Alþýðublaðið - 06.01.1990, Síða 2
2
Laugardagur 6. jan. 1990
MMIMÐHI
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
MANNSKEMMANDI
INNFLUTNINGUR
Sigmundur Guðbjarnason há-
skólarektor flutti athyglisverða
hugleiðingu í Bústaðakirkju á
nýársdag. Alþýðublaðið birti
hugleiðingu háskólarektors í
heild í fyrradag. Háskólarektor
víkur á einum stað að vaxandi
ofbeldi í Reykjavík. Hann segir:
„Áhrifamiklar eru kvikmyndir
og virðast ofbeldismyndir eiga
verulegan þátt í vaxandi ofbeldi
í okkar eigin umhverfi hér í
borg. Innflutningur á slíku efni
kann að vera gróðavænlegur en
hann er mannskemmandi." Hér
eiga bæði kvikmyndahús og
sjónvarpsstöðvar hlut að máli.
Framleiðsla ofbeldismynda
kemur nær einungis frá Banda-
ríkjunum þar sem ofbeldi telst
tvímælalaust til dægrastytting-
ar. Háskólarektor bendir enn-
fremur á hættuna á slæmri inn-
rætingu hjá óþroska börnum:
„Innræting verður með ýmsu
móti og ýmist til góðs eða ills,
meðvituð eða ómeðvituð.
Barnshugurinn er opinn og við-
kvæmur, hann geymir boðin,
góð eða slæm, hvort sem þau
koma frá foreldrum eða systkin-
um á heimilinu, frá kennurum
eða félögum í skólanum, frá fjöl-
miðlum svo sem sjónvarpi eða
þá af götunni."
Ufbeldið á götum Reykjavíkur
hefur færst mjög í aukana á síð-
ustu misserum. Ymis félagsleg
vandamál eru þar að baki, svo
sem aukin vímuefnaneysla, erf-
iðari þjóðfélagsaðstæður og
stækkandi höfuðborg sem tekur
á sig vaxandi einkenni stórborg-
ar. En vafalítið er þáttur innræt-
ingarinnar, sem háskólarektor
minnist á í hugleiðingu sinni,
mikiil og vaxandi. Sú var tíðin
að ísienskir kvikmyndahúsa-
gestir gátu notið kvikmynda frá
Evrópu jafnt sem Bandaríkjun-
um og stundum frá öðrum
heimsálfum. í dag er þetta
breytt. Eignarhald kvikmynda-
húsa hefur færst á fáar hendur
og þar með mótast framboð
kvikmynda af hreinu gróðasjón-
armiði. Ábyrgð kvikmyndahús-
eigenda er orðin einungis gagn-
vart þeim sjálfum; á hverju
græðum við mest? Og svarið
virðist einfalt: Á bandarískum
ofbeldis- og spennumyndum.
Evrópskar gæða- og menningar-
myndir sjást ekki á íslenskum
kvikmyndatjöldum nema ef til
vill stöku sinnum í Regnbogan-
um sem eitt fárra kvikmynda-
húsa í Reykjavík hefur reynt að
axla menningarlega ábyrgð í
kvikmyndavali. Þessi þróun er
menningarleg harmsaga en um
leið þvergirðing á þroskandi
mynduppeldi barna og ung-
linga.
Sama stefnan virðist vera að
taka yfirhöndina á Stöð 2. í upp-
hafi var þess gætt að sýna ýmsar
vandaðar kvikmyndir, og gaml-
ar, sígildar kvikmyndir. Enn er
unnt að sjá slíkar myndir á skjá
Stöðvar 2, en óneitanlega hefur
kvikmyndaúrvali stöðvarinnar
hrakað mikið. innleiðing klám-
mynda er eflaust hugsuð sem
gróðavon. Varla telja dagskrár-
stjórar Stöðvar 2 sýningar á
dönskum, bláum kvikmyndum
sem ábyrga menningarstefnu?
Sem betur fer hefur Ríkissjón-
varpið stórbætt kvikmyndaval
sitt og sýnt ábyrga stefnu í þeim
efnum. Einhæft val á kvikmynd-
um í sjónvarpi og kvikmynda-
húsum er þegar best lætur leiði-
gjörn síbylja. Þegar verst lætur
getur slík síbylja orðið að háska-
legri innrætingu meðal barna og
unglinga.
Aldur kvikmyndahúsgesta
færist æ neðar. Þetta á ekki að-
eins við íslenska bíógesti heldur
um allan hinn vestræna heim,
ekki síst í Bandaríkjunum. Am-
erískir kvikmyndaframleiðend-
ur hafa að sjálfsögðu skilgreint
þessa þróun og stíla því fram-
leiðsluna inn á unglingahópana.
