Alþýðublaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 3
3
Laugardagur 6. jan. 1990
Kroníta vikunnar
Undir því merki
munhún bída ósigur
I’eir sögulegu atburðir, sem gerst hafa og
eru að gerast í Mið- og Austur-Evrópu, leiða
ósjálfrátt hugann að gömlum og nýrri at-
burðum í íslenski pólitík. Kannski verður
undirrituðum efst í huga flokksþing Alþýðu-
flokksins 1937, hið fyrsta sem hann sat.
Þar var til umræðu og afgreiðslu tillaga
Héðins heitins Valdimarssonar um samein-
ingu Kommúnistaflokks íslands og Alþýðu-
flokksins í einn stjórnmálaflokk. Flokksþing-
ið bar þess Ijósan vott að þingfulltrúar voru
að yfirgnæfandi meirihluta andstæðir þess-
um sameiningarhugmyndum, enda runnu
þessar vangaveltur endanlega út í sandinn,
þegar Kommúnistaflokkurinn setti það skil-
yrði, að sameinaði flokkurinn skyldi í einu
og öllu fylgja pólitísku línunni frá Moskvu.
Að sjálfsögðu verður það alla tíma óleyst
reikningsdæmi, hvað gerst hefði í íslenskum
stjórnmálum og íslensku þjóðfélagi, ef jafn-
aðarmenn á Islandi hefðu horfið frá mann-
gildis- og lýðræðishugsjónum jafnaðarstefn-
unnar og gengið til liðs við Moskvu-kommún-
ismann. Gera mætti sér þó í hugarlund að
hér hefði orðið til stór og öflugur kommún-
istaflokkur, sem hrifsað hefði völdin í fyll-
ingu tímans eins og gerðist í hverju ríkinu af
öðru í Mið- og Austur-Evrópu eftir síðari
heimsstyrjöldina. Stæðum við þá e.t.v. í
sömu sporum og þessar þjóðir standa í dag?
Ógreidd þakkarskuld
Aftur á móti er það staðreynd, Ijósari í dag
en nokkru sinni fyrr, að flokksþing Alþýðu-
flokksins 1937 steig ótvírætt heillasþor að
visa kommúnismanum á dyr og mætti ís-
lensk þjóð um þessar mundir hugleiða, hvort
Alþýðuflokkurinn hafi ekki þá tekið svo
giftusama og afdrifaríka ákvörðun, að hún
eigi honum þakkarskuld að gjalda enn í dag
— kannski að ógleymdum þeim stórmerku
umbótamálum, sem hann hefur komið í höfn
á liðnum áratugum með lýðræðislegum bar-
áttuaðferðum jafnaðarmanna.
Á þessum árum og síðar brá hins vegar
Sjálfstæðisflokkurinn stundum undir sig
betri fætinum til að styðja kommúnista gegn
alþýðuflokksmönnum í verkalýðshreyfing-
unni. En það er önnur saga.
Línan frá Moskvu
En línan frá Moskvu hefur löngum verið
sú, að jafnaðarmenn skyldi hundelta og
ófrægja — þeir væru svartastir af öllum
svörtum sauðum um gervalla heimsbyggð.
Þessi skilaboð komust svo sannarlega til
skila hér heima á Islandi og má segja að allt
fram á þennan dag hafi íslenskir jafnaðar-
menn, lífs og liðnir, mátt liggja undir þessari
fyrirskipuðu ófrægingarskothríð. Þannig
virðist þessi áratuga gamla Moskvulína
hanga ennþá uppi á Islandi í einhverjum
slitrum, þó að staurarnir gerist nú æ færri og
forneskjulegri.
Nýjasta dæmið um þetta örvæntingarfulla
dauðahald í gömlu Moskvulínuna er e.t.v. rit-
smíð Úlfars Þormóðssonar í Alþýðublaðinu
nú mánuði fyrir jól eða 25. nóv., þar sem
hann ríður gandreið á „kjánapriki" sínu í að-
för að Ólafi Ragnari Grímssyni af ótta við, að
Ólafur sé „að gera Alþýðubandalagið að al-
þjóðlegum krataflokki".
Þó að Ólafur Ragnar sé þarna sérstaklega
tekinn á hvalbeinið, þá er allur undirtónninn
þeirrar ónáttúru, að stóra>, dauðasyndin sé
,,Jón heitinn Baldvinsson varadi verka-
lýöshreyfinguna viö því á sögufræguni
fundi 19ÍÍH í verkamannufélaginu Dags-
hrún 13. fehr. 1938 aö taka sér merki
mannanna frá Moskvu í liönd og ganga
meö þaö át í haráttuna. “ ,,Undir því
merki mun hám bíöa ósigur og falla."
sagöi hanri ennfremur. ..Fyrir þessi fram-
sýnu varnarorö var Jón Baldvinsson
rekinn ár Dagshrún aö undirlagi
munnanna frá Moskvu, “ segir Jón H.
