Tíminn - 09.04.1968, Qupperneq 3

Tíminn - 09.04.1968, Qupperneq 3
J*RB>.TU1>AGIIR 9. aprfl 1968. TÍMINN Minnzt 80 ára afmælis Kambans HamrahlíSarskóli með árshátíð í Lidó GÞE-Reykjavík, mánudag. Á morgun, þriðjudag, lieldur Jlcnntaskólinn við Hamrahlíð árshátíð sína. Hún er að því leyti frábrugðin árshátíðum annarra skóla, að nemendur hyggjast flétta talsverðri alvöru inn í gamnið, og flytja sam- fellda dagskrá, er fjallar um stríð, ógnir þeirra og tilgangs- leysi. f fyrsta lagi verður flutt ur einþáttuiigurinn Skemmti- ferð á vígvöllinn, eftir Arrabal, er Leikfélag Reykjavíkur flutti fyrir nokkrum árum, en í ann- an stað verður sýndur mjög sérkennilegur leikþáttur, sem nemendur hafa samið, með að stoð Níelsar Óskarssonar tækni fræðings. Þessi þáttur nefnist „Við í sláturhúsinu". Hann gerist fyr- ir stríð, í stríði og eftir stríð, sýnir orsök stríðsins, það, sem hrind'ir því r|f stað, tilgangs- leysi þess, og þann lærdóm, sem. af því má draga, en eitt megininntak verksins, er að sýna fram á, að þennan lær- dóm má öðlast, án striðs. TJppsetning þáttanma er sér- stæð að því leyti, að þeir eru leiknir úti í miðjum áhorfenda sal og eru án leikmyndar. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem slík tilraun er gerð hér á landi. Leikstjóri er Bjarni Stein- grímsson, en aðstoðarleikstjóri Níels Óskarsson. Við litum að- eins inn á æfingu í dag og röbbuðum við Níels, og sagði hann, að líklega væri þetta í fyrsta skipti, sem menntaskóla nemar hér á landi efndu til slíkrar skemmtunar, og tækju á þennan hlátt aifstöðu til að- kal'lan-di málefnis. Mjög mikill fjöldi nemenda tekur þátt í dag skrá þessari og liafa þeir lagt rnikið á sig til að gera skemmt unina sem bezt ú,- .garði. Seldur er aðgangur að árshátíðinni á morgun, og fljótlega eftir páska verða leikþættirnir endurtekn- ir fyrir aðstandendur nemenda, og aðra, sem áhuga hafa á. Árshátíðin verður haldin í Lídó og hefjast atriðin kl. 21. Þjófurinn fundinn, en glæpurinn óupplýsfur OÓ-Reykjavík, Fyrir nokkrum dögum ráf- aði drukkinn maður um ganga í húsnæði rannsóknarlögregl- unnar og hafði meðferðis tvær stórar bækur og þar sem lög- reglumenn þóttust vita að þær væru ekki eign mannsins, því hann er þekktur að öðru en bókaást, af þeim, sem þarna vinna. Voru bækurnar teknar af manninum og var hann sjálf ur helzt á þeirri skoðun að hafa stolið bókunum, en hvar, hafði hann ekki hugmynd um. Einnig átli hann bágt með að átta sig á hvaða erindi hann átti til rannsóknarlögreglunn- ar. Tóku lögreglumenn bæk- urnar í sína vörzlu og er eig- andi þeirra beðinn að vitja þeirra þangað, en bækur þess- ar eru mikið tveggja binda verk og nefnist Handbook of Social Psycholiogy, eftir Gardn er nokkurn Lindsey. Bækurn ar eru í rauðu bandi, og vel til þeirra vandað. VerSlaunaðir fyrir góða meðferð á tækjum FB-Reykjavíik, mánudaig. Fyrir nokkru veittu verktak arnir við Búrfell nokkrum mönnum verðlaun fyrir að fara sérstaklega vel með vinnuvél- ar þær, sem þeir hafa undir höndum. Mennirnir fengu 3000 króna verðlaun og auk þess hlíiðursskjal. Þá voru um leið hækkuð laun nokkurra manna, sem höfðu unnið sérlega vel. að dómi yfirmanna þeirra. Dymbilvaka Að venju heldur Stúdenta- félag Reykjavíkur kvöldvöku miðvikudaginn fyrir páska að Hótel Sögu í Súlnasal. Til skemmtunar verður margt for- vitnilegt m.a. mun Helgi Sæm undsson flytja ávarp, mælsku- keppni o.fl. Kvöldvaikan hefst kl. 21, en búsið verður opnað kl. 19. Fonmaður Stúdentafé- la-gs Reykjavíkur er Ólafur Egilsson, lögfræðingur. „ VÉR MORÐINGJAR" SENN SÝNT / ÞJÓÐLEIKHÚSINU Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit- j dagur Þjóðlcikhússins. Það eru ið „Vér morðingjar“, eftir Guð- núna liðin 18 ár frá því að Þjóð- mund Kamban, 20. þ.m. en eins leikhúsið tók til starfa. „Vér morð og kunnugt er, er 20. apríl afmælis Kamban ingjar“ er þriðji leikurinn, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir Guðmund Kamban, en hin voru „Þess vegna skiljum við“ sýnt vorið 1952, og í Skálholti, sýnt árið 1960, á 10 ára afmæli leikhússins. Vér morðingjar var fyrst sýnt á Dagmarleikhúsinu í Kaupmanna höfn 2. marz árið 1920 og síðar á sama ári hjá Leikfélagi Reykja