Þar með verður innrætingin tví-
efld: Kvikmyndahúsin laða æ
meira til sín unglingahópana og
sýna jafnframt innrætingar-
myndir í auknum mæli. Ofbeld-
ið í Reykjavík er ein afleiðing
slíkrar innflutningsstefnu kvik-
myndahúsa og sjónvarpsstöðva
sem, líkt og háskólarektor
kemst að orði, er gróðavænleg
en mannskemmandi. Mikil er
ábyrgð þeirra manna sem
stunda slíka framleiðslu og sölu
á ofbeldi.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
TILRAUN Olafs Ragnars Gríms-
sonar formanns Álþýðubanda-
lagsins að gera flokksmenn sína
að krötum, gengur ekki alltof auð-
veldlega fyrir sig. í áramótaboö-
skap sínum sem birtist í Þjóövilj-
anum, boðaði Ólafur Ragnar frá-
hvarf frá lenínisma og miðstýr-
ingu og aðlögun að lýðræöislegri
jafnaðarmannastefnu. Lýðræðis-
leg öfl í Alþýðubandalaginu hafa
eflaust stutt þessa stefnu for-
mannsins, en íhaldssamari félagar
hafa átt erfitt með að kyngja þess-
ari messu.
Einn þeirra sem lásu áramóta-
skrif formanns Alþýðubandalags-
ins með nokkrum pirringi var
greinilega Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur. Ragnar svaraði
formanni sínum í Þjóðviljanum í
gær, og sagði berum orðum að Ol-
afur Ragnar og Birtingarmenn
væru að teyma söfnuð allaballa
beint í Alþýðuflokkinn. Sem verð-
ur að teljast hámark vitfirringar
hjá einum formanni Alþýðu-
bandalagsins! Alla vega ef for-
sendur allaballa af íhaldsgerð eru
notaðar til grundvallar.
Grípum niður í sjónarmið Ragn-
ars:
„ÖU þessi stefnuatriði renna
stoðum undir það að Olafur og
hans lið séu að undirbúa sam-
runa við Alþýðuflokkinn, ef
ekki inngöngu í hann, og það á
grundvelli stefnu Alþýðu-
flokksins, en ekki á grundvelli
stefnu Alþýðubandalagsins.
Þetta pólitíska brölt Olafs
Ragnars og hans stuðnings-
manna var sæmilega afhjúpað
á landsfundinum og fékk þar
lítinn stuðning. Ólafur hélt
hins vegar völdum með stuðn-
ingi svokallaðra flokkseig-
enda, sem telja sig vera að
styðja Ólaf meðan þeir sitja í
núverandi ríkisstjórn.
Flokksforinginn telur að
samruninn við Alþýðuflokk-
inn, sem hófst reyndar með
„rauðu ljósi“ fyrir ári, sé „í
hættu“ vegna róttæku aflanna.
Því verður að nota hvað sem er
til að koma höggi á þau, og þá
eru nýlegir atburðir í Austur-
Evrópu taldir heppilegir.“
Þetta er nokkuð fróðleg sögu-
skýring í sjálfu sér.
UPPREISN fólksins í Austur-Evr-
ópu og hrun hinnar spilltu
strengjabrúðna Kreml fær athygl-
isverða umfjöllun í sömu grein
Ragnars Stefánssonar.
Jarðskjálftafræðingurinn er
nefnilega þeirrar skoðunar, að at-
burðirnir í Austur-Evrópu verði
ekki til þess að vestræn markaðs-
hyggja og lýðræði ásamt eigna-
frelsi renni yfir Austur-Evrópu,
heldur að einhver nýr og „lýðræð-
islegur" sósíalismi muni spretta
upp í Austur-Evrópu og verða til
þess að verkafólk geri loks bylt-
inguna í Vestur-Evrópu gegn „auð-
valdinu.'
Lítum á þessa draumsýn jarö-
skjálftafræðingsins:
Ragnar Stefansson jarðskjálfta-
fræðingur: Ásakar Ólaf Ragnar og
„hans lið" fyrir að undirbúa sam-
runa við Alþýðuflokkinn. Ragnar
telur einnig, að hrun kommúnism-
ans í Austur-Evrópu verði til upp-
byggingar og framgangs sósíalism-
ans í Vestur-Evrópu.
„í stuttu máli benti ég á að
lýðræðisþróun í Austur-Evr-
ópu væri forsenda fyrir þróun
sósíalisma í þessum löndum.
Og ég teldi að lýðræðisþróun
þar mundi ýta undir og efla
baráttu fyrir sósíalisma um all-
an heim. Mér finnst það ekki
líklegt að alþýða Austur-Evr-
ópu muni afhenda einstakling-
um formlega eignir sínar
meira en orðið er, þvert á móti
muni hún leitast við að gera
þetta formlega eignarhald sitt
að áþreifanlegum raunveru-
leika. Slík þróun mundi virka
mjög hvetjandi á launafóik í
Vestur-Evrópu að fara að berj-
ast fyrir afnámi arðránsins, í
stað þess að láta sér nægja að
berjast fyrir takmörkunum á
því, að fara að berjast fyrir
sósíaiisma."
Það er alltaf gaman að vera vitni
aö því hve langt sóffakommar og
draumóramenn geta ferðast í ósk-
hyggju sinni — og hve fjarri þeir
eru hinum raunverulegu óskum
og baráttu almennings í hinni
furðulegu kenningasmíð sinni.