Guömundsson í Króníku Alþýöuhlaösins.
Myndin sýnir verkamenn í grjótnámi í
Oskjuhlíöinni á öörum tug aldarinnar.
að blanda geði við lýðræðis- og manngildis-
hugsjónir jafnaðarmanna. Forneskjulegur
draugagangur Úlfars nær þó hámarki, þegar
hann kemst að þeirri niðurstöðu, að komm-
únistaríkin í austri hafi „einmitt" breytt
ómannúðlegum ríkjum vestursins í misjafn-
lega þróuð velferðarríki"!! Já, það hefur
margur orðið að veraldarviðundri fyrir þær
sakir að vera katólskari en páfinn.
Heitur grautur____________________________
Kannski er þessum mönnum vorkunn,
sem trúað hafa því allan sína daga, að kenni-
setningar Marx, Leníns og Stalíns væru svo
járnbentar og steynsteyptar, að þær þyldu
alla jarðskjálfta. En nú þegar „stóri skjálft-
inn“ í Austur-Evrópu hefur leitt annað í Ijós,
standa þeir ráðvilltir á rústunum og skiptir
því ekki lengur máli, þótt þaðan heyrist öðru
hverju einhver draugagangur eða púðurskot
að alþýðuflokksfólki og jafnaðarstefnunni. í
huga undirritaðs munu þau aðeins minna á
tíkina á æskuheimili hans, sem stökk alltaf á
hundinn og beit hann, þegar henni var bor-
inn of heitur grautur. Og nú er Marx-Lenin-
ista-grauturinn svosannarlega mörgum heit-
ur.
„Undir því merki_______________________
mun hún bíða ósigur"___________________
Á sögulegum fundi í verkamannafélaginu
Dagsbrún 13. febrúar 1938 varaði Jón heit-
inn Baldvinsson verkalýðshreyfinguna við
því „að taka sér merki mannanna frá
Moskvu í hönd og ganga með það út í barátt-
una" „undir því merki mun hún bíða ósigur
og falla", sagði hann ennfremur. Fyrjr þessi
framsýnu varnaöarorð var Jón Baldvinsson
rekinn úr Dagsbrún að undirlagi mannanna
frá Moskvu.
Nú verður ekki deilt um það lengur hvor-
um hafi farnast betur, þeim er gengið hafa út
í baráttuna undir merkjum lýðræðisjafnað-
armanna á Vesturlöndum eða hinum í Aust-
ur-Evrópu, sem þröngvað var til þess „aö
taka sér merki mannanna frá Moskvu í
hönd".
Jón H. Guðmundsson
fyrrum skólastjóri er höf-
undur Króníku Alþýðu-
blaðsins þessa vikuna.
FRÉTTASKÝRING
Jólabókavertíðin 1989:
Dreifðari sala en áður —
samtalsbækur brugðust
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Alþýðublaðið
hefur aflað sér varð einhver samdréttur í bóksölu fyrir
síðustu jól, miðað við árið á undan. Þessi samdráttur
varð þó ekki mikill, menn nefndu töluna 5%, sam-
kvæmt þeim bráðabirgðatölum sem liggja fyrir og
aðrir segja að aukningin í krónutölu hafi nærri numið
verðbólguþróun á árinu 1989. Samtalsbækurnar skil-
uðu ekki því sem þær áttu að skila, skáldverk seldust
á hinn bóginn nokkuð vel þegar á heildina er litið.
EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Þeir útgefendur sem Alþýðu-
blaðiö ræddi viö báru sig vel og
höfðu yfir litlu að kvarta, en geta
verður þess að þeir lögðu ekki að-
al áherslu á ævisögur eða minn-
ingabækur sem Ijóst er að skiluöu
ekki því sem þær áttu að skila í
heildina tekið, þó vissulega hafi
margar þeirra selst ágætlega. Þaö
varð einskonar sprenging á sam-
talsbókamarkaðinum sem virðist
hafa orðið til þess að fólk varð
ringlað og vissi ekki hvert það átti
að leita. Að auki var engin ein bók
sem almennur áhugi var fyrir, eins
og t.d. bókin Ein á forsetavakt og
bókin um Leif Mller voru fyrir jól-
in 1988. Salan nú var almennt
dreifðari, margir titlar seldust
nokkuð vel en fáir afburða vel.
