Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 12

Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 12
STAÐGREÐSLA 1990 SKAfTHLUT/ALL OG persónuafslAttur ÁRIÐ1990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar i við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI • VEÐRIÐ í DAG Haegt vaxandi suöaustan átt, fyrst suövestanlands. Bjart veður um landiö noröanvert en fer aö rigna á Suðvesturlandi undir kvöld. Hlynandi veöur. Fólk Gudrún Agústsdóttir borgarfulltrúi og aðstoð- armaður menntamála- ráðherra er ekkert sér- lega hrifin af bílageymsl- uhúsi því sem samþykkt hefur verið að rísa eigi við Hverfisgötu 20. Á fundi borgarstjórnar ný- verið kom fram það álit hennar í bókum að bíla- geymsluhúsið væri að hennar mati of stórt og yfirþyrmandi í götumynd Hverfisgötu, það sé ekki aðlaðandi almennt í starf- semi eða útliti og ætti því ekki að vera nærri mið- bæjarstarfsemi og loks muni það draga að sér mikla umferð, sem sé meiri en nóg á þessum stað. ★ Trésmiðaféfag Reykja- víkur veitir fyrir nýliöið ár vinnustað Dauíds Ax- elssonar, byggingameist- ara, Þverholti 11, Mos- fellsbæ, sérstaka viður- kenningu félagsins fyrir góðan aðbúnað á vinnu- svæðinu. Þetta er í fimmta sinn sem Trésmiðafélagið veit- ir viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnu- stöðum. Það var á árinu 1985 sem félagið tók upp þessa nýbreytni í starfi sínu, en vinnustaður Davíðs Ax- elssonar er sjöunda fyrir- tækið sem hlýtur viður- kenningu félagsins. ★ Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Gud- mundur Bjarnuson, hefur í samráði viö dóms- og kirkjumálaráöherra Ola Þ. Guöbjartsson, Áfengis- varnaráö og landlækni skipað nefnd, sem fengið er það hlutverk að endur- skoða þau ákvæði áfeng- islaga sem snerta áfengis- varnir, og lög um með- ferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, með það fyrir augum aö steypa ákvæðum þessara laga saman í ein lög, áfengis- varnalög. í nefndinni eiga sæti: Ingimar Sigurdsson, skrifstofustjóri, formaður, Hrafn Pálsson, deildar- stjóri, ritari, Níels Árni Lund, deildarstjóri, Sig- mundur Sigfússon, geð- læknir, Ólafur Hauhur Árnason, áfengisvarna- ráðunautur, og Jón Odds- son, hrl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.