Tíminn - 20.04.1968, Side 3
». aprfl 1968
Merkjasöludagur
Ijósmæðra
Árlegur merkjasöiludagur
Ljósmiæðrafélags Reykjavíkur
er á morgun sunnudag. Félagið
rekur hvíldarheimili í Hvera-
gerði fyrir ljósmæður, þar
sem margar Ijósmæður hafa
dvalið lengri eða skemmri tíma
sér til hressingar. Ljósmæðra
félagið hefur einnig gefið fé
til mannúðarmáila og reynt að
styrkja sjúkar eða fátækar ljós
mæður af fremsta megni. Ljós
mæðurnar telja það ljúfa
skyldu sína að greiða veg ein
stæðinga og munaðarleysingja,
sem til þeirra leita. Þó að að-
alstaríi ljósmæðra sé fyrst og
fremst að hjálipa fæðandi kon-
um, mega þær ekikert láta sér
vera óviðkomandi, sem ö'llum
þjóðfélagaþegnum er til heilla.
Takið vel á móti börnunum
sem bjóða ykkur merki ljós-
mæðranna.
Merkin verða afhent eftir
kl. 10 á eftirtöldum stöðum:
Álftamýrarskólanum, Hall-
grímskirkja norður-
dyr, Austurbæj arskóli gengið
inn í portið, Hlíðaskóli, Lang
hoiltisskóli, Vogaskóli, Breiða-
gerðissikóli, Laugalækjanskóli,
KFUM, Kirkjuteig 33, kjallara,
Rauðarárstíg 40 hjá Guðrúnu
Haíldórs Ijósmóður.
FræðslunámskeiS Samb. ísl.
sveitarfélaga
Samiband íslenzkra sveitarfé
laga heldur fræðslunámiskeið
um sveitarstjórnarmál í Tjarn
arbúð í Reykjavík dagana 22.
—24. þessa mánaðar. Formaður
sambandsins, Páll Líndal, borg
arlögmaður, setur námskeiðið.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, flytur ávarp. Siðan
verða flutt erindi um helztu við
fangsefni oddvita og hrepps-
nefnda.
Fyrsta daginn flytur Hjálm
ar Vilhjálmsson, ráðuneytis-
stjóri í félagsmiálaráðuneytinu,
erindi, um samskipti sveitar-
stj. við önnur stjórnvöld Ölv-
ir Karlsson, oddviti talar um
sveitarstjórn í dreifbýli og
Unnar Stefánsson, ritstjóri um
sameiningu sveitarfélaga.Sigur-
björn Þorbjörnsson, ríkisskatt-
stjóri, hefur framsögu um
staðgreiðslukerfi opinberra
gjalda. Aðalsteinn Eíríksson,
námsstjóri og Torfi Ásgeirsson
skrifstofustjóri ræða skólamál
og Gísli Kristjánsson ritstjóri
talar um forðagæzlu.
Annan daginn ræðir Guð-
jón Hansen, tryggingafræðing
ur um almannatryggingar, dr.
Sigurður Sigurðsson, landlækn
ir um læknaþjónustu í dreif
býli, Magnús E. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri, um Lána-
sjóð sveitarfélaga og Bjarg-
ráðastjóðs íslands og Valdimar
Óskarsson, skrifstofustjóri, um
nýja fasteignamatið. Einnig
verður rætt um þjóðskrá, bók-
hald og samskipti sveitarfélaga
við Hagstofu íslands. Erindi
flytja Klemenz Tryggvason, hag
stofustjóri, Ingimar Jónasson.
deildarstjóri og Hrólfur Ás-
valdsson, viðskiptafræðingur.