Þeir sem Alþýðublaðið ræddi við
töluðu sumir um ca. 5% samdrátt
í almennri bóksölu og bentu eink-
um á þann hóp kaupenda sem
ekki keypti bækur að öllu jöfnu,
þeir hefðu ekki skilað sér í bóka-
verslanir fyrir síðustu jól, eins og
þeir sennilegast gerðu fyrir jólin
1988. Þarna er um að ræða hóp
sem margar verslunargreinar slást
um og veltur oftast á miklu að ein-
hver ein bók sé ákaflega umtöluð,
svo hann komi í bókabúðir.
7—8.000 eintaka____________
metsölubækur
Menn eru sammála um að
dreifðari sala en áður hafi ein-
kennt söluna fyrir síðustu jól.
Margir titlar Itafi selst vel, fáir af-
burða vel en þó nokkrir, eins og
t. d. Vigdís Grímsdóttir, en bók
hennar Eg heiti Isbjörg, ég er Ijón,
var ein þeirra bóka sem mest seld-
ust fyrir síöustu jól. í þeim flokki
voru líka Eg og lífið þar sem Guð-
rún Ásmundsdóttir lagði spilin á
borðið fyrir Ingu Huld Hákonar-
dóttur, Fransí biskví eftir Elínu
l’álmadóttur, Sagan sem ekki
mátti segja, varnarrit forsetason-
arins Björns Sveinssonar Björns-
sonar, endurminningar fyrrver-
andi sendiherrafrúar, Hebu
Björnsdóttur, Sendiherrafrúin seg-
ir frá hét sú bók. Þessar bækur
seldust að því er best veröur séö í
u. þ.b. 7—8.00(1 eintökum. Að sögn
bóksala kom nokkuö mikið af
þessum bókum til baka eftir jólin,
en þær gengu víst nokkuö jafn-
harðan út aftur.
Skáldverk og barnabækur
gengu vel
Af öðrum skáldsagnahöfundum
en þeirri sem þegar er nefnd, t.d.
seldust bækur þeirra Thors Vil-
hjálmssonar og Einars Kárasonar
mjög vel, um og yfir 4.000 eintök
seldust af bókum þessara kunnu
höfunda. Sem fyrr segir áttu yngri
höfundar nokkuð undir hcigg að
sækja og svo viröist sem þeirra
bækur hafi ekki náð athygli fjöld-
ans. Aukningu á sölu skáldsagna
má að mati manna aö einhverju
leyti rekja til áhrifa íslensku bók-
menntaverðlaunanna, en bækur
tilnefndar til þeirra seldust undan-
tekningarlítið vel, og sumar ótrú-
lega vel, eins og t.d. íslensk orð-
sifjabók en á fjórða þúsund eintök
seldust af henni.
Menn voru líka almennt sam-
mála um að barnabækur hefðu
selst vel íyrir þessi jól og að þeim
væri fastur kaupendahópur sem
ekki brygöist, á hverju sem dyndi.
Nokkrar unglingabækur seldust
líka vel og varlega áætlað má
nefna a.m.k. tvær bækur þessarar
gerðar sem seldust mjög vel, bók
Kristínar Steinsdóttur og bók Þor-
gríms Þráinssonar.
Einhver samdráttur virðist hafa
orðið í erlendum skáldsögum
þýddum, en einhverjar þeirra seld-
ust þó vel, t.d. bók chileönsku
skáldkonunnar Isabellu Alliende,
sem viröist orðið eiga sér fastan
lesendahóp. í raun má reyndar
segja að hinn fasti kaupendahópur
bókmenntanna hafi skilað sér
nokkuö vel fyrir þessi jól, sam-
drátturinn fólst fremur í óvissu-
hópnum.
Bóksala dræm
framan af desember
Bóksalan í desember þótti nokk-
uö dræm framan af, en þá laugar-
daga sem opið var í mánuðinum
glæddist salan nokkuð. Hinsvegar
kom kippur i söluna í kringum 20.
desember og á Þorláksmessu seld-
ist gríðarlega mikið, rétt eins og
vant er. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem Alþýöublaðið aflaði
sér hjá bóksölum lætur nærri að
þeir hafi haldið í við verðbólgu-
þróun ársins, þ.e. að ekki hafi verið
um raunaukningu að ræða frekar
en hjá einstaka forlögum sem haft
var samband við.