víkur. Árið 1927 stjórnaði híöfundurinn sjálíur sýningu á leiknum hér í Iðnó og lék þá j-afnframt sjálf- ur annað aðalhlutverk leikisins. Síð ar sýndi leikflokkur undir stjórn Gunnars R. Ifansen, leikinn hér í Reykjavík og víðar út um land. Ennfremur var leikurinn sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1923. Þetta mun því vera í fimmta skiptið, sem leikuirinn er settur á svið hér á landi. Fyrsta leikritið, sem Kamban skrifaði, var Hadda Padda. Leik- urinn var fyrst sýndur í Kaup- mannahöfn árið 1914 og ári síðar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar næst kom Konungsglíman, sýnt í Framhaid a bls 14. ASMUNDUR OG HJALTI ÍSLANDSM EISTARAR Hjsím.-Reykjavík, mánudag. Tvímenningstkeppni íslandsmóts ins í bridge var háð um helgina og urðu ísladsmeistarar hinir kunnu spilarar Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíaasson frá Bridge- félagi Reykjavíkur, eftir skemmti lega og harða keppni, þar sem ýmsir höfðu skipzt um forustu, en þeir fél-agar reynzt sterkastir á lokasprettinum. Þálttakendur voru tæpleiga 200 frá 11 félögum og var spilað í tveimur flokkum, meistara- og 1. flokki, og hefur þátttaka aldrei verið svo mikil í mótinu fyrr. Auk Reykvíkinga voru þátttakendur frá Akranesi, Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Hveragerði og Selfossi. f meistaraflokki urðu 10 efstu þessir: 1. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson, BR 2 Jón Áshjörnsson og Karl Sigurihjartarson, BR 3. Eggert Benónýsson oig Stefán Guðjohnsen, BR 4 Bernharður Guðmundsson og Torfi Ásgeirsson, TBK 5. Hallur Símonarson og Þórir Sigurðsson, BR 6. Benedikt Jóhannsson og Framhald á bls. 15 mmm:... i „Hillingar“ — ofið teppi, eftir Vigdísi Kristjánsdóttur. 2 KONUR SYNA 8 BOGASALNUM SJ-Reykjavík, mánudag. Á laugardag var opnuð í Boga sal Þjóðmirijasafnsins sýning á listaverkum tveggja kvenna. Hin kunna listvefnaðarkona Vigdís Kristjánsdóttir sýnir 14 ofin teppi og Elín Pétursdóttir Bjarnason 12 litógrafíur. Myndir Vigdísar eru allar ofnar úr íslenzku bandi og notar hún mikið sauðaliti og jurtaliti. Þetta er fjórða sjálfstæða sýning henn- ar en hún hefur tekið þátt í mörg urn samsýningum hér heima og erlendis. Þetta er fyrsta sýning Elínar Pétursdóttur Bjarnason hér á landi, en hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn um 22 ára skeið og hefur margoft sýnt listaverk sín í Danmörku. Elín er fædd í Eskiholti í Borgarfirði og hóf nám í málaralist við Konunglega lista háskólann í Kaupmannahöfn haust ið 1945. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12 til 10 síðd., til 14. apríl. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur RÁÐSTEFNU UM VERKALÝDSMÁL dagana 19. tíl 21. apríl næstkomandi Myndin er úr leikþættinum, sem sýndur verður. (Tímamynd Gunnar) Ráðstefnan hefst föstudaginn 19. apríl kl. 20.30. ltáðstefnuna setur Kristinn Finnbogason form. Framsóknarfélags Reykjavíkur. Þá mun Ólafur Jóhannesson for- maður Framsóknarflokksins flytja ávarp. Skúli Þórðarson magister flytur erindi er nefnist Saga verkalýðshreyfingarinnar. Að lok um verður sameiginleg kaffi- drykkja, fyrirspurnir og umræður. Laugardaginn 20. apríl hefst ráðstefnan aftur kl. 14. Þá tala þessir: Erlendur Einarsson for- stjóri SÍS — Samvinnu- og verka- lýðshreyfingin, — Eyste*nn Jóns- son alþm. — Framsóknarflokkur- inn og verkalýðshreyfingin. — Síð an verður kaffihlé kl. 16 og kl. 16.15 verða fyrirspurnir og unxæð ur. Sunnudaginn 21. apríl hefst ráð- stefnan kl. 14. Þá ræðir Ilann'bal Valdimarsson forseti ASÍ um Verkalýðshreyfinguna í dag og framtíð hennar og Egill Sigur- geirsson hæstaréttarlögm. ræðir um Vinnulöggjöfina. Að því loknu verður kaffihlé, fyrirspurnir og umræður, og Helgi Bergs, ritari Frams.flokksins flytur lokaorð. Stjórnandi ráðstefnunnar verður Kristján Thorlacíus formaður BSRB. Tilkynna verður þáttöku í ráð- stefnunni sem allra fyrst á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Hringbraut 30, eða í síma 24480. Allt stuðningsfólk Framsóknar- flokksins í Reykjavík og nágrenni velkomið. Á föstudag og laugardag verður ráðstefnan að Hallveigarstöðum við Túngötu. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.