Seinasta dag námskeiðsins tal
ar Ásgeir Ólafsson, forstjóri,
um brunavarnir í sveitum, Þor
steinn Einarsson, íþróttafull-
trúi, um félagsheimili, Birgir
Kjaran alþm., um náttúru-
vernd, Guðmundur G. Hagalín,
bókavörður, um sveitabóka-
söfn og héraðsbókasöfn og Vig
fús Jónsson, oddviti um fran\
kvæmd sveitarstjórnarmála í
kiauptúnahreppum.
Námskeiðið sækja milli 40
og 50 oddvitar, hreppsnefndar
menn og sveitarstjórar frá
sveitarfélögum víða um land.
Vér morðingjar frumsýnt
kvöld
í dag eru liðin 18 ár frá
því að Þjóðleikhúsið var víigt.
í kvöld verður frumsýning í
Þjóðleibhúsinu á hinu þekkta
1-eikriti Guðmundar Kam'bans,
Vér morðingjar, en þann 8.
júní n. k. eru liðin 80 ár frá
fæðingu Guðmundar Kambans.
Leikstjóri er Benedikt Árna-
son, en aðaihlutverkin eru
leikin af Kristbjörgu Kjeld og
Gunnari Eyjóifssyni.
Slasaðir Bretar fluttir frá
Vestf jörðum
SE-Þingeyri, föstudag.
Hingað til Þingeyrar komu
í gær tvær flugvélar frá Birni
Pá'lssyni, en þær urðu að
vera hér í nótt, vegna þoku í
Reykjavík, og flugvöllurinn
þar lokaðist. Þá skeði það seint
í gærkvöldi, að hingað kom
brezkur togari með slasaðan
mann, sem meiðzt hafði illa á
handlegg. Togarinn heitir Ross
Kandahar.
Laust fyrir fimm í morgun
var svo hringt hingað til af-
greiðslu flugþjónustunnar og
beðið um, að önnur flugvélin
yrði send til ísafjarðar ti'l að
sæ'kja þangað slasaðan Breta,
sem togari hafði komið með
þangað, en talið var að Bret
inn hefði höfuðkúpubrotnað.
Flugvélin var komin á loft um
sexleytið í morgun, og flutti
sjúklinginn til Reykjavíkur.
Seinni flugvélin fór svo milli
8 og 9 í morgun og með henni
slasaði Bretinn, sem hingað
kom.
Ágætis veður hefur verið að
undanförnu, hlýtt og gott. Veg
ir þorna nú óðum, en menn
bíða með óþreyju eftir að
fja'llvegir verði mokaðir. í
fyrradag og í dag hafa verið
hér tvö skip og losað áburð,
Arnarfellið og Selá.
Mótmæla „þyrlufluginu".
Eftirfarandi ályktun gerði
stjórn Félags Frímerkjasafn-
ara á fundi sinum hinn 17.
apríl.
„Út af „Þyrluflugi“ þ. 10.
þ. m. vill stjórn Félags Frí-
merkjasafnara taka eftirfarandi ®
fram: g
Vér teljum, að hér sé um al M
gert einkaflug Landssambands |
frímerkjasafnara að ræða, þar
eð engin tilkynning var gefin
út af Póstmá'lastjórninni um
þetta „Þyrluflug“ og gafst þvi
almenningi ekki tækifæri til
að senda bréf eða aðrar póst-
sendingar með þyriunni.
Þá teljum vér þessa fjáröfl-
unaraðferð mjög vítaverða og
sé hi;n til þess eins að spilla
áliti manna á frímerkjasöfnun.
Félag frímerkjas.afnara er
ekki í Landssambandinu.“
Stjórn Félags frímerkjasafn-
ara.
TIMINN
3
■
sqp
Gunnar Ásgeirsson og sonur hans Ásgeir á nýja Volvo-verkstæSinu. ÞiS þekkiS vafaiaust farkostinn í baksýn,
því aS það er enginn annar en Simon Templar sem ekur um á svona sportbíl — P-1800. Tímamynd-GE.
