Alþýðublaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. jan. 1990 Ekkert fannst athugavert við rannsókn hjó Hollustuvernd Vegna einstaks matareitrunar- tilfellis sem upp kom á Djúpa- vogi og kvartana sem hafa borist um óeðlilega lykt og bragð úr niðursoðnum baunum frá Niður- suðuverksmiðjunni Ora hf., hef- ur Hollustuvernd ríkisins unnið að athugun á framleiðsluvörum og framleiðsluaðstæðum fyrir- tækisins ásamt heilbrigðiseftir- liti Kópavogssvæðis. Tekin voru sýni af grænum baun- um og maís baunum úr verslunum og á lager hjá fyrirtækinu, auk þess sem athuganir hafa verið gerðar á vörum frá neytendum vegna kvart- ana. Niðurstöður gerlarannsókna benda ekki til þess að varan sé göll- uð og niðurstöður úr skyndmati sem framkvæmt hefur verið af rann- sóknastofu Hollustuverndar ríkisins benda ekki til þess að um alvarleg- an galla í vörunni sé að ræða. Hollustuvernd ríkisins og heil- brigðiseftirlit Kópavogssvæðis skoðuðu aðstæður hjá Niðursuðu- verksmiðjunni Ora og fannst ekkert athugavert við þá skoðun. Voru þá einnig tekin sýni af hráefni til gerla- rannsókna og fannst ekkert athuga- vert við rannsókn þess. Kvartanir frá neytendum benda til þess að um einhverja galla hafi ver- ið að ræða hvað varðar bragð og lykt í hluta af niðursoðnum baunum frá fyrirtækinu. Fyrirtækið vinnur nú í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Kópavogssvæðis að því að kanna hverjar ástæður þessa geti verið. Niðurstöður örverurannsókna benda hins vegar ekki til þess að varan sé menguð af völdum gerla og því ekki ástæða til að varast neyslu vörunnar. Guðlaugur Guðmundsson sjötugur Guðlaugur Guðmundsson Baldursgötu 17, fyrrverandi afgreiðslumaður hjá Silla og Valda í Aðalstræti, er sjötugur í dag. Guðlaugur hefur alla tíð fylgt Alþýðuflokknum að málum og færir Alþýðublaðið honum innilegar heillaóskir. Guðlaug- ur tekur á móti gestum að Bald- ursgötu 17 í dag. Ný keppni haf- in af hógværð Nú hefst ný tippkeppni fjölmiðl- anna eða vorönnin. Haustönnina unnum viö hér á Alþýðublaðinu enda spámenn miklir. Hvort jafn vel gengur á nýju ári er óvíst en viö för- um afar varlega af stað og fullir hóg- værðar. Línur eru heldur farnar að skýrast í enska fótboltanum en þó er enginn leikur sjálfgefinn. Allir fjölmiðlarnir tippa á sigur Arsenal og þeir flestir eru sammála um að C. Palace, Leeds, Everton og Tottenham vinni. Liverpool er á toppnum eins og stendur en Arsenal fylgir fast á eftir' og á leik til góða. Eftir að hafa skoð- að stjörnukort liða og leikmanna komumst við að þeirri niðurstöðu að úrslit leikja verði sem hér segir: ij | 5 S 3 5 3 >í LEIKIR 6. JAN. '90 j S s I 1 11 1 8 S tn < f SAMTALS 1 I X I 2 Blackburn - Aston Villa 2 2 2 2 j 2 X 2 12 2 1 1 . 8 Brighton - Luton 1 2 X 2 1 X 1 X 1 1 5 3 2 C. Palace - Portsmouth 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 9 Oi 1 Hull - Newcastle X 2 X 2 2 2 2 2 1 X i 3 6 Leeds - Ipswich 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1,0 Man. City - Millwall 1 1 2 X 2 1 1 1 1 1 7 1 2 Middlesbro - Everton 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 9 Plymouth - Oxford X 1 X 1 X 1 1 X 1 1 6 4:0 Stoke - Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 llí!» Tottenham-Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 9 'I0 W.B.A. - Wimbledon X 2 2 X! 2 1 1 1 í 1 X 4 3 3 Wolves - Sheff. Utd. 1 2 1 1 1 X X 1 1 2 6 2! 2 7 SLEPPTU EKKI HENDINNI AF HEPPNINNI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ARGUS/SlA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.