast í vitund Dana, kom önnur og ekki minni málflækja fram á sjónarviðið — handritamálið. Hún var einnig njörfuð við stjóra vanahugsunar, sem var á þá lund, að Leikmaðurinn, al meniningur skyldi ætíð standa þegjandi með hattinn í hend- inni, meðan lærdómsmenn fet- uðu fram að einkamarki síinu. En Bjarni Gíslason sá þegar, að þar var stefnt í blindgötu, sömu blindgötu og handrita- málið hafði jafnan hrakið í, þar sem hinn almenni borgar. kjósandinn, var gerður ó- myndugur til— áhrifa á stjórn- málamannina, sem hikuðu við að taka afstöðu gegn hinum svonefndu sérfræðingum. Hann beitti sér þess vegna fyrir því af öllu afli að gera handritamálið að dönsku þjóð- máli og vann að þessu í rúm tuttugu ár. Á óteljandi fund- um í dönskum samkomuhúsum og skólum hefur hann mælt fyrir afhendingu handritanna frá alþýðlegum sjónarhóli. Og hann talaði ekki fyrir daufum eyrum. Danska lýðháskóla hrejrfingin hafði lengi fylgzt með þessu vandamáli og skoð- að það í ljósi söguskilnms' síns, og þegar árið^l947 skor- uðu leiðtogar lýðháskólamna með C.P.O.Christiansen í farar’ broddi á stjórn og þing aö afhenda handrif,in. Þessi áskor un var þó ebki ein á béti, heldur upphaf fræðslu og póli- tískra umræðna, sem lýðhá- skólahreyfin'gin beitti sér Éyr ir um málið. Þegar kom fram ásökun um, að viðhorf lýðhá- skólamanna væri með tilfinn- ingablæ og hvíldi ekki á rébt- um röksemdum í málinu- En þá kom vel í ljós, að Rjarni M. Gíslason var maður, sem kunmi lag á því að brjóta oddinn af oflæti sérfræðing- anna í þessu efni. Með bók sinni „De islandske haand- skrifterstadig aktuelle“ áxíð 1954, Lagði hann fram þanm rökstuðnimg, sem lýðháskóla- mennina vamtaði í baráttunni. Bókin vakti þegar mikla at- hygli. Það, sem óvænt kom, var einkum tvennt. Annað, að háskólamennirnir höfðu ekki gert ráð fyrir, að á hin- um alþýðlega baráttuvelli væri til maður, sem byggi yfir nægilegri þekkingu á málinu, og í öðru lagi fann hinm al- menni borgari, sem farinn var að taka þátt í umræðunum, að hann þurfti ekki að óttast að verða athlægi hinrna vísu. Nauð synlegt reyndist að gefa bók- ina út aftur árið 1955, og ár- ið 1957 voru meginröksemdír hemnar settar fram að nýju i sérstöku riti Askov-skóla um málið. Með tilkomu „Askov- bókarinnar" varð andstæðimg úm málsins loks fullljóst, að þeh áttu ekki aðeins í höggi við íslending, sem hægt væri að vísa á bug með bjóðemis- legri axlaypptingu, heldur stóðu þeir andspænis danskri alþýðufylkingu. sero taldi Bjarna M. Gíslason góðan liðs- mann sinn. Þessi staðreynd veitti Bjarna sérstöðu sem ís- lendingi og jafnframt lykil- stöðu í handritabaráttunni og olli því. að bók hans yarð að- alvopn baráttunnar. í meira en áratug var sí og æ vitnað í þessa bók i lesendabréfum Framhald ’ á bls. 12. Bjarrni M. Gíslason rithöfundur sextugur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.