NÝTT V9LV0-VERKSTÆÐI OPNAÐ
Gunnar Ásgeirsson h. f. hefur opið hús fyrir almenning frá 2—6 í dag og á morgun, þar
sem sýndar verða allar vörur, sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
GI-Reykjavik, föstudag.
Gunnar Ásgeirsson h.f. hefur
nú opnað viðgerðaverkstæði fyrir
Volvo-bifreiðir í húsi umboðsverzl
unar sinnar að Suðurlandsbraut
16. Verkstæðið er stórt og rúm-
gott, um 750 fermetrar að fi’atar-
máli og getur því tekið inn um
12 fólksbifreiðir og fjórar vöru-
bifreiðir samtímis, auk þess sem
2—3 bifreiðir rúmast á réttinga-
verkstæðinu í einu, en það er að-
skilið frá aðalverkstæðinu. Til
þessa hafa Dieselvélar h.f. rekið
verkstæði þarna á sama stað, en
það var mun minma, aðeins um
250 fermetrar. Um síðustu áramót
tók umiboðsverzlun Gunnars Ás-
geirssonar við verkstæðinu og hef
ur eins og áður sagt, aukið mjög
við það og búið það hinum full-
komnu'stu tækjum.
Verkstæðisformaður er Jan
Jensen, en hanm hefur numið hjá
Dieselvélum, en ásamt honum er
sænskur maður, Karl Pettersen
að nafni. Pettersen hefur verið
fenginn hingað til lands sérstak-
lega sem sérfræðingur um við-
gerðir á Volvo-ibifreiðum, en hann
hefur unnið um árabil bæði í Sví
þj'óð og erlendis að stjórn Volvo-
verkstæða.
Bifvélavirkjarnir á verkstæðinu
haifa allir gengið á sénnámskeið,
sem kennarar frá Volvo verksmiðj
unum hafa haldið hér. Aðalatrið-
ið er að kenna þeim að fara með
hinn mikla fj'ölda sér-verkfæra,
sem nú eru til og eiga að flýta
viðgerðum til muna. Sem dæmi
má nefna, að skrúflyklar eru ekki
notaðir. í þeirra stað koma loft-
þrýstistútar, sem festir eru neð-
Framhald á bls. 14.
Málverka- og höggmyndasýn-
ing í Ustamannaskálanum
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Hjónin Kristín H. Eyfells og
Jóhann Eyfells opna á morgun,
laugardag, sýningu í Listamanna-
skálanum. Sýnir Kristín andlits-
málverk, teikningar, og
nokkrar höggmyndir. Allar mynd
ir Jóhanns á sýningunni eru vegg
myndir, gerðar úr alúmin, járni
og kopar. Er þetta önnur sam-
eiginlega sýningin sem hjónin
halda í Listaman naskálamun.
Hin fyrri var haldin árið 1964.
Jóhann hefur aðallega sýnt
höggmyndir til þessa og má raun
ar segja að hann geri enn, að
þessu sinni, því myndir hans á
sýningunni eru gerðar úr málm
um ýmis konar, sem eru steyptir
og bræddir saman og felldir í
ramma. Höggmyndir Kristínar eru
úr gipsi, og eru þær 13 talsins á
sýningunni. Einnig sýnir hún 17
and'litsmá'lverk og teikningar.
Veggmyndir Jóhanns eru 33.
Þau hjón hafa áður haldið
fjöida sýninga, bæði einkasýning
ar og tekið þátt í samsýningum,
hér á landi og erlendis, aðallega
í Bandaríkjunum, en þar voru
þau búsett í fjölda ára og stund
uðu nám og störf. Fyrir utan list
nám stunduðu þau nám á öðrum
sviðum. Er Jóhann arkitekt að
mennt og Kristín sáilfræðingur.
Myndin er tekin af hjónunum Kristínu og Jóhanni Eyfells, er þau voru að koma myndum sínum fyrir í Lista.
mannaskálanum í gær. Tímamynd: uGnnar.