Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 1
25 milliarða samningur Skuldabréfakaup lífeyrissjódanna: Stærsti samningur sem geröur hefur veriö á innlendum lánsfjármarkaöi til þessa var undirritaöur fyrir helgina. Lífeyrissjódirnir kaupa skuldabréf og húsbréf fyrir um 25 milljaröa á nœstu tveimur árum. Stærsti lánasamning- ur sem gerður hefur ver- ið á innlendum lánsfjár- markaði var undirritað- ur á laugardaginn. Hér er um að ræða skulda- bréfakaup lífeyrissjóð- anna af ríkinu næstu tvö árin og samkvæmt samningunum geta þessi kaup numið alis 20—25 milljörðum króna. Ýmis nýmæli eru í þess- um samningi. Þannig er gert ráð fyrir að allt að 35% skuldabréfakaupanna geti verið gengistryggð miðað við evrópsku mynteining- una ECU og borið erlenda nafnvexti. I öðrum tilvikum munu vextir skuldabréf- anna ráðast af vöxtum spariskírteina ríkissjóðs. Þá er breyttri skilgreiningu á „ráðstöfunarfé" sjóðanna ætlað að auðvelda lifeyris- sjóðunum að kaupa og selja ríkisvíxla og önnur verð- bréf til skemmri tíma en eins árs. Samkvæmt samningnum munu lífeyrissjóðirnir kaupa skuldabréf af Hús- næðisstofnun ríkisins fyrir um 11 milljarða króna á þessu ári en til viðbótar munu þeir kaupa húsbréf fyrir tvo og hálfan milljarð. Standist þetta samkomulag að fullu ættu því skulda- bréfakaupin alls að fara vel yfir 25 milljarða á samn- ingstímabilinu. Að því er fram kemur i fréttatilkynningu sem fjár- málaráðuneytið sendi frá sér um þetta efni í gær, er áætlað að raunvextir þeir sem ríkið greiðir lífeyris- sjóðunum verði laust innan við 6% af skuldabréfum með innlendri verðtrygg- ingu. Reglan er sú að vext- irnir séu 0.1% lægri en vextir almennra spariskír- teina ríkissjóðs sem gefin eru út til 8 ára. Að því er viðkemur þeim hluta skuldabréfakaup- anna sem tryggð verða samkvæmt Evrópugjald- miöli, er reiknað með að raunvextir gætu orðið íviö lægri eða nálægt 5%. Þess ber þó að geta aö lífeyrir- sjóðirnir eru ekki skuld- bundnir að kaupa skulda- bréf á þessum kjörum. Ein- ungis er um heimild að ræða. Til aö sjóðfélagar lífeyris- sjóðanna hafi fullan láns- rétt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, þurfa lífeyrissjóð- irnir eftir sem áður að kaupa skuldabréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Sú breyting verður þó á að nú mega sjóðirnir uppfylla þessa skyldu að hluta meö því að kaupa húsbréf fyrir 10% af ráðstöfunarfé. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að hvor aðili um sig geti óskað eftir endur- skoðun á lánskjörum á ár- inu 1991. Þessi heimild gild- ir til 1. september á þessu ári. Islandsbanki opnar íslandsbanki tekur til starfa i dag. Eftir langa umræðu um nauðsyn þess að fækka bönkum og hagræða i bankakerfinu, fækkar bónkunum nú loks um þrjá með sameiningu fjögurra banka. Sjá nánar fréttaskýringu bls. 9. Eyjólfur og Guðni banka- róðsformenn? Eyjólfur K. Sigurjónsson og Guðni Agústsson eru samkvæmt heimildum AI- þýðublaðsins taldir líkleg- astir til að verða útnefndir formenn bankaráða ríkis- bankanna. Kosið var í bankaráðin á síðustu dög- um þingsins fyrir jólaleyfi og er búist við að við- skiptaráðherra taki ákvörðun um það í dag eða á morgun hverjir verði for- menn í bankaráðunum. Talsverðar sviptingar urðu fyrir kjör nýrra bankaráða og þurfti hvað eftir annað aö fresta kosningu fyrir þær sak- ir. Lyktir urðu þær aö hvorug- ur bankaráðsformannanna náði endurkjöri, þannig að bæði í Búnaðarbankanum, þar sem Stefán Valgeirsson var áður í forsæti, og í Lands- bankanum, þar sem Pétur Sigurðsson var bankaráðsfor- maður, hljóta óhjákvæmilega aö koma nýir menn. í gær var samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins talið líklegast að Guðni Ágústsson verði formaður í bankaráði Búnaðarbankans og Eyjólfur K. Sigurjónsson í bankaráði Landsbankans. JÓN BIRGIR PÉTURSSON RÁÐINN FRÉTTASTJÓRI Jón Birgir Pétursson blaðamaður hefur verið ráðinn fréttastjóri Al- þýðublaðsins f.o.m. 15 janúar nk. Fráfarandi fréttastjóri er Kristján Þorvaldsson sem vinna mun að verkefnum fyrir Alþýðuflokkinn. Jón Birgir Pétursson hef- ur starfað sem blaðamaður síðan 1957. Hann hefur m.a. verið fréttastjóri Vísis 1966—1975 og fréttastjóri DV á árunum 1975—79. ' Undanfarin ár hefur Jón Birgir unnið sjálfstætt við blaðamannastöf og útgáfu- mál. Alþýðublaðið býður Jón Birgi Pétursson velkominn til starfa og væntir góðs af störfum hans við Alþýðu- blaðið. Jafnframt þakkar blaðið Kristjáni Þorvaldssyni vel unnin störf. MEIRIHLUTINN HAFNAÐI ÓSKIÐNAÐARRÁÐHERRA — Felldi tillögu um ad fresta gjaldskrárhœkkun Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Meirihluta- fulltrúar höfnudu einnig að draga úr hœkkun á þjónustugjaldskrá Reykjavíkurhafnar. samþykktu þar fulltrúar metrihlutans að hækka þjón- ustugjaldskrá Reykjavíkur- hafnar um 18%, enda hafi samgönguráðherra þegar samþykkt slíka hækkun. Um leið var felld tillaga frá Sigur- jóni Péturssyni um að tak- marka hækkunina við hækk- un vegna upptöku virðis- aukaskattsins, þ.e. að hún yrði um 7%. „Við ieggjum til að orðið verði við tilmælum iðnað- arráðherra um að fresta framkvæmd á samþykktri gjaldskrárhækkun Raf- magnsveitna Reykjavikur og verða þar með við ósk- um aðila vinnumarkaðar- ins.“ Þessa tillögu lögðu fram fulltrúar minnihlutans á fundi borgarráðs sl. föstudag, Sig- urjón Pétursson Alþýðu- bandalagi, Sigrún Magnús- dóttir Framsóknarflokki, Elín G. Ólafsdóttir Kvennalista og Bjarni P. Magnússon Alþýðu- flokki. Tillagan var hins veg- ar felld með 3 atkvæðum meirihlutafulltrúanna Davíðs Oddssonar, Magnúsar L. Sveinssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. í bókun meirihlutafulltrú- anna segir meðal annars að Reykjavíkurborg hafi ekki gengið á undan með hækk- anir á qpinberri þjójuistu og RR hækkað taxta^sína minna en allar\aðrar sámbærilegar stofnanir á undanförnum ár- um. Ósk ráðhérra sé fyrir- sláttur einn til að draga at- hyglina frá þekktum stað- reyndum. Þá var í gær haldinn fundur í hafnarstjórn Reykjavíkur og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.